Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á dánarári Denisar Diderots (1784), birtist grein í tíma- ritinu Berlinische Monatschrift eftir Kant (1724–1804), þar sem hann reynir að átta sig á samtíð sinni með því að leiða hugann að spurningunni: „Hvað er upplýs- ing?“ Tilraunin hefst á eftirfar- andi staðhæfingu: „Upplýsingin er lausn mannsins úr viðjum þess ósjálfræðis sem hann á sjálfur sök á.“ Með ósjálfræði á Kant við að maðurinn styðjist ekki við sína eigin skynsemi þeg- ar aðstæður, þar sem það ætti við, koma upp heldur gerir sig ánægðan með ákvarðanir ann- arra, hlítir með öðrum orðum valdboði þegar hann ætti frekar að breyta samkvæmt því sem hyggjuvit hans býður honum. Ástæður ósjálfræðis telur Kant fyrst og síðast vera leti og ragmennsku en sjálfráða verður maðurinn þó ekki fyrr en hann hefur öðlast „frelsi til óskertrar notkunar skynsem- innar á opinberum vettvangi“. Maðurinn á þannig að vera frjáls til að nota hyggjuvit sitt til að rökræða um hvaðeina sem hann lystir, svo lengi sem það hefur ekki áhrif á það hlutverk sem hann gegnir í samfélaginu og gjörðir hans gangi ekki þvert á lög þess og reglur. Þessi greining Kants á upplýs- ingunni kallast mjög á við sögu Diderots um Jakob forlagasinna og meistara hans sem kom fyrst út í heild sinni árið 1796. Bókin fjallar öðrum þræði um valda- togstreituna á milli hins háa og hins lága, um rétt þjónsins Jak- obs til að beita skynsemi sinni og rökræða við meistara sinn um allt sem hann vill. Í bókinni er jafnvel gengið lengra í frjálsræð- isátt eða jafnréttisátt en Kant vildi gera því að þar er ekki allt- af ljóst hver það er sem ræður yfir hverjum, þjónninn eða hús- bóndi hans. Stundum virðast rök Jakobs að minnsta kosti hafa haft áhrif á skoðanir meistarans, til dæmis um forlagatrú: „Jakob sagði að kafteinninn hans segði að allt hið góða og illa sem fyrir okkur bæri hér neðra stæði skrifað efra.“ Jakob tekur sér reyndar það bessaleyfi líka að hnakkrífast við meistara sinn og óhlýðnast honum og er þá búið að riðla öllum valdahlutföllum. Slíkt sagði Kant í fyrrnefndri grein að myndi aðeins leiða til ills; menn máttu rökræða en ekki óhlýðnast. Vangaveltur Kants tengjast einnig öðru meginþema þessarar kostulegu skáldsögu sem er tog- streitan á milli löghyggju og frelsis; annars vegar þeirrar hug- myndar að allt sem gerist (eða gerist ekki) hafi orðið að verða svo vegna fyrirfram gefins lög- máls og hins vegar þeirrar hug- myndar að maðurinn hafi eitt- hvað um það að segja hvað gerist og hvað ekki. Jakob er forlaga- sinni og telur að allt hans líf sé skráð í bókrolluna miklu þar efra og hann fái engu um það ráðið hvernig allt veltur. En jafnframt má lesa úr sögunni sífelldar efa- semdir um þessa trú: „Erum það við sem höfum forlögin í hendi okkar eða eru það þau sem leiða okkur áfram?“ Þessi spurning, sem Jakob varpar fram í sam- ræðum sínum við meistarann um bókrolluna miklu snemma í bók- inni, marar í hálfu kafi verkið á enda – og auðvitað er þessi spurning að dúkka upp öðru- hverju enn þann dag í dag. Franski fræðimaðurinn Michel Foucault (1926–1984), taldi að títtnefnd grein Kants markaði upphaf nútímans í vestrænni hugsunarsögu. Það var raunar ekki vegna þeirra hugmynda sem koma fram í henni um frelsi mannsins til þess að beita hyggjuviti sínu – sem Foucault segir að sé fyrst og fremst póli- tísk spurning – heldur vegna þess að í þessari grein varð heimspekingurinn að samtíma- manni; hugsunin um daginn í dag varð þar að sérstöku heim- spekilegu viðfangsefni. Þetta sagði Foucault að mætti kalla „viðhorf nútímans“ sem einkenn- ist af „stöðugri gagnrýni á sögu- lega tilveru okkar“. Nútíminn er með öðrum orðum tími sem er upptekinn af sjálfum sér, núinu, og í honum breytist heimspekin úr lokaðri fræðigrein, sem fæst við sannleikann og eilífðina, í samtímagagnrýni. Þetta gagnrýna viðhorf birtist með skýrum hætti í Jakobi for- lagasinna, bæði í skarpri ádeilu á samtíma sögunnar, eins og áður var rakið, og ekki síður í stöðugri sjálfsskoðun sögunnar. Þannig er sagan sífellt að grípa fram í fyrir sjálfri sér með efasemdum um sannleiksgildi sitt og jafnvel boð- skap. Í þessum framígripum, sem við þekkjum úr mörgum skáldsögum frá þessari öld, ávarpar höfundur lesandann ítrekað, hann lendir jafnvel í þrætum við hann um ágæti bók- ar sinnar sem lýkur með heift- arlegum skömmum höfundarins: „Lesari góður, svo ég tali nú hreint út við yður, þá held ég að ég sé ekki sá okkar sem grimm- ari er. Mikið væri ég ánægður ef ég ætti eins auðvelt með að verj- ast yðar geðvonskuköstum og þér eigið með að verjast þeim leiðindum eða hættum sem yður stafar af mínu verki! Fjandans hræsnarar, látið mig í friði. Ríðið eins og rófulausir hundar; en leyfið mér einnig að segja ríða; þér megið gera það, ég skal segja það. [---]“ Sömuleiðis er sagan öðrum þræði umfjöllun um það hvernig á að segja sögu. Jak- ob og meistari hans eru á ferða- lagi og stytta sér stundir með því að segja hvor öðrum sögur og þeir hitta fólk á leiðinni sem seg- ir þeim líka sögur og fólkið í sög- unum sem sagðar eru segja sög- ur af öðru fólki og þannig koll af kolli. Allar þessar frásagnir vekja öðru hverju upp spurn- ingar um það hvernig eigi að segja sögu á meðal sagnamann- anna og ekki síður hlustendanna. Hér eru þessi skrif Kants og Diderots rifjuð upp til að minna á hversu endurtekningasöm vest- ræn menning er. Skáldsögur síð- ustu tvöhundruð ára eru nánast samfelld glíma við sömu spurn- ingar og form og þeir Kant og Diderot skrifuðu um á ofanverðri átjándu öld. Endur- tekningar Hér eru þessi skrif Kants og Diderots rifjuð upp til að minna á hversu endur- tekningasöm vestræn menning er. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur borið fram þingsálykt- unartillögu á Alþingi um að fram fari þjóðar- atkvæðagreiðsla um Kárahnjúkavirkjun og framtíðarnýtingu há- lendisins. Allur þing- flokkur VG stendur að tillögunni en fyrsti flutningsmaður er Kol- brún Halldórsdóttir, fulltrúi þingflokksins í umhverfisnefnd. Sam- kvæmt þingsályktun- artillögunni er lagt til að kjósendur verði beðnir að velja á milli tveggja kosta: a) Núverandi áforma um Kára- hnjúkavirkjun með virkjun Jökulsár á Dal og Jökulsár í Fljótsdal ásamt með tilheyrandi stíflum, vatnaflutn- ingum, veitum og öðrum tengdum framkvæmdum. b) Frestun ákvarðana um framtíð- arnýtingu svæðisins uns tekin hefur verið afstaða til verndunar þess og stofnunar þjóðgarðs með einu stærsta ósnortna víðerni Evrópu. Einnig liggi þá fyrir endanleg rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma með flokkun virkjana- kosta, stefnumótun um framtíðar- skipan orkumála og áætlun um orku- nýtingu til lengri tíma. Umræðunni útvarpað og sjónvarpað Umræðu á Alþingi um þessa þingsályktunartillögu verður út- varpað og sjónvarpað og er það til marks um mikilvægi málsins og þá áherslu sem þingflokkur VG leggur á það. Samkvæmt þingskapalögum er heimilt að láta fara fram útvarpsum- ræðu ef mál er talið vera af þeirri stærðargráðu að slíkt sé við hæfi. Án efa deila fáir um að Kára- hnjúkavirkjun og stór- iðjuáform stjórnvalda í tengslum við hana eru eitt stærsta mál sem komið hefur fyrir Al- þingi í seinni tíð. Í fyrsta lagi er um að ræða meiri röskun á náttúru Íslands af mannavöldum en dæmi eru um. Af yfirlýsing- um fulltrúa ríkisstjórn- ar mætti ætla að um minni háttar tilfærslur væri að ræða, að beina einni ársprænu í aðra, reisa stíflugarð hér og grafa göng þar. Sann- leikurinn er allt annar. Til stendur að reisa risavaxna stíflu- garða og breyta farvegi stórfljóta með svo alvarlegum keðjuverkandi afleiðingum að náttúrufar í stórum hluta landsins mun raskast verulega. Og það sem verra er, spjöllin verða óafturkræf. Það er lágmarkskrafa að þjóðin verði spurð álits en ekki valt- að yfir þjóðarviljann af ríkisstjórn og hagsmunaaðilum. Í öðru lagi eru þær ákvarðanir sem við nú stöndum frammi fyrir mikilvægar í efnahagslegu tilliti. Um er að ræða stærstu fjárfestingar sem um getur hér á landi. Fjárfesting- arnar munu nema mörg hundruð milljörðum króna. Líkur eru til þess að íslenska þjóðin verði gerð ábyrg fyrir þeim skuldbindingum sem þessum fjárfestingum munu fylgja, annaðhvort vegna Landsvirkjunar, sem þrátt fyrir alla einkavæðingar- drauma er ennþá eign þjóðarinnar og starfar á ábyrgð hennar, eða vegna annarra beinna skuldbindinga ríkissjóðs. Þjóðin á heimtingu á því að fá fyrir því sannfæringu að fjár- skuldbindingar sem þessu tengjast séu skynsamlegar og ábyrgar. Því miður skortir mjög á að upplýsingar liggi fyrir. Í þeirri umræðu sem myndi skapast í tengslum við þjóð- aratkvæðagreiðslu yrðu upplýsingar kallaðar fram í dagsljósið. Hið sama ætti væntanlega við um hugsanlegar fjárfestingar þeirra lífeyrissjóða sem íhuga að festa fé í þessum stóriðju- áformum. Um efnahagslegar afleið- ingar þessarar risavöxnu fjárfesting- ar mætti hafa mörg orð. Hér er aðeins vikið að grundvallaratriðum. Hvenær þjóðaratkvæða- greiðsla ef ekki nú? Á undanförnum árum hefur oft verið rætt um nauðsyn þess að efla bein áhrif þjóðarinnar í mikilvægum málum. Í því sambandi er rætt um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvægustu mál sem upp koma. Þetta er slíkt mál. Ef einhver telur svo ekki vera væri áhugavert að heyra rökin. Eina ástæðan fyrir því að neita þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál væri hræðsla við lýðræðið og að málið þyldi ekki opinskáa um- ræðu. Þingflokkur Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs ætlar að leyfa sér að vera bjartsýnn á að krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu nái fram að ganga. Að óreyndu neitum við að trúa því að ríkisstjórnin telji sig hafa það veikan málstað að hún þori ekki að láta reyna á þjóðarvilja. Ögmundur Jónasson Kárahnjúkavirkjun Oft hefur verið rætt um að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu, segir Ögmundur Jónasson, um mikilvægustu mál sem upp koma. Höfundur er þingflokks- formaður VG. Þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúka SAFNSTJÓRI Listasafns Íslands er góður með sig, svo góð- ur reyndar, að það rign- ir upp í nefið á honum. Fyrstum Íslendinga hefur honum verið veitt alræðisvald. Hann einn ræður nú innkaupum ríkisins á listaverkum. Sett hefur verið undir þann leka, sem Gunnar heitinn Thoroddsen nýtti sér, þegar hann keypti þrjár myndir á sýningu Errós, fram hjá Selmu og sendi Listasafni Íslands að gjöf og gistu þær kjallarann, meðan Selmu naut við. Að vísu er til safnráð, sem á að vera safnstjóra til trausts og halds en það hefur í raun aldrei verið til annars en að drekka kaffi og rétta upp hönd. Að eiga sæti í safnráði kann að vera einhver vegsauki í selskapslífi miðbæjarins. Sjálfur hef ég af eigin raun kynnst hvað það getur kostað einn safnráðsmann að standa uppi í hárinu á safnstjóra. Safnstjóri númer eitt tók sér fyrir hendur að strika nafn mitt úr úr listasögunni. Safnstjóri númer tvö tók undir með stjóra eitt og tvístrikaði yfir nafn mitt með bravúr. Safnstjóri númer þrjú kórónaði síðan verkið og þrístrikaði með rauðu, og nú myndi ein- hver ætla að ég væri loksins dauður. Svo er þó ekki því að ég mála meir og betur en nokkru sinni fyrr. Held- ur þykir mér snautlegt að skólaspekingar með dýr próf frá erlendum háskólum skulu öðru fremur standa í sögufölsum á Íslandi. Svo bar við á seinustu sýningu minni í Gallerí Fold að Ólafur Kvaran birtist þar öllum að óvörum. Þessi stórund- arlegi maður er annars þekktur fyrir að koma aldrei á sýningar nema sínar eigin. Ég hef grun um að mennta- málaráðaherra hefi átt þarna hlut að máli. Safnráð mun hafa verið í kaffi. Safnstjóri lokaði augunum áður en hann gekk í salinn. Á miðju gólfi sneri hann sér í nokkra hringi eins og í blindingsleik, hélt síðan út aftur og opnaði augun. Honum létti á stéttinni fyrir framan og hann gat litið til him- ins, það var farið að rigna. Ég vil geta þess að ég er ekki sá eini sem nýt ekki náðar safnstjórans. Þetta gerir svo sem ekki mikið til og helst að það sé til baga fjárhagslega. En ég á eftir að lifa lengur en Ólafur Kvaran, langtum lengur. Ég hef myndir því til sönn- unar, hvað hefur hann? Eins og ráð- herra er kunnugt, hef ég gert tilraun til að fá keyptar þær fáu myndir, sem ég á í myrkrakompum safnsins. En þar lágu Danir í því, ég vissi ekki um lagagrein sem hindrar það. Ég veit að safnstjóri telur þessar myndir einskis virði, en ótilneyddur mun hann aldrei láta þær af hendi. Einhvers staðar verður hann að koma á mig höggi. En eru nokkur lög sem meina því að ég fái þær lánaðar? Ég stend nú á átt- ræðu og þó ég hafi þær ævilangt, er alveg hugsanlegt að Ólafur eigi eftir að bera þær í nýlistaprósessíu niður í neðstu katakompur safnsins. Ég vil losna við þetta safn og gleyma því, en það get ég ekki að öllu óbreyttu. Tryggingu mun ég setja ef óskað verður. Ólafur er voldugur með sitt alræðisvald, en eins og segir í fótbolt- anum – er ekki boltinn hjá ráðherra? Opið bréf til menntamálaráð- herra, Björns Bjarnasonar Kjartan Guðjónsson Höfundur er listmálari. Listir Ég veit að safnstjóri telur þessar myndir einskis virði, segir Kjartan Guðjónsson, en ótilneyddur mun hann aldrei láta þær af hendi. „Slegið hár“, olía 2001 – sýnis- horn af því sem einn útstrikaður og afskrifaður málari er að sýsla þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.