Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 15
Dvergvaxnir og kafloðnir hamstrar í náttúrulitum eru
vinsæl gæludýr hjá yngri kynslóðinni.
DÝRIN í gæludýraversluninni Fiskó
í Hlíðarsmára í Kópavogi voru ýmist
steinsofandi eða nývöknuð er blaða-
mann bar að garði í gærmorgun.
Það færist þó smám saman líf í tusk-
urnar, starrinn Óliver leikur á als
oddi, kanínurnar teygja úr sér og
loðnaggrísirnir taka til við morg-
unmatinn. Örkin hans Jóa, Jóhann-
esar H. Sigmarssonar, eiganda
Fiskó, er iðandi af lífi í orðsins
fyllstu merkingu. Þar er landsins
mesta úrval af skrautfiskum, bæði
sjávarfiskum og ferskvatnsfiskum,
nagdýrin eru af öllum stærðum og
gerðum og páfagaukarnir sömuleið-
is. Það er ekki frá því að blaðamanni
bregði þegar hann sér risavaxið
Greewings-parið sem lætur vel
hvort að öðru og ekki er undrunin
minni þegar Óliver lætur í sér
heyra.
Hermikrákan Óliver
„Hann er alveg æðislegur,“ segir
Jói um starrann. „Við fengum hann
úr hreiðri sem verið var að fjar-
lægja fyrir fjórum árum. Þá var
hann lítill og bleikur.“
Óliver er skírður í höfuðið á
svöluunganum í teiknimyndinni
Fuglastríðið í Lumbruskógi og vek-
ur mikla lukku allra þeirra sem
heimsækja Fiskó. Hann getur hermt
eftir nánast hverju sem er og kann
ótal GSM-hringitóna utan að svo við-
skiptavinir eiga það til að svara í
símana sína, grunlausir um færni
fuglsins. „Hann hermir líka eftir
öðrum hljóðum, t.d. þjófavörninni í
búðinni. Hún gefur frá sér hljóð
þegar maður gengur inn í búðina á
morgnana en þegar ég kom í morg-
un var ég ekki fyrr búinn að snúa
lyklinum í skránni en hann fór að
herma eftir þjófavörninni.“
Skrautleg sjávardýr
Eins og nafnið gefur til kynna
felst sérstaða Fiskó í miklu úrvali
fiska. Upphaflega seldi Jói eingöngu
fiska og þeir njóta enn mestra vin-
sælda. Jói segir fjölda fisktegunda í
búðinni skipta hundruðum. Fiskó
var fyrsta verslunin á Íslandi sem
seldi sjávarfiska, þó að þorskar og
ýsur hafi verið á boðstólum í búðum
í áraraðir! Enda eiga marglitir
skrautfiskarnir hans Jóa fátt annað
sameiginlegt með þorski en að lifa í
söltum sjó. Í sjávarbúrunum kennir
ýmissa grasa, þar er að finna kór-
alla og alls konar kvikindi sem í
fyrstu virðast grjót. Þau lifna hins
vegar við þegar Jói ýtir við þeim.
Fiskana og páfagaukana flytur Jói
inn frá Bretlandi, en um tíma stöðv-
aðist allur innflutningur þaðan
vegna gin- og klaufaveikinnar.
Ferskvatnsfiskarnir eru ekki síð-
ur litríkir og þá ræktar Jói marga
hverja sjálfur. Mörg afbrigði eru
ekki til í náttúrunni heldur hafa orð-
ið til í fiskabúrum gæludýraversl-
ana. Jói tekur sem dæmi gullfiska
með augu sem virðast vera að
springa út úr augnatóftunum. „Svo
er búið að rækta upp slör [langa
sporða og ugga] og litbrigði í ýmsar
tegundir til að gera þá meira fyrir
augað.“
Nagdýrin þarf hvorki að rækta né
flytja inn, þau fjölga sér svo hratt að
eigendur þeirra koma annað slagið
með unga úr heimahúsum sem
Fiskó selur síðan. Blaðamaður rifjar
upp þegar hann kom með hamstur
heim, ellefu ára að aldri, móður
sinni til lítillar ánægju. „Við hringj-
um í foreldrana ef krakkar koma
hingað einir og vilja kaupa dýr,“
segir Jói. „Við höfum nú reyndar
það orð á okkur að vera kannski
ekki miklir sölumenn því við brýn-
um alltaf rækilega fyrir fólki þá
ábyrgð sem felst í því að sjá um dýr.
En nagdýrin eru alltaf vinsæl, sér-
staklega hamstrarnir, þó að mér
finnist mýsnar og naggrísirnir
skemmtilegastir.“
Jói segir að lítið sé um það að fólk
komi með dýr sem það treysti sér
ekki til að hugsa um lengur. „Það
eru þá helst kanínurnar. Fólk kaup-
ir litla unga sem geta síðan orðið
risastórir, eins og hérar,“ segir
hann og brosir.
Það fer mikil vinna í að sinna öll-
um dýrunum í Fiskó og Jói hefur tvo
starfsmenn sér til aðstoðar. Þegar
blaðamaður kveður dýr og menn í
búðinni er verið að byrja að þrífa
nagdýrabúrin svo að örkin hans Jóa
geti siglt hrein inn í nýjan dag.
Örkin hans Jóa
Grænvængjaparið ástríka kann
vel við sig í Fiskó.
Sigursteinn Þorsteinsson, starfsmaður Fiskó, með
einn af stærri páfagaukum búðarinnar.
Kópavogur
Morgunblaðið/Kristinn
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 15
tilboðsdagar
25%
afsláttur
Sokkabuxur
Samfellur
Sundfatnaður
Laugavegi 80, sími 561 1330.
Jakkar kr. 500 • Kápur kr. 1.000
Kápur kr. 2.000 • Frakkar kr. 3.500
Ullarkápur kr. 5.000
Snorrabraut 38 Sími 562 4362
Útsölulok
• Þýsk jakkaföt
• Stakir jakkar og buxur
• Kjólföt (yfirstærðir)
Tilboð:
Peysur og úlpur
GÆÐAVARA Á
GÓÐU VERÐI
Laugavegi 34,
sími 551 4301
NÝJAR SENDINGAR
Klapparstíg 27, sími 552 2522
DUO
þríhjólakerra
Hægt að nota bæði sem
barnavagn og kerru.
Kr. 24.900.
Langur laugardagur. Opið frá kl. 10-17
Síðasti dagur útsölu.
Enn frekari verðlækkun á síðustu kerrum o.fl. - Mikið úrval
Enn meiri
afsláttur.
Síðustu dagar
Ítölsk barnafataverslun
Laugavegi 53, s. 552 3737
Erum byrjuð
að taka upp
nýja vorvöru.
Útsala