Morgunblaðið - 01.02.2002, Page 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 25
LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík 2002 kynnti dag-
skrá sína á blaðamannafundi í Iðnó gær, en
hátíðin mun standa frá 11. til 31. maí næst-
komandi og hefst almenn miðasala hinn 2.
apríl.
Þau Halldór Guðmundsson, formaður
stjórnar, Þórunn Sigurðardóttir, listrænn
stjórnandi, og Hrefna Haraldsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Listahátíðar, gáfu á fundinum
innsýn í fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar og
ræddu jafnframt nýjar áherslur í rekstri
hennar. Sagði Halldór Guðmundsson m.a. að
nýtt rekstrar- og stjórnarfyrirkomulag hátíð-
arinnar hefði gert framkvæmdaaðilunum
kleift að standa að yfirgripsmestu og glæsi-
legustu listahátíð sem efnt hefur verið til hér
á landi. Listahátíð í Reykjavík er nú í fyrsta
sinn haldin samkvæmt nýju skipulagi sem
sniðin er að alþjóðlegu starfi og miðar að sam-
felldum rekstri stofnunarinnar milli einstakra
hátíða. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar
verður ráðinn til fjögurra ára í senn, svo vinna
megi að skipulagningu dagskrár og eflingu
innlends og erlends samstarfs til lengri tíma.
Í máli Halldórs og Þórunnar við kynningu
dagskrárinnar kom fram að ríki og borg hafa
treyst mjög starfsemi Listahátíðar með rausn-
arlegum fjárframlögum, þ.e. 25 milljónum frá
hvorum aðila, sem hafi nær tvöfaldast frá því
sem var árið 1999. Þá færi samstarf við at-
vinnulífið mjög vaxandi, en öll stærstu fyr-
irtæki landsins koma að hátíðinni með einum
eða öðrum hætti og gerði það Listahátíð kleift
að leggja fram sjálfaflafé nánast til jafns við
framlag ríkis og borgar.
Í yfirliti sínu yfir dagskrána benti Þórunn
Sigurðardóttir á að áhersla væri lögð á að fá á
hátíðina erlenda listamenn í fremstu röð, sem
endurspegluðu framsækni og hræringar í al-
þjóðlegu listalífi. Þá hefði þáttur innlendra
listamanna verið aukinn og viðburðir valdir á
hátíðina með því augnamiði að þeir megi
stuðla að eflingu íslensks listalífs og kynningu
þess og tengslamyndun við þá erlendu gesti
og listamenn sem hátíðina sækja. Í því sam-
bandi tekur Listahátíð í Reykjavík nú þátt í al-
þjóðlegu samstarfi listahátíða (EFA), sem háð
er ströngum skilyrðum og felur í sér kynn-
ingu um allan heim á þeim listahátíðum sem
aðild eiga.
Yfirgripsmikil dagskrá
Morgunblaðið/Þorkell
Hrefna Haraldsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir og Halldór Guðmundsson kynntu yfirgrips-
mikla dagskrá Listahátíðar 2002 í Iðnó í gær.
Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2002 kynnt
ÞÁTTUR innlendra listamanna er óvenjustór
á Listahátíð 2002, og munu m.a. á fjórða
hundrað íslenskir tónlistarmenn koma fram á
hátíðinni og mikið verður frumflutt af nýjum
íslenskum verkum.
– Erlendir listamenn frá öllum heimshlutum
verða með atriði á Listahátíð. Má þar helsta
nefna rússneska undrabarnið Maxim Venger-
ov sem talinn er einn þriggja fremstu fiðluleik-
ara veraldar, June Anderson sem fyrst kom
fram á Metropolitan aðeins 17 ára gömul og er
nú ein fremsta sópransöngkona heims og
Kronos-kvartettinn, einn allra virtasti og
óvenjulegasti strengjakvartett síðustu ára-
tuga.
– Þrír forvitnilegir hópar af framandi slóð-
um koma fram á Listahátíð, þ.e. rúmenska sí-
gaunahljómsveitin Taraf de Haidouks sem var
nýlega valin besta hljómsveit Evrópu af BBC,
kúbverska salsasveitin Vocal Sampling sem
notar eingöngu rödd, hendur og fætur í flutn-
ingi sínum og argentínski danshópurinn El
Escata sem skartar nokkrum af fremstu
tangódönsurum Argentínu.
– Þáttur innlendra menningarstofnanna
verður mjög stór á Listahátíð. Þrjár af stærstu
listastofnunum þjóðarinnar, Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands, Þjóðleikhúsið og Íslenska óperan
taka höndum saman með Listahátíð í Reykja-
vík um uppfærslu á Wagneróperunni Hollend-
ingnum fljúgandi, sem frumsýnd verður á
opnunardegi Listahátíðar 11. maí.
– Nýtt skref verður stigið í samstarfi
Listahátíðar í Reykjavík við önnur sveitarfélög
en Hafnarfjarðarbær er samstarfsaðili
Listahátíðar, Kvikmyndasafns Íslands og
myndadeildar Þjóðleikhússins um verkefni þar
sem ljósmyndarans og kvikmyndagerðar-
mannsins Lofts Guðmundssonar verður
minnst. Þá verða þrjár menningarstofnanir
Reykjavíkur, Borgarbókasafnið, Árbæjarsafn
og Ljósmyndasafn Reykjavíkur, með verkefni
á Listahátíð í fyrsta sinn.
– Listahátíð tekur í fyrsta sinn þátt í stórum
erlendum samstarfsverkefnum með öðrum há-
tíðum og listamiðstöðvum. Á Listahátíð 2002
verður frumflutt samstarfsverkefni með Tón-
listarhátíðinni í Trento á Ítalíu, þar sem ís-
lenskir og ítalskir tónlistarmenn flytja Brúð-
kaupið eftir Stravinsky.
Sigur Rós og Hilmar Örn Hilmarsson ráðast
í sitt metnaðarfyllsta verkefni til þessa á
Listahátíð 2002 , er hið gleymda Eddukvæði
Hrafnagaldur Óðins verður hafið til vegs og
virðingar á ný á risatónleikum í Laugardals-
höll í samstarfi við stærstu listamiðstöð í Evr-
ópu, Barbican Center í London.
– Fjölbreytt ókeypis dagskrá verður í boði á
Listahátíð 2002 fyrir borgarbúa og gesti
þeirra, m.a. hádegistónleikarnir Fyrir augu og
eyru á listasöfnum Íslands og Reykjavíkur,
þar sem íslenskir tónlistarmenn flytja verk
tengd myndlistarsýningunum. Á Rás 1 verða
beinar útsendingar á frumsömdum íslenskum
örleikritum undir samheitinu Níu virkir dag-
ar. Sent verður út frá ólíkum stöðum víðsvegar
um borgina að viðstöddum áhorfendum.
Opnunarhelgi Listahátíðar munu hinir
þekktu frönsku hljóðfæraleikarar og loftfim-
leikamenn Mobile Homme, berja á bumbur í 40
metra hæð yfir tjörninni.
– Myndlistarsýningar innlendra listamanna
verða á dagskrá hátíðarinnar. Haldin verður
viðamikil sýning á íslenskri samtímalist í
Hafnarhúsinu, nýtt hljóðverk helgað Halldóri
Laxness eftir Finnboga Pétursson verður vígt
við setningu Listahátíðar og í i8 verður sýning
á verkum eins þekktasta núlifandi íslenska
myndlistarmanns, Ólafs Elíassonar.
– Sérstök dagskrá tileinkuð því að 100 ár eru
liðin frá fæðingu Halldórs Laxenss verður
haldin í Borgarleikhúsinu og mun Íslenski
dansflokkurinn m.a. frumsýna nýjan ballett
byggðan á Sölku Völku.
– Fjölskyldudagskrár og verkefni fyrir börn
verða áberandi á hátíðinni. Í Gerðubergi verð-
ur sýning Pero-leikhússins í Stokkhólmi,
Týndar mömmur og talandi beinagrindur og
frá Barcelona kemur sápukúlusýningin Ambr-
ossa, þar sem galdraðar eru fram risastórar
sápukúlur. Borgarbókasafnið og Borgarleik-
húsið eiga samstarf um verkefnið Laxness fyr-
ir ungu kynslóðina.
– Listahátíð í Reykjavík 2002 lýkur með
Lokaballi í Listasafni Reykjavíkur – Hafnar-
húsi, 31. maí.
Stiklað á stóru