Morgunblaðið - 01.02.2002, Page 12

Morgunblaðið - 01.02.2002, Page 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ hefði gerst í borginni undir stjórn R- listans. Þannig ætti forsætisráðherra ekki að tala. Hún sagði að Davíð hefði að stærstum hluta ráðið för í borginni frá 1982 til 1994. Hann hefði sagt að á þessu tímabili hefðu verkin verið lát- in tala. Hún sagði að fyrir árið 1994 hefði stöðugt verið í gangi vinsældakosn- ing og minnisvarðapólitík. Ráðhúsið og Perlan hefðu verið byggð og lóð- um úthlutað, en ekki hefði verið búið í haginn fyrir framtíðina. Erfitt að fá yfirlit yfir fjárhagsstöðuna „Stjórnmálamenn, sem ekki huga að framtíðinni, og hugsa líkt og Loð- vík fjórtándi, „það lafir á meðan ég lifi“, eiga ekki að móta samfélagsþró- unina. Stjórnkerfið sem var hér þeg- ar við tókum við var eins og gamall traktor, sem var hvorki í samræmi við þá tækni eða nútímaþankagang sem var að ryðja sér hvarvetna til rúms í stjórnsýslunni. Bókhaldskerfi borgarinnar var frumstætt og erfitt að fá yfirlit um fjárhagsstöðuna á hverjum tíma. Upplýsingakerfið al- mennt var nánast ekki til, skjalavist- un var öll í skötulíki, verkferlar voru ekki til, verkefnaskipting milli emb- ættismanna óljós og engin skipurit. Að vísu var til eitt skipurit frá árinu 1967 í tíð Geirs Hallgrímssonar. Fjárhagsáætlanir voru aldrei gerðar nema til eins árs í senn og það er lýs- andi fyrir það hvernig menn hugs- uðu,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún sagði skipulagsmálin einnig hafa verið í ólestri og skólamál sömu- leiðis. Aðeins hefðu fjórir skólar ver- ið einsetnir haustið 1994 og í raun „með skóhorni“, þrengslin hefðu ver- ið slík í þeim skólum. Engin áætlun hefði verið til um einsetningu grunn- skólanna, þrátt fyrir lagaskyldu í þá INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði á opnum fundi með framsóknarmönnum í gær að stjórnkerfið í borginni hefði verið „eins og gamall traktor“ þegar Reykjavíkurlistinn tók við völdum af Sjálfstæðisflokknum árið 1994. Margir málaflokkar hefðu verið í ólestri eins og skipulags- og skólamál og R-listinn þurft að taka þar til hendinni. Hún hélt framsögu ásamt Alfreð Þorsteinssyni borgarfulltrúa þar sem þau fóru í stuttu máli yfir borg- armálin á árunum 1994 til 2002. Fé- lög ungra framsóknarmanna í norð- ur- og suðurkjördæmum Reykjavíkur stóðu sameiginlega að fundinum í húsakynnum Framsókn- arflokksins við Hverfisgötu og var hann fjölsóttur. Ingibjörg og Alfreð hófu bæði mál sitt á því að segja að kosningarslag- urinn að þessu sinni yrði harður í borginni. Keppinautarnir í Sjálf- stæðisflokknum myndu standa fyrir óvæginni gagnrýni líkt og hann hefði gert fyrir fjórum árum. Ingibjörg sagði að öllu væri tjaldað til sem hægt væri af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins. Því væri mikilvægt að R-listinn undirbyggi sig vel og væri meðvit- aður um hvernig kosningar væru framundan. „Í mínum huga verður kosið um tvennt í þessum kosningum. Annars vegar á að kjósa um verk okkar sem höfum verið við stjórnvölinn í borg- inni undanfarin átta ár og hins vegar um þá framtíðarsýn og verk sem við ætlum að vinna á komandi kjörtíma- bili,“ sagði Ingibjörg. Hún byrjaði á því að lýsa ástand- inu í Reykjavík árið 1994 eins og það var í augum R-listans. Hún gagn- rýndi Davíð Oddsson forsætisráð- herra fyrir þau ummæli að ekkert veru. Ingibjörg Sólrún sagði að R- listinn gæti státað sig af því að hafa lagt grunn til framtíðar. Byggður hefði verið öflugur grunnur sem myndi nýtast borginni um langt ára- bil, á hvaða sviði sem væri. En kannski hefði ekki eins mikið verið hugsað um það að „slá vinsældakeil- ur“. „Því betur sem grunnvinnan er unnin þeim mun líklegra er að verkið endist. Þannig vinnum við í Reykja- víkurlistanum og höfum gert. Ég er algjörlega órög við það að bera verk okkar undir dóm kjósenda um það sem við höfum staðið fyrir og hvað við ætlum að gera á næsta kjörtíma- bili. Við erum að byggja upp alþjóð- lega borg sem byggist á íslenskum grunni og getur verið í samkeppni við aðrar borgir í Evrópu um fólk og fyr- irtæki,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði að R-listinn hefði byggt upp stjórnkerfi borgarinnar og end- urskipulagt. Allar stofnanir stæðust nú fjárhagsáætlanir af mikilli ábyrgð og þær hefðu sett sér stefnumið til framtíðar. Reykjavík „köld borg“ Borgarstjóri rakti því næst nokkra málaflokka sem hún taldi að R-listinn hefði staðið vel að, eins og í skipu- lagsmálum, skólamálum, uppbygg- ingu íþróttamannvirkja, menningar- málum og orkumálum. Ingibjörg sagði að uppbygging íþrótta- og menningarmannvirkja renndi stoðum undir heilsutengda ferðaþjónustu og menningarstarf- semi. „Til marks um hvað Reykjavík er mun skemmtilegri en hún var, þá er Reykjavík eins og krakkarnir segja að verða „the coolest city in the world“. Ferðamannafjöldi í borginni frá árinu 1994 hefur tvöfaldast og það er auðvitað atvinnuskapandi og býr til gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið.“ Alfreð Þorsteinsson sagði að þótt fjórir mánuðir væru til kosninga væri titringur orðinn mikill. Sjálfstæðis- flokkurinn legði mikið undir og augu allra landsmanna myndu beinast að kosningum í Reykjavík og einvígisins milli R-listans og sjálfstæðismanna. Það væru mikil tíðindi að maður hefði verið kallaður til úr innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins. Alfreð er stjórnarformaður Orku- veitu Reykjavíkur og var því tíðrætt um orkumál og Línu.Net. Fór hann yfir nokkur verkefni og fjárfestingar á vegum OR. Hann sagði að R-listinn myndi berjast gegn því með kjafti og klóm að Orkuveitan verði einka- vædd, líkt og sjálfstæðismenn hefðu á stefnuskrá sinni. Tekist hefði að bjóða borgarbúum og öðrum notend- um OR lægra raforkuverð umtals- vert á síðustu árum. Í samanburði við nokkur nágrannalönd væri raforku- verð hér mun lægra, t.d. 70% lægra en í Belgíu og 53% lægra en í Bret- landi. Alfreð sagði að Orkuveitan væri verðmætasta fyrirtæki borgarbúa og skilaði árlega um 4 milljarða kr. hagnaði. Hann sagði ljóst að ef sjálf- stæðismenn kæmust til valda í borg- inni yrði þeirra fyrsta verk að einka- væða Orkuveituna. Það væri áhyggjuefni í ljósi þess hve einka- væðing á vegum ríkisins hefði gengið illa. Þannig væri fyrirhuguð sala Landssímans orðin „hið versta mál“. „Slagurinn um borgina verður gríðarlega harður. Hagstæðar kann- anir hafa birst en ég vil vara menn við. Ýmislegt gæti gerst á næstu mánuðum. Mestu skiptir að hafa gott úthald því baráttan verður óvægin,“ sagði Alfreð. Að loknum framsöguerindum tóku þau við fyrirspurnum fundarmanna. Meðal annars var Ingibjörg spurð hvort borgin ætlaði að standa fyrir frekari gjaldalækkunum. Hún sagði að borgin hefði tekið til baka þær hækkanir sem urðu um áramótin. Borgin hefði átt nær engan þátt í síð- ustu hækkun neysluvísitölunnar. Á síðustu 12 mánuðum hefði borgin hækkað sín gjöld um 3% á meðan verðbólgan hefði verið 9%. Af hverju ætti borgin að lækka meira? „Af hverju ætti borgin að lækka meira af sínum gjöldum? Veldur sá er á heldur. Við erum ekki með stjórntækin í hagstjórninni. Það er forsætisráðherrans að taka á þessum málum. Við gerðum nákvæmlega það sem var okkar skylda, að taka til baka þær hækkanir sem settum á um áramótin. Hafi það verið 20 milljónir eða 30 þá var það vegna þess að við höfðum ekki velt meiru út í verðlag- ið,“ sagði Ingibjörg. Í fyrirspurnartímanum sagðist Ingibjörg hafa þá persónulegu fram- tíðarsýn um höfuðborgarsvæðið að sveitarfélögin myndu sameinast und- ir eina borgarstjórn en um 20 þúsund manna byggðakjarnar hefðu sjálf- stæða stjórn í ýmsum málum sem snertu íbúana beint. Stefna ætti að þessu í framtíðinni. Hún var jafnframt spurð hvort hún byði sig fram til næstu fjögurra ára í borgarstjórn og svaraði hún því ját- andi. Annars væri erfitt að segja til um pólitíska framtíð, hún hefði í sínu tilfelli verið háð ýmsum tilviljunum. Ingibjörg sagðist hafa verið í pólitík í 20 ár og hún gæti séð fyrir að fara að taka sér hlé um tíma og koma svo inn aftur. Hún væri heldur ekki svo göm- ul. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á opnum fundi með framsóknarmönnum Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ásamt Alfreð Þorsteinssyni á fundi ungra framsóknarmanna í gær. Stjórnkerfið í borginni var eins og gam- all traktor Borgarfulltrúarnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Alfreð Þorsteinsson spá hörðum kosningaslag í höfuðborginni í vor. Þau höfðu framsögu á fundi hjá framsóknarmönnum í gær. NIÐURSTÖÐUR úttektar á skóg- ræktarverkefninu Yrkju, í tilefni 10 ára afmælis Yrkjusjóðs, nú í janúar 2002, sýna að verkefnið er í góðum farvegi þótt nokkurra úr- bóta sé þörf. Grunnskólar landsins eru þátt- takendur í Yrkjuverkefninu og hafa 370 þúsund plöntur verið gróðursettar frá árinu 1992. Rúm- lega 66 þúsund nemendur í 189 skólum hafa gróðursett Yrkju- plöntur á þessum tíma. Á 10 ára afmælinu ákvað stjórn- Yrkjusjóðs að gera úttekt á verk- efninu og réð Herdísi Fiðriks- dóttur skógfræðing til verksins. Tveir heildarþættir verkefnisins voru kannaðir sérstaklega; ann- arsvegar aðferðir við gróðursetn- ingu eins og tími gróðursetningar, áburðargjöf og umönnun plantna eftir gróðursetningu en hinsvegar kennsla við skógrækt innan skól- anna. Vegna þess hve margir grunn- skólar hafa tekið þátt í Yrkjuverk- efninu, eða 97% allra grunnskóla landsins, bjó Herdís til úrtak með 47 skólum, sem hún heimsótti sl. sumar. Til að úrtakið yrði mark- tækt voru þeir skólar sem höfðu tekið sjaldnar en fjórum sinnum þátt í verkefninu, ekki valdir í úr- takið. Umsjónaraðilar verkefnisins á hverjum stað sýndu Herdísi gróð- ursetningarsvæðin og útskýrðu hvernig verkefnið hefði farið fram auk þess sem sjálfstæð könnun fór fram á ástandi plantnanna. Yrkjuverkefnið almennt í góðum farvegi „Yrkjuverkefnið er almennt í góðum farvegi enda sýnir úttektin að trjáplöntur sem nemendur hafa gróðursett á liðnum árum, hafa dafnað ágætlega,“ seg- ir Herdís. „Hins vegar eru til þau svæði þar sem afföll plantnanna eru mjög mikil og þess vegna mættu kennarar og nemendur gæta að verklagi við gróð- ursetningu og ekki síst umönnun plantna að lokinni gróðursetn- ingu. Það er greinilegt að plöntur eiga mun betur uppdráttar þar sem nemendur nota skóflu við gróðursetn- ingu og lífrænan áburð. Notkun plöntu- stafs við útplöntun er algengari en notkun skóflu og kennarar hafa borið því við að yngri nemendurnir ráði ekki vel við að grafa holur með skóflu, en það vandamál hefur gjarnan verið leyst með því að láta eldri nemendur grafa hol- ur fyrir þá yngri.“ Í langflestum skólum er notaður lífrænn áburður og ívið fleiri skólar nota haustið til gróðursetningar samkvæmt könnun Herdísar. Hún segir að best sé að nota lífrænan áburð við haustgróð- ursetningar en bíða með tilbúinn áburð til vors. „Það er líka mik- ilvægt að hlú að plöntunum seinna meira með því að ýta niður frost- lyftum plöntum, reyta frá gras þar sem þess gerist þörf, auk þess að bera á tilbúinn áburð, helst í 3-4 ár eftir gróðursetningu,“ segir hún, en könnunin leiddi í ljós að rétt innan við helmingur skólanna sér um að sinna umhirðu plantnanna eftir gróðursetningu. „Ég held að Yrkjuverkefnið eigi fyllilega rétt á sér í þeim farvegi sem það er í í dag. Nokkuð hefur borið á því að verkefnið standi og falli með áhugasömum kennurum innan skólanna. Hætti þeir störfum misferst oft að sækja um verk- efnið. Þess vegna er æskilegt að innan hvers skóla verði mótuð skýr stefna fyrir verkefnið og að verk- efninu verði skipaður fastur sess í námskránni. Ég tel að það myndi auðvelda framkvæmd verksins og auka árangur í gróðursetning- unni.“ Herdís Friðriksdóttir Trjáplöntur nemenda hafa dafnað ágætlega Yfir 66 þúsund grunnskólanemendur hafa gróðursett 370 þúsund Yrkju-plöntur á 10 árum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.