Morgunblaðið - 01.02.2002, Qupperneq 28
LISTIR/KVIKMYNDIR
28 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Snjóbrettafélagarnir Rick,
Luke, Anthony og Pig Pen
lifa hátt uppi á Bolafjalli í
Alaska. Lífið í snjóbænum
snýst um stelpur, samkvæmi
og skemmtanir. En þegar
stofnandi Bull Mountain,
Papa Muntz, deyr, ákveður
Ted sonur hans að selja hin-
um snjalla skíðamógúl frá
Colorado, John Majors, vetr-
arparadísina. Allir í bænum
eru miður sín vegna fyrirætl-
ananna um að snúa bretta-
fjallinu, þar sem unga fólkið
skemmtir sér, yfir í einhvern
rólegheita stað fyrir eldra
fólk. Það kemur til kasta fjór-
menningaklíkunnar sem nýt-
ur dyggrar aðstoðar hinnar
uppreisnargjörnu Ingu, sem
er dóttir Majors, og vinkon-
unnar Önnu við að vinna bæ-
inn á ný.
Þetta er söguþráður kvik-
myndarinnar „Out Cold“ sem
Laugarásbíó frumsýnir í dag
og framleidd er af Touch-
stone Pictures. Í áhættuat-
riðum er m.a. fjöldi snjó-
brettakeppnismanna og
kvenna. Þeirra á meðal eru:
Todd Richards, Rio Tahara,
Tara Dakides, Devun Walsh
og Rob Boyce. Hraði og
spenna er að sögn framleið-
enda, einkenni myndarinnar,
og ekki má gleyma að hún
snýst um eitt vinsælasta vetr-
arsportið nú til dags. Myndin
var að mestu tekin í litlum bæ
að nafni Salmo og er í British
Columbia í Kanada.
Í aðalhlutverkum eru Jas-
on London, Lee Majors, Will-
ie Garson, Zach Galifianakis,
David Koechner, Flex Alex-
ander, A.J. Cook, David Den-
man, Caroline Dhavernas,
Derek Hamilton, Thomas
Lennon og Victoria Silvstedt.
Leikstjórn er í höndum
bræðranna Emmett og
Brendan Malloy og handrits-
höfundur er Jon Zack. Fram-
leiðendur eru Lee R. Mayes,
Michael Aguilar og Jonathan
Glickman.
Leikarar: Jason London (Broken
Wessels, Poor White Trash,
Dazed and Confused, The Man
in the Moon); Lee Majors
(Here, Big Fat Liar, Too Much
Sun, Hard Knox); Willie Garson
(There’s Something About
Mary, Play it to the Bone,
Mars Attacks, The Rock,
Kingpin, Being John Malko-
vich); Zach Galifianakis
(Corky Romano, Bubble Boy,
Heartbreakers)
Ted Muntz (Willie Garson), til vinstri, ákveður að selja
Jack Majors (Lee Majors), til hægri, brettaparadísina, en
dóttir hans Inga, sem leikin er af sænsku leikkonunni
Victoriu Silvstedt, á eftir að valda usla í litla bænum.
Barist fyrir
brettaæðið
Laugarásbíó frumsýnir „Out
Cold“ með Jason London, Lee
Majors, Willie Garson og Zach
Galifianakis.
STÓRMYNDIN Pí-
anókennarinn verð-
ur frumsýnd í Regn-
boganum í dag. Hér
er á ferðinni marg-
verðlaunuð mynd, sem naut
mikillar athygli á kvik-
myndahátíðinni í Cannes
2001. Myndin hlaut aðalverð-
laun dómnefndar, en auk þess
fengu aðalleikararnir, þau
Benoit Magimel og Isabelle
Huppert, verðlaun sem besti
leikarinn og besta leikkonan.
Þá fékk Isabelle Huppert
Kvikmyndaverðlaun Evrópu
fyrir leik sinni í myndinni.
Handritshöfundur og leik-
stjóri myndarinnar er Austur-
ríkismaðurinn Michael Han-
eke, sem hefur áralanga
reynslu í kvikmyndaiðnaði og
evrópskum leikhúsum sem
bæði leikstjóri og handrits-
höfundur, en myndin er
byggð á sögu eftir kvenrithöf-
undinn Elfriede Jelinek, sem
fædd er og uppalin í Styria,
sem er hérað í suðausturhluta
Austurríkis.
Myndin, sem er 130 mín-
útna löng, segir frá Eriku
Kohut, sem kennir á píanó við
Tónlistarskólann í Vín. Hún
er komin yfir fertugt og býr
ennþá með móður sinni sem
drottnar á heimilinu og hefur
þar af leiðandi mikil áhrif á líf
dóttur sinnar. Erika á sér þó
leyndarmál og það er ekki allt
sem sýnist í hennar lífi. Hún
flýr reglulega inn í heim
klámiðnaðarins og kynhneigð
hennar felur m.a. í sér sjálfs-
píningahvöt sem jaðrar við
sjúklegt óeðli. Einn daginn
dettur einum af nemendum
hennar í hug að draga kenn-
ara sinn á tálar.
Leikarar: Isabelle Huppert
(Nightcap, A Judgement in
Stone, Malina, Madam Bovary,
Story of Women); Benoit Magim-
el (The King is Dancing, The
Children of the Century, Lisa, Al-
ready Dead). Leikstjóri og hand-
ritshöfundur: Michael Haneke.
Isabelle Huppert og Benoit Magimel.
Píanókennarinn
Regnboginn frumsýnir
„The Piano Teacher“
með Isabelle Huppert,
Benoit Magimel, Annie
Giradot, Anna Sigale-
vitch, Susanne Lothar
og Udo Samel.
ÞEGAR íbúar bæjarins Lib-
erty, Missouri, í miðvesturríkj-
um Bandaríkjanna uppgötva
að spilltur járnbrautaauðjöfur
hyggst neyða þá af landi sínu í
nafni framfara, ákveða nokkrir
ungir heimamenn, sem þjónað
höfðu í stríðinu, að snúa til
baka og taka höndum saman
um að endurheimta það sem
þeir telja að með réttu tilheyri
þeim. Á meðan þeir standa í
stríði við að þjóna réttlætinu,
hefst einn mesti eltingaleikur
sem sögur hafa farið af í villta
vestrinu. En enginn er eins al-
ræmdur og vegsamaður og
hinn ungi leiðtogi kúrekanna,
hinn hrífandi ungi útlagi, Jesse
James, sem fer fyrir hópnum.
Hér er á ferðinni villtur
vestri í nútímabúningi frá
Morgan Creek Production í
leikstjórn Les Mayfield eftir
handriti Roderick Taylor og
John Rogers. Í aðalhlutverk-
um eru Colin Farrell, Scott
Caan, Ali Larter, Gabriel
Macht, Gregory Smith, Harris
Yulin, Will McCormack,
Ronny Cox, Kathy Bates og
Timothy Dalton.
Hugmyndin að myndinni
kom frá James G. Robinson,
stjórnarformanni Morgan
Creek, sem vildi gera ferskan
vestra, sem gæti heillað nú-
tíma bíógesti. „Við áttum
handrit um Jesse James svo
við byrjuðum á því að vinna
með rithöfundinum John Rog-
ers til að gera hugmyndina
spennandi og skemmtilega.
Í gegnum tíðina hafa útlag-
ar alltaf verið vinsælir, sér í
lagi meðal yngri kynslóða á
mótþróaskeiði. „Þær eiga auð-
velt með að setja sig í spor
uppreisnarseggja, sem lifa
gegn viðurkenndum gildum
þjóðfélagsins,“ segir framleið-
andi myndarinnar, Jonathan
Zimbert og bætir við að
James-klíkunni megi á marg-
an hátt líkja við rokkhljóm-
sveit á sínu fyrsta ferðalagi.
Áhorfendur geti tengst þessari
samlíkingu.
Þegar Zimbert er spurður
af hverju ákveðið hafi verið að
gera enn eina myndina um
Jesse James, sem verið hefur
ódauðlegur á hvíta tjaldinu um
langan aldur, svarar hann því
til að Jesse, líkt og Hrói höttur,
sé orðinn að eins konar þjóð-
sagnapersónu. „Goðsögnin um
Jesse James stendur fyrir eina
af þessum tímalausu dæmisög-
um, þar sem óréttlæti er lag-
fært og hefndar krafist. Eins
og við á um margar aðrar vin-
sælar hetjusögur, vilja áhorf-
endur fá að sjá meira af Jesse
James vegna þess að saga
hans er ekki síst saga um sigur
á hinu illa.“
Leikarar: Colin Farrell (Tiger-
land); Scott Caan (Gone in 60
Seconds, Varsity Blues); Ali Lart-
er (Final Destination, Varsity Blu-
es) Leikstjóri: Les Mayfield (Blue
Streak).
Scott Caan og Colin Farrell í „American Outlaws“.
Ferskur vestri
um Jesse James
Sambíóin í Kringlunni og á Ak-
ureyri frumsýna „American Out-
laws“ með Colin Farrell, Scott
Caan og Ali Larter.
„HEARTS in Atlantis“, sem
byggð er á samnefndri sögu
Stephens Kings, segir sögu
ellefu ára stráks, sem
vingast við ókunnan og dul-
arfullan mann. Sú vinátta á
eftir að breyta sýn hans á
heiminn. Myndin hefst á því
að Bobby Garfield, sem orð-
inn er fimmtugur að aldri og
starfar sem ljósmyndari, er
að snúa aftur til heimabæj-
arins til að sækja jarðarför
æskuvinar. Við heimkomuna
endurupplifir Bobby það ör-
lagatímabil í lífi sínu sem
varð til þess að unglingsárin
tóku við af saklausri barn-
æskunni. Örfáar sumarvikur
með ókunnum manni, Ted
Brautigan, sem leikinn er af
þeim víðfræga leikara Anth-
ony Hopkins, urðu til þess
að breyta lífi Bobbys á 12.
aldursári árið 1960.
Pabbi Bobbys er löngu
dáinn og hann elst upp hjá
biturri móður, sem finnst að
hlutskipti sitt eigi að vera
annað og meira í lífinu en að
enda sem einstæð móðir
með barn sem hún bað aldr-
ei um. Inn í líf
Bobbys kemur Ted
og fyllir upp í
tómarúmið. Hann
býður upp á at-
hygli og vináttu
fullorðins manns
og hjálpar til við að
opna augu Bobbys
út í hinn stóra
heim. En Ted er
ekki allur þar sem
hann er séður.
Hann ber með sér
ýmsa fortíðar-
drauga og sérkennilega
krafta, sem bæði hræða og
valda Bobby heilabrotum.
Og þegar Ted býður Bobby
vinnu við að lesa fyrir sig
blöð býr annað og meira
undir en versnandi sjón
hans sjálfs. Ted fær strák til
að hjálpa sér við að forðast
mikla hættu, sem hann segir
að fylgi sér. Hann öðlast
nýjan skilning á föður sínum
og nýja sýn á lífinu og ást-
inni áður en atburðarásin
tekur við stjórninni. Ted
fylgir Bobby fast eftir og
neyðir hann til að finna þá
dýpt, þann kjark og þá fyr-
irgefningu sem hann gat
aldrei ímyndað sér að gæti
orðið innra með honum.
Fyrir Bobby fullorðinn er
ferðalagið heim og hugar-
flugið aftur á bak ákveðinn
endapunktur.
Leikstjóri myndarinnar er
Scott Hicks, sem m.a. hefur
leikstýrt „Shine“ og „Snow
Falling on Cedars“. Kvik-
myndahandrit að „Hearts in
Atlantis“ vann Óskarsverð-
launahafinn William Gold-
man eftir samnefndri met-
sölubók Stephens Kings
sem út kom 1999, en Gold-
man er ekki alls ókunnur
verkum Kings þar sem hann
skrifaði m.a. kvikmynda-
handrit árið 1990 að „Mis-
ery“ með góðum árangri og
miklum vinsældum. Gold-
man segist hafa orðið fyrir
miklum hughrifum við lest-
ur „Hearts in Atlantis“ og
því hafi hann ekki lengi
þurft að velta því fyrir sér
hvort hann vildi
gera úr þessu
kvikmynd eða
ekki, en sem
stendur vinnur
Goldman að því að
semja handrit að
kvikmynd upp úr
vísindaskáldsög-
unni „Dream-
catcher“ eftir
Stephen King.
„Ég hef unun af
King, aðallega þó
þegar hann er að
fást við mannlegar
skepnur.“
Í aðalhlutverki í
Hearts in Atlantis
er Óskarsverðlaunahafinn
Anthony Hopkins, sem hef-
ur farið með eftirminnileg
hlutverk í mörgum mynd-
um, en aðrir helstu leikarar
myndarinnar eru: Anton
Yelchin, Hope Davis, Mika
Boorem, David Morse, Alan
Tudyk, Tom Bower, Celia
Weston, Adam Lefevre, Will
Rothhaar, Deirdre O’Conn-
ell og Timmy Reifsnyder.
Leikarar: Anthony Hopkins
(Silence of the Lambs, Hanni-
bal, The Remains of the Day);
Anton Yelchin (Along Came a
Spider, 15 Minutes); Hope
Davis (Mumford, Next Stop
Wonderland); Mika Boorem
(Along Came a Spider, The
Patriot); David Morse (Proof
of Life, The Green Mile).
Ný sýn á lífið
Sambíóin í Álfabakka og á
Snorrabraut frumsýna „Hearts
in Atlantis“ með Anthony Hopk-
ins, Anton Yelchin, Hope Davis,
Mika Boorem og David Morse.
Anthony Hopkins í hlutverki sínu sem Ted
Brautigan í kvikmyndinni „Hearts in Atlantis“.
STJÖRNUBÍÓ frumsýnir í
dag gamanmyndina „Just
Visiting“, sem kemur frá
Hollywood Pictures, með Jean
Reno, Christinu Applegate,
Christian Clavier og Matthew
Ross í aðalhlutverkum. „Just
Visiting“ er amerísk endur-
gerð frönsku stórmyndarinn-
ar „Les Visiteurs“ frá árinu
1993 en þá fóru frönsku stór-
stjörnurnar Jean Reno og
Christian Clavier með sömu
hlutverk og nú í leikstjórn
sama leikstjóra, Jean-Marie
Gaubert, sem er einn vinsæl-
asti gamanmyndaleikstjóri
Frakka. Les Visiteurs, sem
var ekki síður fjölskyldumynd
en gamanmynd, fór sigurför
um Evrópu og Asíu á sínum
tíma.
Söguþráðurinn er um
franska hefðarmanninn Thib-
ault greifa af Malfete, sem
leikinn er af Jean Reno, og
þjón hans André, sem leikinn
er af Christian Clavier. Þeir
vakna allt í einu upp við það að
vera staddir í Chicago-borg
nútímans og hafa þar með
ferðast í tíma frá 13. öld og
fram í nútímann eftir að hafa
lent í álögum miskunnarlausr-
ar nornar og drukkið töfra-
mixtúru sem gerir tímaflakk
mögulegt. Ringlaðir, týndir og
gagnteknir hitta þeir félagar
einn af afkomendum Thib-
aults, Júlíu Malfete (Christina
Applegate), og slóttuga kær-
astann hennar, Hunter
(Matthew Ross). Thibault og
André læra fljótt inn á nú-
tímann með skondnum afleið-
ingum og uppgötva að þeir
verði að finna sér leið til baka
eins fljótt og hægt er. Annars
verði ættleggur þeirra Júlíu
og Thibaults þurrkaður út
með öllu. Því miður fyrir þá
fer allt úrskeiðis en með sæmd
og hugrekki tekst þeim fé-
lögum að setja allt á annan
endann þegar þeir tveir leggja
á ráðin. Þeir þurfa að snúa aft-
ur til 13. aldar og þá þurfa þeir
að finna sér galdramann.
Kvikmyndahandritið var í
höndum þeirra Christian
Clavier, Jean-Marie Poiré og
John Hughes. Framleiðendur
eru Patrice Ledoux og Ric-
ardo Mestres, sem hófu und-
irbúning myndarinnar með
því að fara sjálfir til Parísar til
að hitta fyrir þá hugmynda-
ríku menn sem stóðu að gerð
frönsku útgáfunnar, sem varð
ein vinsælasta gamanmynd
Frakka til þessa.
Leikarar: Jean Reno (Mission
Impossible, Godzilla, The Pro-
fessional, Ronin), Christina
Applegate (Jesse, Family Ties,
21 Jump Street, Amazing Stor-
ies, The Big Hit, Kiss of Fire),
Christian Clavier (Revenge of a
Blonde, The Thirst for Gold),
Matthew Ross (Pushing Tin, The
Last Days of Disco, American
Psycho). Leikstjóri: Jean-Marie
Gaubert.
Tímaflakk í gamanleik
Stjörnubíó frumsýnir „Just Visit-
ing“ með Jean Reno, Christinu
Applegate, Christian Clavier og
Matthew Ross.
Christian Clavier og Jean Reno í myndinni „Just Visiting“.