Morgunblaðið - 01.02.2002, Qupperneq 29
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 29
SPURNINGIN „Hvað ergreind?“ er erfið spurning,enda vinsæl á prófum í fé-lagsvísindum. Skilgreinið
hugtakið greind, er einnig þekkt
verkefni. Greind er oftast talin safn
margra hæfileika. Hún er sögð felast
í rökrænni hugsun, að vera fljót(ur)
að tileinka sér nýja hluti og finna góð-
ar lausnir á vandamálum. Skilningur
á sértækum hugmyndum og sam-
hengi hlutanna vegur einnig þungt.
Upphaf nútíma greindarprófa má
rekja til Frakkans Alfreds Binet,
1857–1911, en hann gerði próf til að
spá fyrir um gengi nemenda í skóla.
Prófið sló í gegn á Vesturlöndum, það
hefur þróast mikið síðan og er mest
notað í þróuðum iðnríkjum, til dæmis
Bandaríkjunum. Almennt varð viður-
kennt að eitthvað væri til sem kalla
mætti greind og hægt væri að mæla.
Hefðbundin greindarpróf eru
mjög vönduð, og hafa oft reynst vel.
Skipta má greindarprófum í tvo
þætti, málfarslegan hluta og ómál-
farslegan hluta. Annar snýst um
tungumálið, almenna þekkingu,
skilning á þjóðfélaginu, orðaforða,
hugarreikning og minnispróf. Hinn
felur í sér prófun til að raða eða
púsla, skoðun mynda, rýmdarhugs-
un, og rýmdarvinnslu.
Fjölgreindir í
skólastofunni
Greindarpróf mæla þá vitsmuni
sem taldir eru/voru skipta mestu
máli fyrir árangur í skóla. Árið 1983
urðu hins vegar tímamót í sögu hug-
taksins greindar, sem leiddu til þess
að skólamenn eru byrjaðir að nota
orðið í fleirtölu: Greindir. Howard
Gardner, prófessor í sálar- og mennt-
unarfræðum við Harvard-háskólann
og prófessor í taugafræði við Boston-
háskóla, birti niðurstöður rannsókna
sinna í bókinni Frames of Mind
(Rammar hugans). Hann sýndi fram
á að í vestrænni menningu hefði hug-
takið greind verið skilgreint of
þröngt, og hann setti fram þá kenn-
ingu að til væru a.m.k. sjö grunn-
greindir. Seinna bætti hann áttundu
greindinni við og setti fram tilgátu
um þá níundu.
Kenning Gardners féll vel að
reynsluheimi kennara og hefur hún
verið þróuð áfram innan kennslu-
fræðinnar. Einn áhrifamesti fræði-
maðurinn á því svið er Thomas
Armstrong sem hefur ritað nokkrar
bækur út frá kenningunni, m.a. Mult-
iple Intelligences in the Classroom
árið 1994, sem hann endurskoðaði ár-
ið 2000 og sem Erla Kristjánsdóttir
lektor við Kennaraháskóla Íslands
hefur nú þýtt og JPV útgáfa gaf út í
síðustu viku. Hún nefnist Fjölgreind-
ir í skólastofunni (168 bls).
Móta snemma námsleiðir
Hvert barn býr yfir öllum greind-
unum og getur þróað þær allar á við-
unandi getustig. Snemma beygist þó
krókurinn og börn sýna tilhneigingar
í ákveðna átt. Gardner segir að um
það leyti sem börn hefji skólagöng-
una hafi þau þegar mótað námsleiðir
sem einkennast meira af sumum
greindum en öðrum. Armstrong seg-
ir svo frá því í bókinni hvernig kenn-
arar geti hafist handa við að kort-
leggja þróuðustu greindir nemenda
þannig að þeim gefist kostur á að
beita þeim.
Erla Kristjánsdóttir, þýðandi bók-
arinnar, segir að margir íslenskir
kennarar þekki nú til kenningarinnar
um fjölgreind. „Hún fellur í góðan
jarðveg hjá þeim eins og kennurum í
öðrum löndum,“ segir hún. „Leik-
skólakennarar hafa einnig sýnt kenn-
ingunni mikinn áhuga og ég hef verið
með margar kynningar hjá þeim og
einnig foreldrum leik- og grunn-
skólabarna.“
Howard Gardner hefur skrifað að
hann vonist til að gert verði fjölþætt
átak til að móta menntastefnu sem
tekur fjölgreindirnar alvarlega; „nái
það fram að ganga verðum við í að-
stöðu til að meta hverjar af þessum
„hugsunum“ og „virknitilraunum“
reynast skynsamlegar og hverjar
óhentugar eða óráðlegar.“
Vísir að FG-skólum hér
Sennilega er enginn fjölgreinda-
skóli (FG-skóli) hér á landi, en þó hef-
ur Klébergsskóli á Kjalanesi unnið
með hliðsjón af kenningunni í vetur
með góðum árangri, og Korpuskóli
hefur einnig nýtt sér hana ásamt
öðru prógrammi sem Gardner stýrir
og er nefnt „að læra er að skilja“ (Le-
arning for understanding).
Þóranna Ólafsdóttir kennari í Klé-
bergsskóla segir að kennarar skólans
hafi farið á námskeið hjá Fræðslu-
miðstöð Reykjavíkur um fjölgreinda-
kenninguna, og að þau hafi verið að
þróa starfið í vetur eftir henni. Ný
skólabygging er þar í smíðum og er
hún hönnuð eftir nýjum hugmyndum
um skólastofur, þar sem „fjóðri vegg-
urinn“ er horfinn (opnar stofur). Gott
er að iðka kenninguna í þannig stof-
um, betra að skipta nemendum í
hópa, og auðveldara að fá alla til að
njóta sín. „Skólinn á að byggja upp
sjálfsmynd nemenda, en ekki brjóta
niður,“ segir hún. Allir nemendur eru
þjálfaðir í öllum greindunum, en síð-
an fá þeir sérstaklega að beita þeim
námsstíl sem hentar þeim best.
Fjölgreindakenningin rúmast því
vel innan nýrrar stefnu í hönnun
skólabygginga (opið rými), a.m.k. í
Reykjavík, og einnig fellur hún að
skólastefnunn þar:
Að allir nemendur njóti alhliða
menntunar við hæfi hvers og eins
og fái hvatningu til náms í sam-
ræmi við þroska sinn og áhuga,
samanber áherslur í grunnskóla-
lögum.
Að vinnudagur nemenda í skólun-
um skiptist með ákveðnum hætti í
bóklegt nám, verklega þjálfun, iðk-
un lista og tómstundastarf. (www.-
grunnskolar.is).
Finnst gaman að . . .
Greindirnar sem Gardner setti
fram verða að uppfylla mörg skilyrði,
menningarleg, söguleg, sálfræðileg
og lífeðlisleg. Í bók Armstrongs eru
þær skoðaðar frá ýmsum sjónarhól-
um, t.d. um hvernig á að kenna kenn-
inguna, hvernig hún nýtist sem
kennsluaðferð, við námskrárþróun,
stjórnun á bekk, námsmat, sér-
kennslu og til hönnunar skólastofu.
Einnig er hver greind skýrð mjög
vel. Hér verða þær nefndar út frá því
sem nemanda finnst gaman að gera:
1) Málgreind: finnst gaman að lesa,
skrifa, segja sögur, nota orðaleiki.
2) Rök- og stærðfræðigreind: finnst
gaman að gera tilraunir, spyrja
leysa rökgátur, reikna.
3) Rýmisgreind: hanna, teikna, sjá
fyrir sér, krota.
4) Hreyfigreind: dansa, hlaupa,
stökkva, byggja, snerta, nota
handahreyfingar til að tjá sig og
leggja áherslu á e-ð.
5) Tónlistargreind: finnst gaman að
syngja, blístra, raula, slá takt með
höndum og fótum, hlusta.
6) Samskiptagreind: hafa forustu,
skipuleggja, tengjast, ráðskast
með, miðla málum, taka þátt í sam-
kvæmum.
7) Sjálfsþekkingargreind: finnst
gaman að setja markmið, miðla
málum, dreyma, áætla, íhuga.
8) Umhverfisgreind: leika við gælu-
dýr, vinna í garðinum, rannsaka
náttúruna, rækta dýr, sýna um-
hyggju fyrir jörðinni.
9) Níunda greindin gæti orðið tilvist-
argreind, þegar búið verður að
skilgreina hana. Hún snýst um
umhyggju fyrir grundvallarmál-
efnum lífsins: að finnast t.d. gaman
að velta fyrir sér tilvist mannsins,
merkingu lífs og dauða, örlögum
og djúpstæðri andlegri reynslu.
Frá Binet til Gardners
Tuttugasta öldin var öld mál-
greindar og rök- og stærðfræði-
greindar í skólakerfinu, m.a. fyrir til-
stuðlan Alfreds Binets og
samstarfsmanna. Margt bendir til
þess að tuttugasta og fyrsta öldin
verði öld fjölgreinda. Kenning
Gardners og þróun hennar m.a. hjá
Thomas Armstrong hefur fallið í góð-
an jarðveg kennara, og fræðsluyfir-
valda. Kennsluaðferðin er skýrð í
umræddri bók, Fjölgreindir í skóla-
stofunni, og bent á leiðir fyrir uppal-
endur og kennara á öllum skólastig-
um til að nýta sér kenninguna.
Fjölgreindakenningin er fyrst og
fremst tæki eða verkfæri til að efla
nemendur í skólastofunni. Lokaorðin
hefur því Abraham Maslow sem
sagði: „Ef eina verkfærið sem þú átt
er hamar lítur allt í kringum þig út
eins og nagli.“
Fjölgreind/Til að styrkja sjálfsmynd nemenda hefur kenning Howards Gardners um
fjölgreind reynst vel. Gunnar Hersveinn kynnti sér nýþýdda bók um fjölgreindir í skóla-
stofunni og ræddi við skólafólk. Kennsluaðferðinni er vel tekið af kennurum.
Framundan
fjölgreindur
aldarbragur
Árið 1983 urðu mikilvæg tímamót í
sögu hugtaksins greindar.
Æ fleiri nota nú hugtakið í fleirtölu
og segja: Greindir.
Morgunblaðið/Kristinn
Thomas Armstrong kom hingað á skólamálaþingið Inn í nýja öld árið
1999 og hreif fjölmarga kennara með erindi um fjölgreindakenninguna.
Kyn: Kona
Aldur: 18 ára.
Spurning: Ég er búin að vera
þrjú ár í framhaldsskóla og á
þremur brautum. Ég er í vand-
ræðum með hvað ég vil verða,
en ég veit bara að ég vil læra
eitthvað skemmtilegt en þó
eitthvað sem er vel borgað.
Hvað get ég gert?
Svar: Ákvarðanir sem fólk
stendur frammi fyrir eru miserf-
iðar og krefjandi og hafa einnig
mismikil áhrif á framtíðina. Þeg-
ar staðið er frammi fyrir ákvörð-
un um náms- eða starfsval þarf
t.d. að taka mið af áhuga,
hvaða markmið maður setur
sér og að hvers konar námi er
stefnt (iðnnámi, starfsnámi,
háskólanámi). Einnig skiptir
mjög miklu máli að leita sér
upplýsinga og taka svo ákvörð-
un á grundvelli þeirra.
Það er á þér að heyra að þú
hafir vítt áhugasvið og sért opin
fyrir nýjum tækifærum. En það
getur einnig gert þér erfiðara að
velja og hafna og raða hlutum í
forgangsröð. Þú getur leitað til
námsráðgjafa í þínum skóla og
rætt við hann um framtíð-
aráform þín, jafnvel þótt þau
séu óljós á þessari stundu.
Leitaðu upplýsinga um nám
sem vekur athygli þína og
ræddu það við námsráðgjaf-
ann. Reyndu að gera þér ljóst
hvað skiptir þig máli og hvar þú
sérð sjálfa þig í framtíðinni – í
hvers konar starfi og á hvaða
starfsvettvangi. Kynntu þér
upplýsingar um nám og störf á
idan.is.
Í spurningu þinni nefnir þú
einnig atriði sem varða starfs-
gildi, þ.e.a.s: að hafa ánægju
af starfi sínu, hafa trygga af-
komu og samspil náms og
starfs. Þetta eru allt atriði sem
þarf að vega og meta þegar tek-
in er ákvörðun um framtíðina.
Hvað launin snertir er ráðlegt
að leita til launþegasamtaka og
fá uppgefna launataxta. Slíkar
upplýsingar er oft að finna á
netinu.
Þú stendur vissulega á tíma-
mótum og því er vert að staldra
við og vega og meta stöðuna.
Ræddu einnig við foreldra þína
og aðra þá sem þér finnst að
gegni áhugaverðum störfum.
Fáðu að vita hvernig þeir fóru
að því að taka ákvörðun á sín-
um tíma. Það er mikilvægt að
þekkja sjálfan sig, að hverju
hugurinn beinist og hvað maður
telur að gefi lífinu gildi. Oft er
þetta í raun ævilangt verkefni
og spurninga, eins og þeirra
sem þú spyrð, er oft spurt á lífs-
leiðinni.
Nám og störf
TENGLAR
.......................................
Svörin eru unnin úr www.idan.is
í samstarfi við nám í náms-
ráðgjöf við Háskóla Íslands
Starfsmenntaáætlun
18. janúar sl. rann út umsókn-
arfrestur í Leonardo da Vinci,
starfsmenntaáætlun Evrópusam-
bandsins. Alls
bárust 32 um-
sóknir, 27 í
mannaskipta-
verkefni og 5 tilraunaverkefni. Mat
á verkefnum verður kunngert í lok
febrúar og kemur þá í ljós hvaða
mannaskiptaverkefni hljóta styrk
að þessu sinni og hvaða tilrauna-
verkefni fá leyfi til að halda áfram
og senda inn lokaumsókn.
Ráðstefnuhald
Styrkumsóknir til ráðstefnuhalds
á sviði starfsþjálfunar þurfa að
uppfylla ákveðin skilyrði og rúmast
innan eftirfarandi ramma:
Að verkefnið sé í samræmi við
stefnu ESB.
Að það feli í sér evrópska vídd.
Að það sé skipulagt í samvinnu
við ESB.
Hámarksstyrkur er 50.000 evrur
og fer aldrei yfir 50% af heild-
arkostnaði. Valið verður úr um-
sóknum eftir 28. febrúar 2002 varð-
andi þá atburði sem eiga sér stað
frá maí til september 2002 og eftir
31. júlí 2002 varðandi þá atburði
sem eiga sér stað frá október 2002
til mars 2003.
Nánari upplýsingar og umsókn-
areyðublöð er að finna á vef Rann-
sóknaþjónustu Háskólans http://
www.rthj.hi.is
IST-verðlaunin
Leitað er eftir umsóknum um
Evrópsku IST-verðlaunin (The
European Information Society
Tecnologies
Prize 2002) sem
veitt verða í átt-
unda sinn á þessu
ári. Verðlaunin
eru veitt fyrir
nýja, auðselj-
anlega vöru byggða að miklu leyti á
upplýsingatækni. Frumgerð vör-
unnar skal liggja fyrir en ef um
fullgerða vöru er að ræða má hún
ekki hafa verið markaðssett fyrir 1.
júní 2000.
Tuttugu umsækjendur hljóta
verðlaun, 5.000 evrur hver. Úr
þeim hópi mun sérskipuð dómnefnd
velja þrjá vinningshafa sem hljóta í
verðlaun 200.000 evrur hver auk
verðlaunagrips.
Umsóknarfrestur er til 15 maí,
en umsóknareyðublöð og allar nán-
ari upplýsingar er að finna á http://
www.it-prize.org
Sókrates-áætlun
SÓKRATES/Comeníus styrki til
kennara, skólastjórnendur og
skólastofnanir.
Endur-
mennt-
unarnám-
skeið
kennara í e-u þátttökulandi
Sókratesar í 1–4 vikur.
Evrópsk samstarfsverkefni og
skólaþróunarverkefni leik-,
grunn- og framhaldsskóla.
Verkefni byggjast á 3 landa
samstarfi að lágmarki. Leit að
samstarfsaðila: http://
partbase.eupro.se/
Tungumálaverkefni er byggja á
nemendaskiptum hópa 14 ára og
eldri, tveggja vikna gagn-
kvæmar heimsóknir.
Tungumálakennarar í grunn- og
framhaldsskólum og í fullorð-
insfræðslustofnunum geta sótt
um að fá evrópska aðstoðar-
kennara frá e-u ESB-landi í 3–8
mánuði.
Umsóknarfrestur er til 1. mars.
Umsóknareyðublöð er að finna á
slóðinni: www.ask.hi.is/eydublod
Netföng: katei@hi.is og rz@hi.is
Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál