Morgunblaðið - 01.02.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 01.02.2002, Síða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 41 Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð í hans höndum hólpin sál með ljóssins öndum. (Björn Halldórsson frá Laufási.) Sofðu vært, elsku litli engillinn okkar. Mamma og pabbi. Embla Rut er besta frænka sem ég hef átt og mér þótti svo vænt um hana. Ég og hún lékum svo oft sam- an og hún var svo glöð og alltaf bros- andi. Það var svo gaman að passa þig, elsku Embla, og vera stóri frændi þinn. Þess vegna ætla ég að skrifa smá bæn fyrir þig. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þinn Fannar Pétur. Elsku ljósið mitt, ég á engin orð yfir tilfinningar mínar eða yfir þann tómleika sem býr í hjarta mínu. Ein- hvern veginn verðum við öll að læra að lifa áfram, læra að komast yfir daginn – næstu mínútu. En það verður erfiður lærdómur. Ég vildi skila til þín kveðju frá Köru Björk frænku. Þótt hún skilji ekki muninn á lífi og dauða er missir hennar svo óendanlega mikill. Þið sem voruð eins og systur, elskuðuð hvor aðra eins og systur og rifust eins og systur. Þið kölluðuð látlaust á hvor aðra ef þið voruð í sundur og skiptuð ykkur endalaust af hvor annarri þegar þið voruð saman. Þessa tvo mánuði sem þú hafðir fram yfir Köru í aldri notaðir þú til að hlýja kúlunni minni og knúsa og svo eftir að Kara fæddist voruð þið óaðskiljanlegar. Tengsl ykkar og vinátta er það fallegasta sem ég veit um í lífinu og þið færðuð okkur öllum svo mikla gleði og lífsfyllingu. Það að horfa á ykkur leika og vesenast saman bægði burt öllum áhyggjum; þegar þið sátuð í sandkassanum, voruð að leika í búinu, lásuð uppáhaldsbók- ina, fóruð í bað og skilduð ekki eftir þurran blett á baðherberginu, feng- uð ykkur kvöldmatinn saman og skeggrædduð á ykkar eigin tungu- máli um hvernig ætti nú að halda al- mennilega á glasi, sem svo endaði yfirleitt með óþekkjanlegu eldhús- borði. Fyrst og fremst pössuðuð þið svo vel upp á hvor aðra. Þú hafðir þessa yndislegu umhyggjuþörf sem kom fram í alls kyns athugasemdum til Köru um hvernig hún ætti að sitja, EMBLA RUT HRANNARSDÓTTIR ✝ Embla RutHrannarsdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 2000. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi að kvöldi föstu- dagsins 25. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Linda Dröfn Gunnarsdóttir og Hrannar Már Sig- rúnarson. Foreldrar Lindu Drafnar eru Eygló Bjarnþórs- dóttir og Gunnar Ingólfsson, d. í apríl 1988. Foreldrar Hrannars Más eru Sigrún Pálsdóttir og Ás- geir Gunnarsson. Útför Emblu Rutar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. standa eða yfir höfuð hegða sér og þú pass- aðir alltaf upp á að Kara fengi nú örugg- lega jafn mörg Cheer- ios í bollann sinn og þú á meðan þið horfðuð á Stubbana. Kara notaði þá líkamlegu krafta sem hún hafði fram yf- ir þig til þess að ýta þér á milli staða – jafn- vel áður en hún gat gengið sjálf, hún rétti þér dót og gerði til- raunir til að halda á þér og að sjálfsögðu treystirðu henni til þess, þótt enginn annar gerði það. Framtíðarplön ykkar, litlu stelpn- anna okkar, voru ávallt samræmd af okkur foreldrunum þar sem við lit- um oft á okkur sem eina litla fjöl- skyldu í stað tveggja. Við sáum fyrir okkur að þú myndir nota skipulags- hæfileikana og Kara kraftana til að takast á við þennan skrýtna heim. En elsku snúllan mín, við vissum ekki að í stað þess að Kara ýti þér áfram og lemji hrekkisvínin munir þú leiða Köru í gegnum lífið og vera sú sem ver hana fyrir öllum hætt- unum. Öll þín umhyggja, gleði og blíða mun fylgja okkur, það veit ég vel. Ég veit líka að þú munt passa mömmu og pabba og gefa þeim ,,stórt knús“ hvenær sem þau þurfa. Það er eina huggunin sem ég get fundið í þeim raunveruleika sem ég upplifi nú. Elsku Emblan mín, mikið á Kara eftir að vera hissa og einmana þegar hún kemur að leita að þér í Hólm- garðinum og enginn kemur brun- andi á móti henni á bílnum sínum. En hún mun róast þegar hún veit að þú ert að lúlla – það gerir hún alltaf. Ég mun segja henni allar sögurnar af ykkur tveimur, syngja með henni lögin ykkar, fara í leikina ykkar og þannig halda minningum hennar um yndislega frænku og lítinn sálu- félaga á lofti. Þannig mun þakklætið fyrir yndislega samveru með svona töfrandi veru ná að lokum að yf- irbuga þá reiði og sorg sem ríkir nú í hjarta okkar allra. Hinn erfiði lær- dómur verður að læra að lifa með söknuðinum. Þú kenndir okkur svo miklu meira en við kenndum þér, ástin mín, til dæmis það að gefast aldrei upp því það sé til lausn á öll- um vandamálum. Ég efast um að sá lærdómur sem bíður okkar sé nokk- ur undantekning og veit ég vel að þú munt hjálpa til við að kenna okkur, eins og þú varst vön. Guð geymi þig ástargull, Erla frænka. Við sendum Emblu Rut okkar hinstu kveðju með sárum söknuði. Okkur finnst eins og það hafi verið í gær að pabbi hennar hringdi í okkur um nótt með þær fréttir að í heiminn væri borin lítil prinssessa. Þótt tím- inn sem okkur var gefinn með henni hafi verið óviðunandi stuttur hefur hún gert líf okkar svo miklu ríkara. Það eina sem hún þurfti að gera var að sýna sitt yndislega bros og segja „hæ“ eins og henni einni var lagið og hjörtu allra nærstaddra voru um- svifalaust hennar. Við munum ætíð varðveita í minn- ingunni þær stundir sem við áttum saman í sumarbústaðnum í fyrra- sumar. Emblu Rut þótti svo gaman að busla í heita pottinum úti á ver- öndinni og hún bætti upp sólarleysið með gleðinni sem skein úr svip hennar. Einnig getum við rifjað upp góðar stundir þegar hún og foreldr- ar hennar voru hjá okkur á gamlárs- kvöld fyrir rúmu ári. Hún sat á rúm- inu okkar og horfði á flugeldana út um gluggann og var yfir sig hrifin af ljósadýrðinni. Þannig munum við alltaf muna eftir henni, eitt spurn- ingarmerki með sín fallegu augu galopin í undrun og hrifningu. Fjar- vera Emblu Rutar skilur eftir sig stórt sár í hjörtum margra og við þökkum af alhug fyrir þann tíma sem okkur var gefinn með henni. Megi góður guð blessa minningu Emblu Rutar og styrkja foreldra hennar og alla þá sem stóðu henni nærri í sorg þeirra. Bára og Jón Margeir. Að kveðja í hinsta sinn er aldrei auðvelt og nú er hún Embla Rut litla dáin. Þessi óásættanlega og endanlega staðreynd nístir í gegnum okkur. Embla átti eftir að upplifa svo mikið. Það var heill heimur er beið hennar og svo augljóst, þrátt fyrir ungan aldur að hún ætlaði sér að fara langt og að sjá svo margt. Tilveran hennar Emblu litlu var flóknari en margra, en gleðin og glettnin sem skein frá henni snart okkur öll og hún kunni alveg að koma vilja sínum í orð og gera okkur ljóst á hvern hátt hún vildi hafa sitt umhverfi. Þessir eiginleikar voru hennar styrkur og við sem fylgd- umst með og glöddumst yfir smá- sigrum hennar hvern dag sáum fyrir okkur stóra og mikla sigra í fyllingu tímans. En nú stöndum við hér eftir með engin svör við allt of mörgum spurn- ingum og erum þess einungis megn- ug að votta alla okkar samúð elsku- legum foreldrum hennar þeim Lindu og Hrannari. En minningin um þessa yndislegu stúlku sem við vorum svo lánsöm að fá að kynnast og njóta samvista við um stund, verður þeim sem okkur styrkur og gleði er frá líður. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Starfsfólk í leikskólanum Múlaborg. Stolt og geislandi kona kom á skrifstofu mína föstudaginn 18. jan- úar síðastliðinn. Þar var Linda móð- ir Emblu Rutar komin til að skila innbundnu eintaki af B.A. ritgerð sinni í spænsku. Hún mátti svo sannarlega vera stolt af verkum sín- um því hún hafði riðið á vaðið í gerð spænsk-íslenskrar orðabókar og lagt fræðilegan grunn að orðabók- inni með B.A. ritgerðinni. Linda hafði skipulagt skrif sín þannig að hún gæti verið óskipt með Emblu Rut en hún átti að fara í skurðaðgerð eftir helgina. Ekki virt- ist neitt vera að óttast. Kennarar og nemendur í spænsku hafa fylgst með Emblu Rut frá því hún var í móðurkviði og séð hana vaxa og dafna við óendanlega ást foreldra sinna. Meðal okkar mun ávallt lifa minn- ing um tindrandi augu og enn ynd- islegra bros þar sem hún sat í fangi móður sinnar og lék sér með lykla og litaði á blað. Hún lét sig hafa samræður um orðabókargerð og lagði af og til orð í belg. Enginn annar en sá sem hefur upplifað barnsmissi skilur til fulls tilfinningar foreldra sem ganga í gegnum það kvalræði. Skáldkonan Violeta Parra frá Chile þekkti það af eigin raun og fjalla nokkur ljóða hennar um barnsmissi. Í þessu harmljóði má lesa í gegnum tárin von og trú á eilíft líf. Parra segir: Ya se va para los cielos ese querido angelito a rogar por sus abuelos por sus padres y hermanitos. Cuando se muere la carne el alma busca su sitio adentro de una amapola o dentro de un pajarito La tierra lo está esperando con su corazón abierto por eso es que el angelito parece que está despierto. Textinn segir í hrárri íslenskri þýðingu: Nú stígur hann upp til himna þessi elskaði engill að biðja fyrir afa og ömmu foreldrum og systkinum. Þegar holdið deyr hreiðrar sálin um sig inni í draumsóleyju eða inni í smáfugli Jörðin bíður hans með hjarta sitt opið þess vegna er sem litli engillinn virðist vera vakandi. Elsku Linda og Hrannar. Nem- endur og kennarar í spænsku senda ykkur innilegar samúðarkveðjur á þessari erfiðu stundu. Fyrir hönd nemenda og kennara í spænsku við Háskóla Íslands, Margrét Jónsdóttir, skorarformaður í rómönsk- um og slavneskum málum. Elsku Linda og Hrannar, yndis- leg minningin um Emblu Rut, bros- andi með stóru fallegu augun sín, lif- ir í hjörtum okkar allra. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Við biðjum góðan Guð um að gefa ykkur styrk til að takast á við þenn- an missi. Stella og Fakhar. Við höfum verið svo lánsöm að fá að snerta líf þessarar litlu frænku okkar sem stuðningsfjölskylda og hefur það veitt okkur ómælda gleði og fyllt okkur stolti. Hún er tekin frá okkur svo skyndilega og við sitjum skilningsvana eftir. Minningin um hana lifir með okk- ur. Og skín ei ljúfast ævi þeirra yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófa lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki - (Tómas Guðmundsson.) Elsku Linda, Hrannar, Eygló, Erla Björg og allir hinir sem syrgja litlu Emblu Rut, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Valgeir, Auður, Björg og Valgeir. Elsku afi minn. Nú þegar þú ert farinn úr þessum heimi er ekki annað hægt en að minnast þín með bros á vör. Þú varst allt það sem hægt var að óska sér, og ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir afa. Þú varst svo góður, hlýr, klár og skemmtilegur að ekki finnst mér ÓLAFUR G.S. KARVELSSON ✝ Ólafur Guðfinn-ur Sigurður Karvelsson fæddist í Hnífsdal 10. febrúar 1924. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey frá Áskirkju 23. janúar. skrítið að allir löðuðust að þér, börn, fullorðnir og dýr. Ef eitthvað bjátaði á hjá einhverj- um var hjálparhöndin alltaf útrétt og þú viss- ir réttu úrræðin og gafst aldrei upp. En elsku afi minn, það sem ég er að reyna að segja er að ég verð þér ævinlega þakklát fyrir það sem þú hefur gert fyrir mig og mína, og ég mun alltaf geyma minning- arnar sem ég á um þig, ömmu og pabba. Þetta verður þá hin hinsta kveðja. Hvíldu í friði. Erla Arnbjarnardóttir.      9%(  % ++  - .  ",9 "BE #     # 2 *  (   3  % #   &       %      (# 2   3  %   (* +,--   ! (!  93#  !. 2"2 $    (     ( < * ++ 0" F(   % 23 #  %    (#4*   #)  #  ,(* +,-- ) ( % (#3)1--     "2  34 #3 34 $     $ $+++ #!     5 6  5   #  +  '(!  ((  (  )    (%    ((  5 6  ( (#* !   %   1 +  !""#  2   ""#  <  8+  ! 2  33 0 # " $9$  ""#  ! +  ! 2  ( 2"  "2 $

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.