Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 16
LISTIR 16 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Við tökum við ávísunum www.spar.is Spariskírteini ríkissjóðs verða greidd út 1. apríl næstkomandi. Þá er gott að vita af fjölbreyttum ávöxtunarleiðum Sparisjóðsins. Hvort sem þú hyggst ávaxta sparifé þitt til lengri eða skemmri tíma býður Sparisjóðurinn ávöxtun sem er með því besta sem gerist á íslenskum fjármagnsmarkaði. Hafðu samband við þjónustufulltrúa okkar. Komdu í Sparisjóðinn með ávísunina frá Seðlabankanum. Tryggðu þér betri ávöxtun ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S SP A 17 18 8 03 /2 00 2 PASSÍA Hafliða Hallgrímssonar, sem frumflutt var 18. febrúar í fyrra og nýverið tilnefnd til Íslenzku tón- listarverðlaunanna, var á föstudag- inn langa endurflutt í breyttri mynd, aukin einu einsöngshlutverki, í tengslum við hljóðritun verksins. Þótti af þeim sökum hlýða að fjalla aftur um verkið, sem Jón Ásgeirsson gagnrýndi við frumuppfærsluna. Undirritaður var ekki viðstaddur fyrir ári og því ógerlegt að meta áfallnar breytingar sem slíkar. Á hinn bóginn kom hann ferskur að verkinu. Það sem sló mann fyrst og sat fastast eftir við hina klukkustundar löngu Passíu Hafliða var einkum hvað hún var bæði áhrifamikil og að- gengileg. Slíkt er ekki sjálfgefið um nútímatónsmíðar, hvað þá af þessum stærðarflokki. Má raunar heita fá- gætt að alvarleg módernísk listmúsík höfði jafnsterkt til almennra hlust- enda og maður skynjaði við þetta tækifæri, án þess að seilast að marki aftur til kunnuglegra stílbragða fyrri tíma. Þrátt fyrir að tónmálið gæti varla talizt tóntegundatengt nema í víðasta skilningi, var áferð hljóm- sveitar og kórs óvenjugegnsæ og ein- föld hjá tónskáldi sem þekktara er fyrir þéttriðinn rithátt, og sömuleiðis voru einsöngshlutverkin borin uppi af tiltölulega „eðlilegum“ líðandi sönghæfum strófum, sem skiluðu fyrir vikið meiri texta til áheyrenda en algengt er í framsækinni tónlist. Að halda athygli hlustandans föngn- um í þetta langan tíma, án þess að notast við hefðbundið lag- og hljóm- ferli og aðeins í litlum mæli við púl- stengda hrynjandi, er litlu minna en galdri líkast. Trúlega hefur sá hel- gazt af samspili frumlegrar nálgunar, faglegrar reynslu og þroska og ekki sízt af mikilli einlægni gagnvart við- fangsefninu. Þegar þar við bætist óvenjugóður flutningur – sem að vísu hlýtur að hafa notið góðs af fyrri upp- færslu og heils árs legu í salti – var býsna fátt eftir sem farið gat úrskeið- is. Svo fór né heldur. Á mælistiku stærðar, glæsileika og vinnuvöndun- ar virtist þvert á móti komið fram eitt merkasta kirkjuverk frá síðari ára- tugum íslenzkrar fagurtónlistar. Á mælistiku tilhöfðunar – sem ætti að vera öllum æðri hér og nú, hvað sem líður hismisáldi óvissrar framtíðar – man undirritaður ekki eftir að hafa heyrt neina íslenzka tónsmíð úr sömu grein er stenzt samjöfnuð við þetta að mörgu leyti magnaða verk. Þar með er þó ekki sagt að allt hafi hrifið mann jafnmikið upp úr skón- um. Músíklega virtist framdrifsafl verksins, a.m.k. í fyrri hluta, reikult, að maður segi ekki kyrrstætt; nánast eins og röð kyrralífsmynda með stundum lítt greinanlegu innbyrðis samhengi, hvað svo sem ítrekuð hlustun kann að leiða í ljós. Á hinn bóginn er ekki víst að höfundi hafi verið nein „frásögn“ í dramatískum skilningi efst í huga, enda virtist textavalið ekki styðja þá tilgátu. Fimm 20. aldar ljóðabrot, flest inn- byrðis óskyld, mynduðu í fyrri og skemmri hluta verksins óhlutbund- inn og nútímalegan inngang að aðal- efninu, og virtust í fljótu bragði án mikilla tengsla við atburðina á Golg- ata. Í seinni hlutanum, sem burtséð frá einni vísu eftir Bjarna Jónsson var al- farið sett saman úr stök- um vísum úr Passíu- sálmum Hallgríms Péturssonar, var meira samhengi milli stakra þátta og framvindan al- mennt þéttari. Litauðgi var gífurleg í allfjöl- breyttum hljómsveitar- rithætti höfundar, og naut verkið ekki sízt andstæðuvirkni gisn- ustu flata. Annar eins tærleiki hefur tæplega áður verið jafnáberandi í eldri verkum höfundar, þar sem meira hefur far- ið fyrir margslungnum „massa“. Þrátt fyrir fjöl- breytnina virtust þó tvenns konar dulúðarhrif algengust; annars vegar töfrandi tilfinning fyrir einskonar gimsteinahelli Aladdins eða undrum hafdjúpanna, hins vegar seiður upp- himins og ljósvakurrar edenssælu, hvort tveggja ríkulega undirstrikað af víbrafóni, málmspilum og hörpu. Þetta gegnumgangandi „misterioso“ var þó stundum rofið af ógn og dep- urð umfjöllunarefnis, og stígandin að hápunktinum fyrir lokakórinn – að undangengnum litlum sorgarmarsi sem vel hefði mátt nota meir í alls- herjar púlseklunni – var stórmögnuð. Það sem stakk mann mest á verri veg var innskotsorðið „passía“, sem brá fyrir hjá kór eða mezzosópran á alls átta stöðum án auðsjáanlegs til- efnis. Alltjent fóru innskot þessi rammskakkt í undirritaðan, sem skynjaði þau líkt og úr lausu lofti – hafi þau þá ekki átt að vera til marks um þumbaralega firringu og afstöðu- leysi nútímamanna í skeytastíl. Alla- vega virtist eitthvað tilgerðarlegt gervibragð af þessu athæfi, sem komst hættulega nærri því að verka truflandi. Hitt er svo önnur spurning, hvort hugsanlega hefði ljáð verkinu sterkari heildarsvip að fela ljóðskáldi að semja sérstakt líbrettó, í stað þess að tónskáldið tíndi til vers frá ýmsum nútímahöfundum og sr. Hallgrími, eins og hér var gert. Allur flutningur var í alla staði hinn vandaðasti. Kórinn var agaður og tandurhreinn, hljómsveit og org- elinnslög nákvæm sem klukka, og einsöngvararnir sömuleiðis. Þótt enn mætti skerpa nokkur samhljóð ís- lenzka textans, söng Mary Nessinger eins og engill á víðu sviði í hæð, styrk og skapbrigðum. Garðar Thor fór með tenórhlutverk Jesú af örðulausri mýkt en einnig karlmannlegri festu. Áheyrendur í fullsetinni Hallgríms- kirkju höfðu verið beðnir um að klappa ekki að leikslokum, en úr aug- um flestra skein engu að síður langt og voldugt, þögult lófatak. Magnaðar kyrralífsmyndir TÓNLIST Hallgrímskirkja Hafliði Hallgrímsson: Passía op. 28. Mary Nessinger mezzosópran, Garðar Thor Cortes tenór; Mótettukór og Kamm- ersveit Hallgrímskirkju. Orgelleikarar á stóra og litla orgel Hallgrímskirkju: Douglas Brotchie og Kári Þormar. Kons- ertmeistari: Gerður Gunnarsdóttir. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Föstudag- inn 29. marz kl. 17. KÓRTÓNLEIKAR Hafliði Hallgrímsson Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.