Morgunblaðið - 01.02.2002, Page 34

Morgunblaðið - 01.02.2002, Page 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ E gill Helgason virðist vera nýbúinn að fatta að þegar hann var ungur maður sætti hann þeirri stórhættulegu innrætingu að Halldór Laxness væri besti rit- höfundur á Íslandi fyrr og síðar og að löngu skáldsögurnar hans, eins og til dæmis Sjálfstætt fólk, væru bestu bækurnar hans – og kannski þar af leiðandi bestu bækur sem skrifaðar hafa verið á Íslandi. Agli Helgasyni brá svo mikið þegar hann uppgötvaði hvað hann hafði sætt þarna miklum andlegum misþyrmingum í æsku að hann sleppti sér í greinarkorni um að Halldór Laxness væri vondur rithöfundur. Sennilega hefur Egill ætlað með þessu að ná einhvers konar þerapíu fyrir sjálfan sig, og líka verið að reyna að koma höggi á þá sem voru vondir við hann þegar hann var lítill með því að segja honum að Halldór væri frábær rithöfundur og varla til betri bækur á íslensku en bækurnar hans. Af lestri þeirra greina sem Eg- ill hefur skrifað um Halldór og bækur hans núna í janúar (Silfur Egils á Strikinu þriðja janúar og níunda janúar) má eiginlega ráða tvennt: 1) Að Egill hafi lesið allar bækur Halldórs, fyrst fundist þær góðar, en svo skipt um skoð- un þegar hann varð eldri og (væntanlega) víðlesnari. 2) Að Egill sé spældur – já næstum því sár – yfir því að hafa í æsku verið gabbaður til að finnast Halldór Laxness góður rithöfundur. Ef Egill væri Bandaríkjamaður myndi hann sennilega fara í mál við einhvern. Kannski er þó furðulegast af öllu að svona persónulegar pæl- ingar manns úr blaðurmanna- stétt skuli vekja umræðu um pólitíska sannfæringu Halldórs Laxness og draga rétt eina ferð- ina fram þessa óumræðilega leið- inlegu kaldastríðsgeðshræringu sem enn virðist blunda með stórum hluta íslensku þjóð- arinnar, þrátt fyrir að kalda stríðinu hafi endanlega lokið 11. september síðastliðinn. Hvað þarf til, ef skelfilegir atburðir þess dags duga ekki til að menn átti sig á því að kalda stríðið er búið? Var Halldór Laxness góður rit- höfundur? Er Íslandsklukkan besta bókin hans? Var hann sannfærður kommúnisti? Eru Ís- lendingar af einhverjum ástæð- um blindaðir í aðdáun sinni á Halldóri – eða öllu heldur verk- um hans? Er kominn tími til að velta honum af stalli? Þótt þetta séu setningar með spurningarmerki aftan á, þá eru þetta í rauninni ekki spurningar. Mætti fremur kalla þetta um- ræðuefni. Spurning er eitthvað sem hefur svar – endanlegt. Um- ræðuefni er eitthvað sem er opið og verður ekki klárað (nema kannski með því að umræðend- urnir verði leiðir á efninu) og þess vegna rétt að reyna að forð- ast endanleg svör ef maður hætt- ir sér út í þessa umræðu. Er ekki rúm hálf öld síðan Halldór Laxness skrifaði Sjálf- stætt fólk? (Svo sú bók sé tekin sem dæmi um verk hans). Þessi stutti tími er bara öskotsstund í sögu íslenskra bókmennta. Þar af leiðir að það þarf ekki að vera til marks um neina blindu að Íslend- ingum finnist enn þá að bækur Halldórs séu það besta sem hafi verið skrifað í íslenskum skáld- skap. Þetta er jú alltaf spurning um samanburð og sjónarhorn: Kannski er það bara málið að miðað við Halldór finnst Íslend- ingum allir hinir slappir; að enn hafi ekki verið skrifuð íslensk skáldsaga sem stenst samjöfnuð við Sjálfstætt fólk. Þessi sam- anburður þarf þannig ekki að þýða að bækur Halldórs séu svona rosalega góðar í sjálfu sér – bara að allt annað sem hefur verið skrifað í íslenskum skáld- skap sé heldur lélegt. Halldór stendur upp úr, ekki vegna þess hvað hann er góður, heldur vegna þessa að hinir eru lágkúrulegir. Eiginlega mætti telja það stórundarlegt ef á þessum stutta tíma sem liðinn er síðan Halldór skrifaði bækur sínar hefði þegar komið fram jafnoki hans. Lík- legra er að það sé enn langt þangað til skýtur upp kollinum einhver íslenskur rithöfundur sem skrifar bækur sem jafnast á við bækur Halldórs. Það er bara í ævintýramyndum og auglýsingum sem stórkostleg- ar nýjungar og breytingar á ver- aldarsögunni verða með stuttu millibili. Raunveruleikinn er heldur langdregnari og hæg- gengari (að ekki sé nú minnst á leiðinlegri) og þar gerast ekki eiginlegir stórviðburðir nema kannski einu sinni á öld eða svo. Þetta á líka við um rauveruleika bókmenntasögunnar – hún tekur ekki risaskref nema örsjaldan, og það líður langur tími á milli. Þess vegna þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við að Íslendingar skuli enn hafa Halldór í háveg- um. Manni finnst hann einfald- lega enn þá sá eini sem hefur skrifað alvöru skáldsögur á ís- lensku síðan hérna um árið þegar Njála var skrifuð. Á þessu verður áreiðanlega einhverntíma breyt- ing, en það er örugglega mjög langt þangað til. Auðvitað eru flækjur í málinu, og sennilega sú helst, að jarðveg- urinn sem skáldsögur falla í núna er öðru vísi en jarðvegurinn var þegar Sjálfstætt fólk kom út. Breytingin í jarðveginum er lík- lega fyrst og fremst að núna er hann ekki eins frjósamur fyrir skáldsögur, vegna þess að hann þarf að veita næringu svo ótal mörgu öðru sem kallar á athygli manns og krefst tíma og vanga- veltna. Halldór Laxness mun áreið- anlega velta af stalli um síðir. En til að það megi verða þarf ein- hver að vera kominn fram sem fer nógu hátt til að geta velt hon- um. Það þýðir ekkert að vera með einhvern æsing og hávaða hérna niðri. Spæling Egils Halldór Laxness mun áreiðanlega velta af stalli um síðir. En til að það megi verða þarf einhver að vera kominn fram sem fer nógu hátt til að geta velt honum. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is SENNILEGA er nær öllum ljóst, núorðið, að sykur skemmir tennurn- ar. Svo mikið og víða hefur verið hamrað á því lengi. Ekki er jafn víst að öllum sé ljóst að það er ekki syk- urmagnið sem öllu skiptir þar, heldur það hve oft sykursins er neytt. Þetta hefur verið sýnt með sykurklukkun- um kunnu sem vegna plássleysis er ekki unnt að sýna hér. Nálgast má þær og greinina óstytta á veffanginu www.tannheilsa.is. „Stöðvum sýruárásir á tennurnar okkar“ Svo hljóma kunnugleg slagorð úr þekktri auglýsingu og skal tekið und- ir þau hér. En hvað þýðir þetta eig- inlega? Er það ekki sykur sem skemmir tennur? Það er nú svo, að þótt tennur séu burstaðar vandlega, vex fljótlega á þeim svonefnd tann- sýkla. Þetta er skán samsett úr millj- örðum sýkla og límefni er þeir fram- leiða úr sykri sem festir þá við tennurnar okkar. Þessir sýklar eru sníklar er vinna aðeins tjón en aldrei gagn. Ófögnuður þessi lifir á sykri af öllu tagi og vinnur úr honum lífsorku sína. Við þá vinnslu brjóta sýklarnir sykurinn niður í lífrænar sýrur. Þess- ar sýrur safnast fyrir og tannsýklan varnar því að munnvatnið skoli þeim burt. Sýrurnar leysa síðan tennurnar hreinlega upp. Tennurnar, sem ann- ars eru langharðasti vefur líkamans, verða linar eins og ostur og á þær koma holur, tannáta. Eftir hvern syk- urskammt varir slík árás um 30 mín- útur, lengur ef einhver seig sætindi sitja eftir á tönnunum. Til að tönn skemmist þarf semsé þrennt: Sykur, sýkla og tíma til skemmda. Fjarlægi eigandi tannar- innar annaðhvort sykurinn eða sýkl- ana, skemmist tönnin ekki – svo ein- falt er það. Tennur hafa þá sérstöðu meðal okkar ytri líkamsparta að þær skemmast ef þær eru ekki þrifnar. Önnur sérstaða tann- anna gerir þetta sér- lega bagalegt, þær gróa nefnilega ekki sára sinna sjálfar eins og aðrir lifandi vefir lík- amans. Tannlæknar heyra oft þau sem í stólinn koma tala um að þau séu með svo „ónýtar“ tennur. Vissulega hafa einstaklingarnir mis- sterkar varnir fyrir áð- urnefndum sýruárás- um og þar með tannátu. Það breytir samt ekki því að ef hvorki er syk- urinn né sýkillinn þá skemmast tennurnar ekki – það er al- veg ljóst. Því er alltaf hægt að hindra myndun tannátu með bættri munn- hirðu og breyttu mataræði. Hollráð til varnar sýruárásum 1. Burstið tennurnar allar vel a.m.k. kvölds og morgna. Helst með flú- ortannkremi en flúor gerir tenn- urnar þolnari gegn sýruárásum. 2. Notið tannþráð á hverju kvöldi. Besta tannburstun hreinsar að- eins 3 fleti hverrar tannar af 5. Þeir 2 fletir sem snúa að næstu tönn eru óaðgengilegir öðrum tannhreinsitólum en tannþræði. Algengt er að tannáta hefjist þar. 3. Haldið sykurneyslu í lágmarki og munið að jafn mikið situr eftir á tönnunum hvort sem sætindabitinn var stór eða smár. Sú stefna að takmarka sætindaát við ákveðna „nammi- daga“ er ákaflega tannvæn. 4. Látið athuga tenn- urnar reglulega hjá tannlækni. Eftirlit á 6–12 mánaða fresti dugar fyrir flesta. Tannlæknirinn sér í skjótri svipan hvern- ig ástand er á þinni sykurklukku. 5. Notið „tannhreinsityggjó“. Það er ágætlega til þess fallið að verja tennurnar sýruárásum í amstri dagsins. Gagnsemi þess er einkum af tvennu; það inniheldur, í stað sykurs, dísæta sykuralkóhóla sem beinlínis eyða sýru. Einnig örvar það munnvatnsrennslið og hreyf- ingu munnvatnsins um tennurnar, en munnvatn inniheldur öflug sýrueyðandi efni. Börnin Börn okkar eiga gott eitt skilið. Burstum því sjálf tennur þeirra á hverju kvöldi a.m.k. fram til 8 ára aldurs, en höfum hönd í bagga eftir það. Þótt þau maldi í móinn, sum hver, er leikur einn að ná samvinnu þeirra með ákveðni og lagni. Þau sætta sig öll við það að tannburstun verði hluti af því ferli að koma sér í háttinn, rétt eins og hver annar þvottur. Fá verk skila meiri árangri en slík tannburstun miðað við þá vinnu er þarf til. Enda mun fullsann- að að: „hreinar tennur skemmast ekki“. Hefurðu látið kíkja á sykurklukkuna nýlega? Gunnar Rósarsson Tannvernd Ef hvorki er sykurinn né sýkillinn, segir Gunnar Rósarsson, þá skemmast tennurnar ekki. Höfundur er tannlæknir í Reykjavík. GREIN Aðalheiðar Ingu Þorsteinsdóttur, sem birt var í viðhorfs- dálki Morgunblaðsins laugardaginn 26. jan- úar sl. vakti athygli mína. Greinarhöfundur tal- ar mjög ákveðið með aðskilnaði ríkis og kirkju og vísar í Gall- up-könnun máli sínu til stuðnings. Um það mál eru vissulega skiptar skoðanir, en þó trúi ég, að mikill meirihluti sé fyrir ríkjandi fyrir- komulagi. Reyndar hafa téðar skoðana- kannanir ekki komið vel út fyrir fylgjendur ríkjandi þjóðkirkjufyrir- komulags, en ég er sannfærður um, að þegar almenningur í landinu hef- ur fengið greinargóðar skýringar á því hvað það þýðir í smáu sem stóru að skilja algerlega milli ríkis og kirkju verði mikill meirihluti fyrir ríkjandi fyrirkomulagi. Aðalheiður Inga nefndi t.d. helgidagalöggjöfina, sem fylgifisk kirkjunn- ar, og hljóti því að falla niður ef af aðskilnaði verði. Heldur hún virkilega að í þjóðarat- kvæðagreiðslu velji þjóðin að strika út alla „rauða daga“ úr daga- talinu. Hættir þjóðin þá að halda jól og páska? Aðalheiður Inga er leið yfir samþykkt landsfundar Sjálfstæð- isflokksins um gildi kristinnar trúar og bætir við, að þetta hljóti að „eldast“ af flokknum, því unga fólkið hafi aðrar meiningar, sbr. samþykktir ungra flokksmanna. Ég aftur á móti trúi því, að margt af þessu hæfileikaríka og gáfaða unga fólki komist að sömu niður- stöðu og „gamla fólkið í flokknum“ þegar það sjálft eldist og þroskast. Aðalheiður Inga talar af virðingu um trúfrelsi og jafnrétti, en um leið fullyrðir hún, að boðskapur kristinn- ar kirkju (sem 90% þjóðarinnar að- hyllist) sé hindurvitni (þ.e. bábyljur, kerlingabækur, sbr. íslenska Orða- bók Máls og menningar). Þetta við- horf hennar hryggði mig mjög mikið. Ég fullyrði að öll meginstef í kenn- ingu og boðskap kristinnar kirkju standist gagnrýna „upplýsta“ hugs- un. Ekki hefur verið hrakið með neinum haldbærum rökum að Jesús Kristur hafi verið til. Fólk hefur reynt að vefengja mannkynssöguna í þessu sambandi, en ekki með sann- færandi hætti. Ekki hefur heldur verið hægt að vefengja boðskap Jesú Krists, sem svo sannarlega hefur staðist tímans tönn og borið ávöxt í samfélagi þjóðanna. Á Íslandi hefur kristin trú verið leiðarljós landsmanna í 1000 ár. Yfir þetta verður ekki strikað með einu pennastriki. Ég lít svo á að aldrei hafi þátttaka í kirkjulegu starfi verið eins mikil og einmitt um þessar mundir. Ég lét gera talningu í 10 kirkjun prófasts- dæmisins (Reykjavíkurprófstsdæm- is vestra) eina viku í nóvember sl. Talið var allt það fók sem kom til kirkjunnar í fjölbreyttu safnaðar- starfi. Þessi talning sýndi, að um 12.000 manns sótti kirkjur þessa um- ræddu daga. Ef þessi talning hefði verið gerð í desember væri hagt að margfalda töluna. Í Hallgrímskirkju var t.d. talið í 39 athöfnum og tón- leikum sem fram fóru í desember og niðurstaðan var 18.500 manns. Við eigum að virða trúfrelsi og taka þátt í fjölmenningarlegu sam- félagi þjóðanna, en þar með er ekki sagt að við verðum að kasta siðnum í landinu. Þvert á móti eigum við að efla fræðslu í kristinni trú og sið- fræði á heimilum, í skólanum og í kirkjum landsins. Besti grundvöllur til að standa á til að meta önnur trúarbrögð og viðhorf er að kunna skil á því sem við höfum byggt á í 1000 ár. Menningarsaga þjóðarinnar er samofin trúararfinum. Sumir telja að hlutleysi í þessum efnum sé best, þannig að börnin velji sjálf þegar þau hafa aldur til. Hlutleysi á þess- um nótum er líka innræting, gefur þau skilaboð, að trúin skipti ekki máli. Það er von mín, að viðhorf Aðal- heiðar Ingu í téðri blaðagrein verði aldrei í meirihluta á Íslandi. Boðar kirkjan hindurvitni? Jón Dalbú Hróbjartsson Kristni Á Íslandi, segir Jón Dalbú Hróbjarts- son, hefur kristin trú verið leiðarljós lands- manna í 1000 ár. Höfundur er prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, prestur í Hallgrímskirkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.