Morgunblaðið - 01.02.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 01.02.2002, Síða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 23 Opnum nýja verslun að Skútuvogi 6 í byrjun mars. Flísar frá kr. 990 m2 Plastparket fr á kr. 1.090 m 2 Eikarparket 14 mm frá kr. 2.990 m2 Stofuteppi frá kr. 750 m 2 Handlaug frá kr. 2.5 00 Knarrarvogi 4 s: 568 6755 www.alfaborg.is• • Vegna flutninga! RÝMINGARSALA Salerni m/ setukr. 12.900 HÓPUR nígerískra hermanna skeytti skapi sínu á Atiku Abubakar, varaforseta Nígeríu, í gær þegar hann heimsótti vettvang harmleiks- ins sem varð síðastliðinn sunnudag, en þá fórust a.m.k. 700 manns eftir að mikil sprenging varð í vopna- geymslu nígeríska hersins í Lagos. Köstuðu hermennirnir vatnsflöskum í bifreið varaforsetans en þeir telja ekki að stjórnvöld hafi veitt þeim sem eiga um sárt að binda nægilega aðstoð í kjölfar slyssins. Stjórnvöld í Nígeríu tilkynntu að þau hygðust láta fara fram ítarlega rannsókn á þeim skaða, sem orðið hefur á Ikeja-borgarhverfinu vegna slyssins, í því skyni að finna úrræði til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtaki sig. Börn voru í miklum meirihluta þeirra sem létust í harmleiknum og drukknuðu flest þeirra eftir að hafa fallið ofan í síki í því öngþveiti sem greip um sig eftir sprenginguna. Sprengingin varð þegar eldur barst í vopnageymslu hersins. „Nígeríumenn hafa staðið saman í þessari raun“ Kristín Ólafsdóttir, sem starfar fyrir Alþjóða Rauða krossinn í Lag- os, sagði í samtali við Morgunblaðið að nígeríski Rauði krossinn væri bú- inn að setja upp tjaldbúðir fyrir þá sem misstu heimili sitt en margir tækju hins vegar þann kost að dvelja hjá ættingjum og vinum. Sagði hún Rauða krossinn enn- fremur hafa skráð þá sem urðu við- skila við fjölskyldur sínar í því skyni að sameina fólk á nýjan leik. Einnig hefði mat verið dreift og ýmsum hjálpargögnum, teppum, eldhús- áhöldum og lyfjum. „Rauði kross Nígeríu brást mjög hratt við en raunar hafa allir Níger- íumenn staðið saman í þessari raun og fyrirtæki og einstaklingar hafa lagst á eitt um að aðstoða þá sem eiga um sárt að binda vegna þessa slyss,“ sagði Kristín. Sagði hún að þessi atburður hefði skekið mjög fólk í Lagos. „Fólkið sem ég vinn með hér á skrifstofu Alþjóða Rauða krossins hefur verið mjög þungbúið vegna þessa atburðar.“ Reuters Hjálparstarfsmaður dreifir fötum til fórnarlamba slyssins í Lagos. „Fólk er mjög þungbúið vegna þessa atburðar“ Kristín Ólafs- dóttir í Lagos segir íbúa Níger- íu sýna mikla samstöðu Lagos. AFP. 22.000 innflytjendur í Noregi hófu nám í norsku árið 2000 en aðeins 10% þeirra tóku lokaprófið. Af þeim sem luku náminu stóðust að- eins sex af hverjum tíu prófið. Þetta kemur fram á fréttavef Aftenposten, sem segir að norska stjórnin veiti 600 milljónir norskra króna, andvirði 6,7 milljarða ís- lenskra, í námskeið í norsku og samfélagsfræði fyrir innflytjendur á árinu. Aftenposten fékk tölurnar frá norska menntamálaráðuneytinu og segir að svipaða sögu sé að segja um árangurinn af slíkum nám- skeiðum í Noregi á síðustu árum. Minnihluti þeirra sem hefja námið lýkur því og að minnsta kosti helmingurinn nær ekki lokapróf- inu. Norskir stjórnmálamenn hafa fært rök fyrir því að norskukun- nátta sé ein af mikilvægustu for- sendum þess að innflytjendur geti samlagast norska samfélaginu. Þeir hafa því aukið framlögin til norskukennslu á síðustu árum. Að sögn Aftenposten er helsta ástæðan fyrir þessum litla árangri sú að margir innflytjendanna eru nánast ólæsir. Þegar námskeiðin hófust árið 1998 var þátttakend- unum skipt í tvo hópa, A og B, og í síðari hópnum voru þeir sem höfðu litla eða enga lestrarkunnáttu. 35% þátttakendanna voru í B-hópnum árið 1999 og 43% árið 2000. Innflytjendur í Noregi Aðeins 10% ljúka norsku- náminu BRESKIR fjölmiðlar sögðu í gær að ekki væri hægt að túlka misheppnaða tilraun Jacks Straw, utanríkisráð- herra Bretlands, til að fá Zimbabwe vikið úr breska samveldinu sem ann- að en pólitískan ósigur fyrir Breta og móralskan sigur fyrir Robert Mu- gabe, forseta Zimbabwe. Sjálfur við- urkenndi Straw að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með niðurstöðuna. Breski utanríkisráðherrann hafði á fundi ríkja breska samveldisins á mið- vikudag lagt fram tillögu þess efnis að Zimbabwe yrði vikið úr samveldinu vegna gerræðislegra stjórnarhátta Mugabes. Honum mistókst hins veg- ar að tryggja stuðning við hugmynd- ina en einhugur þarf að ríkja á fund- um aðildarlandanna um ákvörðun sem þessa. Kanada, Ástralía og Barbados studdu tillögu Breta en Botswana, Nígería, Bangladesh og Malasía voru henni mótfallin. Móralskur sigur fyrir Mugabe London. AFP. ♦ ♦ ♦ HERMENN Padsha Khans, afg- ansks stríðsherra sem nýtur stuðn- ings bráðabirgðastjórnarinnar í Kabúl, lögðu í gær á flótta undan hermönnum annars stríðsherra í Paktía-héraði í austurhluta Afgan- istans eftir harða bardaga í tvo daga. Óttast er að átök milli stríðs- herra geti leitt til glundroða í Afgan- istan og grafið undan bráðabirgða- stjórninni sem mynduð var í desember. Hermenn Khans hörfuðu frá fjallshlíðum umhverfis bæinn Gard- ez, höfuðstað Paktía, eftir harða bar- daga við liðsmenn Pastúnahöfðingj- ans Saifs Ullah, sem náði héraðinu á sitt vald þegar talibanar flúðu þaðan í fyrra. Bráðabirgðastjórnin skipaði Khan héraðsstjóra Paktía í vikunni sem leið þrátt fyrir harða andstöðu ann- arra stríðsherra og höfðingja í hér- aðinu. Khan hafði reynt að ná lög- reglustöð og virki í Gardez á sitt vald en hermenn hans sögðu að það hefði ekki tekist. „Við getum ekki barist við þá með Kalashníkov-riffl- unum okkar,“ sagði einn þeirra. Foringi hermannanna sakaði Khan um að hafa svikið loforð um að sjá þeim fyrir vistum og skotfærum. „Við ætlum að fara heim til að borða og hlýja okkur.“ Khan sagði að ef hermennirnir vildu ekki berjast ættu þeir að „snauta heim“. Nokkrir hermanna Khans voru enn í Gardez. Foringi herliðsins, sem lagði á flótta, sagði að hundruð hermanna hans kynnu að liggja í valnum eftir bardagana í bænum. „Þetta eru miklar hrakfarir.“ Bróðir Khans sagði að meira en 40 hermenn hans hefðu fallið og 300 hefðu verið teknir til fanga. Hann sakaði andstæðingana um að hafa tekið marga fangana af lífi. Frétta- menn gátu ekki staðfest þetta. Khan er stuðningsmaður Zahirs Shah, fyrrverandi konungs Afgan- istans, en andstæðingur hans, Saif Ullah, styður Burhanuddin Rabb- ani, fyrrverandi forseta, sem talib- anar steyptu af stóli 1996. Rabbani hefur lítið látið að sér kveða síðan bráðabirgðastjórnin var mynduð, en hann vék þá fyrir yngri mönnum í Norðurbandalaginu sem barðist gegn talibönum. Hamid Karzai, leiðtogi bráða- birgðastjórnarinnar, styður kon- ungssinnana. Bróðir Khans sagði að hann myndi ekki biðja Karzai um að senda liðsauka til Paktía. „Við höf- um ekki þörf fyrir hermenn Karzai. Hann er mjög veikur leiðtogi, getur ekkert gert fyrir okkur. Hann er jafnvel valdalítill í Kabúl.“ Karzai hvatti til þess í fyrradag er hann var í heimsókn í Bandaríkj- unum að fleiri friðargæsluliðar yrðu sendir til Afganistans. Ræddi hann það mál nánar við Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, í gær. Getur torveldað leitina að liðsmönnum al-Qaeda Átökin blossuðu upp á miðviku- dag þegar hermenn Khans komu til Gardez og drógu fána afgönsku bráðabirgðastjórnarinnar að hún við bústað héraðsstjórans. Khan hafði sagt að hermenn sínir hefðu náð mestum hluta héraðsins á sitt vald. Bandarískar flugvélar flugu yfir vígvöllinn en komu ekki hermönnum Khans til hjálpar. Um 30 bandarísk- ir sérsveitarmenn voru í gömlu virki nálægt Gardez en skiptu sér ekki af átökunum. Sérsveitarmennirnir taka þátt í leit að liðsmönnum al-Qaeda, sam- tökum Osama bin Ladens, sem tald- ir eru leynast í fjöllum vestan við Gardez. Haldi átökin áfram gætu þau torveldað leitina. Khan sakar höfðingjaráð Gardez, svokallað shúra, um að styðja talib- ana og al-Qaeda, en ráðið neitar því. Leiðtogi ráðsins, Haji Saifullah, sak- aði Khan um að hafa fengið Banda- ríkjaher til að gera loftárás í desem- ber á bílalest meðlima í höfðingjaráðinu og logið því að þeir væru félagar í al-Qaeda og taliban- ar. Tólf menn í bílalestinni biðu bana í loftárásinni 21. desember þegar þeir voru á leiðinni til Kabúl. Þeir ætluðu að vera viðstaddir formlega valdatöku bráðabirgðastjórnarinnar daginn eftir. Afganskir stríðsherrar berjast Gardez. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.