Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ          BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG undirrituð, Þórunn Valdimars- dóttir sagnfræðingur og rithöfundur, er komin áleiðis við efnisöflun til sögu þjóðskáldsins, þýðand- ans, uppreisnarklerks- ins og ritstjórans Matt- híasar Jochumssonar. Mikið efni varðandi Matthías er varðveitt á handritadeild Lands- bókasafns í Þjóðarbók- hlöðunni, sem ég hef farið í gegnum, en sárt er hve lítið er þar af bréfum til Matthíasar, og þau eingöngu frá er- lendu fólki. Afkomend- ur séra Matthíasar eru margir og góð von er til að gögn varðandi sögu hans leynist í hirslum í ýmsum ættleggjum, rit- mál, smámunir, sögur, myndir, kvæði eða aðrar minjar. Ljóst er að hinn mikli áratugur þrifn- aðar og eyðileggingar, sá sjöundi síð- ustu aldar, eyddi mörgu, en vonandi síður því sem viðkom Matthíasi, því hann var eins og önnur stórskáld tek- inn í hálfguðatölu. Verðmæti varð- andi sögu hans, myndir, sögubrot, óbirtur kveðskapur, bréf, leynast örugglega víðar en á menningarstofn- unum, hann hafði samskipti við svo margt fólk á sinni löngu leið. Ögmundur Helgason, forstöðu- maður handritadeildar, hvatti mig til að nota þessa aðferð til að kalla eftir efni til sögu Matthíasar sem enn kann að leynast úti í samfélaginu. Ekki er verið að fara fram á að fólk framselji menjar sem það stendur í kær- leikssambandi við held- ur láni þær tímabundið svo hægt sé að taka af ljósrit eða myndir. Matthías er sameign okkar allra eins og jökl- arnir og miðjan á há- lendinu. Vonandi tekur fólk á sig krók eftir þessa hvatningu í stað þess að lúra áfram á efni til sögu hans. Látið orð- ið ganga. Handritadeildin á neðstu hæð Þjóðarbókhlöðunnar tekur feg- ins hendi við efni til láns eða varð- veislu varðandi Matthías og fortíð okkar allra. Með von um góðar und- irtektir. ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR, rithöfundur. Efni til sögu Matthíasar Jochumssonar Frá Þórunni Valdimarsdóttur: Matthías Jochumsson Í MORGUNBLAÐINU 16. mars gefur að líta grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem hefur annað yfirbragð en fyrri greinar hennar. Þar leynist ekki að hún hefur fengið alvarlegt sjokk þegar hún gerir sér grein fyrir hverjir eru mótframbjóð- endur hennar í Reykjavík. Hún er ekki vön að telja sig þurfa að skýra oft frá þeim blekkingum sem hún hefur haldið að kjósendum í sam- bandi við skuldasöfnu Reykjavíkur- borgar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft yfir að ráða hæfum frambjóð- endum bæði í Reykjavík og annar- staðar og hafa færri komist á listana en viljað hafa. Þar sem uppstilling- arnefndir eða kjördæmaráð hafa þurft að velja frambjóðendur á D- listana hefur svo sannarlega ekki verið eftirsóknarvert að þurfa að hafna góðu fólki vegna þrengsla. En hverfum aftur að Ingibjörgu Sólrúnu, nú sér hún að hún hefur fengið ofjarla sína til að berjast við og fer þar fremstur í flokki Björn Bjarnason sem enginn efast um að er einn af okkar hæfustu stjórnmála- mönnum. Björn er líka vafalítið sá er best kannast við menntamál og al- mennt við öll sveitarstjórnarmál, það þýðir ekki fyrir Ingibjörgu Sólrúnu að bera fram gömlu blekkingarnar gegn honum, né þeim lista sem nú er fyrir D-listann. Hingað til hefur það verið háttur Ingibjargar að svara andstæðingum sínum með hroka og segja að þetta sé ekki rétt eða þetta sé nú gamalt plötuspil sem enginn tekur mark á. Nú veit almenningur, sem eitthvað fylgist með borgarmálefnum að R- listinn, undir stjórn Ingibjargar Sól- rúnar, hefur rúmlega áttfaldað skuldir borgarinnar síðan hann prettaði sig inn í Ráðhúsið á vordög- um 1994, þetta eru rúmar níu millj- ónir dag hvern sem skuldirnar hækka. Fyrir kosningarnar 1994 var 80– 100 manna hópi frá hvorum lista boð- ið niður í Hótel Holiday Inn, á blaða- mannafund um loforð R-listans, hverju hann ætlaði að breyta kæmist hann til valda. Þessi fundur var allur tekinn upp á segulband hjá útvarpinu og á ég eintak af þeim fundi. Segja má að það setur að manni hroll þegar maður hlustar á þetta og ber saman við efndir R-listans. Svo gríðarleg svik hafa örugglega sjaldan verið á prent sett, fyrir fjórum árum bað R- listinn um biðlund fjögur ár í viðbót því ekki hefði unnist tími til að vinna allt sem þurfa þótti eftir að D-listinn hafði stjórnað svo lengi. Segja má að það litla sem R-listinn hefur ætlað að framkvæma eru svo mikil asnaspörk að fólk hefur risið upp til mótmæla og undirskrifta hvar sem er í bænum. Nefna má nokkur dæmi: byggingarn- ar á Álheimatúninu, barnaheimili við Hæðargarð og á Teigunum, Lauga- veg 53 sem allt er ein sorgarsaga, meira og minna allt sem róta átti við í Kvosinni, hótel við Aðalstræti, fyll- ingin við Grandann í Vesturbænum, o.m.fl. Í Kastljósþætti er Ingibjörg Sólrún mætti Birni Bjarnasyni var hún öll á iði, gat ekki setið kyrr augnablik, tók trekk í trekk fram í fyrir Birni, gat ekki leynt sínum ruddaskap og frekju, aðeins ef tíminn liði fyrr: án þess að Björn gæti dregið fram meira af svikum R-listans og prettum. Ég skora á fólk að kynna sér betur vinnubrögð R-listans og sýna það í kjörkassanum í vor hvaða álit það hefur á stjórn borgarinnar. KARL ORMSSON, fv. deildarfulltrúi. Hroki borgarstjórans Frá Karli Ormssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.