Morgunblaðið - 01.02.2002, Side 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 43
um öðrum aðstandendum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur. Megi algóð-
ur guð gefa þeim styrk og blessun í
þeirra miklu sorg. Blessuð sé minn-
ing Ólafs R. Eggertssonar.
Örn Gunnarsson,
fjölumdæmisstjóri.
Kveðja frá Foreldra- og
styrktarfélagi heyrnardaufra
Látinn er, langt um aldur fram,
vinur okkar og félagi Ólafur Eggerts-
son.
Við sem höfum tekið þátt í for-
eldrastarfi heyrnardaufra höfum
misst góðan félaga og frábæran liðs-
mann. Það var mikil gæfa fyrir félag-
ið að hafa Ólaf í okkar liði um margra
ára skeið. Hann var kraftmikill,
traustur og góður félagi. Hann bjó yf-
ir fjölþættri reynslu, þekkingu á
þjóðmálum og atvinnulífi lands-
manna. Þetta ásamt hugmyndaauðgi
og framsýni gerði hann ötulan áhuga-
mann um framþróun í málefnum
heyrnarlausra. Oft var til hans leitað
til að taka að sér ýmis verkefni og
nefndarstörf í þeirra þágu. Einlægur
áhugi hans á þeim málefnum hefur
verið þungt lóð á vogarskálarnar og
hefur Ólafur haft margháttuð áhrif á
þróun menntamála heyrnarlausra.
Mörg okkar áttu þess kost að fá að
starfa með Ólafi í nefndum og starfs-
hópum. Þar kom glögglega í ljós að
hann var réttsýnn og framsýnn, til-
lögugóður og rökfastur og hann
fylgdi málunum eftir.
Ólafur var skemmtilegur og fé-
lagslyndur maður. Margar góðar
stundir höfum við átt saman í okkar
árlegu sumarferð foreldrafélagsins
hér innanlands. Eftirminnileg er
einnig ráðstefnuferð Evrópusamtaka
foreldra heyrarlausra barna í Metz í
Frakklandi árið 1992 sem við nokkr-
ar fjölskyldur frá Íslandi tókum þátt
í. Fríða og Ólafur bjuggu þá í Noregi
og komu akandi með tjaldvagninn
sinn til Metz. Börnin þeirra, Gunnar
Már og Hanna Lára, sem bæði eru
heyrnarlaus, tóku þátt í nokkurra
daga ferðalagi barna og unglinga sem
félagsskapurinn stóð fyrir. Það var
ekki ónýtt að hafa Fríðu og Ólaf með
sína flottu tjaldbækistöð á bökkum
Mósel sem varð okkar aðalsamkomu-
staður meðan á dvölinni stóð.
Við þökkum Ólafi fyrir ánægjulegt
samstarf og kveðjum hann með sökn-
uði.
Við sendum þér Fríða, börnunum
ykkar og fjölskyldunni allri okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Foreldra- og styrktar-
félags heyrnardaufra.
Jóhannes Ágústsson
Ingibjörg Maríusdóttir
Sigurveig Alexandersdóttir.
Það var aldrei langt í kímnina hjá
mínum manni og oft var það með
þeim aðdraganda að í umræðum brá
fyrir glettni í augum, yfir andlitinu
birti og eftir fylgdi dillandi smitandi
hlátur sem varð til þess að allir sem
nærri voru gátu ekki annað en tekið
undir.
Hann hét Ólafur Eggertsson og
gekk til liðs við Lionshreyfinguna
fyrir um þrjátíu árum, þegar hann
gekk í Lionsklúbbinn Fjölni. Einlæg-
um áhuga hans á öllum þeim verk-
efnum sem hann tók að sér fyrir hönd
klúbbsins var viðbrugðið. Sum skiptu
þessi verkefni sköpum fyrir skjól-
stæðinga klúbbsins og ekki lá hann
frekar á liði sínu í embættisstörfum
sem honum voru falin í umdæmis-
stjórn Lionshreyfingarinnar. Fram-
tíðin blasti vissulega við verðandi um-
dæmisstjóra þegar kallið kom í
kjölfar þess að hann hafði lokið máli
sínu á Norðurlandaþingi Lions.
Síðustu árin varð samvinna okkar
nánari en ella vegna starfa hans að
málefnum MedicAlert eftir að hann
var kosinn þar til stjórnarstarfa í
febrúar 1999. Tíðir stjórnarfundir
gerðu þessa samvinnu enn nánari
sem og einlægur áhugi hans á verk-
sviði sínu sem fræðslu- og útbreiðslu-
stjóri sem mótaðist af nauðsyn þess
að koma á framfæri fróðleik um
hvaða tilgangi merkið þjónar.
Þeir sem gerast MedicAlert fé-
lagar bera smáskjöld eða merki á sér
þar sem áletruð er stutt sjúkdóms-
greining ásamt upplýsingum um
símanúmer vaktstöðvar á slysadeild
Landspítala í Fossvogi, en þar má
svo fá nánari upplýsingar um nafn,
sjúkdóm, lyf, aðstandendur og lækna
merkisbera í neyðartilvikum. Þess
eru mörg dæmi að MedicAlert merk-
ið hafi bjargað lífi sjúklinga, en til
þess að svo megi verða er nauðsyn-
legt að þeim sem að merkisbera kem-
ur, sem ekki getur tjáð sig, sé kunn-
ugt um hvaða hlutverki merkinu er
ætlað að þjóna. Að þeim markmiðum
vann Óli ötullega og nú síðast með út-
gáfu kynningardisks sem hann vann
ásamt læknunum Magnúsi B. Einar-
syni og Jóni Baldurssyni.
Þakklát fyrir það tækifæri sem
gefist hefur til að kynnast góðum
dreng, sendi ég, fyrir hönd MedicA-
lert á Íslandi og frá okkur Eddu,
Fríðu og fjölskyldunni innilegustu
samúðarkveðjur.
Ólafur Briem.
Ólafur R. Eggertsson gekk í
Lionsklúbbinn Fjölni 11. feb. 1972 og
hefði því átt 30 ára starfsafmæli í
næsta mánuði. Og starf hans var mik-
ið að vöxtum. Hann var formaður
starfsárið 1980-1981, ritari 1998-
1999, unglingaskiptastjóri 1988-1989,
frétta- og fræðslustjóri 1987-1988 og
starfaði öll árin þeirra á milli í ein-
hverri nefnd og þá oftast sem for-
maður. Svæðisstjóri Lionshreyfing-
arinnar var hann starfsárið
2000-2001, varaumdæmisstjóri í um-
dæmi 109A 2001-2002 og var kjörinn
umdæmisstjóri 109A árið 2002-2003.
Við Fjölnismenn misstum góðan
dreng sem ávallt var með jáið á vör-
unum þegar hann var beðinn liðsinnis
eða ráða við verkefni. Hann var
rekstrartæknifræðingur að mennt,
sem kom okkur að góðum notum þeg-
ar hann tók að sér formennsku í
Krýsuvíkurnefndinni. Árangur henn-
ar varð sá þegar upp var staðið að
Krýsuvíkurheimilinu er nú séð fyrir
ókeypis hita og rafmagni um alla
framtíð. Þetta var margra tuga millj-
óna króna verkefni sem Ólafur leiddi
fyrir Lk. Fjölni og Lk. Þór. Þau
gæfuspor sem Ólafur markaði í
klúbbnum okkar munu rekjast með
okkur inn í framtíðina og sú kjölfesta
er hann skildi eftir hjá okkur er
ómetanlegt veganesti um ókomin ár.
Við vottum fjölskyldu hans, ættingj-
um og vinum, innilega samúð. Fh.
Lk. Fjölnis
Torfi Ásgeirsson,
Viggo Maack og
Þór Guðjónsson.
Okkur hjónunum brá heldur í brún
laugardagsmorguninn 19. jan. sl.
þegar systir mín hringdi til að til-
kynna okkur að hann Óli hefði orðið
brákvaddur kvöldið áður. Snögglega
virtist það svo óraunverulegt en svo
blasti ískaldur raunveruleikinn við.
Þau hjón Fríða og Óli höfðu verið
okkur svo ofarlega í huga á föstudag-
inn og við að tala um að við nú þyrft-
um við að hafa samband og þakka
fyrir hinn árlega annál sem þau
sendu um hver jól.
Við höfðum verið erlendis um jólin
og fyrir stuttu búin að lesa hann.
Minningarbrotin hrönnuðust upp.
Uppvaxtarárin okkar Óla í Vest-
mannaeyjum þar sem margt var
brallað enda við á svipuðum aldri.
Síðar skildu leiðir og Óli fór í Kenn-
araskólann en þar hitti hann Fríðu
frænku mína og þau gengu í hjóna-
band. Alltaf samt fréttir af þeim og
þegar við hittumst, þá sjaldan það
var, var eins og við hefðum talast við
daginn áður. Að hitta Óla og Fríðu af
tilviljun í sumarfríi í Hollandi þá með
tvö yngstu börnin lítil, það var eins og
við hefðum hist í gær.
Svo fluttu þau til Noregs og dvöldu
þar um árabil en alltaf fréttist af
þeim.
Eftir að þau fluttu aftur heim jókst
sambandið þegar konurnar okkar
fóru að vinna á sama vinnustað.
Við í matarboði hjá Fríðu og Óla,
þau hjá okkur á þorrablóti. Þau í
heimsókn hjá okkur í sumarbústaðn-
um í Skorradal og við hjá þeim og
tengdaforeldrum hans í mat í sum-
arbústað í Skorradal að borða reykt-
an lunda sem Óla fannst að við yrðum
endilega að smakka.
Símtöl og spjall á förnum vegi og
oft rætt um drauminn um að eignast
sumarbústað.
Ættarmótið á Eyrarbakka, afmæli
og svo mætti lengi telja.
Við hittum Óla síðast í október sl.
þegar hann kom í heimsókn og sat
hjá okkur eina kvöldstund. Óli, upp-
fullur af framtíðaráformum. Var með
hugmynd um að kaupa sér hús fyrir
norðan, fá sér trillu og fara að slaka á.
En nú er hann Óli dáinn en minning
hans lifir.
Minning um hressan, bjartsýnan,
einlægan og góðan dreng.
Elsku Fríða, Eggert og fjölskylda,
Gunnar Már og Hanna Lára, Guð
veri með ykkur öllum.
Jóhann Runólfsson og
Bergþóra Þorsteinsdóttir.
Fyrir tæpum þrjátíu árum hóf ég
að innleiða snjóbræðslukerfi hérlend-
is eftir að hafa sótt hagnýtan fróðleik
til Svíþjóðar. Sem eðlilegt var fékk
þessi nýja tækni misjafnar móttökur
hjá einstaklingum, tæknimönnum og
fyrirtækjum.
Það fyrirtæki sem varð einna fyrst
til að sjá hagkvæmni þess að leggja
snjóbræðslukerfi var Skeljungur hf.
og þar hitti ég Ólaf Eggertsson fyrst,
en hann starfaði þá hjá fram-
kvæmdadeild fyrirtækisins, sem sá
um uppbyggingu bensínstöðva og
viðhald þeirra vítt og breitt um land-
ið.
Svo liðu árin og við hittumst stop-
ult, enda flutti Ólafur síðar til Noregs
með fjölskyldu sinni og bjó þar í
nokkur ár.
Satt best að segja varð ég nokkuð
undrandi þegar ég frétti að starfs-
bræður mínir þar í landi, eða samtök
þeirra, Noreske Rörleggersbedrif-
ters Landsförening, hefðu ráðið Ólaf
sem tæknilegan framkvæmdastjóra.
Ekki það að ég vantreysti Ólafi til
starfsins, heldur hefði mátt ætla að
þarlendir tæknimenn hefðu talið sig
hæfa til verks. En stjórn NRL valdi
Íslending og á þeim árum sem Ólafur
dvaldi ytra ferðaðist hann vítt og
breitt um Noreg til að aðstoða þar-
lenda pípulagningameistara við
rekstur sinna fyrirtækja og hann
eignaðist marga vini meðal Norð-
manna.
Það var síður en svo að tengsl
Ólafs við okkur hér á hólmanum
slitnuðu, þau voru æði mörg viðvikin
sem hann var beðinn um og var ég
einn í þeim hópi, hann útvegaði okkur
margvíslegar tæknilegar upplýsing-
ar á sviði pípulagna.
En svo fór þó að Ólafur sleppti
sinni ágætu stöðu hjá NRL og flutti
heim með fjölskylduna, þrátt fyrir að
hans húsbændur ytra vildu hafa hann
áfram í starfi. Þegar ég spurði hann
hvort hann væri fyllilega sáttur við að
koma aftur heim svaraði hann af
glettni að það væri hann næstum því;
þó vildi hann geta tekið með frá Nor-
egi launakjörin og veðrið.
Á síðasta árinu ytra vann hann
einkum við að innleiða gæðakerfi í
rekstur pípulagningafyrirtækja.
Heimkominn réðst hann til starfa hjá
Samtökum iðnaðarins við að þýða,
staðfæra og koma þessu kerfi í gagn-
ið fyrir íslenska pípulagningameist-
ara og það var við það verkefni sem
leiðir okkar lágu aftur saman en ég
aðstoðaði Ólaf lítillega við þýðingu
gæðakerfisins að hans ósk.
Síðan hafa leiðir okkar legið saman
oftar en ekki og árið 1999 fórum við á
Norrænu meistarakeppnina í pípu-
lögnum í Tromsö, þá fyrstu sem hald-
in var, þar keppti enginn Íslendingur.
Þar var Ólafur sem á heimavelli,
þekkti alla og allir þekktu hann og
ekki komu mér á óvart þær vinsældir
sem hann átti að fagna meðal Norð-
manna. Í framhaldi af þessu ræddum
við oft um að gera yrði allt til að það
yrði íslenskt þátttaka í næstu Nor-
rænu meistarakeppninni í pípulögn-
um í Kaupmannahöfn 2001 og það
tókst. Ungur íslenskur nemi í pípu-
lögnum keppti í maí það ár í Bella
Center með miklum sóma. Sem
ábyrgðarmaður fyrir Íslands hönd
var ég ekki í nokkrum vafa um hver
skyldi vera dómari fyrir Ísland, það
varð að sjálfsögðu Ólafur, enda hafði
hann haft forystu um þátttöku
norskra pípulagningamanna í alþjóð-
legri keppni, ekki aðeins norrænni
heldur einnig í heimskeppni.
Fyrir síðustu áramót atvikaðist
það svo að ég fór að vinna að því
ásamt fleirum að Ísland gengi í al-
þjóðleg samtök sem standa fyrir
heimskeppni annað hvert ár í hvers-
konar handverki. Enn var Ólafur
kominn á vettvang í þeirri vinnu þótt
hann væri störfum hlaðinn í fé-
lagsmálum sem einn af æðstu for-
ystumönnum Lionshreyfingarinnar á
Íslandi.
Ætlunin var að hittast föstudaginn
18. janúar sl. en Ólafur sagði mér að
hann væri upptekinn þann dag vegna
þess að hann stýrði námskeiði hjá
Lionshreyfingunni, bað mig samt að
láta sig vita hvað gerast mundi á
fundinum.
Þau boð komust aldrei til skila því
þennan dag kvaddi Ólafur þennan
heim, hné niður örendur mitt í störf-
um sínum að félagsmálum.
Með Ólafi var einstaklega gott að
vinna og að ég fékk hann til sam-
starfs í þessu síðasta verkefni fyrir
handverk á Íslandi var ekki eingöngu
vegna þekkingar hans á málinu sem
var yfirgripsmikið. Ekki síður að frá
honum stafaði einstök hlýja í hans
sterku nærveru ásamt glaðlyndi og
glettni sem gerði alla hluti léttari og
auðveldari.
Ég sakna því vinar í stað en mest-
ur er harmur Málfríðar, eftirlifandi
eiginkonu Ólafs, dóttur þeirra og
sona.
Þeim sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sigurður Grétar
Guðmundsson.
Enginn veit æfina fyrr en öll er, og
nú er hún liðin, æfin hans Óla. Ég
votta ykkur öllum samúð. Hér í Nor-
egi kynntumst við fyrir nærri þrjátíu
árum í Gamla bænum í Fredrikstad.
Eiginkona Óla, hún Fríða, heyrði á
tal pabba og mömmu sem voru að
tala á íslensku hér úti í bæ og þar
með var „fjölskyldan“ mín orðin
stærri. Því með okkur tókust vináttu-
bönd, enda áhuginn fyrir að tala móð-
urmálið í útlandinu fyrir hendi, og
vinna að góðri landkynningu. Þá fór-
um við litlu fjölskyldurnar saman á
Norefjell í Íslendingahúsið. Þar gát-
um við öll verið á skíðum, Eggert 7
ára og Jóhann minn 3 ára. Þessu húsi
lagði Óli síðan lið, með sjálfboðavinnu
og átti hann þátt í, að það er orðin sá
sælureitur sem okkur þykir gott að
koma til og hitta landann. Svo flutti
hann aftur heim með fjölskylduna,
eftir námið og það var eftirsjá fyrir
okkur, en hann var orðin vel mennt-
aður og fór að kenna við Iðnskólann.
Það varð þó ekki framtíðarstarfið,
enda möguleikarnir og áhugasviðin
víðtæk fyrir djarfan og duglegan
mann. Þegar fjölskyldan var orðin
stærri fluttu þau aftur hingað til Nor-
egs með yngstu börnin. Þau komu „í
fangið á okkur“ og voru í Fredrikstad
smá tíma, þar til Óli var búinn að
kaupa hús í Óslo, þar sem Gunnar
Már og Hanna Lára fóru í svokall-
aðan „tvíburaskóla“. Við áttum
margar góðar samverustundir, enda
ekki svo langt til Fredrikstad. Hann
var kosinn formaður Íslendinga-
félagsins í Ósló og gegndi því starfi
þar til þau fluttu alfarin heim í Birki-
hlíðina sína. Ég á mér svo góðar
minningar með þessari fyrirmyndar-
fjölskyldu, meðal annars var mér
boðið í íslenska sendiráðið, þegar
Eiður Guðnason heiðraði Óla og
Fríðu með fínu boði. Þau voru góðir
fulltrúar Íslands og kynntu landið
vel, vinum sínum sem heimsóttu þau,
bæði úti og heima. Þau hafa verið
gestir konungshjónanna í Ósló, sem
ekki margir íslendingar hafa verið
aðnjótandi. Óli var í Noregi rétt fyrir
jólin, hann gerði sér aukaferð hingað
á gamlar slóðir um leið og hann var í
viðskiptaerindum. Hress að vanda og
með hugmyndir sem tengdust starf-
inu. Ég var þá nýbúin að skrifa minn-
ingargrein um afa minn og hann las
hana yfir fyrir mig. Hann hafði ekk-
ert út á það að setja, að ég skrifaði
„að nú yrði hátíð á himnum, þegar afi
kæmi“ en það gefur okkur syrgjend-
um vonina um áframhaldandi
framþróun og eilíft líf hjá Guði fyrir
náð Jesu Krists þegar lífinu okkar
lýkur á jörðinni.
Ég heimsótti Fríðu og Óla rétt fyr-
ir jólin þegar Óli var að skreyta tréð í
garðinum með Mása, sem var ný-
kominn í jólafrí frá Frakklandi. Þar
var þá nýafstaðin afmælisveisla
Hönnu Láru sem var orðin 16 ára, en
það er nú ekki hár aldur, þegar mað-
ur missir pabba sinn. En bæði hún og
við öll, hversu ung eða gömul sem við
erum, fáum bara einn dag í senn, og
dagurinn er dýrmætur, lífið er dýr-
mætt og góðir vinir gleymast ei. Við
Fríða ætluðum að eiga okkur sam-
verustund þessa helgi hjá mér í Nor-
egi, en ég hef verið með þér í hug-
anum heima.
Ó faðir gef mér trygga trú og traust á innri
sýn,
svo að ég geti byggt mér brú, sem ber mig
heim til þín.
(Sigurður Kristjánsson.)
Kristjana Jóhannsdóttir,
Noregi.
Ólafur Eggertsson var einn félaga
okkar hjá Félagi blikksmiðjueigenda
og sat um tíma í stjórn félagsins. Áð-
ur hafði hann starfað hjá Samtökum
iðnaðarins við að þróa og koma á um-
bótum í iðnfyrirtækjum í anda gæða-
stjórnunar.
Margir í blikksmíðagreininni
kynntust honum í því starfi og fóru
ekki varhluta af eldmóði hans og
áhuga á öllu því sem til framfara
horfði. Þetta brautryðjendastarf
hans er nú farið að bera árangur og
verður fylgt fast eftir af sporgöngu-
mönnum hans og okkur sem rekum
fyrirtæki í greininni. Seta Ólafs í
stjórn félagsins var að sönnu stutt en
engu að síður var framlag hans þar
farsælt auk þess sem hann var góður
félagi sem við söknum sárt. Með
þessum fátæklegu orðum eru hans
nánustu færðar innilegar samúðar-
kveðjur.
Stjórn Félags
blikksmiðjueigenda.
Kveðja frá
gömlum starfsfélögum við
Iðnskólann í Reykjavík
Um 1970 kom Ólafur Eggertsson
til kennslustarfa við Iðnskólann í
Reykjavík. Skólinn var þá í örum
vexti og fjölmargir kennarar hófu þá
störf. Í þessum hópi var Óli Egg, eins
og hann var jafnan kallaður, áberandi
persónuleiki. Hann féll vel inn í hóp-
inn, glaðvær, skemmtilegur og fullur
af lífsþrótti. Hann hafði frumkvæði
um margt sem bryddað var upp á s.s.
ferðalög og ýmsa dægradvöl, bæði til
skemmtunar og fróðleiks. Þar sem
Óli var ríkti ekki nein lognmolla.
Minnisstæð er ferð til Vestmanna-
eyja sumarið 1973, þar sem ummerki
gossins voru skoðuð. Þar nutum við
Óla eins og svo oft, enda var hann
gamall Vestmanneyingur og gjör-
þekkti allar aðstæður.
Í þessum tómstundum okkar
kynntumst við Fríðu, eiginkonu Óla,
en þau voru mjög samhent hjón. Þeg-
ar fjölskyldan stækkaði stóðu þau
þétt saman að umönnun barnanna.
Það hafði algjöran forgang að búa
sem best að þeim.
Óla var mjög eðlilegt að vinna með
ungu fólki, aðalkennslugrein hans
var stærðfræði sem hann hafði gott
vald á. Mannkostir hans nutu sín vel í
kennslunni og naut hann því bæði
vinsælda og virðingar jafnt meðal
nemenda sem samstarfsmanna.
Eftir farsælan kennsluferil söðlaði
Óli um, flutti til Noregs og lauk þaðan
námi í rekstrartæknifræði. Að því
námi loknu hóf hann störf á nýjum
vettvangi og þar nutu eiginleikar Óla
sín ekki síður en í kennslunni. Skipu-
lagshæfni hans og dugnaður nýttust
vel. Hann var óragur við að reyna
ýmislegt nýtt og jafnan gat hann sér
góðan orðstír. Hann hélt sambandi
við gamla vinnustaðinn sinn og gömlu
félagana og skapaði tengsl við skól-
ann á faglegum grunni.
Óli starfaði um tíma fyrir norska
iðnmeistarasambandið og nutu iðn-
meistarar bæði í Noregi og á Íslandi
sambanda hans, þekkingar og
tengsla.
Andlátsfregn Óla kom sem þruma
úr heiðskíru lofti, skarðið sem hann
skilur eftir verður ekki fyllt. Við
kveðjum Óla að sinni og þökkum
samferðina, jafnframt því sem við
vottum Málfríði, börnum þeirra og
öðrum aðstandendum samúð okkar.
Fleiri minningargreinar um Ólaf
Ragnar Eggertsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.