Morgunblaðið - 01.02.2002, Qupperneq 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 45
„Tilvera okkar er
undarlegt ferðalag.“
Þessi ljóðlína kom upp
í huga mér þegar ég frétti að Móa
væri dáin. Hvers vegna kveðja þeir
sem mestum mannkostum eru bún-
ir oft þetta þetta jarðlíf of fljótt,
alltof fljótt – og þurfa sumir auk
þess að bera meiri byrðar en aðrir?
Okkar dauðlegra mannvera er að
spyrja, þótt fátt sé um svör.
Mér er það minnisstætt þegar
Dolli móðurbróðir minn kynnti
stoltur fyrir fjölskyldunni heitkonu
sína, háa, granna og glæsilega svo
af bar. Og það sem mest var um
vert yndislega, gáfaða og vel
gerða.
Örlögin höguðu því svo til að
Móa var alltaf nærri á stærstu
stundunum í lífi mínu, þegar ég
átti von á fyrsta barninu mínu leit-
aði ég til hennar. Síðan þegar ég
átti börnin mín skaut Móa alltaf
upp kollinum, styðjandi og hvetj-
andi. Móa var ljósmóðir að mennt
og af öllum ljósmæðrum ólöstuðum
þá kynntist ég aldrei neinni eins og
henni.
Afkomendur hennar, börn,
barnabörn og tengdabörn bera
henni og Dolla fagurt vitni. Hún sá
drauma sína og þrár rætast í þeim.
Elsku Dolli, megi minningin um
yndislega eiginkonu styrkja þig og
styðja á þessari erfiðu stund. Sem
og vitneskjan um að afkomendur
ykkar Móu þarfnast þín ekki síður
nú en áður, þá ekki síst litlu afa-
börnin.
Sigríður Jónsdóttir
og fjölskylda.
Það leitaði margt á huga minn
þegar ég frétti að Móa væri dáin.
Hún tók á móti mér þegar ég
kom í heiminn, hún var ljósmóðir
mín.
Ég hef alltaf verið stolt af því að
geta sagt að hún Móa, systir hans
pabba, hafi tekið á móti mér.
Minningin um hana er svo falleg.
Hún var tignarleg, með mjúka og
MÓEIÐUR Á.
SIGURÐARDÓTTIR
✝ Móeiður ÁslaugSigurðardóttir
fæddist í Birtinga-
holti í Hrunamanna-
hreppi 27. nóvember
1943. Hún lést á
kvennadeild Land-
spítalans v/Hring-
braut 18. janúar síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Fella- og Hólakirkju
28. janúar.
góðlega svipinn henn-
ar ömmu og þessi
svipur bræddi hvert
hjarta. Minningin um
Móu, Dolla og krakk-
ana er í fersku minni
þegar von var á þeim í
heimsókn í sveitina til
lengri eða skemmri
tíma. Það ríkti alltaf
mikil eftirvænting að
fá þau í heimsókn, og
ekki var spennan
minni að fá að vera
hjá þeim í Gaukshól-
unum. Þau voru alltaf
svo hress og skemmti-
leg og það var einmitt þessi glað-
værð og jákvæðni sem hjálpaði
Móu svo mikið í veikindunum
hennar og síðast en ekki síst að
hafa átt einstakan eiginmann og
börn, stór og smá, sér við hlið. Móa
fylgdist alltaf með systkinabörnum
sínum og síðast nú í nóvember þeg-
ar ég eignaðist litlu Ragnheiði
mína þá hafði hún oftar en einu
sinni samband við mig til að at-
huga hvernig gengi. Svona var nú
umhyggjusemi hennar mikil. Ég vil
kveðja elskulega frænku mína með
þakklæti fyrir kærleikann og
hlýjuna sem hún veitti mér. Megi
góður Guð geyma sálu hennar.
Elsku Dolli, Ingunn, Siggi Örn,
Eiríkur og fjölskyldur, megi góður
Guð styrkja ykkur og hugga í sorg-
inni.
Blessuð sé minning Móeiðar Sig-
urðardóttur.
María Magnúsdóttir.
Hún Móa móðursystir mín hefur
kvatt þennan heim. Eftir sitjum við
hnípin og sorgmædd en yljum okk-
ur við minningarnar um þann tíma
sem við vorum samferða.
Ein af mínum fyrstu minningum
er einmitt frá brúðkaupi þeirra
Móu og Dolla. Ég hafði aldrei séð
slíka prinsessu, nema kannski í
ævintýrabókum. Svo há og grönn
og glæsileg í hvítum kjól með slör
og geislandi bros. Hvílíkt ævintýri.
Ég man stundir í Básendanum:
Tvær systur úr sveitinni í pössun,
spilandi á spil við Móu og Dolla,
spurningaleikir, getraunir, mér
fannst ég vera fullorðin, þannig var
framkoma hennar og fas alla tíð.
Það veittist henni jafn auðvelt að
setja sig í spor krakkanna eins og
að takast á við hlutverk fullorðins-
áranna. Fyrir vikið fannst mér allt-
af sem Móa væri tengiliður milli
kynslóðanna. Hún var líka yngst í
stórum systkinahópi og því ekki
svo miklu eldri en fyrstu systk-
inabörnin hennar og ég held ég
geti fullyrt að við höfum öll átt
mikinn vin og félaga í henni Móu.
Gamansemi og kátína einkenndi
Móu. Samt færði lífið henni ekki
eintóma gleði því að hún greindist
ung með hinn ólæknandi MS-sjúk-
dóm. En þrátt fyrir áralöng og erf-
ið veikindi kvartaði hún ekki, held-
ur dró úr þegar hún var spurð um
líðan og lét ekkert illa af sér. Hann
Dolli hefur reynst Móu alveg ein-
stakur eiginmaður sem annaðist
hana af sérstakri alúð og um-
hyggju og hefur létt lund þeirra
beggja án efa hjálpað þeim í veik-
indum hennar. Þó að Móa væri
bundin við hjólastól síðustu árin lét
hún sig ekki vanta á ættarmótin
okkar, hún söng og trallaði, gerði
að gamni sínu og hló sínum sér-
staka hlátri og var hrókur alls
fagnaðar.
Í gegnum árin sýndi hún mér og
því sem ég var að gera hverju sinni
mikinn áhuga og mikið þótti mér
alltaf gaman og vænt um að fá bréf
frá henni þegar ég var í útlöndum.
Á stundum þegar ég hafði ekki hitt
Móu lengi varð ég eiginlega hissa
að sjá að hún hafði elst og breyst
með árunum eins og aðrir, í huga
mér var hún einhvern veginn alltaf
þessi unga, glæsilega kona sem ég
man fyrst í brúðarkjól.
Stórt skarð hefur myndast við
fráfall Móu, en ég kveð hana full
þakklætis fyrir frændsemi og vin-
áttu alla tíð. Dolla, Ingunni, Sigga,
Eiríki og fjölskyldum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð og góðir englar gæti ykkar
allra.
Svanhildur.
Með örfáum fátæklegum línum
langar mig að minnast Móeiðar
Sigurðardóttur, eða Móu eins og
hún var ávallt kölluð.
Fyrstu alvöru kynni mín af Móu
voru þegar ég flutti úr foreldra-
húsum austan frá Reyðarfirði til
Reykjavíkur fyrir rétt 30 árum.
Ekki var laust við að ég væri
svolítið montinn fyrir hönd Dolla
frænda míns hve glæsilega konu
hann hafði krækt sér í og valið sér
sem lífsförunaut.
Mín fyrstu ár hér í borginni er
ég var laus og liðugur var ég tíður
gestur á heimili þeirra hjóna, fyrst
í Básenda 1 og síðar í Gaukshólum
2, enda ávallt velkominn hvenær
sem var. Alltaf tók Móa vel á móti
mér, ekki síst þegar ég kom til
hennar blankur eftir helgarævin-
týr til að fá góðan mat að borða.
Fyrir þessi ár vil ég sérstaklega
þakka og einnig aðstoðina þegar ég
eignaðist mína fyrstu íbúð.
Það var gott að vera í návist
Móu, það geislaði af henni lífsgleð-
in. Húmorinn, hláturinn, brosið,
alltaf til staðar. Aðdáunarvert var
að fylgjast með henni í hennar
löngu erfiðu veikindum, hve kjark-
ur var mikill, enginn sjálfsvorkunn
og aldrei kvartaði hún. Alla tíð
höfðum við gott samband, þó að
eftir á að hyggja hefðu heimsóknir
mínar til þín, Móa mín, mátt vera
fleiri síðustu árin.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir.)
Elsku Dolli, börnin og fjölskyld-
ur þeirra. Ég og Inga biðjum góð-
an Guð að styrkja ykkur á þessum
erfiða tíma sem andlát ástvinar er.
Við þökkum Móu vináttu og
tryggð og minningin um hana mun
lifa með okkur.
Eiríkur Arnþórsson.
Það ríkir söknuður.
Við söknum góðrar vinkonu Mó-
eiðar Sigurðardóttur. Við hófum
nám í Ljósmæðraskóla Íslands árið
1965 þar sem fyrir var hópur ljós-
mæðranema og var Móa ein af
þeim. Við vorum saman í heimavist
’65-’66 þar sem kynni urðu náin og
var Móa ávallt tilbúin að leiðbeina
og styðja okkur.
Fáguð framkoma, glæsileiki og
glaðværð koma upp í hugann er við
rifjum upp það sem einkenndi
Móu. Sú vinátta sem verður til á
yngri árum hefur yfir sér blæ feg-
urðar og trygglyndis, sem rifjast
upp á kveðjustund. Frá útskrift úr
Ljósmæðraskólanum höfum við
haldið hópinn, hist reglulega og
tekið þátt hver í annarrar gleði og
sorgum.
Móa greindist með M.S. sjúk-
dóm árið 1966, í öll þessi ár sýndi
hún einstakt æðruleysi.
Eiginmaður og fjölskylda studdu
Móu alla tíð. Mikill er söknuður
þeirra nú.
Við sendum þeim okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Blessuð sé minning Móeiðar Sig-
urðardóttur.
Ljósmæður
útskrifaðar 1967.
Það er alltaf þungbært að kveðja
góðan vin, ekki síst þegar kveðju-
stundina ber brátt að. Þó að Móa
hafi ekki gengið heil til skógar ár-
um saman grunaði víst engan um
síðustu jól að þau væru hennar síð-
ustu eins og raun varð á.
Ég man eiginlega ekki öðruvísi
eftir mér en að hafa þekkt Móu.
Báðar fæddar og uppaldar í sömu
sveit, Hrunamannahreppnum okk-
ar, þar sem við slitum barnsskón-
um. Þar liðu æskuárin, ár gleði og
áhyggjuleysis. Tíminn leið, við vor-
um alltaf saman, saman í skóla,
unnum saman, bjuggum saman,
óaðskiljanlegar og deildum hvor
með annarri öllum leyndustu hugs-
unum hjartans. Nú þegar Móa mín
er horfin verða minningar þessara
ára áleitnar og maður skynjar svo
vel hversu mikils virði vináttan er í
lífinu, ef til vill það dýrmætasta
sem við eigum með annarri mann-
eskju. Ein er sú minning sem er
afar áleitin, þær stundir þar sem
við sungum saman, sungum og
sungum. Stundum bara tvær,
stundum með fleiri vinkonum eða
skólasystrum.
Bestar fannst okkur við vera
bara tvær. Þá var sungið með
hjartanu ekki síður en raddbönd-
um.
Við Móa ræddum oft um barna-
lán og vorum sammála um að það
væri einhver mesta gæfa allra for-
eldra. Móa var afar stolt af sínum
hópi, börnum og barnabörnum, þau
voru hennar gæfa. Ekki læt ég lok-
ið þessum skrifum án þess að
minnast á lífsförunautinn. Dolli
stóð sem klettur við hlið hennar í
gegnum árin og átti það án efa
stóran þátt í því hvernig hún tókst
á við sjúkdóm þann sem hún var
haldin, af æðruleysi og kjarki. Hún
var alltaf jákvæð, jákvæðnin var
hennar leiðarljós í lífinu og átti
þátt í að gera hana að því sem hún
var.
Nú að leiðarlokum kveð ég mína
elskulegu æskuvinkonu og þakka
samfylgdina og allt það sem hún
gaf mér. Án efa eigum við eftir að
hittast á einhverju öðru tilveru-
stigi, þá tekur hún á móti mér og
mínum og við tökum upp þráðinn
þar sem frá var horfið.
Elsku Dolli og barnahópurinn
ykkar Móu, Guð veri með ykkur nú
og ávallt. Systkinum Móu og þeirra
fjölskyldum sendi ég mínar einlæg-
ustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Móeiðar Á.
Sigurðardóttur.
Áshildur Emilsdóttir.
Mig langar að minnast vinkonu
minnar, Móeiðar Á. Sigurðardótt-
ur, sem nú er horfin á braut yfir
móðuna miklu.
Hún var einstök kona, ætíð glöð
og ánægð þótt hún hefði átt við
erfið veikindi að stríða.
Aldrei heyrði ég hana kvarta,
það var ekki hennar lífsmáti. Ég
dáðist að þessari konu, það geislaði
af henni hamingjan og gleðin.
Við áttum heima rétt hjá hvor
annarri í stóru sambýlishúsi, og
fengum okkur saman kaffisopa og
hressingu, og hlógum saman. Það
var gott að hlæja með Móeiði.
Nú er Móeiður mín ekki hér
lengur, hennar er sárt saknað, en
minning hennar lifir áfram um
góða og yndislega konu.
Ég votta Þorleifi og fjölskyld-
unni dýpstu samúð.
Guðrún Karlsdóttir.
SMÁAUGLÝSINGAR
DULSPEKI
Sálarrannsókna-
félag Suðurnesja
Skyggnilýsingarfundur
María Sigurðardóttir, miðill,
verður með skyggnilýsingarfund
í húsi félagsins, Víkurbraut 13 í
Keflavík, sunnudaginn 3. febrúar
kl. 20.30.
Húsið verður opnað kl. 20.00.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 1 182218 Fl.
I.O.O.F. 12 182217½ Þb.
Í kvöld kl. 21 heldur Gunnar
Hersveinn erindi: „Gjöfin“ í húsi
félagsins, Ingólfsstræti 22.
Á laugardag kl. 15-17 er opið
hús með fræðslu og umræðum,
kl. 15.30 í umsjón Kristjáns Fr.
Guðmundssonar: „Spjall um
yogaiðkun”.
Á sunnudögum kl. 17-18 er
hugleiðingarstund með leiðbein-
ingum fyrir almenning.
Hugræktarnámskeið
Guðspekifélagsins verður fram-
haldið fimmtudaginn 7. febrúar
kl. 20.30 í umsjá Önnu S.
Bjarnadóttir „Hatha-jóga”.
Á fimmtudögum kl. 16.30-
18.30 er bókaþjónustan opin
með miklu úrvali andlegra bók-
mennta.
Starfsemi félagsins er öllum
opin.
www.gudspekifelagid.is
Fögur sál er ávallt ung
undir silfurhærum.
(Steingr. Thorst.)
Matti afi minn kvaddi
þennan heim að morgni
14. janúar 2002. Hann
var ákveðinn í að lifa
aldamótin og sjá 21. öld-
ina ganga í garð. Hann
stóð við orð sín.
Það er skrýtið að hugsa til þess að
eiga aldrei eftir að hitta hann aftur í
þessu lífi. Söknuðurinn er mikill, en
mestur hjá Ellu ömmu, sem hefur
kvatt lífsförunaut og besta vin hinstu
kveðju.
MARTEINN JÓN
ÁRNASON
✝ Marteinn JónÁrnason fæddist
í Keflavík 12. desem-
ber 1922. Hann lést
14. janúar síðastlið-
inn og fór útför hans
fram í kyrrþey.
Matti afi var og verð-
ur alltaf stór hluti af
mínu lífi. Hann var ekki
bara yndislegur afi, með
hlýjan og öruggan
faðm, hann var líka vin-
ur sem gott var að leita
til. Það var gott að leita
ráða hjá honum, fá
áheyrn og skiptast á
skoðunum. Við gátum
rætt saman um heima
og geima, á gamansöm-
um og alvarlegum nót-
um. Þannig voru sam-
skipti okkar afa. Hann
fylgdist alltaf vel með
sínum nánustu, vildi vita hvað allir
voru að aðhafast og lét sig þeirra mál
ætíð miklu varða. Hann gætti vel að
fólkinu sínu og bar hag okkar allra
ávallt fyrir brjósti. Þegar ég var yngri
naut ég þeirra forréttinda að búa um
tíma hjá Matta afa og Ellu ömmu á
Suðurtúni. Það var yndislegur tími.
Minningarnar eru dýrmætar og með
þeim reynum við öll að fylla upp í
tómarúmið, sem Matti afi hefur nú
skilið eftir.
Það má segja að Matti afi hafi átt
tvö heimili, annars vegar á Suðurtúni
í Keflavík og hins vegar í Stafholtsey í
Borgarfirði. Suðurtún og Stafholtsey.
Á þessum stöðum leið honum best.
Í Suðurtúni áttum við Matti afi
margar góðar stundir saman, ein slík
er mér sérstaklega minnisstæð. Þeg-
ar við afi horfðum tvö margsinnis á
„The Gods must be crazy“ og hlógum
alltaf jafnmikið í hvert skipti og
amma var viss um að við værum
gengin af göflunum! Ég man líka öll
pulsu- og rólustoppin í Botni á leiðinni
í Stafholtsey. Göngutúrar með stöng-
ina niður að á, letingjavitjanir, öku-
kennsla, spilamennska og spjall.
Þetta eru allt ógleymanlegar
stundir.
Ég sakna hans Matta afa mikið og
mun alltaf gera, en reyni að hugga
mig við allar þær yndislegu og dýr-
mætu minningar sem ég á um hann í
huga mínum og hjarta.
Guðrún Rína Þorsteinsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.