Morgunblaðið - 01.02.2002, Síða 26
LISTIR
26 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á NEÐRI hæð Listasafns Kópavogs eru til
sýnis lýsingar 24 myndlistarmanna með bú-
setu í Kópavogi, við ljóð jafnmargra skálda í
sömu sveit. Til viðbótar málverki Benedikts
Gunnarssonar, Sköpun, sem er kennimark
framkvæmdarinnar og hún dregur nafn af.
Jafnframt liggur frammi samnefnd bók á af-
greiðslunni sem inniheldur afrakstur gjörn-
ingsins sem Valgerður Benediktsdóttir mun í
forsvari fyrir.
Lýsingar bóka hafa því miður ekki fylgt upp-
haflegri þróun ritlistar á landinu, og síðasta öld
er með fáum undantekningum eyðimörk um
gildar bókalýsingar. Hafa hér mörg upplögð
tækifæri, umfangsmikil menntun og miklir
hæfileikar farið fyrir lítið. Í þeim tilvikum sem
myndlistarmenn hafa á annað borð myndlýst
bundið eða óbundið mál er þess oftar en ekki
getið sem aukaatriðis til hliðar, sem ber vott
um ískyggilega vanþekkingu og misskilning.
Lýsingin í sjálfri sér er engin vinnukona ritlist-
arinnar heldur mikilsverð viðbót. Eru Íslend-
ingar hér afreksmenn á heimsmælikvarða, en
með öfugum formerkjum og við bætist að tíma-
mörkin sem gerendunum er ætlaður má best
lýsa með orðunum; mynd með hraði list í hvelli.
Þess má að ósekju geta hér, að öll Norð-
urlönd að Íslandi undanskildu skiluðu dýrum
djásnum á þessu sviði á síðustu öld og fornbók-
menntir okkar eru mun ríkari af handgerðum
myndlýsingum en síðar gerðist og er þetta
svartur blettur á lýðveldinu.
Að vísu sætir þessi sýning og útkoma bók-
arinnar ekki ýkja miklum tíðindum, en hún
rumskar óþægilega við vitundinni um þessa
stóru gloppu í íslenzkri myndlist. Ætli menn að
gera hér afburða vel og vera samkeppnishæfir
á alþjóðlegum markaði útheimtir það mikla
vinnu, peninga og langan undirbúning. Dæmi
eru til að listamenn hafi fengið tvö ár til að
myndlýsa eina bók ytra, en einnig fjóra daga til
að gera 20 vignettur í bók hér á landi (!) og get
ég trútt um talað sem gerandinn í það skiptið!!
Útkomunni fylgdi svo fingraför og óhreinindi
frá prenturunum sem að sjálfsögðu var rakið
til hins alsaklausa geranda! Á einn veg tákn-
rænt um vinnubrögðin og vanþekkinguna á
þessum afrækta geira sjónmennta hér á landi.
Bókin Ljósblik er ósköp almenn útgáfa af
ljóðum og lýsingum við þau, er meira bók en
bókverk, þ.e. sker sig lítið úr öðrum tegundum
bóka og ekki sérhönnuð sem listaverk í bak og
fyrir. Hins vegar er prýðilega að henni staðið,
pappírinn góður, litgreiningin einnig og bók-
band óaðfinnanlegt. Um að ræða eins konar
heimild um myndlistar- og ritmennt í Kópavogi
á almennum grundvelli, og þannig séð hið
besta mál. Um leið er þetta frumraun í þessu
formi, þótt fleiri bækur hafi verið gefnar út af
Ritlistahópi Kópavogs, eins og t.d Ljóð og ljós-
myndir (1997). Líka álitamál hvort stefna eigi
að afmörkuðu úrvali eða almenningi í þessu
formi, hliðstæður hvorutveggja margar í heim-
inum.
Hvað sjálfa sýninguna snertir er ekki tiltak-
anleg fagmennska að baki uppsetningarinnar í
heild. Til þess er hún ekki nógu vel undir-
byggð, einkum í ljósi ólíkra stærða og inn-
römmunar myndverka á pappír, sem gerir
hana á köflum æði brotna og ósamstæða. Ekki
endilega svo að staðla hefði átt sjálfar stærð-
irnar upp á sentimeter, heldur hefði verið
æskilegt að taka myndirnar úr römmunum til
skipulegrar og samfelldrar uppröðunar. Bókin
sjálf undirstrikar þetta meður því að mynd-
verkin njóta sín til muna betur á síðum hennar
en veggjum og gólfi safnsins. Auðvitað eru hér
undantekningar og þá helst í opna rýminu með
endavegginn yst sem algjört hámark. Um afar
sterk og vel unnin málverk frá hálfu þeirra
Kristínar Geirsdóttur og Guðrúnar Kristjáns-
dóttur að ræða, sem þrátt fyrir að vera ólík að
allri gerð eru merkilega samstæð og bæta hvor
aðra upp. Yfir báðum jafn og yfirhafinn ljóð-
rænn stígandi og, mónumentöl, fegurð. Hins
vegar gjalda þær báðar lögmála smækkunar-
innar á leið í bókina, og komast þar ekki eins
vel til skila, einkum málverk Kristínar, en um
langstærstu verkin á sýningunni er að ræða.
Skeður þó öllu oftar að tvívíðu myndverkin
njóti sín stórum betur á síðunum bókarinnar
en á veggjunum safnsins og það má vera aðal-
atriðið, hins vegar er hið þrívíða verk Gríms
Marinós Steindórssonar nokkuð utangátta.
Hvað sem sagt verður um framkvæmdina í
heild er borðleggjandi að hér var betur af stað
farið en heima setið.
„Sköpun“
Myndlýsing Guðrúnar Kristjánsdóttur á
sýningunni við ljóð eftir Guðríði Lillý Guð-
björnsdóttur: ferð/brottför við sólarlag.
MYNDLIST
Listsafn Kópavogs – Gerðarsafn
Opið alla daga frá 11-17. Lokað mánudaga. Til 3.
febrúar. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. Bókin
Ljósblik 3.000 krónur.
MYNDLÝSINGAR VIÐ LJÓÐ
RITLISTAR- OG MYNDLISTARMENN Í KÓPAVOGI
RITLISTARHÓPUR KÓPAVOGS 2001
Bragi Ásgeirsson
„ÉG efast um allt,“ segir rússneski
bóndinn Levín, í sögu Tolstojs um
Önnu Karenínu. Levín er sá sem
leitar svara og finnur engan frið
innra með sér því svörin vantar.
Hann segir skilið við sukk og svall,
er orðinn metnaðarfullur umbóta-
sinni og vill fátækri bændastétt vel.
En vill hún að vel sé að henni látið?
Levín leitar líka hamingjunnar og
finnur hana loks í Kittý, sem á þeirri
stundu er ljós heimsins, öllum góð
og velviljuð og elskar Levín ofur
heitt. En spurningar vakna enn.
Kannski er Kittý ekki sú vammlausa
mey sem við sjáum fyrir okkur og
eins og aðrir í magnaðri sögu Tol-
stojs á hún líka sínar dökku hliðar.
Levín tekst á við ráðgátur lífsins
meðan hann horfir á líf ungu og
fögru Önnu Karenínu, sem lætur
berast með löngunum sínum og
þrám þegar ástin kallar og getur
ekki tekist á við líf með málamiðl-
unum. Þessa miskunnarlausu bar-
áttu fyrir innri friði og frelsun til-
finninganna úr fjötrum efans eiga
þau sameiginlega. Aðrar persónur
sögunnar snúast í kringum þau.
Vronskíj greifi, ástmaður Önnu,
virðist einlægur í ást sinni á henni,
en það er Önnu ekki nóg. Ítrekað
ögrar hún honum til að sanna ást
sína á henni meir og betur, og smám
saman verður hinn ástsjúki greifi
áhugalaus. Karenín eiginmaður
Önnu birtist sem kaldlynd og tilfinn-
ingalaus blók, en þegar verulega
reynir á samband hans við Önnu,
verður hann brjóstumkennanlegur.
Þegar hann bjargar lífi Önnu eftir
að hún fær barnsfararsótt, er hann
nánast orðinn hetja. Þannig eru per-
sónur Tolstojs. Ekkert er einhlítt. Í
umfjöllun sinni um verkið og höf-
undinn vitnar Árni Bergmann í
Tolstoj: „Sérhver maður ber í sér
vísi að öllum mennskum eiginleik-
um, lætur stundum á þessum bera,
stundum öðrum og á það til að vera
alls ekki sjálfum sér líkur – en held-
ur þó áfram að vera hann sjálfur.“
Tolstoj sjálfur í Levín
Anna Karenína eftir Leo Tolstoj
verður frumsýnd í kvöld á stóra sviði
Þjóðleikhússins. Hér er á ferðinni
ný leikgerð eftir Helen Edmundson.
Anna Karenína er ein af mikil-
vægustu skáldsögum nítjándu ald-
arinnar og hefur heillað lesendur á
öllum tímum, ekki síst vegna áhrifa-
mikillar lýsingar skáldsins á titilper-
sónunni og örlögum hennar. Þessi
mikla saga um ástríður og grimm
örlög hefur verið vinsælt viðfangs-
efni leikhúsfólks og kvikmyndagerð-
armanna.
Leikgerð Helenar Edmundsson
frá árinu 1992, hefur vakið mikla at-
hygli erlendis, og vann meðal annars
til Time Out-verðlaunanna. Leik-
gerðin er óvenjuleg að því leyti að
hér er ekki einungis sjónum beint að
titilpersónunni, Önnu Karenínu,
sem ákveður að yfirgefa mann og
barn og hefja nýtt líf með Vronskí
greifa, heldur einnig annarri aðal-
persónu skáldsögunnar, Levín, en
hann er talinn endurspegla líf og
skoðanir Tolstojs sjálfs. Á sviðinu
fléttast saman lífsþræðir þeirra
beggja, Önnu og Levíns, þau ræðast
við og trúa hvort öðru fyrir gleði
sinni og sorgum. Við vitum ekki
hvort þetta gerist í þessum heimi
eða öðrum, þar til Levín kemur í
fyrsta sinn sem gestur heim til Önnu
og þau heilsast sem ókunnugar
manneskjur.
Leikstjóri sýningarinnar er
Kjartan Ragnarsson: „Tolstoj bygg-
ir bók sína þannig upp að saga Önnu
og Levíns tvinnast saman alla leið,
þótt þau hittist ekki nema einu sinni
í bókinni. Til að byrja með var hann
búinn að skrifa söguna án Levíns, en
það sem honum var mest umhugað
var að spyrja þeirrar spurningar: Til
hvers lifum við? Levín varð þess
vegna eins konar holdgervingur
Tolstojs sjálfs. Hann var maður sem
var stöðugt að leita meiri sannleika,
en finnur eitthvað að lokum sem
hann segir ekki upphátt hvað er.
Hann fann sína trú. Hann horfir á
Kittý þar sem hún í gæsku sinni
líknar dauðvona bróður hans, og
segir: „Hún drakk þetta í sig með
móðurmjólkinni.“ Hann spyr sig að
því hvers vegna, þrátt fyrir gáfur
sínar, hann hafi ekki sjálfur skilið
það sem hann drakk með móður-
mjólkinni og vissi innst í hjarta
sínu.“
Lætur undan ofurvaldi
tilfinninganna
Kjartan segist telja að með höf-
uðpersónunni, Önnu, hafi Tolstoj
ætlað sér að skrifa eins sympatíska
og geðuga manneskju eins og hugs-
ast gat, en persónu sem þó léti und-
an ofurvaldi tilfinninganna. „Tolstoj
óttaðist eigin tilfinningar og fannst
ástin sjálf svakaleg og spurði sjálfan
sig að því hvort það, að láta undan
tilfinningum sínum, væri rétta leiðin
að hamingjunni. Það má líkja þeim
saman Önnu Karenínu og Bjarti í
Sumarhúsum. Þau eru bæði and-
hetjur sem eiga að vera okkur víti til
varnaðar, en öll elskum við þau. Höf-
undarnir ráða ekkert við það að
þetta verða hetjurnar.“
Stefán Jónsson er í hlutverki efa-
semdarmannsins Levíns. „Í leik-
gerðinni er saga Önnu og Levíns
sett mjög skemmtilega upp, með því
að þau spegla sig hvort í öðru. Levín
er útgangspunktur verksins. Hann
stöðvar Önnu þegar hún ætlar að
kasta sér fyrir lest, og hann fram-
kallar hana aftur til að skoða líf
hennar, og sitt eigið í samhengi við
það. Hann spyr sig að því hvers
vegna hún hafi ákveðið að fara þá
leið sem hún fer, vegna þess að sjálf-
ur er hann stöðugt að velta fyrir sér
tilgangi lífsins. Leið hans í gegnum
verkið er að komast að því að þetta
sé ekki rétta leiðin. Þó skilur hann
alveg hvað Anna er að ganga í gegn-
um og hefur mikla samúð með
henni. Hann hverfur frá efa- og
skynsemishyggju yfir í andann, án
þess að fá lógískar skýringar á því.
Hann kemst að því að hann þarf
ekki skýringanna við. Hann þjáist
og efast, en er samt hamingjusamur
og það er hans lausn.“
„Leikgerð af leikgerð“
Kjartan Ragnarsson segir að leik-
gerð Helenar Edmundson hafi verið
valin því hún hafi þótt mjög spenn-
andi. „Hins vegar er hún minni í
sniðum hjá okkur og færri rullur,
þannig að ég var jafnvel að hugsa
um að kynna þetta sem leikgerð af
leikgerð, því þetta er orðið allt ann-
að verk en leikgerð Helenar, er þó
alveg í anda hennar.“
Með hlutverk Önnu Karenínu fer
Margrét Vilhjálmsdóttir og Stefán
Jónsson leikur Levín. Elskhuga
Önnu, Vronskí greifa, leikur Baldur
Trausti Hreinsson. Jóhann Sigurð-
arson leikur eiginmann hennar Kar-
enín og Brynhildur Guðjónsdóttir
leikur Kittý, eiginkonu Levíns.
Leikstjórinn, Kjartan Ragnars-
son, hefur starfað talsvert við Þjóð-
leikhúsið á undanförnum misserum.
Meðal nýlegustu verkefna hans þar
eru sýningarnar á Grandavegi 7 og
Sjálfstæðu fólki, auk þess sem hann
leikstýrði fyrr á árinu Hver er
hræddur við Virginíu Woolf? sem nú
er sýnt á Litla sviðinu.
„Hann þjáist
og efast, en
er samt ham-
ingjusamur“
Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld leikgerð á
sögu Tolstojs, Önnu Karenínu. Bergþóra
Jónsdóttir fór á æfingu og ræddi við
leikstjórann og annan aðalleikarann
um Önnu, og „spegil“ hennar, Levín.
Morgunblaðið/RAX
Ástmaðurinn, dauðinn og eiginmaðurinn togast á um Önnu Karenínu. Baldur Trausti Hreinsson, Þröstur Leó
Gunnarsson, Jóhann Sigurðarson og Margrét Vilhjálmsdóttir í hlutverkum sínum.
eftir Leo Tolstoj.
Leikarar: Margrét Vilhjálms-
dóttir, Stefán Jónsson, Baldur
Trausti Hreinsson, Jóhann Sig-
urðarson, Brynhildur Guðjóns-
dóttir, Kjartan Guðjónsson,
Kristbjörg Kjeld, Ragnheiður
Steindórsdóttir, Þórunn Lár-
usdóttir, Þröstur Leó Gunn-
arsson.
Leikgerð: Helen Edmundson
Þýðing: Árni Bergmann
Tónlist: Egill Ólafsson
Sviðshreyfingar: Ástrós
Gunnarsdóttir
Lýsing: Páll Ragnarsson
Búningar: Elín Edda
Árnadóttir
Leikmynd: Grétar Reynisson
Leikstjórn: Kjartan
Ragnarsson
Anna
Karenína
begga@mbl.is