Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 31
ÁRIÐ 1998 kom út
skýrsla á vegum Afl-
vaka hf. um kvik-
myndaiðnaðinn á Ís-
landi, stöðu hans,
möguleika og horfur.
Skýrslan var unnin af
viðskiptafræðistofnun
Háskóla Íslands og
segir þar í inngangi:
„Margt bendir til að í
núverandi reynslu ís-
lensks kvikmyndagerð-
arfólks felist sóknar-
færi sem leitt geta af
sér umtalsverða verð-
mætasköpun fyrir ís-
lenskt samfélag.“
Skýrslunni er ætlað að
efla jákvæða umræðu um íslenska
kvikmyndagerð. Hún er vel unnin og
svarar mörgum spurningum. Björn
Bjarnason menntamálaráðherra
hefur lesið hana og nýtt frumvarp til
laga um kvikmyndagerð var sam-
þykkt af Alþingi sl. haust. Við af-
greiðslu frumvarpsins gleymdist þó
ein mikilvæg staðreynd. Ísland er
smáþjóð. Ef við neitum að horfast í
augu við þessa staðreynd tel ég að
umrædd lög séu að hluta til ónýt.
Endurskoða þarf úthlutunarreglur
ef það markmið laganna að „efla
kvikmyndagerð og kvikmyndamenn-
ingu á Íslandi“ á að nást. Verulegir
gallar virðast fylgja
þeirri leið sem nú er
farin við úthlutun
styrkja úr kvikmynda-
sjóði og ekki batnar
það við úthlutun á
næstu misserum sam-
kvæmt nýjum reglum.
Að mínu viti eru úthlut-
unarreglurnar hér á
landi til þess fallnar að
veikja íslenska kvik-
myndagerð til framtíð-
ar.
Kvikmyndagerð er
ríkisstyrkt í flestum
löndum Evrópu.
Styrkjum er úthlutað
eftir ýmsum leiðum og
vil ég hér nefna þrjár. Annars vegar
þá leið sem farin er á Íslandi og hins
vegar tvær leiðir sem ég tel betri. Á
Íslandi eru einstaklingar skipaðir í
úthlutunarnefnd til að velja þau
verkefni sem best eru fallin til
styrkja að mati nefndarinnar. Það er
oft duttlungum háð. Erlendis er
stuðningurinn víða sjálfvirkur. Allar
kvikmyndir fá þá einhvern styrk sem
oftast er tengdur aðsókn að mynd-
unum. Þessi leið er t.d. farin í Frakk-
landi og Ítalíu og skilyrði sett um að
myndin sé á frönsku eða ítölsku.
Þessa leið mætti fara hér. Ef menn
hafa áhyggjur af íslenskri tungu má
greiða hlutfallslega hærri styrk fyrir
mynd sem væri gerð á íslensku. Í
Danmörku er farin sú leið að ef
framleiðendur geta sjálfir útvegað
60% af fjármögnun kvikmyndar
kemur ríkið með 40% mótframlag.
Þetta kerfi eflir markaðsleg sjónar-
mið í verkefnavali og er óháð duttl-
ungum úthlutunarnefnda á hverjum
tíma. Fjárfestar, sem leggja fram
60% af fjármagninu, verða að hafa
trú á verkefninu.
Þær krónur sem ríkið leggur til
kvikmyndgerðar skila sér aftur í rík-
iskassann. Kvikmyndagerð nýtur
lægri styrkja á Íslandi en t.d. Þjóð-
leikhúsið og Sinfónían ef miðað er
við hvern gest. Á Íslandi hafa úthlut-
unarnefndir séð um að deila út op-
inberum fjármunum til kvikmynda-
gerðar. Þetta fyrirkomulag hefur
verið umdeilt enda hafa nokkrir ein-
staklingar þótt sitja einir að kötlun-
um. Í nýju kvikmyndalögunum eru
boðuð aukin framlög sem eiga að efla
íslenska kvikmyndagerð. Lögin gera
ráð fyrir breytingum á fyrirkomu-
lagi úthlutunar úr kvikmyndasjóði
sem fela í sér að einn kvikmynda-
konsúll muni velja verkefni að feng-
inni umsögn kvikmyndaráðs. Þegar
er byrjað að úthluta til stutt- og
heimildamynda á þennan nýja hátt.
Við Íslendingar teljum okkur til
lýðræðisþjóða og vonum að hér þríf-
ist lítil spilling en kunningjasam-
félagið er sterkt. Hringurinn þreng-
ist þegar komið er á afmörkuð svið
sem flokkast undir listir. Þar gerist
það að vinir mætast sinn hvorum
megin borðsins. Annar í vinnu fyrir
ríkið, vegna skrifa fyrir dagblað um
kvikmyndir, hinn í hlutverki um-
sækjandans, nýskriðinn úr kvik-
myndaskóla. Á Íslandi þykir þetta
hið besta mál, nema hvað? Það kerfi
sem er að ryðja sér hér til rúms mun
mjög líklega fæla hæfileikaríkt fólk
frá kvikmyndagerð. Kerfið er ekki til
þess fallið að skapa möguleika og
tækifæri eins og vænst var í um-
ræddri skýrslu. Þorfinnur Ómars-
son, framkvæmdastjóri Kvikmynda-
sjóðs, sagði í ávarpi sínu við síðustu
úthlutun úr kvikmyndasjóði að ís-
lenskar kvikmyndir gerðu víðreist
og margar hverjar væru sýndar í
kvikmyndahúsum um allan heim
(Mbl. 19. þ.m.). Þetta er rangt.
Heimurinn er því miður ekki að
horfa á íslenskar kvikmyndir. Ef
menn eru ánægðir með að ein og ein
íslensk kvikmynd rati inn í litla sali í
stórborgum eru það hvorki háleit
markmið né mikill metnaður. Sú
kvikmynd sem hefur náð hvað
mestri dreifingu undanfarið, „101
Reykjavík“, virðist eiga það þeirri
einföldu staðreynd að þakka að fólk
skilur ensku en ekki íslensku í út-
löndum. Á sama tíma hafa fleiri
danskar myndir en áður hefur
þekkst náð dreifingu og vinsældum
utan Danmerkur, jafnvel þótt í þeim
sé töluð danska. Skyldi það ef til vill
vera vegna þess að þær eru fram-
leiddar fyrir markaðinn, þ.e. áhorf-
endur, en ekki til að fullnægja þörf-
um misvitra kvikmyndagerðar-
manna? Þingmenn og ráðherrar
verða að átta sig á því að Hobbiti
mun aldrei úthluta úr kvikmynda-
sjóði né verða kvikmyndakonsúll og
Fróði Baggins er ekki framkvæmda-
stjóri kvikmyndasjóðs í dag. Ég
skora á ráðamenn þjóðarinnar að
efla íslenska kvikmyndagerð í verki,
nýtum sóknarfærin. Gerum íslenska
kvikmyndagerð samkeppnishæfa.
Til þess þarf að breyta úthlutunar-
reglunum til að markmið hinna nýju
laga um kvikmyndasjóð nái fram að
ganga.
Eflum íslenska kvik-
myndagerð í verki
Jón Fjörnir
Thoroddsen
Kvikmyndagerð
Kvikmyndagerð er
ríkisstyrkt, segir
Jón Fjörnir Thorodd-
sen, í flestum
löndum Evrópu.
Höfundur er annar tveggja framleið-
anda kvikmyndarinnar „Íslenski
draumurinn“.
AÐ undanförnu hafa
farið fram töluverðar
umræður um verslun-
arumhverfi Reykjavík-
ur og þróun þess.
Einkum hefur mönn-
um orðið tíðrætt um
gamla miðbæinn og
fækkun verslana þar.
Þessi þróun er þó ekki
ný af nálinni heldur
hefur hún orðið til
vegna samspils margra
þátta í samfélaginu
undanfarin 40 ár. Hún
hefur orðið til þess að
nú er gamli miðbærinn
ekki kjarni eða miðja
þess verslunarnets, sem fléttast um
höfuðborgarsvæðið, heldur ysti út-
kantur þess og í rauninnni ekki
lengur tilheyrandi því. Í staðinn er
miðbærinn fyrst og fremst hjarta
skemmtanalífs og matargerðarlistar
og að talsverðu leyti menningar og
stjórnsýslu. Svo er einnig að sjá
sem skemmtanalífið og matargerðin
séu líka smám saman að færa sig
upp eftir Laugaveginum á kostnað
verslana þar.
Þegar ég var barn á sjötta ára-
tuginum var miðbærinn og Lauga-
vegurinn sannarlega miðstöð allrar
verslunar Reykjavíkur og nágrenn-
is. Síðan hefur íbúum höfuðborg-
arsvæðisins fjölgað gífurlega.
Eftir 1960 fór að verða veruleg
breyting á Reykjavík,
bæði fyrir atbeina
skipulagsyfirvalda og
breytinga sem urðu í
þjóðfélaginu. Losun á
verslunarhöftum og
aukin velmegun áttu
þátt í því að mikil út-
þensla varð í verslun
og bílaeign almennings
jókst stórkostlega.
Þröngt var orðið um
gamla miðbæinn og
höfnina. Þetta varð til
þess að borgaryfirvöld
beindu fyrirtækjum út
fyrir Miðbæinn og þar
að auki var gerð ný
höfn inn með Sundum. Inn með allri
Suðurlandsbraut risu nýjar verslun-
arhallir og smám saman urðu einnig
Ármúli og Síðumúli að öflugum
verslunargötum og síðan Skeifan.
Jafnvel upp á Ártúnshöfða og inn
með Sundum komu kaupmenn sér
fyrir með verslanir sínar. Þegar um
1980 var verslunarnetið orðið afar
frábrugðið því sem áður var. Það
teygði sig eftir endilöngu nesinu og
jafnvel inn fyrir Elliðaár. Þetta var
8 kílómetra langur miðbær með
ýmsum útgöngum. Kórónan á þetta
ferli var síðan Kringlan sem tekin
var í notkun fyrir um 15 árum á al-
veg nýjum stað. Einnig hafa mynd-
ast öflugir verslunarkjarnar í út-
hverfum og nágrannabæjum, svo
sem Kópavogi sem er í eðli sínu út-
hverfisbær frá Reykjavík. Í raun-
inni var þetta verslunarnet alger-
lega miðað við að fólk yrði að fara
ferða sinna í einkabíl og minnti
mjög á amerískar borgir en þar var
það algengara en hitt að svokölluð
„moll“, sem oft voru staðsett í út-
jöðrum þeirra, nánast útrýmdu
gömlu miðbæjunum sem verslunar-
kjörnum. Með aðalskipulagi
Reykjavíkur, sem samþykkt var
1965, kvað borgarstjórn Reykjavík-
ur einnig upp ákveðinn dauðadóm
yfir miðbænum með því að gera ráð
fyrir nýjum miðbæ í Kringlumýri en
sundurskera þann gamla með hrað-
brautum. Næsta aldarfjórðung var
gamli miðbærinn algerlega van-
ræktur.
Verslunum í miðbæ Reykjavíkur
fór þegar að fækka upp úr 1960.
Fyrst í stað voru það bankar og aðr-
ar stofnanir sem tóku yfir nálæg
hús þar sem áður höfðu verið versl-
anir. Landsbankinn, Seðlabankinn
og Búnaðarbankinn tóku til dæmis
yfir allmörg hús í Hafnarstræti og
Austurstræti þar sem áður höfðu
verið verslanir. Nokkur hús voru
rifin eða þau brunnu og þar var
komið fyrir bílastæðum. Önnur voru
látin grotna niður. Lítið var gert til
þess að hlúa að hinum gamla sögu-
lega kjarna í Reykjavík. Stöðugar
deilur um skipulagsmál áttu líka
þátt í því. Útvíkkunarmöguleikar
miðbæjarins í Kvosinni voru einnig
takmarkaðir, bæði vegna þess að
hann liggur utarlega á nesi og eins
vegna þess að flugvöllurinn eyði-
lagði möguleikana á eðlilegum vexti
hans.
Þess varð vart á árunum eftir
1970 að skemmanalífið væri að fara
sömu leið og verslanirnar. Stórir
skemmtistaðir, svo sem Broadway í
Breiðholti, Sigtún við Suðurlands-
braut og Hollywood í Ármúla, drógu
til sín mikinn mannfjölda en gömlu
skemmtistaðirnir í miðbæjarkvos-
inni hurfu hver af öðrum. Krár voru
óþekktar. Við lok áttunda áratug-
arins var ástandið í gamla miðbæn-
um að mörgu leyti skelfilegt. Versl-
unum hafði fækkað mjög, aðrar
voru þar nánast af gömlum vana.
Kaffihús, matsölustaði og skemmti-
staði mátti telja á fingrum annarrar
handar. Þessi þróun hefur nú alveg
snúist við.
Frá því um 1990 hafa borgaryf-
irvöld hafa lagt aukna alúð við
miðbæinn. Umhverfið hefur verið
prýtt á margan hátt, bæði við
Tjörnina og á torgum og götum. Ný
hús hafa verið reist, svo sem Ráð-
húsið og nokkur önnur stórhýsi. Og
fjölmörg eldri hús hafa verið gerð
upp. Mikil uppbygging stendur til
við Aðalstræti og höfnina. Ólíklegt
er hins vegar að verslun muni að
einhverju ráði taka við sér á ný í
sjálfri Kvosinni, það er draumsýn
sem ekki er í takt við raunveruleik-
ann. Þar er nú fyrir blómleg at-
vinnustarfsemi í matargerð, kráar-
kaffihúsa- og hótelrekstri, heilsu-
rækt, menningu og skemmanaiðnaði
sem ekki er líklegt að víki fyrir
verslunum á næstunni.
Fólk í verslunarhugleiðingum vill
fara þangað sem er mikið úrval
verslana. Og kaupmenn vilja vera
þar sem kaupmenn eru fyrir. Kvos-
in er ekki lengur eftirsóttur versl-
unarstaður. Jafnvel gamalgrónir
kaupmenn þar hafa umbreyst í veit-
ingamenn (feðgarnir Ketill Axelsson
og Axel Ketilsson í Austurstræti
14). Líklegt er að verslun í miðbæ
og þó einkum við Laugaveg þróist á
næstunni í auknum mæli í mjög sér-
hæfðar verslanir, ferðamannabúðir,
handverksbúðir og gallerí svo sem
gerst hefur við Skólavörðustíg. Þar
til fólk uppgötvar á nýjan leik, eins
og gerst hefur í Ameríku undanfar-
in 10 ár, hvað gömlu miðbæirnir eru
miklu skemmtilegri verslunarkjarn-
ar en „mollin“.
Verslunarumhverfi Reykjavíkur
Guðjón Friðriksson
Verslun
Frá því um 1990,
segir Guðjón Frið-
riksson, hafa borgar-
yfirvöld lagt aukna
alúð við miðbæinn.
Höfundur er sagnfræðingur
og rithöfundur.
NOVUS MASTER.
Gatar 25 blöð. Verð 382 kr
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • www.mulalundur.is
BIC Atlantis
penni á 91 kr/stk
www.mulalundur.is
Alladaga
viðhendina
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 274 KR / STK.
Tilboðið gildir til 31. janúar 2002
Nýtt í Debenhams
Ókeypis „OXYGEN BAR“
Í Hollywood eru „OXYGEN BARS“ þar sem stjörnurnar koma í „MINI FACIALS“ frá
KARIN HERZOG og endurheimta ferskleikann eftir strangar upptökur.
Nú gefst þér líka tækifæri að prófa án endurgjalds svo leyfðu okkur
að dekra við þig og pantaðu tíma í sími 522 8000.
Á sama tíma bjóðum við 20% afslátt
af hinu sívinsæla Silhouette og Body Scrub.