Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 39
FRAMKVÆMDASTJÓRN Sam-
taka atvinnulífsins hefur í ályktun
sagt að íslensk samkeppnislög víki
verulega frá reglum Evrópska efna-
hagssvæðisins og annarra Evrópu-
landa. Gagnrýni SA beinist m.a. að
framkvæmd vettvangsrannsókna
samkeppnisyfirvalda og sektarheim-
ildum og fara samtökin fram á hlut-
lausa skoðun af hálfu efnahags- og
viðskiptanefndar Alþingis á reglum
samkeppnislaga í samanburði við
EES-reglur og löggjöf innan Evr-
ópska efnahagssvæðisins.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu um helgina hefur efnahags-
og viðskiptanefnd ekki tekið afstöðu
til ályktunarinnar. Var haft eftir Vil-
hjálmi Egilssyni, formanni nefndar-
innar, að ályktunin hefði verið rædd í
nefndinni en ekkert hefði hins vegar
verið ákveðið og engin afstaða tekin
til þess hvort þingnefndin ætti að
standa að rannsókn málsins.
Ályktun framkvæmdastjórnar SA
fer í heild sinni hér á eftir:
„Framkvæmdastjórn Samtaka at-
vinnulífsins samþykkir að beina því
til efnahags- og viðskiptanefndar Al-
þingis, að hún beiti sér fyrir sjálf-
stæðri athugun og skoðun á því að
hvaða leyti íslensku samkeppnislög-
in, nr. 8. frá 1993, með áorðnum
breytingum frá árinu 2000, sbr. lög
nr. 107 frá 2000, séu frábrugðin við-
komandi EES-reglum og sambæri-
legum lagabálkum í öðrum löndum á
Evrópska efnahagssvæðinu. Sér-
staklega verði skoðaðir IV. og V.
kafli laganna um bann við samkeppn-
ishömlum og eftirlit, X. kafli laganna
um upplýsingaskyldu og XI. og XIII.
kaflar laganna um framkvæmd sam-
keppnisreglna o.fl. skv. reglum EES
og um viðurlög.
Jafnframt er því beint til efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþingis
að hún beiti sér fyrir sjálfstæðri
rannsókn og skoðun á því hvort verið
geti að framganga og vinnuaðferðir
Samkeppnisstofnunar á Íslandi, t.d.
við að leggja hald á gögn, sbr. 40. gr.
laganna, séu í veigamiklum atriðum
frábrugðin þeim meginreglum sem í
öðrum löndum á Evrópska efnahags-
svæðinu þykir sjálfsagt og eðlilegt að
fylgja.
Inngangur að
greinargerð
Samtök atvinnulífsins telja afar
mikilvægt að markmiðum EES-
samningsins um sömu samkeppnis-
skilyrði og sömu leikreglur á Evr-
ópska efnahagssvæðinu sé fylgt eftir.
Samkeppnisreglur gegna þar þýð-
ingarmiklu hlutverki þar sem þeim
er ætlað að tryggja að samkeppni
raskist ekki. Forsenda þess er þó að
sömu reglur gildi fyrir alla og þeim
sé beitt og þær túlkaðar á sama hátt
á öllu markaðssvæðinu. Þar telja
samtökin að verulega skorti á. Ís-
lensk samkeppnislög og beiting
þeirra er augljóslega ekki í samræmi
við reglur Evrópuréttarins. Fram-
kvæmd húsleit Samkeppnisstofnun-
ar hefur ekki síst orðið til að beina
sjónum að þessum mun. Þar blasir
við að aðrar og vandaðri málsmeð-
ferðarreglur, líkari því sem tíðkast í
flestum Evrópulöndum, eins og t.d.
Danmörku og Svíþjóð, hefðu gilt
hefði Eftirlitsstofnun EFTA (ESA)
framkvæmt þá vettvangsrannsókn.
Framkvæmd vettvangsrann-
sókna samkeppnisyfirvalda
Reglur samkeppnislaga eru í dag
með þeim hætti að Samkeppnisstofn-
un getur við rannsókn máls gert
nauðsynlegar athuganir á starfsstað
fyrirtækis og lagt hald á gögn þegar
ríkar ástæður eru til að ætla að brot-
ið hafi verið gegn lögunum eða
ákvörðunum samkeppnisyfirvalda.
Skal þá fylgja ákvæðum laga um
meðferð opinberra mála um leit og
hald á munum, sbr. 40. gr. sam-
keppnislaga. Reglur um það að
leggja hald á og leita, sem þá er beitt,
eiga hins vegar illa við um húsleit í
fyrirtækjum enda hafa verið settar
sérstakar reglur um framkvæmd
slíkra vettvangsrannsókna hjá Evr-
ópusambandinu og þær teknar upp í
bókun 4 með samningi EFTA-
ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnun-
ar og dómstóls. Samkvæmt þeim get-
ur ESA í samvinnu við yfirvöld í við-
komandi EFTA-ríki framkvæmt
vettvangsrannsókn í fyrirtækjum á
grundvelli skriflegrar heimildar þar
sem fram kemur hvað það er sem á
að rannsaka og í hvaða skyni. Rann-
sóknarmenn eiga rétt á að fara inn í
fyrirtækið, skoða bækur og skjöl,
krefjast munnlegra skýringa á
staðnum og taka afrit af skjölum.
Óheimilt er að taka frumgögn eins og
íslensku reglurnar heimila. Það er
því verulegur munur á þeim reglum
sem gilda um heimildir ESA og Sam-
keppnisstofnunar að þessu leyti en
samkvæmt 42. gr. samkeppnislaga
skal fylgja þeim starfsreglum sem
settar eru í fyrrgreindri bókun 4 við
vettvangsskoðun ESA hjá íslenskum
aðilum. Réttaröryggi fyrirtækja og
sönnunargildi þeirra upplýsinga sem
aflað er er betur tryggt með Evrópu-
reglunum þar sem öll gögn sem finn-
ast eru skráð á staðnum og tekið afrit
af þeim þar.
Framkvæmd Samkeppnisstofnun-
ar hefur með engum hætti tekið mið
af fyrrgreindum verklagsreglum
ESA. Leitarheimild hefur verið al-
gjörlega opin. Frumgögn eru tekin
og þau gögn sem hald hefur verið
lagt á hafa ekki verið skráð með full-
nægjandi hætti þannig að bera megi
saman hvað tekið er og hverju skilað.
Hald hefur verið lagt á gögn þótt þau
væru rannsókn ljóslega óviðkomandi
auk persónulegra skjala starfs-
manna án þess að persónuverndar-
sjónarmiða hafi verið gætt. Viðvera
fulltrúa viðkomandi fyrirtækja hefur
ekki í öllum tilvikum verið tryggð og
tillitssemi við starfsmenn þeirra í
sumum tilvikum verið ábótavant.
Það er einnig umhugsunarvert að
meðal leitarmanna hafa verið starfs-
menn annarra stofnana en Sam-
keppnisstofnunar.
Augljóst er því að úrbóta er þörf til
að tryggja réttaröryggi fyrirtækja og
starfsmanna þeirra. Það verður einn-
ig að teljast mjög óeðlilegt að mis-
munandi reglur skuli gilda um fram-
kvæmd vettvangsrannsókna í
fyrirtæki eftir því hvor eftirlitsaðila
samkeppnismála það er sem gerir
slíka könnun. Rannsóknarhagsmun-
um Samkeppnisstofnunar er í engu
raskað þótt stofnunin yrði bundin af
samsvarandi framkvæmdarreglum
og gilda í Evrópurétti og í öðrum ríkj-
um svo sem Danmörku og Svíþjóð.
Sektarheimildir
samkeppnisyfirvalda
Í almennum skýringum með frum-
varpi til breytinga á samkeppnislög-
um sem afgreitt var frá Alþingi árið
2000 kemur fram að stefnt sé að því
að gera sektarákvæði samkeppnis-
laga líkari sams konar ákvæðum í
löggjöf EES og ESB. Raunin varð
hins vegar sú að sektarákvæðin voru
styrkt umfram það sem þessar regl-
ur gera ráð fyrir.
Orðalagi 52. gr. laganna var breytt
þannig að í stað „Samkeppnisráð
getur lagt stjórnvaldssektir á fyrir-
tæki eða samtök fyrirtækja sem
brjóta gegn bannákvæðum laga
þessara...“ kom „Samkeppnisráð
leggur stjórnvaldssektir á fyrir-
tæki...Tilgangurinn var samkvæmt
athugasemdum með frumvarpinu að
tryggja að meginreglan verði sú að
stjórnvaldssektir verði lagðar á ef
umrædd brot eiga sér stað. Þetta
stuðli að því að markmið laganna nái
fram að ganga því stjórnvaldssektum
samkvæmt lögunum er ætlað með al-
mennum og sérstökum varnaðar-
áhrifum að vinna gegn því að fyrir-
tæki brjóti lögin. Þá er vísað til þess í
athugasemdunum að þáverandi efn-
isregla 52. gr. sé ekki að öllu leyti
sambærileg við samkeppnisreglur
EES-samningsins. Því sé lagt til að
2. mgr. 52. gr. verði breytt í samræmi
við framangreindar fyrirmyndir. Sé í
því sambandi sérstaklega höfð hlið-
sjón af 15. gr. bókunar 4 við samning
EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlits-
stofnunar og dómstóls. Með þessari
breytingu sé stuðlað að því að sekt-
arákvarðanir hér á landi verði í sam-
ræmi við það sem tíðkast erlendis. Þá
kemur fram í athugasemdunum að
samkeppnisyfirvöld muni geta lagt á
stjórnvaldssekt telji þau að undan-
genginni athugun á markaðnum og
markaðsaðstæðum að yfirgnæfandi
líkur séu á að um samstilltar ákvarð-
anir sé að ræða enda þótt engin
skjalfest sönnun liggi fyrir.
Samkeppnisráð hefur vísað til
ofangreindra athugasemda og byggt
á því í ummælum við álagningu hárra
stjórnvaldssekta að sektarákvæði
samkeppnislaga hafi verið að fullu
lagað að þeim reglum sem gilda sam-
kvæmt EES-löggjöfinni og í EB.
Þetta er efnislega rangt. Í EES-rétti
er reglugerð EB nr. 17/62 tekin upp
og aðlöguð í bókun 4 við samning
EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlits-
stofnunar og dómstóls og skýtur stoð
undir sektarvald ESA. Þar kemur
fram að ESA geti lagt á stjórnvalds-
sektir, ekki að stofnunin eigi sem
meginreglu að leggja á slíkar sektir.
Þetta er lagastoðin í Evrópurétti
fyrir sektarheimildum ESA. Hvergi
er að finna vísbendingu um að til
staðar sé einhvers konar meginregla
eða skylda til að leggja á sektir.
Þarna er einungis um heimildar-
ákvæði að ræða, hliðstætt því sem
samkeppnislögin geymdu fyrir
breytinguna sem gerð var árið 2000.
ESA hefur aldrei lagt á sektir og
framkvæmdastjórnin beitir sektum
afar sjaldan. Þannig er framkvæmd-
in.
Bann við samkeppnis-
hömlum og eftirlit
Í ljósi reynslunnar telur SA
ástæðu til að skoða hvort ákvæði IV.
og V. kafla samkeppnislaga og fram-
kvæmd þeirra, það er reglur um
bann við samkeppnishömlum, heim-
ildir Samkeppnisstofnunar til að
grípa til aðgerða og um samruna fyr-
irtækja, séu í samræmi við EES-
réttinn og meginreglur í löggjöf ann-
ara EES-ríkja.
Niðurstaða
Af framangreindu má ráða að sam-
keppnislög, túlkun þeirra og fram-
kvæmd víkur verulega frá reglum
EES-réttarins og því sem tíðkast í
öðrum Evrópulöndum. Eðlilegt er að
byggja á ESB-reglunum enda kemur
fram í greinargerð með frumvarpinu
til breytinga á samkeppnislögunum
frá árinu 2000 að flest aðildarríkin
sækja fyrirmyndir að sinni löggjöf
þangað.
Brýnt er því að fram fari hlutlaus
skoðun á reglum samkeppnislaga í
samanburði við EES-reglur og lög-
gjöf annarra ríkja innan Evrópska
efnahagssvæðisins.
Það er skoðun Samtaka atvinnu-
lífsins að eðlilegast sé að sú vinna sé
innt af höndum undir forystu efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþingis
en ekki Samkeppnisstofnunar og við-
skiptaráðuneytis.“
Ályktun fram-
kvæmdastjórnar Sam-
taka atvinnulífsins
SIGURJÓN Hreinsson, 32 ára hafn-
arverkamaður í Reykjavík, fékk
20.000 krónur greiddar frá Plús á
bóndadaginn. Sigurjón svaraði
spurningu Plússins um hvaða jóla-
bók honum hefði þótt áhugaverðust
og tók það hann um 10 sekúndur að
svara.
Sigurjón er fyrsti verðlaunahafi
Plússins. Plúsinn er félag þar sem
fólk getur fengið greitt fyrir að
segja sitt álit. Spurningar geta ver-
ið af margvíslegum toga, en aðeins
skráðir félagar í Plús geta tekið
þátt í leiknum. Hægt er að skrá sig í
gegnum www.plus.is og velja fjölda
þeirra sendinga sem fólk sam-
þykkir að fá sendar til sín á viku.
Útsendingar frá Plúsnum eru í
tölvupósti, þar sem fólk fær skjá-
mynd (auglýsingu) með spurningu
um ýmis mál, velur sitt svar með
því að smella á tölvumúsina og þar
með berst svarið gagnvirkt til
Plússins. Fyrir hverja útsendingu
fær einn heppinn þátttakandi
greiddar 20.000 krónur, segir í
fréttatilkynningu frá Plúsnum.
Rakel Sveinsdóttir, forsvarsmaður Plússins, afhendir Sigurjóni Hreins-
syni, fyrsta verðlaunahafa Plússins, 20.000 krónur fyrir þátttöku sína.
Verðlaunaður fyrir
að svara spurningu
Sólarkaffi
Arnfirðinga-
félagsins
ARNFIRÐINGAFÉLAGIÐ, félag
brottfluttra Arnfirðinga, ætlar að
halda sólarkaffi sunnudaginn 3. febr-
úar n.k. kl. 15 í safnaðarheimili Ás-
kirkju við Vesturbrún. Messað verð-
ur í Áskirkju kl. 14. Prestur verður
séra Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Sólarkaffi verður síðan í safnaðar-
heimili Áskirkju að messu lokinni.
Miðaverð er kr. 1.000, frítt fyrir börn
yngri en 12 ára.
Bjarni Þór Sigurðsson mun flytja
nokkur lög, auk þess verður sam-
söngur happdrætti og fleira.
Heimasíða félagins hefur verið
starfrækt í tæpt ár, veffangið er arn-
firdingur.is, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Fundur hjá
Aglow
Reykjavík
AGLOW Reykjavík, kristileg sam-
tök kvenna, halda fund mánudag-
inn 4. febrúar kl. 20 í Templara-
salnum, Stangarhyl 4 í Reykjavík.
Aðalræðukona verður Hrönn Sig-
urðardóttir, hjúkrunarfræðingur
og kristniboði, og fréttir verða
sagðar af Aglow-konum í Uzbek-
istan.
Þátttökugjald er 600 kr. Athygli
er vakin á nýjum fundarstað. Allar
konur velkomnar.
Horna-
fjarðarmanni
UNDANKEPPNI Íslandsmeistara-
móts í Hornarfjarðarmanna verður
föstudaginn 1. febrúar kl. 20.30 í
Skaftfellingabúð, Laugavegi 178.
Þriggja manna úrslit fara fram á
þorrablóti Hornfirðinga http://
www.vatnajokull.com/blot/ laugar-
dagskvöldið 2. febrúar.
Þátttökugjald er 500 kr. Verðlaun,
léttar veitingar og lúra. Allir vel-
komnir, segir í fréttatilkynningu.
Kynning á
sjálfboðastarfi
Rauða krossins
KYNNING verður í Sjálfboðamið-
stöð Rauða krossins, Hverfisgötu
105, á verkefnum sem sjálfboðalið-
ar Rauða krossins inna af hendi, í
dag, þriðjudaginn 29. janúar, kl.
18.
Megintilgangur kynningarinnar
er að afla sjálfboðaliða á öllum
aldri í 4–10 tíma á mánuði til
þeirra verkefna sem unnin eru í
þágu mannúðar hérlendis. Dæmi
um verkefni í höndum sjálfboða-
liða eru: Heimsóknarþjónusta,
sölubúðir, skyndihjálp, símaviðtöl,
átaksverkefni o.fl. Allir þeir sem
vilja fræðast um framlag sjálf-
boðaliða til samfélagsins eru vel-
komnir á kynningarfundinn, segir í
fréttatilkynningu.
Opið hús
hjá Heima-
hlynningu
HEIMAHLYNNING verður með
samverustund fyrir aðstandendur í
kvöld, þriðjudaginn 29. janúar, kl.
20–22, í húsi Krabbameinsfélags Ís-
lands, Skógarhlíð 8.
Margrét Jónsdóttir, félagsráð-
gjafi hjá Tryggingastofnun ríkisins,
verður með fræðslu um trygginga-
mál. Fundurinn er sameiginlegur
með aðstandendum frá m.a. krabba-
meinsdeild Landspítalans og líknar-
deildinni í Kópavogi.
Boðið upp á kaffi og meðlæti.
Fyrirlestur
um umönnun
ókunnugra
OPINN fyrirlestur verður í Hátíðar-
sal Háskóla Íslands fimmtudaginn 31.
janúar kl. 16–17. M. Patricia Don-
ahue, PhD, RN, Professor and Asoc-
iate Dean The University of Iowa
College of Nursing heldur fyrirlestur
um: Umönnun ókunnugra.
Fjallað verður um hvers vegna
hjúkrunarfræðingar velja hjúkrun
sem starf og hvernig þeir geta varð-
veitt það sem gefur starfinu gildi sam-
hliða því að standa undir kröfum og
væntingum nútímaheilbrigðiskerfis.
Patricia mun fjalla um hjúkrunar-
fræðinga, hjúkrun og gildi þessi sem
hjúkrunarfræðingar leggja af mörk-
um með aðhlynningu, umhyggju og
öðrum verkum sínum. Lögð verður
sérstök áhersla á þá list hjúkrunar að
annast ókunnuga. Fyrirlesturinn er
öllum opinn, segir í fréttatilkynningu.