Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÍFDÍSIL er orkugjafi sem vinna má úr dýrafitu, matarolíu og lýsi en Kjötmjöl ehf. og Iðntæknistofnun Íslands standa nú að tilraunaverk- efni á því sviði. Unnt er að nota líf- dísil á sama hátt og hefðbundna dís- ilolíu hvort sem er óblandaða eða blandaða. Ekki þarf að breyta dísil- vélum til að knýja þær með lífdísil- olíu. Guðmundur Tryggvi Ólafsson, umhverfisfræðingur hjá Kjötmjöli, kynnti verkefnið á ráðstefnunni Bíll og borg fyrir helgi. Samstarfsaðilar Kjötmjöls ehf. eru Orkustofnun, Mjólkurbú Flóamanna, Kaupfélag Árnesinga, Gámaþjónustan, Olís, S. Hólm og Hamar hf. Verkefnið er styrkt af Orkusjóði og Nýsköpunar- sjóði og nema styrkir alls um 7 millj- ónum króna en kostnaður við til- raunaverkefnið segir Guðmundur að verði milli 9 og 10 milljónir króna. Hráefni í lífdísil eru dýrafita, mat- arolía og lýsi en við vinnsluna er et- anóli blandað saman við. Guðmund- ur sagði árlega falla til 800 til 1.000 tonn af dýrafitu hjá Kjötmjöli ehf. og um 200 tonn af matarolíu frá matvælafyrirtækjum og veitinga- húsum. Úr þessu hráefni, auk lýsis, sé unnt að framleiða álíka mikið af orkugjafanum lífdísil en þá er etan- óli blandað í hráefnið. Tilraunafram- leiðsla stendur nú yfir en Guðmund- ur sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi framleiðsla væri þekkt er- lendis. Í vor er ráðgert að prófa framleiðsluna á mjólkurbílum MBF, sorpbílum Gámaþjónustunnar og fóðurbílum KÁ. Segir hann best að gera tilraunirnar á nýlegum bílum og þeim sem aka nokkuð fastar leið- ir til að mælingar og samanburður verði sem nákvæmust. Ekki sagði Guðmundur Tryggvi ljóst hvar sjálf framleiðslan færi fram þegar þar að kæmi, vonandi yrði það á Selfossi eða nágrenni. Hreinni útblástur Kostina við lífdísil sagði Guð- mundur Tryggvi vera hreinni út- blástur en frá venjulegri dísilolíu, framleiðslan væri sjálfbær og minni skaði væri við óhöpp, t.d. ef eitthvað færi niður. Galla sagði hann helsta þá að storknunarhitastig væri hærra og borið hefði á tæringu ein- stakra plasttegunda. Lífdísilolían þykknar nokkuð strax við frostmark og sagði hann unnt að eyða þessum áhrifum með því að blanda dísilolíu saman við. Segir hann ekki skipta máli hver hlutföllin eru hvað varðar orkunýtingu. Með þúsund tonna framleiðslu á ári segir Guðmundur það geta samsvarað ársnotkun 1.000 til 5.000 dísilfólksbíla eftir því hversu mikið lífdísilolían yrði blönd- uð. Í lok erindis síns sagði Guðmund- ur Tryggvi það ábyrgðarhluta að nýta ekki þetta hráefni sem til félli og að fyrir hendi væri tækjakostur og fjárhagslegur grundvöllur. Sagði hann fyrstu athuganir benda til að lífdísil væri fjárhagslega samkeppn- ishæfur orkugjafi við jarðefnadísil- olíu. Vinnur að tilraun með orkugjafa úr dýrafitu PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra opnaði formlega í gær nýj- an kosningavef sem tileinkaður er komandi sveitarstjórnarkosn- ingum. Vefurinn er samstarfs- verkefni félagsmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfé- laga og er slóðin: www.kosning- ar2002.is. Meðal þess sem finna má á vefnum eru leiðbeiningar til kjós- enda um t.d. kosningarétt og kjörgengi. Þá má finna þar leið- beiningar til frambjóðenda um frágang framboðslista og upplýs- ingar um sveitarstjórnarkosning- arnar 1998, svo fátt eitt sé nefnt. Stefnt er að því að nýtt efni bæt- ist á vefinn í viku hverri og verða framboðslistar m.a. birtir eins fljótt og unnt er eftir að fram- boðsfrestur rennur út. Að auki er stefnt að því að úrslit kosninga í hverju sveitarfélagi og nöfn kjör- inna fulltrúa birtist á kosn- ingavefnum að kosningunum loknum. Morgunblaðið/Ásdís Við opnun nýs kosningavefjar vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Fremstur á myndinni er Páll Pétursson félagsmálaráðherra. Fyrir aftan hann standa f.v.: Gísli Sverrir Árnason, forseti bæjarstjórnar sveitarfélagsins Hornafjarðar, Valgarður Hilmarsson, oddviti Engihlíðarhrepps, og Ingunn Guðmundsdóttir, formaður bæj- arráðs sveitarfélagsins Árborgar. Við hlið ráðherra situr María Sæmundsdóttir, ritari ráðuneytisstjóra. Kosningavefur vegna sveit- arstjórnarkosninganna Í TÆKNIÞÆTTI á fréttavef bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC er greint frá notkun andlits- eftirlitskerfis á Keflavíkurflugvelli en segja má að kerfið lesi „and- litsför“ manna. Íslendingar eru fyrstir þjóða til þess að taka upp slíkt eftirlit en það var meðal annars gert vegna tilslakana á eftirliti með farþegum sem ferðast innan Schengen-svæð- isins. Haft er eftir lögreglustjóran- um á Keflavíkurflugvelli að ef slíkt kerfi hefði verið notað á flugvöllum í Bandaríkjunum hefði það aukið mjög líkurnar á að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hryðjuverkin 11. september. Kerfið greinir um áttatíu and- litssérkenni hjá einstaklingum og eru þau síðan borin saman við „andlitsför“ grunaðra hryðju- verkamanna og glæpamanna í sér- stöku gagnasafni. Kerfinu hefur ekki enn tekist að „koma auga“ á nokkurn glæpa- eða hryðjuverka- menn sem kynni að hafa farið um Keflavík. Nokkurra efasemda gætir um gagnsemi eftirlitskerfisins. Svipað kerfi var prófað í tvo mánuði í Flór- ída í Bandaríkjunum og bar það ekki kennsl á einn einasta misynd- ismann en hins vegar var allnokk- uð um það að kerfið bæri ranglega kennsl á glæpamenn. Íslendingar fyrstir til þess að nota andlitseftirlitskerfi ELLEFU sóttu um embætti sýslumanns á Blönduósi og 10 um embætti sýslumanns á Ísa- firði en umsóknarfrestur er runninn út. Dómsmálaráðherra veitir embættin. Um sýslumannsembættið á Ísafirði sóttu eftirtalin: Árni Múli Jónasson, aðstoð- arfiskistofustjóri, Ásdís Ár- mannsdóttir, fulltrúi sýslu- mannsins á Sauðárkróki, Áslaug Þórarinsdóttir, lög- fræðingur, Ásta Stefánsdóttir, fulltrúi sýslumannsins á Sel- fossi, Bjarni Stefánsson, sýslu- maður á Hólmavík, Björn Jónsson, hrl., Guðmundur Björnsson, Helga Leifsdóttir, hdl., Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík, Sig- ríður Björk Guðjónsdóttir, skattstjóri Vestfjarðaumdæm- is. Um sýslumannsembættið á Blönduósi sóttu eftirtalin: Áslaug Þórarinsdóttir, lög- fræðingur, Ásta Stefánsdóttir, fulltrúi sýslumannsins á Sel- fossi, Bjarni Stefánsson, sýslu- maður á Hólmavík, Björn Jóns- son, hrl., Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður á Siglufirði, Guð- mundur Björnsson, Helga Leifsdóttir, hdl., Hjördís Stef- ánsdóttir, fulltrúi sýslumanns- ins í Borgarnesi, Leó Eiríkur Löve, hrl., Margrét María Sig- urðardóttir, hdl., Þorsteinn Pétursson, fulltrúi sýslumanns- ins á Selfossi. Margar umsóknir um sýslu- manns- embætti RÍKISSTJÓRNIN samþykkti sl. föstudag tillögu dóms- og kirkju- málaráðherra um að verja 500 þús- und krónum af ráðstöfunarfé rík- isstjórnar til að styrkja svokallað V-dagsverkefni. Svonefndur V- dagur (Vinnings-dagur) verður haldinn í fyrsta skipti á Íslandi hinn 14. febrúar nk. Verða þá stofnuð samtök sem hafa það að markmiði að vinna gegn ofbeldi á konum á Íslandi. V-dagurinn hefur verið haldinn víða um heim en að honum standa alþjóðleg samtök sem kennd eru við hann og stofnuð voru í Banda- ríkjunum 1998 fyrir tilstuðlan rit- höfundarins Eve Ensler. Markmið alþjóðlegu V-dagssamtakanna er að binda enda á ofbeldi gegn kon- um um allan heim og munu sam- tökin starfa þar til því markmiði hefur verið náð. Markmiðið með hinum íslenska V-degi er það sama og á hinum al- þjóðlegu V-dögum, að vekja fólk til umhugsunar um kynferðisofbeldi gegn konum og breyta hugarfari fólks varðandi nauðganir. Áhersla er lögð á vinnu að forvörnum gegn nauðgunum og hafa ýmsir þekktir aðilar úr þjóðfélaginu lagt málefn- inu lið. Ennfremur munu samtökin standa fyrir forvarnarsamkeppni meðal framhaldsskólanema um hvernig þeir telji að best sé að fyr- irbyggja nauðganir. Nemendurnir munu leggja fram hugmyndir og áætlun um hvernig eigi að fram- kvæma þær. Á V-deginum verður svo besta hugmyndin kynnt og V- dagssamtökin munu sjá um að fjármagna og framkvæma hug- myndirnar í samráði við sigurveg- arana. V-dagurinn haldinn á Íslandi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Ólafi F. Magnússyni, borgarfulltrúa og væntanlegum frambjóðanda F-lista frjálslyndra og óháðra: „Í þættinum Kastljós í ríkissjón- varpinu sunnudaginn 27. janúar sl. fullyrti hið nýja borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, Björn Bjarna- son, að undirritaður væri „á móti virkjunum“ og „gegn því öllu á fram- farasviðum sem snertir virkjanir og nýtingu orkulinda“. Hér er um grófar rangfærslur að ræða af hálfu borgarstjóraefnisins Björns Bjarnasonar. Andstaða und- irritaðs við þátttöku Reykjavíkur- borgar í Kárahnjúkavirkun felur ekki í sér almenna andstöðu við virkjanaframkvæmdir í landinu eða nýtingu orkulinda yfirleitt. Þvert á móti er undirritaður hlynntur skyn- samlegri nýtingu á orkulindum Reykvíkinga eins og fyrirætlanir um nýtingu jarðvarma á Hellisheiði til orkuframleiðslu eru gott dæmi um. Þessar framkvæmdir og margar aðr- ar orkuframkvæmdir virðast mun umhverfisvænni og hagkvæmari en fyrirætlanir um risavirkjanir á Aust- urlandi, sem yrðu stórkostlegar um- hverfinu og myndu skuldsetja Reykjavíkurborg umfram heildar- eignir borgarinnar. Ég vænti þess að málflutningur Björns Bjarnasonar í kosningabar- áttunni vegna borgarstjórnarkosn- inganna í vor muni ekki byggjast fyrst og fremst á rangfærslum og út- úrsnúningum eins og var raunin í áð- urnefndum Kastljósþætti.“ Yfirlýsing ♦ ♦ ♦ KONA á þrítugsaldri slapp með lítil meiðsl eftir að hún kastaðist út úr jeppa sem valt skammt norðan við Búðardal, á sunnudag. Konan sat í aftursæti jeppans og var ekki í bílbelti. Að sögn lögregl- unnar í Búðardal virðist sem konan hafi kastast út um topplúguna á jepp- anum. Mikil mildi þykir að konan stórslasaðist ekki því jeppinn valt 2–3 veltur á veginum áður en hann staðnæmdist á réttum kili. Tildrög slyssins eru ekki að fullu ljós en lögreglan telur að annaðhvort hafi ökumaður sofnað undir stýri eða dekk hafi sprungið. Þegar ökumaður hugðist rétta jeppann af valt hann og hafnaði á réttum kili með afturdekk- in fyrir utan veg. Jeppinn er ónýtur. Í jeppanum voru hjón ásamt dótt- ur sinni og tveimur konum. Konunni sem kastaðist út var ekið með sjúkra- bifreið á slysadeild Landspítalans – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Talin hafa kastast út um topplúgu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.