Morgunblaðið - 01.02.2002, Síða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 39
bræðrabörn. Um 1950 sendu þau
Soffíu, dóttur sína, í sveit til foreldra
minna í Bræðratungu. Við vorum
jafngömul og urðum nokkurs konar
uppeldissystkin því hún var hjá okk-
ur í nokkur sumur. Var það upphafið
að kynnum okkar Gríms sem urðu
meiri þegar árin liðu enda höfðum
við svipaðar lífsskoðanir og lífsvið-
horf. Hann var líka allra manna
skemmtilegastur í viðkynningu, vel
lesinn og gamansamur og laus við
alla dómhörku um menn og málefni.
Tók hann lítinn þátt í deilum um trú-
arefni en í skoðunum mun hann hafa
fylgt sr. Arngrími Jónssyni sem var
kjörinn prestur í Háteigsprestakalli
um svipað leyti og Grímur flutti til
Reykjavíkur.
Í grískri menningu eru tvö hugtök
sem mikið eru notuð en þau eru: kal-
os-kagaþos (fagur og góður). Grímur
vitnaði stundum til þessara orða og
má nota þau þegar hann er kvaddur
hinstu kveðju því hann var hið mesta
glæsimenni og góðmenni sem ekki
mátti aumt sjá. Ekki er svo að skilja
að hann hafi verið gallalaus frekar
en aðrir dauðlegir menn og má
kannski segja um hann það sama og
Fornólfur orti um Stefán Jónsson
Skálholtsbiskup: Vinur falslaus var
hann guðs og veraldarmaður um
leið. Má segja að það sé einkenni
þeirra manna sem eitthvað er
spunnið í.
Séra Grímur lifði óvenju fjöl-
breyttu lífi. Hann var íþróttamaður,
skrifstofumaður ágætur, bóndi og
prestur og síðast vinsæll sóknar-
prestur í Reykjavík. Hann naut
góðrar heilsu allt til þangað til í sum-
ar og hélt glaðlyndi sínu og gam-
ansemi svo lengi sem ég þekkti til en
við töluðum síðst saman nú í sumar.
Við Elísabet sendum Guðrúnu og af-
komendum þeirra samúðarkveðjur
og þökkum samverustundirnar sem
allar voru ánægjulegar.
Páll Skúlason.
Hinsta kveðja til séra Gríms
Grímssonar, góðs starfsbróður, eftir
langt samstarf og vináttu. Innileg
samúðarkveðja frá okkur Sólveigu
til frú Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur
og allrar fjölskyldunnar:
Að koma’ og fara – fljótur tími’ er liðinn,
er ferðalokum náð var hér – að deyja.
Þá sorgin kom, en þraut við skulum þreyja,
og þann veg hlaustu Drottins ljúfa friðinn.
Það huggun er í trú og von að vaka,
er vegsummerki jarðlífs fara’ að dofna.
Og svo kom stundin síðast til að sofna,
að síðan mætti eilífð við þér taka.
Skýrt köllun fékkstu kristna trú að gefa,
þann kærleik Guðs sem ætíð varir mestur.
Af langri reynslu reynist mönnum bestur
í raun og ótta, dauða sorg og efa.
Kæri bróðir! Sæll nú vinur vertu,
þér viljum samstarf þakka allt af hjarta.
Þín vitjar fremsta fyrirheitið bjarta,
með fararblessun kvaddur héðan ertu.
Pétur Sigurgeirsson.
Þegar okkur berst sú fregn, að
séra Grímur Grímsson sé látinn í
hárri elli, rifjast upp kynnin af hon-
um og samstarf við hann á starfs-
vettvangi hans innan Þjóðkirkjunn-
ar. Séra Grímur hafði áður en hann
nam guðfræði og tók við prestsskap
lokið verslunarnámi í Danmörku og
stundað ýmis störf á því sviði.
Prestsþjónustuferill hans minnir
okkur á þá miklu breytingu sem
varð í kirkjulífi þjóðarinnar samfara
búseturöskuninni á síðari hluta síð-
ustu aldar. Hann sat síðastur presta
í Sauðlauksdal og þjónaði seinna í
hinu nýja Ásprestakalli í Reykjavík.
Í þessu kom í ljós að séra Grímur
var maður sem sannarlega reyndist
fær um að bregðast við breyttum að-
stæðum, enda var hann maður, sem
alla tíð brást við samtíð sinni opnum
huga og af áhuga.
Þegar ég hóf prestsskap var séra
Grímur formaður Prestafélags Ís-
lands. Við kynntumst honum því
strax ungu prestarnir á þeim tíma
og okkur reyndist hann hvetjandi og
skilningsríkur á kjör okkar og að-
stæður. Seinna sat ég sjálfur í stjórn
prestafélagsins og gegndi þessari
sömu formennsku um skeið. Þá varð
ég þess var hvað séra Grímur fylgd-
ist af miklum áhuga með málefnum
stéttarinnar. Gott var að leita ráða
hjá honum því að ekki virtist áhug-
inn dvína með árunum. Þetta veit ég
að fleiri hafa reynt á þessum vett-
vangi, enda hefur núverandi formað-
ur prestafélagsins, séra Jón Helgi
Þórarinsson, beðið mig að geta um
kveðju sína og stjórnar presta-
félagsins til fjölskyldu séra Gríms á
þessum tímamótum og tjá þakkir
stéttarinnar fyrir dýrmætt framlag
hans. Séra Grímur var í mörgu eft-
irminnilegur maður þeim sem hon-
um kynntust. Hann var í senn fyr-
irmannlegur og prúðmannlegur í
framkomu. Allir hlutu að taka eftir
nærveru hans á mannfundum. Á
góðri stund var hann hrókur alls
fagnaðar. Í erfiðleikum var hann úr-
ræðagóður og yfirvegaður. Embætti
sín rækti hann af skyldurækni.
Margir kölluðu hann raunar glæsi-
menni. Í störfum sínum naut hann
mikils styrks af sinni ágætu konu,
sem alla tíð lagði sig fram á hinum
kirkjulega vettvangi. Að leiðarlok-
um minnist ég hans í senn með virð-
ingu og þökk. Ekki er langt síðan
fundum okkar bar saman hér í Skál-
holti og fann ég þá að hann var sjálf-
um sér líkur, vel að sér um gang
mála í kirkjulífinu og hafði enn sínar
skoðanir á því hvernig mætti bæta
og breyta. Mest um vert var þó að
finna enn þá persónulegu hlýju, sem
einkennt hafði framkomu hans við
mig og mína alla tíð. Góðum Guði sé
hann nú falinn í traustri von á þau
fyrirheit eilífs lífs sem við eigum fyr-
ir upprisu Jesú Krists. Guð blessi
svo minningu hans að í hana sæki
fjölskylda hans og eftirkomendur
styrk og uppbyggingu á komandi
tíð.
Sigurður Sigurðarson,
Skálholti.
Kveðja frá Ásprestakalli
Ásprestakall var stofnað haustið
1963 og fyrsti sóknarprestur þess
var séra Grímur Grímsson, sem var
skipaður í embættið frá 1. janúar
1964, en hann hafði áður þjónað sem
sóknarprestur í Sauðlauksdal í
Barðastrandarsýslu. Þegar
Ásprestakall var stofnað var engin
kirkja fyrir prestakallið en fyrstu
árin voru guðsþjónustur þess haldn-
ar í Laugarásbíói og í Laugarnes-
kirkju og síðar fluttust þær að Norð-
urbrún 1. Séra Grímur varð vinsæll
prestur, jafnt innan sóknarinnar
sem utan hennar. Öflugu safnaðar-
starfi var haldið á lofti undir merkj-
um hans og átti hans góða kona, frú
Guðrún S. Jónsdóttir, ekki síst þátt í
því.
Séra Grímur beitti sér mjög fyrir
byggingu Áskirkju með stuðningi
sóknarnefndarinnar og með Kven-
félag Ásprestakalls og Bræðrafélag
sóknarinnar að bakhjarli, en þessi
félög sameinuðust í eitt félag, Safn-
aðarfélag Ásprestakalls, og fyrsti
formaður þess var áðurnefnd eigin-
kona séra Gríms, frú Guðrún. Eftir
hefðbundinn undirbúning bygginga-
framkvæmda kom svo að því, að
hann tók fyrstu skóflustungu að
grunni Áskirkju 16. september 1971,
en hún var svo vígð 11. desember
1983, þremur árum eftir að séra
Grímur lét af embætti sóknarprests.
Hér skal hans minnst með alúðar-
þökk af þeim sem áttu samstarf við
hann í kirkjunni fyrir störf hans í
þágu sóknarinnar, fyrr og síðar.
Sóknarbörn hans mörg minnast
hans nú með hlýhug og virðingu og
er þakklæti efst í huga. Eftirlifandi
eiginkonu hans, börnum þeirra og
fjölskyldum eru hér færðar innileg-
ar samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu séra Gríms Grímssonar.
Birgir Arnar, formaður
sóknarnefndar.
Félagar og organisti Kirkjukórs
Ásprestakalls á árunum 1965 til
1980 minnast séra Gríms Grímsson-
ar með virðingu og þökk.
Minningar frá þeim árum eru lit-
ríkar og hugljúfar. Kirkjukór var
stofnaður í nýju kirkjulausu presta-
kalli. Mikið starf beið sóknarprests
og allra þeirra sem unnu að safn-
aðarstarfi. Guðsþjónustur fóru fram
við ólíkar aðstæður í Laugarnes-
kirkju, á Hrafnistu, í Laugarásbíói, á
Kleppsspítala og á Norðurbrún 1.
Kirkjudagar bræðrafélags og
kvenfélags voru haldnir í Langholts-
kirkju.
Við gleymum seint því ötula fólki
sem stóð að verki við fjáröflun og
uppbyggingu kirkjunnar. Þar voru
meðal annarra séra Grímur og Guð-
rún kona hans fremst í flokki. Óbil-
andi áhugi þeirra hjóna var einstak-
ur, þau hrifu okkur hin með sér.
Safnaðarferðir voru farnar árlega.
Minnisstæðust er ferðin vestur í
fyrrum prestakall séra Gríms. Þar
voru þau hjón á heimavelli, þekktu
allt og alla. Vinsældir þeirra leyndu
sér ekki. Messan í gömlu kirkjunni í
Sauðlauksdal og frásögn þeirra af
fyrri högum gleymist ekki.
Á hátíðastundum buðu þau hjón
okkur til fagnaðar á fallegu heimili
sínu þar sem hlýjan, gleðin og gest-
risnin ríktu.
Við kveðjum séra Grím með þakk-
læti í huga og biðjum Guð að blessa
minningu hans.
Guðrúnu, okkar góðu vinkonu, og
fjölskyldu sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
F.h. kórfélaga og organista
Bryndís Steinþórsdóttir,
Petrína Steindórsdóttir.
Einn af öðrum kveðja vinir og
samferðamenn og hverfa undir torf-
una grænu. Kvatt hefur sr. Grímur
Grímsson. Það vantaði aðeins þrjá
mánuði á níræðisafmæli hans. Ég sé
hann fyrir mér segja með leiftrandi
glettnissvip: „Það var nú kominn
tími til.“ – Það var kominn tími til,
vegna þess að heilsan var þorrin síð-
ustu mánuðina.
Ég kynntist séra Grími fyrir rúm-
um fimmtíu árum, er við vorum í
guðfræðideild Háskólans. Hann var
elstur í hópnum, skarpur námsmað-
ur og skemmtilegur félagi. Við urð-
um strax góðir félagar og hélt það
alla tíð. Er ég flutti með fjölskyldu
mína til Patreksfjarðar í ársbyrjun
1956 og tók þar við embætti, var
séra Grímur búinn að vera tæp tvö
ár í Sauðlauksdal. Gott var að hitta
góðan vin og kynnast hans ágætu
fjölskyldu. Hófum við margskonar
samvinnu, bæði við kirkjustarfið og
búskapinn, en séra Grímur var að
koma sér upp góðu búi og bæta bæði
jörð og hús. Vegakerfi á svæðinu var
í mjög bágu ástandi og gerðust mörg
ævintýr á ferðum til kirkjulegra at-
hafna. Við gerðum einnig ákveðna
tilraun til að feta í fótspor sr. Björns
Halldórssonar hvað varðaði kart-
öflurækt í Sauðlauksdal, í félagi við
héraðslækni. Varð sú tilraun allfræg
innanhéraðs...
Gott er að láta hugann reika og
minnast liðinna samverustunda og á
síðustu árum samstarfið í félagi
fyrrverandi sóknarpresta, sem send-
ir hér samúðarkveðjur og þakkar
gott starf og ljúft samfélag séra
Gríms í þeim síunga hópi.
Við hjónin flytjum frú Guðrúnu og
fjölskyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur með þökk fyrir
trausta vináttu í hálfa öld.
Tómas Guðmundsson.
Nú hefur vinur vor séra Grímur
fyllt sína lífdaga og kominn í bland
við þá sem fyrr fóru af þessari jörð.
Það var fyrir nokkru ljóst, að brátt
liði að náttmálum. Tók hann þeim
boðum af stöku æðruleysi – sáttur
við að vera kominn í biðsalinn. Hann
vildi engar kúnstir við hafa til að
fresta brottfarardegi umfram það
sem linar og líknar. Dagur var líka
orðinn býsna langur – tæpir þrír
mánuðir í að fylla níunda áratuginn,
mörgum er skapt naumara skeið.
Hann var þrekmenni og sigraðist á
fyrsta áfallinu, en önnur atrenna var
honum um megn. Það endar á einn
veg, að allir falla fyrir „sláttumann-
inum slynga“.
Hann braust til mennta af eigin
rammleik, búinn þeim kostum afls
og anda sem best hafa dugað. Þann
feril læt ég öðrum eftir að rekja.
Kristnin í landinu var ekki svikin af
því að „tollheimtumaðurinn“ gerðist
prestur, boðberi fagnaðarerindis.
Vísa ég þá til fyrra starfs hans, svo
enginn hnjóti um þau orð. Þess er
getið í Helgri bók, að það var hann,
tollheimtumaðurinn, sem kunni að
biðja en hinn ekki.
Séra Jón Hjartarson afi séra
Gríms fékk þessi eftirmæli: „Mér
þótti hann skemmtilegur í kirkju og
fór vel með stuttar ræður, sem voru
lausar við háfleygt bull“. Það er ein-
mitt erindið að veita gleði í kirkju og
utan. Ég veit að afinn gerði ekki
séra Grím arflausan, hvað ofan-
skráða lýsingu varðar.
Þegar við Beta fluttum á malbik-
ið, eftir útivist í öðrum sóknum, vor-
um við svo lánsöm að hreiðra um
okkur nánast í kallfæri við þá öð-
linga séra Grím og Guðrúnu og greri
gata ekki millum. Um nokkur ár
vorum við í stjórn í Félagi fyrrver-
andi sóknarpresta, þar var mannval
og er enn. Á þeim tíma var séra
Grímur ritari hópsins. Vann það
verk með sóma – vildi ekkert fúsk né
fljótaskrift á hlutunum.
Við minnumst ára þeirra, sem nú
eru liðin, þann rúma áratug, sem við
héldum hópinn. Á einu var þó föst
regla. Í mánuði hverjum var dagur
frá tekinn og stytt sér stundin við
spil í bland við spjall yfir góðum
verði þar til dag þraut. Í Grímsnes-
inu á bökkum Hvítár áttu þau sér
griðland frá ys og erli borglífsins.
Þar var plantað og prýtt, fetað í spor
sáðmannsins.
Séra Grímur lifði lífinu ódeigur,
fór ekki í felur með sjálfan sig, kom
til dyra eins og hann var klæddur.
Mikið snyrtimenni og vildi að svo
væru aðrir. Það fór í taugarnar á
honum hirðuleysi ýmsra, það væri
skortur á virðingu við sjálfan sig og
aðra.
Þá er ekni annað eftir en kveðja
þennan heiðursmann að sinni, óska
góðrar ferðar til fyrir heitna lands-
ins. Þér, kæra vinkona Guðrún og
ástvinum vottum við Beta innilega
samúð.
Fjalarr Sigurjónsson.
Sr. Grímur var kjörinn prestur í
nýstofnuðu Ásprestakalli í Reykja-
vik 1964 og hafði þá gegnt Sauð-
lauksdal og Brjánslæk frá 1954.
Þetta voru óvænt úrslit líklega
bæði fyrir hann og konu hans Guð-
rúnu Sigríði Jónsdóttur og höfðu
þau ekki að neinu öruggu húsnæði
að hverfa hér.
Þá vildi svo til að lítil íbúð losnaði
hjá okkur á Kambsvegi 36 og fluttu
þau þar inn og bjuggu hjá okkur í 9
mánuði, er þau komust í eigið hús-
næði.
Það tókst fljótt með okkur góður
kunningsskapur sem varð svo að
einlægri vináttu er stóð alla tíð, enda
voru þau hjón bæði góðar og
skemmtilegar manneskjur og höfð-
um við Munda hina mestu ánægju af
sambúðinni.
Sr. Grímur var einstaklega mynd-
arlegur maður og vörpulegur og stíll
yfir honum, hafði enda verið góður
íþróttamaður á yngri árum.
Þegar ég var yngri beið ég þess
með óþreyju að verða 16 ára til að
komast inn á Vesturgötubilliardinn.
Þetta þóttu ekki nein meðmæli með
ungum mönnum í þá tíð, þegar ég
svo eignaðist billiard-borð kom í ljós
að sr. Grímur var ekki með öllu
ókunnur þessari íþrótt og tókum við
marga snerruna saman og spiluðum
svo bridge við konurnar á eftir. Nú
er þessu lokið, en ef eitthvað annað
tilverustig fylgir þessu, sem sumir
halda, hlakka ég til að hitta sr. Grím
glaðan og reifan sem hann jafnan
var.
Veri hann kært kvaddur.
Gunnar Petersen.
Ég sendi þér kæra
kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og
bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
MARÍA KRISTÍN
HREINSDÓTTIR
✝ María KristínHreinsdóttir
fæddist 1. febrúar
1962. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi föstudag-
inn 11. janúar síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Lágafellskirkju 18.
janúar.
þú laus ert úr veikinda
viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Með þessum orðum
kveðjum við elsku Mar-
íu okkar á fertugsaf-
mælisdaginn hennar.
Við þökkum af hlýj-
um hug þær stundir
sem við áttum saman.
En nú er hún farin
frá okkur og við trúum
því að hún sé með
mömmu sinni á þessum
langþráða degi.
Blessuð sé minning hennar.
Sigríður, Margrét, Þórunn
og Helena.
!
! ""# $
"
%&'('
)*
%'+
,! - . "
(. ! /
01
#
"
( (""# "2
+ ! + , "2
3 34 #3 3 34 $