Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 55
Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 10.10.
Frá leikstjóra
Blue Streak.
Hasarstuð
frá byrjun
til enda.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit340
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 8. Vit 332
DV
Rás 2
MAGNAÐ
BÍÓ
Stórverslun á netinu www.skifan.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
1/2 Mbl
ÓHT Rás 2
DV
Aftur í bíó!
Vegna fjölda áskorana
í nokkra daga
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi 14.
Riddarinn hugrakki
og fíflið félagi hans
lenda óvart í
tímaflakki og þú
missir þig af hlátri.
Jean Reno fer á
kostum í geggjaðri
gamanmynd.
Endurgerð hinnar
óborganlegu
Les Visiteurs!
i
l
i i
FRUMSÝNING
www.laugarasbio.is
„Þvílík bíóveisla“
HVS Fbl
HK. DV
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
„Besta mynd ársins“
SV Mbl
i ir.
HJ. MBL.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i 12 áraSýnd kl. 6, 8, 10 og 12 á miðnætti.
Rick og félagar kunna bara eitt og það er að skemmta
sér. Um leið og reynt er að eyðileggja það fyrir þeim
taka þeir til sinna ráða... Frábær grínmynd með
svakalegum snjóbrettaatriðum og geggjaðri tónlist!
FRUMSÝNING
SVAL
ASTA
GAM
ANM
YND
ÁRSI
NSI
Gwyneth Paltrow Jack Black
Frá höfundum
„There´s Somet-
hing About Mary“
og „Me myself &
Irene“ kemur
Feitasta gaman-
mynd allra tíma
Sýnd kl. 5,45, 8 og 10.10.
Sýnd kl. 8 og 10.30. Vit 334. B.i. 14.
Strik.is
RAdioX
HK DV
1/2
Kvikmyndir.is
1/2
Kvikmyndir.is
1/2
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.com
strik.is
MBL
Kl. 5.30. Vit 307
Íslenskt tal
1/2
Kvikmyndir.is
betra en nýtt
Nýr og glæsilegur salur
Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6, 8 OG 10.
Sýnd kl. 8 og 10.30.
Gwyneth Paltrow
Jack Black
t ltr
l
1/2
RadioX
FRUMSÝNING
SÍÐAN Edwards hvarf hafa plötur
Manic Street Preachers selst í met-
sölu, þar með talið platan Everything
Must Go sem hefur að geyma all-
nokkrar texta sem hann hafði samið
stuttu áður en hann gufaði upp. Edw-
ards, sem væri orðinn 34 ára, á því
inni milljónir króna í höfundarréttar-
launum. Hvarf hans er enn þann dag í
dag mjög viðkvæmt mál fyrir fjöl-
skyldu hans og vini sem hingað til
hafa aldrei viljað gefa endanlega upp
vonina um að hann sé á lífi. Nú er þó
sú staða komin upp að eftir hafa verið
glataður í sjö ár þá hefur fjölskylda
viðkomandi rétt á því samkvæmt lög-
um í Bretlandi að láta lýsa hann látinn
og krefjast dánarbúsins.
Kvalinn
Í yfirlýsingu frá útgefanda Manic
Street Preachers segir hins vegar að
þessi lagalega mikilvægu tímamót
breyti engu fyrir fjölskyldu Edwards
og liðsmenn sveitarinnar og í huga
þeirra sé hann enn týndur.
Á meðan Edwards var enn í fullu
fjöri með Manic Street Preachers var
hann án efa vinsælasti liðsmaður
sveitarinnar þrátt fyrir að hafa ekki
verið með frá upphafi. Þeir ólust allir
upp í Blackwood í Suður-Wales og
voru æskuvinir. Allir voru þeir hel-
teknir af tónlist en sökum lítilla hæfi-
leika á því sviði byrjuðu félagar hans
þrír með öðrum gítarleikara, Miles
Woodward – „Flicker“. Fyrstu tón-
leikarnir voru 1989 og var Edwards
þá í hlutverki reddarans – keyrði
langferðabílinn, var hirðljósmyndari
og skrifaði hástemmdar frétta-
tilkynningar þar sem hann lýsti yfir
að sveitin væri sú besta í heimi, „skip-
uð ungum, gullfallegum ruslaralýð
sem væri búinn að fá nóg af mann-
kyninu“.
Þegar „Flicker“ var rekinn var
Edwards snarlega dreginn upp á svið
og honum gert að læra nokkur vinnu-
konugrip. Ávallt peðdrukkinn á svið-
inu heillaði hann á einhvern óútskýr-
anlegan máta sífellt fleiri unnendur
sveitarinnar upp úr skónum. En þá
þegar var félaga hans farið að gruna
að ekki væri allt með feldu. Dreng-
urinn var klárlega áfengissjúklingur.
Hann var grindhoraður og handlegg-
irnir á honum voru iðulega þakktir
áverkum sem hann hafði augljóslega
veitt sér sjálfur. Þessi undarlega
hegðun hans hélt áfram eftir að sveit-
in hafði fengið plötusamning árið
1990 og strax ári síðar fóru fjölmiðlar
að velta sér uppúr þessum sálrænu
örðugleikum hans. Viðbrögð hans
voru að stilla sér upp fyrir ljós-
myndar eftir að hafa rist með rakvél-
arblaði orðið „4 REAL“ í handleggi
sína. Og samfara því sem vegur sveit-
arinnar óx þá sökk Edwards dýpra í
fen örvinglunar. Í ágúst 1994, stuttu
eftir að The Holy Bible, síðasta plat-
an sem hann tók þátt í, kom út, var
hann lagður inn á Priory, endurhæf-
ingarmiðstöð stjarnanna, vegna ör-
mögnunar. Meðferðin gekk vel og
hann var kominn á fullt með sveitinni
að nýju í janúar 1995 þegar upptökur
hófust á fjórðu plötunni Everything
Must Go. Edwards virtist þá við góða
heilsu, var fullur af orku og hristi
texta fram úr erminni. Það átti hins
vegar eftir að breytast þegar hund-
urinn hans dó. Þá virtist sem honum
hafi farið að hraka á ný en hann hélt
þó sínu striki með sveitinni.
Horfinn
Morguninn 1. febrúar hafði Manic
Street Preachers áformað að fljúga
vestur um haf til tónleikahalds. Ekk-
ert varð hins vegar úr för þeirri því
Edwards mætti ekki út á flugvöll eins
og ráð hafði verið gert fyrir. Hann
var ekki heldur að finna á hótelher-
bergi sínu í Lundúnum og hefur ekki
sést síðan. Í herberginu var m.a.
askja þakin bókmenntatilvitnunum,
pakki af þunglyndislyfinu prósak og
farangurstaska með öllum fötum
hans í. Vitað er fyrir víst að hann hafi
ekið til Cardiff og skilið eftir í íbúð
sinni þar vegabréf sitt og önnur skjöl.
Bíllinn hans fannst hins vegar í ná-
lægð við Severn Bridge en lengra
nær slóð hans ekki.
Margir hafa hins vegar talið sig
hafa sé honum bregða fyrir. Háskóla-
kennari nokkur er t.a.m. sannfærður
um að hafa séð hann í Goa á Indlandi í
mars 1997 og foreldrar Edwards
flugu eitt sinn til Kanaríeyja eftir að
hafa fengið vísbendingu um að sést
hefði til hans í Tenerife. En ekkert
hefur spurst til Edwards og því verða
aðstandendur hans og aðdáendur enn
að halda í þá veiku von að hann sé á
lífi.
Þótt vegur Manic Street Preachers hafi aukist eftir hvarf Edwards þá
telja margir að framlag hans hafi gert tónlist sveitarinnar hættulegri.
Edwards leyndi aldrei
sjálfskvalarfýsn sinni.
Í dag eru liðin nákvæmlega sjö ár síðan Richey Edwards,
fyrrverandi gítarleikari og textahöfundur Manic Street
Preachers, hvarf sporlaust. Síðan þá hefur ekkert spurst
til hans og mýmargar vísbendingar og sögusagnir sem
komið hafa fram um ferðir hans þar engu breytt um.
Ungur ogóharðnaður.
skarpi@mbl.is
Fjölskyldan
getur látið lýsa
hann látinn
Sjö ár liðin frá hvarfi Richey Edwards