Morgunblaðið - 01.02.2002, Síða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fjárframlög streyma
til HSÍ úr ýmsum áttum
VEGNA frábærs árangurs íslenska
landsliðsins í handknattleik á Evr-
ópumeistaramótinu í Svíþjóð síðustu
daga hefur Handknattleikssam-
bandi Íslands, HSÍ, borist stuðn-
ingur úr ýmsum áttum. Þá hefur
síminn á skrifstofu HSÍ vart stopp-
að vegna fyrirspurna frá fólki sem
hefur viljað fá miða á leik í keppn-
inni. Í gærkvöld ákvað Alþýðusam-
band Íslands að gefa 250 þúsund
krónur.
Símasöfnun hefur verið í gangi til
styrktar HSÍ. Hægt er að hringja í
síma 970-2800 og þá skuldfærast
sjálfkrafa 800 krónur af viðkomandi
símreikningi. Samkvæmt upplýsing-
um frá HSÍ hafði þessi söfnun skil-
að um 700 þúsund krónum um miðj-
an dag í gær og vonast var til að sú
upphæð færi hækkandi ef landsliðið
kæmist í undanúrslit. Ekki mun
veita af því kostnaður HSÍ vegna
þátttökunnar í Svíþjóð er áætlaður
um 16 milljónir króna.
Þá hafa sveitarfélög og fyrirtæki
verið að styrkja handknattleiks-
hreyfinguna. Reykjavíkurborg reið á
vaðið með 500 þúsund króna styrk
og fyrir íþróttaráði Hafnarfjarðar
liggur tillaga bæjarráðs um 300 þús-
und króna styrk. Áskorendakeppni
meðal fyrirtækja hófst í dægurmála-
útvarpi Rásar 2 í gær þar sem fjöl-
margir tóku þátt. Íslandssími kom
fyrst með 100 þúsund krónur og síð-
an tóku við nokkur fyrirtæki með
sömu upphæð og sum fóru ofar.
Þegar yfir lauk höfðu safnast um 1,5
milljónir króna og ætlar Rás 2 að
halda þessu áfram í dag.
Fjögur efstu fá verðlaunafé
Þar sem Ísland er komið í fjög-
urra liða úrslit, eftir leikinn gegn
Þjóðverjum í gærkvöld, fær liðið
peningaverðlaun frá mótshöldurum.
Heildarverðlaunaféð nemur 100
þúsund evrum, eða um 9 milljónum
króna. Fyrir fyrsta sæti fást 3,6
milljónir, 2,7 milljónir fyrir annað
sætið, 1,8 milljónir fyrir bronsið en
fjórða sætið gefur aðeins 900 þús-
und krónur í aðra hönd.
SPENNAN var gífurleg meðal
áhorfenda um land allt þegar við-
ureign Íslendinga og Þjóðverja
fór fram í gærkvöld en líklega var
eftirvæntingin hvergi jafnmikil og
í húsi einu í Fossvogsdalnum þar
sem eiginkonur og unnustur
handboltakappanna sjálfra hittust
til að horfa á leikinn.
Þær stöllur hafa hist fyrir alla
leiki íslenska liðsins í Evr-
ópukeppninni og hvatt sína menn
áfram hverja einustu þeirra
spennuþrungnu sextíu mínútna
sem leikurinn tekur.
Þegar blaðamann og ljósmynd-
ara ber að garði tekur það hús-
ráðanda örlítið lengri tíma en
venjulega að koma til dyra, leik-
urinn er í fullum gangi og spenn-
an næstum allt of mikil til að hægt
sé að rífa sig frá sjónvarps-
skjánum. Þegar inn er komið sitja
allar konurnar í hnapp fyrir fram-
an sjónvarpið og það fer stuna um
hópinn þegar einn Þjóðverjanna
gerist aðgangsharður á línunni,
hann kemst ekki í gegnum vörn
Íslendinga og kastar sér í gólfið.
„Æ, leikaraskapur er þetta, sáuð
þið hvernig hann henti sér niður?
Rugl er þetta... Það er ekkert að
manninum,“ er öskrað á skjáinn
og rétt eins og manngreyið inni á
vellinum í Svíþjóð heyri í hand-
boltaeiginkonunni lengst uppi á
Íslandi stendur hann upp, hristir
sig svolítið, og hleypur yfir í vörn-
ina. Konurnar eru ekkert óvægn-
ari á sína menn þar sem þær gjör-
þekkja reglur leiksins og hver
einasta þeirra tekur að sér hlut-
verk leikstjórnanda heima í stofu.
„Já, Gummi, koma svo, loka mark-
inu, jááá, svona,“ er kallað og
Guðmundur Hrafnkelsson heldur
ró sinni og ver hvert skotið á fæt-
ur öðru. „Við þurfum að halda
út... rólegir bara, af hverju setti
hann ekki í hina áttina? Patti á að
spila boltanum þarna. Berjast,
strákar! Maaark.“
Það er ekki bara talað um leik-
inn, plástrar leikmanna og hugs-
anleg meiðsl vekja umtal og yf-
irvaraskegg þýska landsliðs-
þjálfarans veldur vangaveltum.
„Svakalegt skegg er hann með,
þessi maður, hvað ætli lifi margar
lýs í þessum ósköpum,“ heyrist
sagt hugsandi röddu sem fær
hlátrasköll að launum. Lítill
strákhnokki kemur upp að
mömmu sinni og spyr hvort hann
megi fá djúsglas, mamman rétt
slítur augun af skjánum, lítur ör-
snöggt á stráksa og svarar: „Uss,
elskan mín, bíddu augnablik, það
er alveg að koma hálfleikur.“
Spurðar hvernig stemmningin
sé í liðsmönnum úti í Svíþjóð segja
þær strákana vera orðna svolítið
þreytta en það gildi auðvitað um
leikmenn allra liða þegar svo
langt er liðið á keppni. Þær segja
liðsheildina vera frábæra og
„hetjurnar okkar hafa greinilega
mjög gaman af þessu“. Mín-
úturnar þjóta áfram og Íslend-
ingar halda margra marka for-
skoti allan seinni hálfleik. Það
slaknar þó ekkert á spennunni í
stofunni í Fossvoginum fyrr en
dómarinn hefur flautað leikinn af.
Sigurinn er í höfn og Íslendingar
komnir í undanúrslit eftir æsi-
spennandi keppni við Þjóðverja
sem endar með verðskulduðum
sigri með 29 mörkum gegn 24.
Það er samtaka og sigurreifur kór
landsliðseiginkvenna sem hrópar:
„Glæææsilegt. Við erum best!“
Eiginkonur og unnustur leik-
manna horfa saman á leikina
Berjast,
strákar!
Maaark!
Stemmningin var mikil í Sambíóhúsinu við Snorrabraut þar sem eldheitir handboltaáhuga-
menn komu saman til að horfa á leikinn. Hverju marki var fagnað með miklum tilþrifum.
Íslenska þjóðin fylgist spennt með handboltanum þessa dagana og var rólegt um að litast í
Kringlunni í gærkvöldi þegar leikur Íslendinga og Þjóðverja stóð sem hæst.
Morgunblaðið/Ásdís
Konur íslensku landsliðsmannanna hafa horft á alla leiki liðsins og eru farnar að athuga með flug til Svíþjóðar
til að fylgjast með úrslitaleiknum sem allra vonir standa til. Hér horfa þær áhyggjufullar á framvindu mála.
Morgunblaðið/GolliMorgunblaðið/Golli
Í VOR og sumar munu Heims-
ferðir bjóða beint vikulegt flug
til Veróna á Ítalíu. Flogið verð-
ur með Azzurra flugfélaginu alla
fimmtudaga frá 23. maí til 1.
október. Að sögn Andra Más
Ingólfssonar, forstjóra Heims-
ferða, verða notaðar nýjar
Boeing 737-700 vélar í flugið.
Hins vegar verður ætíð íslensk-
ur áhafnarmeðlimur um borð að
sögn Andra Más.
Þá munu Heimsferðir einnig
vera með vikulegt flug til Rímini
á Ítalíu í sumar, sem Samvinnu-
ferðir-Landsýn buðu upp á ferð-
ir þangað til margra ára, en fyr-
irtækið varð gjaldþrota í fyrra
„Þetta er í fyrsta skipti sem
boðið er upp á beint flug frá Ís-
landi til Veróna en borgin sem
er heimsfræg fyrir hringleika-
húsið sitt hefur mikinn sjarma
og liggur miðsvæðis á Ítalíu. Við
munum bjóða úrval hótelgist-
ingar í Veróna og bílaleigubíla.
Þá munum við einnig bjóða gist-
ingu á öðrum stöðum á Ítalíu
eins og í Róm, Písa og við
Gardavatn.“
Bjóða vikulegt
flug til Veróna
í vor og sumar