Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Mosfellsbær
Leikskólinn Hlaðhamrar
Laus staða
deildarstjóra
Deildarstjóri óskast til starfa við leikskól-
ann Hlaðhamra sem fyrst eða eftir nán-
ara samkomulagi.
Í leikskólanum Hlaðhömrum hefur verið
lögð áhersla á gæði í samskiptum og
skapandi starfi í anda Reggió stefnunn-
ar.
Kjör deildarstjóra eru samkvæmt kjara-
samningi FÍL og Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
Mosfellsbær rekur í dag fjóra leikskóla
sem hver og einn státar af metnaðar-
fullri stefnu og starfsháttum.
Íbúafjöldinn er rúmlega 6.000 manns og
er bærinn ört vaxandi útivistarbær enda
stutt milli fjalls og fjöru og umhverfi
bæjarins allt afar fagurt og mannlíf gott.
Upplýsingar um stöðuna veitir leikskóla-
stjóri Hlaðhamra í símum 566 6351 og
566 67951.
Ennfremur veitir undirrituð upplýsingar
um skólann í síma 525 6700.
Leikskólafulltrúi.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
TIL SÖLU
Dekkjasólningarvélar
til sölu
Til sölu vélar og tæki til sólningar á fólksbíla-
dekkjum. Tækin eru nýleg og í góðu standi.
Til sýnis og sölu í samráði við Halldór
í síma 893 1030.
Snjóblásari
til sölu
Til sölu Kahlbacher
K800/2500 snjóblásari
ásamt vökvatjakki.
Allar nánari upplýsingar
hjá Bílasölunni Geisla í síma 437 1200 eða
894 8620.
Lagerútsala/barnavara
Dagana 1.—3. febrúar höldum við lagerútsölu
í Smiðsbúð 8. Í boði verður mikið úrval af barna-
vöru og barnafatnaði, s.s. vagnar, kerrur, bílstól-
ar, matarstólar, rúm og einnig mikið úrval af
vönduðum barnafatnaði, m.a. frá Nike, Oshkosh
og Confetti. Einnig mikið úrval leikfanga.
Ath. allt að 40% afsláttur frá heildsöluverði.
Opnunartími frá kl. 11—17 föstudag, laugardag
og sunnudag.
Lagerútsala, Smiðsbúð 8, Garðabæ.
STYRKIR
SAMIK
Samstarfssamningur Íslands og
Grænlands um ferðamál
SAMIK auglýsir hér með eftir umsóknum um
styrki til verkefna, sem aukið gætu samstarf
Íslands og Grænlands á sviði ferðaþjónustu
og skyldra verkefna.
Meðal styrkhæfra verkefna má nefna:
— Nám, námskeið eða starfsþjálfun, sem lýtur
að ferðaþjónustu í hvoru landi fyrir sig eða
tengiferðum til landanna beggja.
— Þróunarstarf, markaðssetning, stofnkostnaður
og annað, sem snertir tengiferðir erlendra
ferðamanna til beggja landa, í þeim tilgangi
að auka heildartekjur landanna af ferðaþjón-
ustu.
— Samskipti og gagnkvæmar heimsóknir milli
þjóðanna tveggja á sviði menningar og lista,
vinabæjarsamstarfs, æskulýðsstarfs og skyld-
ra mála, sem stuðla að gagnkvæmum kynnum
og skilningi þjóðanna.
— Rannsóknir á sviði markaðsmála, samgangna
eða annars þess, sem gagnast ferðaþjónustu
og samskiptum landanna beggja.
Leggja skal fram kostnaðaráætlun fyrir það verk-
efni, sem sótt er um auk nákvæmra upplýsinga
um umsækjanda, verkefnið og tilgang þess.
Styrkir geta að jafnaði ekki orðið hærri en hel-
mingur heildarkostnaðar.
Umsóknum skal skila á dönsku eða ensku á sér-
stökum eyðublöðum, sem fást í samgönguráðu-
neytinu og á heimasíðu ráðuneytisins. Umsóknir
skulu hafa borist í síðasta lagi
28. febrúar nk.
Stefnt er að því að ákvörðun um úthlutun styrkja
liggi fyrir í lok mars. Helmingur styrksins er að
jafnaði greiddur út þegar við ákvörðun um styrk-
veitingu og síðari hlutinn við verkefnislok.
Nánari upplýsingar veita:
Sigurður Aðalsteinsson, símar 461 1841,
896 5664, netfang siggi@nonnitravel.is ,
Birgir Þorgilsson, sími 553 9799,
netfang brabra@isl.is ,
Helga Haraldsdóttir, sími 891 7031,
netfang helgahar@hi.is .
SAMIK Samgönguráðuneytinu,
Hafnarhúsinu v. Tryggvagötu,
150 Reykjavík, www.stjr.is/sam
TILKYNNINGAR
Stofnfundur
Lindasóknar í Kópavogi
Á Kirkjuþingi haustið 2001 var tekin ákvörðun
um stofnun Lindasóknar í Lindaprestakalli í
Reykjavíkurprófastsdæmi. Lindasókn stofnaðist
1. janúar 2002. Lindaprestakall stofnast 1. júlí
2002. Fram að þeim tíma nýtur Lindasókn þjón-
ustu frá Hjallaprestakalli, Reykjavíkurprófasts-
dæmi eystra. Mörk sóknarinnar og prestakalls-
ins eru: Reykjanesbraut að norðvestan frá mörk-
um Kópavogs og Garðabæjar norðaustur
Reykjanesbraut að mörkum Kópavogs og
Reykjavíkur norð-norðvestan Seljahverfis,
þaðan eftir mörkum Kópavogs og Reykjavíkur
til norðausturs og mörkum Kópavogs og
Garðabæjar til suðausturs og suðvesturs.
Hér með er boðað til stofnfundar sóknarinnar
miðvikudaginn 13. febrúar n.k. kl. 20 í sal
Lindaskóla. Dagskrá stofnfundar verður í sam-
ræmi við 11. gr. starfsreglna um sóknarnefndir
nr. 732/1998, sbr. og ákvæði til bráðabirgða
í sömu reglum:
1. Gerð grein fyrir aðdraganda að stofnun
sóknarinnar.
2. Framtíðarhugmyndir um kirkjustarf á svæðinu.
3. Kosning fimm sóknarnefndarmanna og jafn-
margra varamanna til 2ja ára.
4. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endur-
skoðanda og varamanna þeirra til árs í senn.
5. Kosning í aðrar nefndir og ráð.
6. Önnur mál.
Allt þjóðkirkjufólk á svæðinu er velkomið.
Þeir sem áttu lögheimili í sókninni 23. janúar
2002 samkvæmt þjóðskrá hafa kosningarrétt
og kjörgengi enda hafi þeir náð sextán ára aldri
á fundardegi.
Gísli Jónasson, prófastur í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Auglýsing um
deiliskipulag í Reykjavík
Grafarholt, Þorláksgeisli 6-18 og
20-34, breyting á deiliskipulagi.
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari
breytingum, er hér með auglýst til kynn-
ingar tillaga að breytingu á deiliskipulagi í
Grafarholti varðandi lóðirnar Þorláksgeisla
6-18 og 20-34.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóðirnar sem
eru tvær verði sameinaðar í eina lóð. Í stað
6 minni fjölbýlishúsa á 2-3 hæðum, með
samtals um 49 íbúðum, verði heimilt að
byggja fjögur stærri fjölbýlishús á allt að 3
hæðum, með samtals 58 íbúðum. Þá gerir
tillagan ráð fyrir óverulegum breytingum á
lóðarmörkum og minniháttar breytingum á
skilmálum.
Tillagan liggur frammi í sal skipulags- og
byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í
Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00
– 16.00 frá 1. febrúar 2002 til 15. mars
2002. Eru þeir sem telja sig eiga hags-
muna að gæta hvattir til að kynna sér
tillöguna. Ábendingum og athugasemdum
við hana skal skila skriflega til Skipulags-
og byggingarsviðs (merkt skipulags-
fulltrúa) eigi síðar en 15. mars 2002.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkja tillöguna.
Reykjavík, 1. febrúar 2002.
Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur.
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
UPPBOÐ
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu
embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir:
Funi EA-51, skipaskrnr. 6975, þingl. eig. Guðjón Atli Steingrímsson,
gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, þriðjudaginn 5. febrúar
2002 kl. 9:30.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
31. janúar 2002.
Harpa Ævarrsdóttir, ftr.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Ránargötu
1, Vík, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Arnardrangur, sumarhús, Skaftárhreppi, þingl. eig. Ólafur Logi Jónas-
son, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf., fimmtudaginn 7. febrú-
ar 2002 kl. 14.00.
Hvammur, Skaftárhreppi, þingl. eig. Oddsteinn Kristjánsson og Páll
Símon Oddsteinsson, gerðarbeiðendur Lánasjóður landbúnaðarins
og Vélar og þjónusta hf., fimmtudaginn 7. febrúar 2002 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn í Vík,
31. janúar 2002,
Sigurður Gunnarsson.
Uppboð
Framhaldsuppboð á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Hjallalundur 7C, Akureyri, þingl. eig. Ólöf Vala Valgarðsdóttir, gerð-
arbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Lífeyrissjóður Norðurlands,
þriðjudaginn 5. febrúar 2002 kl. 10:30.
Hólar, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Valdimar Jónsson, gerðarbeiðendur
Íbúðalánasjóður og Mjólkurfélag Reykjavíkur svf., þriðjudaginn 5.
febrúar 2002 kl. 15:00.
Keilusíða 4h, 0302, Akureyri, þingl. eig. Eyþór Hauksson, gerðarbeið-
andi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 5. febrúar 2002 kl. 11:00.
Melasíða 5b, Akureyri, þingl. eig. Helga Margrét Arnardóttir og Arnar
Sverrisson, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður, Íslandsbanki-FBA
hf. og Melasíða 5, húsfélag, þriðjudaginn 5. febrúar 2002 kl. 10:00.
Skarðshlíð 28g, 402, Akureyri, þingl. eig. Gunnlaugur Sigurgeirsson,
gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, þriðjudaginn 5. febrúar 2002
kl. 11:30.
Strandgata 23, 105, íbúð á 1. hæð að norðan, Akureyri, þingl. eig.
Þórður Vilhelm Steindórsson, gerðarbeiðandi Penninn hf., þriðjudag-
inn 5. febrúar 2002 kl. 13:30.
Sveinbjarnargerði 2c, Svalbarðsstrandarhreppi, þingl. eig. Anný
Petra Larsdóttir, gerðarbeiðendur Lánasjóður landbúnaðarins og
sýslumaðurinn á Akureyri, fimmtudaginn 7. febrúar 2002 kl. 14:00.
Tjarnarlundur 19J, 030403, eignarhl. Akureyri, þingl. eig. Steingrímur
Egilsson, gerðarbeiðendur Tjarnarlundur 15-17-19, húsfélag og
Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 5. febrúar 2002 kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
31. janúar 2002.
Harpa Ævarrsdóttir, ftr.