Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Kristinn Fjallað var um niðurstöður meistaraprófsritgerðar varðandi fákeppni á matvörumarkaði á málstofu í viðskiptafræði við Háskóla Íslands í gær. NIÐURSTÖÐUR úr meistararit- gerð Einars G. Einarssonar um mat- vörumarkaðinn á Íslandi voru tals- vert gagnrýndar af fundarmönnum á málstofu í viðskiptafræði hjá Há- skóla Íslands í gær. Einar skoðar meðal annars í loka- ritgerð sinni hlutverk heildsala í samhengi við fákeppni á matvöru- markaði. Kemst hann að þeirri nið- urstöðu að fákeppni á íslenskum matvörumarkaði og verðhækkanir á matvöru megi að stórum hluta rekja til þess sem hann kallar afsláttar- kerfi heildsala, þar sem stærstu við- skiptavinum þeirra, þ.e. stærstu smásölunum, er veittur mjög mikill afsláttur. Þetta kerfi hafi mjög nei- kvæð áhrif á samkeppnisstöðu minni smásala sem ekki séu í þeirri stöðu að geta beitt heildsalana kúgunum. Þörf á miklu eftirliti og aðhaldi Einar telur að við þessi skilyrði fá- keppni sé þörf á miklu eftirliti og að- haldi frá samkeppnisyfirvöldum og leggur til að tekið verði í notkun ákveðið reiknilíkan til að stemma stigu við þessari þróun. Líkanið byggist á flatari uppbyggingu af- sláttar þar sem heildsölum gefst ekki kostur á að veita stærri smásölum eins háa afslætti og nú tíðkast. Leiðbeinandi Einars við meistara- verkefnið var Guðmundur Ólafsson, lektor við HÍ. Prófdómari var Brynj- ólfur Sigurðsson, prófessor við HÍ. Allt of stórtækar túlkanir Nokkrir fundarmanna kvöddu sér hljóðs eftir kynningu Einars í gær og efuðust mjög um réttmæti ályktana hans. Snjólfur Ólafsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, telur túlkanir Einars alltof stórtækar. Verkefni hans hafi verið skilgreint of þröngt en hann túlki niðurstöð- urnar eins og viðfangsefnið hefði verið skoðað á mun víðtækari hátt. „Sumar ályktanir sem hann dró í niðurstöðum sínum eru ekki rök- studdar með ritgerðinni. Sumar eru villandi og beinlínis rangar eða ekki á rökum reistar,“ að mati Snjólfs. Á algjörum villigötum Gylfi Magnússon, dósent við við- skipta- og hagfræðideild, tók undir gagnrýnina og sagði Einar á algjör- um villigötum. Í máli Gylfa á málstof- unni kom fram að gagnslaust væri að einblína á samskipti heildsala og smásala. Gylfi lýsti einnig verulegum efasemdum um að niðurstöður meistaraverkefnisins væru réttar eða vörpuðu einhverju ljósi á þennan markað sem verið var að skoða. Gagnrýni skortir fyrr á ferlinu Snjólfur Ólafsson er einn þeirra sem staðið hafa að uppbyggingu meistaranáms viðskiptaskorar frá upphafi. Hann telur að meistararit- gerð Einars hefði ekki átt að komast þetta langt án þess að fleiri hefðu tækifæri til að gagnrýna hana. „Við stefnum að því að málstofur verði haldnar fyrr á ferlinu, áður en viðkomandi lýkur við vinnu sína. Uppbygging meistaranámsins er mjög hröð og við stöndum faglegar að því með hverju árinu en það eru enn veikleikar í þessu ferli. Það er að þróast.“ Hann bendir þó á að niðurstöður úr slíku verkefni séu sjaldnast réttar eða rangar enda jafnan skiptar skoð- anir á meðal fræðimanna um hvernig meta beri heiminn og fræðin. Gagnrýni á meistararitgerð um matvörumarkaðinn Sumar álykt- anirnar bein- línis rangar VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝHERJI tapaði 55 milljónum króna á síðasta ári en árið 2000 var hagnaður félagsins 289 milljónir króna. Afkoman versnaði því um 344 milljónir króna, en þegar litið hefur verið til þess að söluhagnaður ársins 2000 var 198 milljónir króna eftir skatta má segja að afkoman hafi versnað um 146 milljónir króna. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að vörusala hafi aukist um 15% milli ára sem megi að stærstum hluta rekja til aukinnar sölu á IBM tölvum auk góðrar sölu á skrifstofutækjalausnum. Þá hafi þjónustutekjur á árinu verið 5% hærri en árið áður. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu minnkaði hagnaður fyrir af- skriftir um 59% milli ára og sú þróun varð til þess að framlegðin lækkaði úr 6,3% í 2,3%. Mikil umskipti til hins verra urðu í fjármunaliðum, en neikvæður við- snúningur þar var 371 milljón króna. Þetta ræðst að stærstum hluta af því að söluhagnaður áhættufjármuna nam 276 milljónum króna árið 2000 en var enginn í fyrra. Þá tvöfölduð- ust vaxtagjöld, úr 40 milljónum króna í 80 milljónir króna, og geng- istap, sem var 22 milljónir króna árið 2000 var komið í 81 milljón króna í fyrra. Lækkun tekjuskattshlutfalls bætir afkomuna Áhrif lækkunar tekjuskattshlut- falls úr 30% í fyrra í 18% í ár bætir afkomu félagsins um 46 milljónir króna vegna lækkaðrar tekjuskatts- skuldbindingar, og án þess liðar í uppgjörinu hefði tap félagsins verið rúmar eitt hundrað milljónir króna. Starfsmönnum fækkaði um 4% en laun og launatengd gjöld hækkuðu um 3% og voru samtals rúmur einn milljarður króna.Veltufjárhlutfall batnar milli ára, fer úr 1,31 í 1,47, en frá 1997 hefur það sveiflast á milli 1,41 og 2,23. Gengi hlutabréfa Nýherja lækkaði um 64% á árinu 2001, fór úr 14,0 í 5,0. Frá áramótum hefur gengið svo far- ið hækkandi á ný og lokagengi í gær var 6,1, sem þýðir að bréfin hafa hækkað um 22% á þessu ári. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að verkefnastaða og söluhorfur í upphafi árs séu vænlegar og gefi vonir um batnandi afkomu. Afkoma Nýherja snýst úr hagnaði í tap    ,   # ,     !!       !!    !   - #       .  +! #  # + # !      !  /!0 .# "  #  1 #!0!    $  !0!  /! + # ! ! ( !  !      C  + + +  B? <::4     " #         :4   " # " #   ::      /   <75:6     /  0 1 /  222 2& $$% 3 &'( & )&' "  %&' 32 23   23 &% 4 &2 &*+ &,+ -,(+ ,$+ -((+ -&&(+ -)+ -$+ -,+ -)+ -(%+ -$*(+ -)+ GENGIÐ hefur verið frá samn- ingi við hluthafa Hugins ehf. í Vestmannaeyjum um aukin kaup SR-mjöls hf á hlutum í félaginu. Samhliða þessum kaupum var hlutafé Hugins ehf aukið og keypti SR-mjöl hf þá aukningu alla. Eftir þessi kaup verður eign- arhluti SR-mjöls hf í Hugin ehf 45,53%. Huginn ehf gerir út Hug- in VE 55 og Hugin VE 65. Lönd- unarsamningur milli SR-mjöls hf og Hugins ehf hefur verið í gildi og á síðasta ári var mestum afla skipanna landað í verksmiðjur SR-mjöls hf., að því er fram kem- ur í tilkynningu til Verðbréfa- þings Íslands. SR-mjöl eykur hlut sinn í Hugin REKSTUR Guðmundar Runólfs- sonar hf. í Grundarfirði skilaði 26,1 milljónar króna hagnaði á síð- asta ári. Árið 2000 varð hins vegar 63,3 milljóna króna tap af rekstr- inum. Gengistap upp á 230 milljónir króna og verkfall sjómanna hafði neikvæð áhrif á rekstur félagsins, eins og fram kemur í tilkynningu frá Guðmundi Runólfssyni hf. Framlegð af rekstri félagsins var 30% og gert er ráð fyrir áfram- haldandi góðri afkomu á árinu 2002. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu alls 1.013 milljónum króna. Að meðtöldum innlögðum eigin afla og veiðafærasölu til eigin nota nam heildarvelta félagsins 1.312 milljónum króna. Hagnaður 30% af veltu Hagnaður fyrirtækisins fyrir af- skriftir og vexti nam 304 millj- ónum sem samsvarar 30% af veltu. Veltufé frá rekstri jókst úr 132,2 milljónum króna í 194,4 milljónir á milli áranna, eða um 47%. Tekju- skattsskuldbinding nam í árslok 162 milljónum króna. Bókfært eig- ið fé í árslok nam 457 milljónum og þar af er hlutafé 137 milljónir. Aðalfundur Guðmundar Runólfs- sonar hf. verður haldinn 19. apríl nk. Úr tapi í 26 milljóna hagnað ,   # ,     !!       !!    !   - #   . /0    .        !  /!0 .# "  #  1 #!0!  /! + # ! ! C  + + + <::4      /  / /   <7=:6    <7=:6   & % 3% "23  " "%3  %'& 23  %'& 2  "4 12+ 13+ 1&%+ 1,+ 13$+ 1&,+ -&&+ 13'(+ -&)&+ *+ 1&'+ -3+ *+ 1)2+           " # " # " #       :4 ::         NAFNI svissneska flugfélagsins Swissair verður breytt í Swiss í lok mars og var nýtt vörumerki félags- ins kynnt í gær. Swissair óskaði eftir gjald- þrotaskiptum í október á síðasta ári og verður nýja félagið byggt á grunni dótturfélags Swissair, Crossair, og tekur við flugleiðum þess. Ákvörðunarstaðir Swiss verða 123 talsins í 60 löndum og verður flugfloti þess 128 vélar. Áætl- unarflug Swiss verður heldur minna í sniðum en samanlagt flug Swissair og Crossair síðastliðið sumar og er samdrátturinn um 30 af hundraði. Swissair var óskabarn svissnesku þjóðarinnar og var það mikið reið- arslag þegar tilkynnt var um gjald- þrotabeiðni félagsins í fyrra. Í ný- legri skoðanakönnun kemur fram að einungis 7% svissnesku þjóð- arinnar telur að hið nýja félag eigi framtíð fyrir sér. Þrátt fyrir það hefur félaginu tekist að fá nýtt fjár- magn að rekstrinum sem nemur rúmum 160 milljörðum íslenskra króna á tæplega fjórum mánuðum. Reuters Framkvæmdastjóri Crossair, Andre Dose, kynnti í gær nýtt flug- félag, Swiss, sem verður til í kjölfar gjaldþrotabeiðni Swissair. Swissair verður Swiss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.