Morgunblaðið - 01.02.2002, Side 35

Morgunblaðið - 01.02.2002, Side 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 35 VESTURBYGGÐ fékk á sínum tíma út- hlutað byggðakvóta samkvæmt lögum nr. 1 13.1. 1999. Fyrir bæjar- stjórn voru á sínum tíma lögð fram gögn um stofnun á nýju hluta- félagi um kaup og rekstur á hraðfrystihúsi á Bíldudal. Fram kem- ur í þessum gögnum sem unnin eru af fyrir- tækinu Markviss ehf. fyrir Þórð Jónsson ehf. með stuðningi frá Odd- þóri ehf. og Byggða- stofnun. Ætlaði Oddþór ehf. að stofna nýtt fyr- irtæki með Þórði Jónssyni ehf. um fiskverkun og var þar rætt um að lyk- ilforsenda að stofnun þessa fyrirtæk- is gæti orðið, væri sú að byggðakvót- anum yrði ráðstafað í heild sinni til félagsins. En ekkert varð samt af þeim áformum og mun Oddþór ehf. ekkert hafa komið nálægt þessu máli síðan. Jón Þórðarson hélt hins vegar áfram og dreifði röngum gögnum og tilbúnum upplýsingum til Byggða- stofnunar o.fl. aðila á árinu 1999. Jón Þórðarson segir í þessum upplýsing- um sínum að fyrirtæki sitt hafi verið að vinna um 1.000 tonn af þorski í salt á ári en geri ráð fyrir að vinna um 3.300 tonn á fyrsta ári en síðan að jafnaði 3.600 tonn. Allt þetta gæti hann gert ef hann hefði yfir byggða- kvótanum að ráða. Jón segir í Auðlindinni á Rás 1 í gær að á sl. ári hafi félagið unnið 1.400 tonn og stefni á 1.800 tonn á árinu 2002. Áður hafi fyrirtæki sitt verið að vinna 500–600 tonn á ári. Þetta séu marfeldisáhrifin af byggða- kvótanum. Ekki er nú samræmi í þessum upp- lýsingum og þeim sem Jón sendi frá sér 1999. Jón segir líka í áðurnefnum upplýs- ingum frá 1999: „Gert er ráð fyrir að félagið ráðstafi byggðakvótanum þannig að útgerðum á Bíldudal og ut- anaðkomandi aðilum verði boðinn aukakvóti í réttu hlutfalli við kvóta- eign þeirra. Samið verði við hvern og einn um marfeldisáhrif kvótans. Á grundvelli þessara upplýsinga lét Byggðastofnun kvótann á skipið Bjarma BA-326 frá Tálknafirði kvótaárið 1999/2000 og aftur kvótaárið 2000/ 2001. En á því kvótaári sprakk samstarf Þ.J. ehf. og útgerðar Bjarma BA og landaði hann ekki nema hluta af kvótanum á Bíldudal og margfeldisáhrif urðu engin. Því sem eftir var af byggðakvótanum landaði Bjarmi BA hjá aðila sem verkaði fisk- inn fyrir hann í flug. Þegar nýtt kvótaár kom 2001/1002 kom enginn byggðakvóti nema Bjarmi BA skilaði til baka þorskkvóta sem hann hafði ekki veitt af byggðakvótanum, 35 tonnum, og voru margfeldisáhrif af viðskiptum við Bjarma BA því kvóta- árið 2000/2001 engin. Það litla sem hefur verið unnið í vinnslunni hjá Þ.J. ehf. er afli af bát félagsins, Höfrungi BA-60, en hann landaði í sept./okt. 55 tonnum. En það skip hefur 90 tonna þorskkvóta. Viðskiptabátar lönduðu hjá verkuninni samtals 70 tonnum af þorski og lét Þ.J. kvóta á bátana sem nam 54 tonnum þannig að margfeld- isáhrifin voru 1,29 en ekki 16,5 eins og fullyrt var 1999. Byggðakvótinn kom svo á Höfrung BA-60 sem þá hafði leigt frá sér allar heimildir. En dökku hliðar þessa máls eru þær að Þórður Jónsson ehf. hefur frá 1. september leigt frá sér af byggða- kvótanum 71 tonn af þorski til óskyldra aðila sem aldrei hafa landað hjá honum og munu aldrei gera. Þeir einfaldlega leiguðu kvótann og greiddu með peningum. Bæjarfulltrúar í Vesturbyggð fóru að sjálfsögðu að hafa áhyggjur af at- vinnuástandi á Bíldudal og vandræð- um sem virtust vera komin upp með byggðakvótann og þess vegna leggur Þuríður Ingimundardóttir, bæjar- fulltrúi sjálfstæðismanna, fram eftir- farandi fyrirspurnir á fundi 31. októ- ber 2001: (átti við kvótárið 2000/ 2001.) 1. Hvaða bátur eða bátar veiddu byggðakvótann. 2. Hvar var aflanum landað. 3. Hvernig skiptust hafnar- gjöld á milli hafna? 4. Hver hafa verið marfeldisáhrifin af byggðakvótanum fyrir byggðarlagið? 5. Veiddist allur byggðakvótinn? Á fundi 14.11. 2001 fengust engin svör, að sögn Þuríðar, og voru þá þessar sömu spurningar sendar Byggðastofnun en engar upplýsingar hafa komið þaðan. Þessar upplýsing- ar Þuríðar Ingimundardóttur stað- festir svo Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri í viðtali á Stöð 2 á þriðju- dagskvöld. Kolbrún Pálsdóttir, bæj- arfulltrúi Vesturbyggðarlistans, seg- ir í ágætri grein á vefnum patreksfjörður.is hinn 9.1. að bæjar- stjórn Vesturbyggðar hafi aldrei af- salað sér byggðakvótanum. Hún seg- ir: „Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti samhljóða á bæjarstjórn- arfundi þann 6. október 1999 ákveðnar tillögur um meðferð byggðakvótans og sendi Byggða- stofnun.“ Hún segir ennfremur: „Að mati Byggðastofnunar var afskiptum bæjarstjórnar Vesturbyggðar þar með lokið og hún ekki talin aðili að þessu máli lengur og hefur ekki verið síðan, þar sem Byggðastofnun féllst ekki á tillögur bæjarstjórnar.“ Jón Þórðarson staðfestir þetta síð- an í áðurnefndu viðtali á Rás 1. Vest- urbyggð sé ekki og hafi aldrei verið aðili að þessu máli heldur sé þetta samningur á milli Þórðar Jónssonar ehf., Atvinnuþróunarfélagsins og Byggðastofnunar, öðrum komi þetta ekkert við. En Jón segir einnig í viðtalinu að á öllum þeim fundum þar sem bæjar- stjórn hafi fjallað um byggðakvóta hafi hann vikið af fundi. En hvers vegna? Af hverju er hann að fara af fundi vegna þessa? Bar honum ekki skylda til að upplýsa hina bæjarfull- trúana um að þeim kæmi málið ekk- ert við og það ætti þess vegna ekki að vera á dagskrá bæjarstjórnar. Staðreynd málsins er hins vegar sú að lögin um byggðakvóta eru skýr og hvorki Jón Þórðarson, Atvinnuþróun- arfélag Vestfjarða né Byggðastofnun getur breytt því. Það er einungis Al- þingi sem getur breytt lögunum. En eftir stendur í lögunum að byggðakvóta skal úthlutað í samráði við viðkomandi bæjarstjórn og þau lög hafa verið brotin. Byggðakvóti í Vesturbyggð Jakob Kristinsson Fiskveiðistefna Lögin um byggðakvóta eru skýr, segir Jakob Kristinsson. Það er ein- ungis Alþingi sem getur breytt lögunum. Höfundur er yfirvélstjóri á Sigurbjörgu Þorsteins BA-65. EVRÓPUMÓTIÐ í handbolta hefur verið ótrúlega skemmtilegt. Frammistaða okkar manna einstök og Ríkisútvarpið hefur enn einu sinni sameinað þjóðina fyrir fram- an sjónvarpstækin og stuðningi við okkar menn með beinum útsend- ingum frá leikunum. RÚV sannar ótvírætt gildi sitt sem þjóðareign í þágu alls almennings á Íslandi. Þannig á það líka að vera. Ómet- anlegt er að sjónvarpsstöð, sem rekin er í almannaþágu geti veitt öllum landsmönnum jafnan aðgang að helztu viðburðum í opinni dag- skrá gegn vægu afnotagjaldi. Mikil óvissa ríkir hins vegar um sjónvarpssendingar RÚV frá öðr- um alþjóðlegum stórviðburði á sviði íþróttanna sem er á næsta leiti, þ.e. heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu. Samningsstaða RÚV gagn- vart hinum erlendu heildsölum, sem selja sjónvarpsstöðum aðgang að mótinu er mjög erfið. Ástæðan er sú, að verðlagning á sýningar- rétti HM í knattspyrnu eins og öðr- um helztu íþróttaviðburðum á heimsmælikvarða hefur rokið upp úr öllu valdi á síðustu árum. Til- kostnaður Sjónvarpsins vegna sýn- inga frá HM í Frakklandi 1998 nam rúmum 20 milljónum króna, en miðað við verðhugmyndir hins er- lenda dreifingaraðila myndi sú tala hækka í rúmar 40 milljónir vegna HM 2002, eða um 100% á fjórum árum. Þetta er dæmi, sem RÚV ræður ekki við eins og leikar standa nú. Stjórnendur Ríkisútvarpsins hafa vissulega af þessu þungar áhyggjur. Við viljum standa vörð um þá meginreglu, að allir Íslend- ingar eigi tilkall til þess að geta fylgzt með slíkum stórviðburðum í opinni dagskrá og án þess að borga sérstaklega fyrir það. Þetta er ein- mitt ein af mörgum veigamiklum forsendum fyrir tilvist fjölmiðils í almannaþágu eins og Ríkisútvarpið er. Af fjárhagsástæðum verður Rík- isútvarpið nú að beita meira að- haldi við forgangsröðun verkefna en nokkru sinni fyrr. Á sviði íþróttanna er lögð áherzla á að gera keppni og mótum innanlands sem bezt skil og fylgjast með okkar fólki á erlendum vettvangi eftir því sem frekast er unnt. Í mörg horn er að líta við innbyrðis skiptingu fjármuna hjá stofuninni og hafa íþróttir fengið drjúgan skerf af kökunni, svo vel útilátinn á stund- um að mörgum þykir nóg um. Helgast það fyrst og fremst af því að verðlagning á sýningarrétti frá heimsviðburðunum hefur hækkað svo gríðarlega á nokkrum árum. Niðurskurður í rekstri Ríkisútvarps- ins er ekki allur sýni- legur almenningi. Mjög hefur verið þrengt að ýmsum rekstrarþáttum innan fyrirtækisins, sem fyrst og fremst bitnar á starfsmönnum og starfsumhverfi þeirra. En verði samdráttur- inn sýnilegur og heyr- anlegur með skerð- ingu á dagskránni láta viðbrögðin úti í þjóðfélaginu ekki á sér standa. Þannig þarf ekki mikið til að málin séu komin í utandagskrár- umræðu eða fyrirspurnatíma á Al- þingi. Tvívegis hefur verið efnt til slíkra umræðna um aðhald hjá Rík- isútvarpinu að undanförnu, annars vegar í tilefni sparnaðaraðgerða hjá svæðisútvarpsstöðvum RÚV og hins vegar vegna óvissunnar um út- sendingar frá HM í knattspyrnu í sumar. Því má bæta við, að nið- urfelling á stuttbylgjusendingum í sparnaðarskyni, í kjölfar þess að RÚV hefur eflt fréttadreifingu á Netinu, kallaði sömuleiðis á hörð viðbrögð og áskoranir frá félaga- samtökum, skipaútgerðum og þing- mönnum um að ekkert skyldi til sparað við stuttbylgjusendingar. Þessi viðbrögð við sparnaði hjá Ríkisútvarpinu minna helzt á um- fjöllun um niðurskurð og skerta þjónustu í heilbrigðiskerfinu og sjúkrahúsrekstri, sem kemur vita- skuld mjög illa við marga og ósjald- an berst með svipuðum hætti inn í umræður utan dagskrár á Alþingi. Nú hafa alþingismenn svo sem haft ótal tækifæri til að fara ofan í saumana á rekstri RÚV. Við fulltrúar Ríkisútvarpsins áttum miklum skilningi og samúð að mæta hjá fulltrúum í menntamála- nefnd og fjárlaga- nefnd, þegar við fund- uðum með þeim vegna gerðar fjárlaga á sl. hausti. En þrátt fyrir 7% hækkun á afnota- gjöldum um síðustu áramót, sem hefur reyndar verið aftur- kölluð nú, er hallinn á rekstri Ríkisútvarpsins áætlaður 147 milljónir í fjárlögum 2002. Og vissulega er ekki á það bætandi. Alþingismenn hafa getað haft aðgang að skýrslu fulltrúa menntamálaráðuneyt- is, fjármálaráðuneytis og Ríkisend- urskoðunar frá sl. hausti um fjár- hagsstöðu RÚV. Þar er beinlínis lagt til að Ríkisútvarpið verði ekki lengur látið greiða rekstrarframlag til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem verður meira en 100 millj. króna á þessu ári. Þá er einnig vak- in athygli á þeirri óviðráðanlegu byrði, sem auknar lífeyrisskuld- bindingar valda Ríkisútvarpinu. Árið 1994 skuldbatt fjármálaráðu- neytið Ríkisútvarpið til að taka á sig þessar auknu byrðar, sem hafa í för með sér rúmlega 300 millj. króna viðbótarútgjöld á hverju ári. Engar ráðstafanir voru gerðar á móti til að tryggja Ríkisútvarpinu skilyrði til að standa undir þessu. Vert er að minna alþingismenn á þessi atriði. Það er tímabært að þau komist á hina eiginlegu dag- skrá þingsins og hljóti viðunandi afgreiðslu með það fyrir augum að treysta fjárhagsstöðu RÚV eins og eðlilegt og nauðsynlegt er. Þá yrðu RÚV-uppákomur í þingsölum, eins utandagskrárumræður um HM í knattspyrnu og sparnað í rekstri svæðisstöðva, með öllu óþarfar. RÚV hittir enn í mark úr erfiðri stöðu Markús Örn Antonsson Ríkisútvarpið Við viljum standa vörð um þá meginreglu, segir Markús Örn Antonsson, að allir Íslendingar eigi tilkall til þess að geta fylgzt með slíkum stór- viðburðum í opinni dag- skrá og án þess að borga sérstaklega fyrir það. Höfundur er útvarpsstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.