Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 30
DAGBÓK 30 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... MIÐASALA á Listahátíð íReykjavík hefst í dag. Hátíðin leggst vel í Víkverja í ár enda kennir þar margra grasa. Einn af hápunkt- unum er tvímælalaust sýningin á Hollendingnum fljúgandi í Þjóðleik- húsinu. Það er ekki á hverjum degi að Wagner-ópera er færð upp hér á landi og hugsa tónlistarunnendur sér gott til glóðarinnar. Wagner á hér mikið og traust fylgi eins og Richard Wagner-félagið á Íslandi gefur til kynna en Víkverja er ekki kunnugt um að starfrækt sé félag um annað tónskáld hér á landi. Félagið hefur verið afar virkt frá því það tók til starfa fyrir fáeinum árum og hefur gengist fyrir ýmiskonar dagskrá tengdri Wagner, efnt til myndbanda- sýninga á óperum hans og staðið fyr- ir ferðum á sýningar erlendis, eink- um til Bayreuth, sem er eins konar minningarmiðstöð Wagners. Margt góðra manna kemur að uppfærslunni í Þjóðleikhúsinu en hún er samstarfsverkefni Listahátíð- ar, Þjóðleikhússins, Íslensku óper- unnar og Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Gaman er að sjá þessa máttarstólpa í íslensku listalífi taka saman höndum með þessum hætti en Víkverji vildi að ósekju sjá það gerast oftar. Möguleikarnir eru óþrjótandi, þegar aðilar af þessari stærðargráðu leggjast á eitt. Vonandi verður fram- hald á. Af mörgu öðru er að taka á Listahátíð. Fiðluleikarinn Maxim Vengerov og sópransöngkonan June Anderson eru listamenn í fremstu röð og Kronos-kvartettinn er kamm- erhópur sem er óhræddur við að fara ótroðnar slóðir. Af honum vill Vík- verji helst ekki missa. Kronos heldur tvenna tónleika og á öðrum þeirra frumflytur kvartettinn meðal annars tvær nýjar útsetningar á lögum Sig- ur Rósar. Sigur Rós verður svo aftur í aðalhlutverki á tónleikum sem hverfast um Eddukvæðið Hrafna- galdur Óðins. Forvitnilegt verkefni. Þá telur Víkverji víst að Íslendingar muni fjölmenna á tónleika sígauna- sveitarinnar Taraf de Haïdouks. x x x VÍKVERJI hefur yndi af knatt-spyrnu. Þess vegna þykir hon- um miður að Robert Pires skuli missa af heimsmeistaramótinu í sum- ar en franski landsliðsmaðurinn sleit krossband í hné í leik með liði sínu, Arsenal, á dögunum, og verður frá keppni mánuðum saman. Pires hefur að margra mati verið besti leikmað- urinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur og hefði án efa sett mark sitt á HM í Japan og Kóreu. Hann er óvenju út- sjónarsamur leikmaður, fljótur og flinkur og knötturinn flæðir afar vel í gegnum hann, eins og oft er sagt. Pires virðist með öðrum orðum alltaf vita upp á hár hvenær hann á að losa sig við þann hnöttótta. Félagi hans í Arsenal-liðinu, Dennis Bergkamp, lét þess líka getið í pistli á heimasíðu sinni á Netinu nýverið að hann hefði aldrei leikið með manni sem héldi boltanum jafn vel og Pires. Það væri varla vinnandi vegur að taka hann af honum. Og hefur Bergkamp nú leikið með þeim mörgum góðum. Vart þarf að taka fram að þetta er mikið áfall fyrir Pires sjálfan en á síð- asta heimsmeistaramóti, í Frakk- landi 1998, og á Evrópumeistara- mótinu í Niðurlöndum 2000 var hann að mestu varamaður. Nú átti hann að vera í lykilhlutverki í liði heims- og Evrópumeistaranna. Salt eða nagladekk? ÉG ER algjörlega orðlaus yfir hinum gegndarlausa saltaustri á göturnar. Lát- um nú vera ef um er að ræða mikla hálku í bröttum húsagötum þar sem bíl- stjórar myndu eiga í erfið- leikum með að komast upp götuna snemma að morgni þegar kaldast er. En þann- ig er nú ekki málið vaxið því að nú síðustu daga (miður mars) hafa allar götur borgarinnar verið snjólaus- ar, þurrar, hálkulausar og hitastigið yfir frostmarki. Samt sem áður hafa saltbíl- arnir komið jafnvel tvisvar að morgni, fyrst milli kl. 6 og 7 og svo aftur um kl. 9. Er virkilega ekkert skipu- lag á því á hvaða götur hver bíll/bílstjóri dreifir salti? Mér finnst að eftir saltaust- urinn verði göturnar jafn- vel hálli, sem getur valdið slysum. Það eru ekki bara göt- urnar og bílarnir okkar sem verða ataðir saltpækli held- ur fötin manns líka, sér- staklega ef vindur og þurrkur fylgir í kjölfarið. Einn daginn fyrir síðustu áramót hvessti þegar á dag- inn leið og eftir að hafa komið við í búðinni á heim- leið úr vinnu og barist gegn vindinum á bílastæðinu þar ók ég rakleiðis heim. Þegar ég kom út úr bílnum var ég öll þakin gráu dufti frá hvirfli til ilja, hárið, andlitið, úlpan, buxurnar, sokkarnir og skórnir. Ég leit út eins og vofa þar sem ég þreifaði mig áfram upp tröppurnar og reyndi að sjá þrepin með því að skafa af augnhárun- um og andlitinu. Og sú spurning vaknaði hvað yrði um alla þá eðju sem mynd- ast á götunum eftir þennan hömlulausa saltaustur. Hún hlýtur að berast niður í nið- urföllin og út í sjó! Er það ekki líka mengun? Mig langar að spyrja: Er engin leið að fá skýr og klár svör við því hvort sé betri sú mengun sem nagladekk- in valda eða sú sem salt- dreifingin veldur. Þar sem ég veit að fleiri íbúar en ég á Reykjavíkursvæðinu eru öskureiðir út í þennan tak- markalausa saltaustur væri afar gagnlegt að fá svör á þessum sama vettvangi (Velvakanda eða annars staðar í Mbl.) frá þeim ráðamönnum borgarinnar sem þessum saltaustri ráða, bæði hvað viðkemur skipu- lagi, gagnsemi og mengun. Þessi sífelldi saltaustur gengur ekki lengur. Saltvondur ökumaður. Hver kaupir gömul föt? ER einhver búð í Reykjavík sem kaupir gömul föt? Fyr- ir jól er einhver staður sem tekur á móti efnisafgöng- um, gardínum, garni o.fl. Er það eingöngu fyrir jól og hver er það sem tekur við svona? Tapað/fundið Alpahúfa týndist á Bókhlöðustíg SVÖRT alpahúfa tapaðist fyrir utan Bókhlöðustíg 6 / Stöðlakot að kvöldi 26. mars. Skilvís finnandi vin- samlegast hafi samband við Sigrúnu, gsm 699-5206. Dýrahald Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR, blár, fannst í Neðra-Breiðholti sl. miðvikudag. Fuglinn er mjög gæfur. Upplýsingar í síma 557-4212 og 898-4070. Kettlingur í óskilum KETTLINGUR, grár með hvítar loppur, hvíta blesu og gráan blett á trýni, fannst á horni Barónsstígs og Laugavegs. Uppl. í síma 867-2101. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG skrapp í Kringluna fyrir stuttu í snyrti- vöruverslunina Hygeu, þar tók á móti mér kona að nafni Jóna (ljóshærð) og langar mig til að þakka henni fyrir frá- bæra þjónustu. Ég kom til að spyrjast fyrir um næturkrem og langaði til að fá prufu hjá henni til að prófa. Ekki stóð á því hjá af- greiðsludömunni og gaf hún mér nokkrar prufur algerlega óbeðin bæði af kreminu sem ég hafði verið að grennslast fyrir um og síðan fleiri krem- um frá sama framleið- anda og bauð mér að prófa. Á leiðinni út úr versluninni bauð hún mér líka prufu af nýju body- lotion sem hún var að taka upp, þetta er alveg einstakt á Íslandi þar sem venjulega þarf að gráta út hverja einustu prufu og maður hefur á tilfinn- ingunni að þetta sé hreint ekkert sjálfsagður hlut- ur, sem það ætti að vera þar sem snyrtivörur eru munaðarvara og eru dýr- ar. Þar sem ég var svo ánægð með þjónustuna ákvað ég að versla við verslunina og fékk hún mín viðskipti vegna frá- bærrar þjónustu og lét mig finna að þeim væri annt um viðskiptavininn. Takk fyrir, Jóna í Hygeu. Næturkremakonan. Þakka frábæra þjónustu 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 grasflöt, 4 þvættings, 7 lestarop, 8 skordýr, 9 töngum, 11 anga, 13 óska, 14 hrafnaspark, 15 flugvél, 17 afkimi, 20 agnúi, 22 birgðir, 23 styrk, 24 rekkjan, 25 skepnurnar. LÓÐRÉTT: 1 annmarki, 2 afkvæm- um, 3 rusta, 4 brjóst, 5 svipaður, 6 slæða, 10 bera sökum, 12 keyra, 13 mönduls, 15 gangfletir, 16 hreinum, 18 blæs köld- um vindi, 19 rótartaugin, 20 flokkur konungs, 21 svöl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 holskefla, 8 labba, 9 tanna, 10 uxu, 11 róður, 13 raust, 15 brött, 18 sigur, 21 jók, 22 kauna, 23 afurð, 24 dularfull. Lórétt: 2 ofboð, 3 staur, 4 ertur, 5 lendu, 6 hlýr, 7 batt, 12 urt, 14 ali, 15 baks, 16 önugu, 17 tjara, 18 skalf, 19 grufl, 20 rúða. K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Arnom- endi P-63, Lagarfoss, Arina Arctica, Dettifoss og Gudrun II. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Gemini vænt- anlegt. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðju- og fimmtudaga kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, leirkera- smíði, kl. 10 boccia, kl. 10 enska, kl. 11 enska, kl. 13 vinnustofa, postu- línsmálning og bað. Búnaðarbankinn verður á Aflagranda 40 þriðju- daginn 2. apríl kl. 10.15. Verslunarferð í Hag- kaup í Skeifunni mið- vikudaginn 3. apríl kl. 10 frá Grandavegi með viðkomu á Aflagranda. Kaffiveitingar í boði Hagkaups. Skráning í afgreiðslu og í síma 562- 2571. Nýtt jóga- námskeið hefst fimmtu- daginn 4. apríl. Kennt verður tvisvar í viku, á þriðjud. og fimmtud. Kennsla hefst kl. 9. Skráning í afgreiðslu í síma 562-2571. Opið hús fimmtudaginn 4. apríl. Húsið opnað kl. 19.30. Félagsvist kl. 20. Léttar kaffiveitingar. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa. All- ar upplýsingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 17 fótaaðgerð, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist. Eldri borgarar Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga föstudaga kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboð- um, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlað- hömrum fimmtudaga kl. 17–19. Púttkennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Í dag vinnu- stofa, kl. 13.30 spilað í Kirkjuhvoli, kl. 13 mál- un, kl. 13.30 tréskurður. 3. apríl: Kl. 11.15 og kl. 12.15 leikfimi, kl. 13.05 róleg stólaleikfimi, kl. 13 vinnustofa, kl. 13.30 handavinnuhornið, kl. 16 trésmíði. 4. apríl: kl. 9.45 boccia, kl. 9 vinnu- stofa, kl. 13 málun, ker- amik og postulín. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Söngstund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur. Félag eldri borgara, Kópavogi. Opið hús í Gullsmára 13 laug- ardaginn 6. apríl kl. 14. Dagskrá: Upplestur, hljóðfæraleikur o.fl. Kaffi og meðlæti. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag: brids, nýir spilarar vel- komnir. Saumur undir leiðsögn og frjáls handavinna kl. 13:30. Spænskukennsla kl. 16:30. Á morgun mið- vikudag línudans kl. 11:00, myndlist og pílu- kast kl. 13:30. Upplýs- ingar í Hraunseli, sími 555-0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10.00–13.00. Kaffi – blöðin og matur í há- degi. Þriðjudagur: Skák kl. 13.00 og alkort spil- að kl. 13.30. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Söng- félag FEB kóræfing kl. 17.00. Línudanskennsla Sigvalda kl. 19.15. Söngvaka kl. 20.45, um- sjón Sigurbjörg Hólm- grímsdóttir. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ á morgun kl. 14. Miðapantanir í síma: 588-2111 og 568- 9082. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 9–16.30 vinnu- stofur opnar. Frá há- degi spilasalur opinn. Kl. 13 boccia. Veitingar í veitingabúð. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575-7720. Leikhúsferð í Ásgarð á morgun kl. 14. Leikhóp- urinn Snúður og Snælda sýnir Í lífsins ólgusjó og Fugl í búri. Skráning á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 gler- skurður, kl. 10 handa- vinna, kl. 14 þriðjudagsganga og boccia, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leikfimi, kl. 19 brids. Einmán- aðarfagnaður verður í Gjábakka 4. apríl kl. 14. Fjölbreytt sköpunar- og skemmtidagskrá sem er samstarfsverkefni Digranesskóla, leikskól- ans Marbakka og Gjá- bakka. Vöffluhlaðborð. Allir velkomnir. Hand- verksmarkaður verður fimmtudaginn 4. apríl. Vinsamlega pantið borð sem fyrst í síma 554- 3400. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 19 gömlu dansarnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaaðgerð, hársnyrting. Kl. 10.30 söngstund við píanóið. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskurður og tré- málun, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–17 hárgreiðsla. Kl. 13 myndlist. Háteigskirkja eldri borgar á morgun mið- vikudag, samvera, fyr- irbænastund í kirkjunni kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 9–17 hárgreiðsla. Fé- lagsstarfið er opið öllum aldurshópum, allir vel- komnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 spilamennska. Í dag kl. 13–14 verður Lands- banki Íslands hf. með almenna bankaþjónustu. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskuður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 hand- mennt og körfugerð, kl. 14 félagsvist. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í síma 552 6644 á fundartíma. ITC-deildin Fífa Kópa- vogi, fundur á morgun kl. 20.15–22.15 í Safn- aðarheimili Hjalla- kirkju. Allir velkomnir. Upplýsingar gefur Guð- björg í síma 586-2565. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Fundur í kvöld kl. 20. Avon-snyrtivöru- kynning. Félagsvist og kaffi. Mætum allar. Í dag er þriðjudagur 2. apríl, 92. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Jes- ús sagði við hann: „Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“ (Jóh. 20,29.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.