Vísir - 10.05.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 10.05.1980, Blaðsíða 2
Laugardagur 10. mal 1980 2 ár liðin frá hemámi Ísíands: ' “mmm M Bri'tai setja her á latiá í Reyfeiavík. ia >!> i'-rðí * KWfc<t t>U^l»ff4» *giÍ t myar.tex* Mm, »»<•»♦«■ tf (wtlr. i aam Hernám íslands var náttúrlega mikill blaða- matur og lögðu blöðin allar forsiöur sinar undir at- buröinn. Hér er forsíöa Alþýöublaösins frá 10. mai 1940. Timinn kom á þessum ár- um út þrisvar í viku og þetta blað kom út daginn eftir hernámiö, 11. maí. Þjóöviljinn tók nokkuð annan pói i hæðína varð- andi hernámið og hvatti menn til andstööu gegn „hernámsliði auövalds- ins". Forsiöan ll. mai. — í mai 1940 hafði heims- styrjöldin síðari staðið í einn vetur. Ef undan eru skildar herfarir gegn Pól- verjumog Finnum var litið um mikilsháttar hernaðaraðgerðir, á flest- um vigstöðvum stóð í stappi og þófi og á Englandi var með lítils- virðingu talað um „the phoney war", þó þær þús- undir sem þegar voru fallnar væru sist „phoney dead". Ýmis teikn voru þó á lofti, þannig að vetrung- urinn kynni að vaxa úr grasi og verða meiriháttar skrímsl: snemma í apríl réðust hersveitir Þjóðverja inn í Danmörku og Noreg og var í mai enn barist af grimmd í Noregi, allt útlit var fyrir sókn sömu her- sveita vestur i Niðurlönd og Frakkland og i Mið- og Austur-Evrópu var allt á suðupunkti. A Islandi gekk lifið sinn vanagang og menn urðu lítt varir við stríðið nema af blöðum þó ýmsir þættust merkja lið- safnað kringum landið, menn vonuðu að þeir kæm- ust hjá því að lenda i stríð- inu. Þá var það eld- snemma morguns að næturhrafnar eða árrisulir urðu þess varir að ekki var allt með felldu... Herskip á leið inn fíóann! Þetta var aö morgni 10. mai, nákvæmlega fyrir 40 árum siöan. Þaö var föstudagur og vor i loftinu, Reykvikingar höföu yfir- leitt gengiö seint til náöa kvöldiö áöur og slæöingur af rónum var enn á ferli. Um þrjú-leytiö um morguninn vöknuöu menn svo viö flugvélarhljóö yfir bænum, þaö var harla óvenjulegt. Um sama bil sást einnig móta fyrir grá- skrokka bryndrekum sem ösluöu inn Faxaflóann, þar voru herskip á ferö. Lögreglustjóri Reykjavik- ur var þá Agnar Kofoed-Hansen en hann var þá austur á Laugar- Einar Arnalds, fyrrum hesta- réttardómari og fulltrúi lögreglu- stjóra 19. mai 1940: „Hermanni varö aöeins aö oröi: Jæja, eru þeir þá komnir....” vatni aö halda foringjanámskeiö fyrir hluta af mönnum sinum, i hans fjarveru gegndi Einar Arnalds, fulltrúi, æöstu lög- vörslustörfum. Visir innti hann eftir atburöum þennan örlagarlka mai-morgun. „Um nóttina var hringt til min frá lögregluvaröstofunni,” sagöi Einar, ,,og mér sagt, aö herskip væri komiö á ytri höfnina. Ég geröi ráö fyrir, aö þaö væri breskt herskip aö flytja hingaö sendi- herra, sem ég vissi aö var væntanlegur. Nokkru siöar var enn hringt til min frá varöstof- unni og mér tjáö aö önnur þrjú herskip sæjust nú sigla inn á ytri höfnina. Þá klæddi ég mig og ók niöur á varöstofu og þaöan I fylgd meö tveimur lögregluþjónum fram á hafnarhaus. Viö gengum úr skugga um aö herskipin voru fjögur og flugvélar voru á sveimi yfir þeim. Ég geröi mér og strax grein fyrir þvl aö hér var um bresk herskip aö ræöa. Samkvæmt hlutleysisreglum okkar máttu ekki fleiri en þrjú herskip sama ófriöarrikis, eöa bandamanna þeirra, dveljast samtimis i islenskri höfn eöa landhelgi og ekki lengur en 24 klukkustundir. Flugvélum var ekki leyfilegt aö fljúga frá her- skipi meðan þaö var i landhelgi. ,, Taktu þá fasta, EinarV' Ég hringdi strax heim til ráö- herrans sem þá fór meö utan- rikismál, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, en tókst ekki aö ná slmasambandi viö hann. Hins vegar náöi ég sambandi viö Stefán Þorvarösson, skrifstofu- stjóra utanrikismáladeildar. t samráöi viö hann var ákveöiö aö ég færi út i eitt herskipanna og til- kynnti yfirmanni flotadeildar- innar aö samkvæmt hlutleysis- reglum yröi eitt herskipanna aö fara strax úr islenskri landhelgi en hin þrjú innan 24 stunda og aö allt flug frá herskipunum væri ó- leyfilegt. Ég geröi strax ráöstaf- anir til aö fá tollbátinn meö mig i ieiöangurinn og hélt niöur aö höfn i fylgd fjögurra lögregluþjóna. Meöan viö biöum eftir tollbátun- um sáum viö svo tundurspilli sigla inn hafnarmynniö. Honum var rennt hiklaust upp aö hafnar- garöinum og i land stukku her- menn meö brugöna byssustingi, þustu framhjá okkur og upp I bæ. Þetta var klukkan fimm um morguninn. Nokkrir menn voru saman- komnir þarna á hafnarbakkanum og sumir viö skál. Einn þeirra kallaöi til min: „Einar, taktu þá fasta!” Þaö voru einu tilmælin sem ég fékk um róttækar aögerö- ir i málinu!” Hér má geta þess aö drukknir menn reyndust hvaö haröastir I andstööu sinni viö innrásarliöiö. Þannig segir frá þvi I bók Gunnars M. Magnúss, Virkiö i noröri, aö einn mannanna á hafnarbakkanum, sem setiö haföi aö sumbli alla nóttina, stökk út á landgöngubrúna sem rennt var I land af tundurspillinum, skók hnefann aö hermönnunum og hrópaöi: „Ég fyrirbýö ykkur aö stiga hér á land!” ,,Jæja, eru þeir þá komnir...” Einar Arnalds heldur áfram: „Nú, þegar hér var komiö birtist breski aöalræöismaöurinn I Reykjavik ásamt starfsliöi frá ræöismannaskrifstofunni. Ég sneri mér til hans og baö um skýringu á þessu samtimis þvi sem ég lét I ljós þá ósk aö fá aö tala viö skipherra tundurspillis- ins, en aöalræöismaöurinn svar- aöi mér aöeins: „There is no time to talk about it now!” Aö svo búnu ók ég til ráöherra- bústaöarins i Tjarnargötu og baröi þar upp. Hermann Jónas- son kom til dyra i slopp. Ég sagöi honum tiöindin en honum varö aöeins aö oröi: „Jæja, eru þeir þá komnir...” Siöan gaf Hermann mér fyrirskipanir um hvernig lögreglan skyldi haga sér, hún átti aö vera afskiptalaus en reyna aö gæta þess aö ekki kæmi til á- taka. Ég hef stundum velt þvi fyrir mér hver heföu oröiö viöbrögö flotaforingjans ef ég heföi fariö á mis viö tundurspillinn og sett fram kröfuna um brottför her- skipanna.” Þar meö var hernám íslands hafiö. Þaö voru alls sjö herskip sem fluttu bresku soldátana til Reykjavikur, stærst þeirra beiti- skipin Berwick og Glasgow. Fleiri skip voru einnig á sveimi viö strendur landsins. En fylgjum nú i fótspor hermannanna sem þustu framhjá fulltrúa lögreglu- stjóra, öörum lögreglumönnum og mannsöfnuöinum viö höfnina. Þeir höföu skipanir um aö taka undir eins „hernaöarlega mikil- væga” staöi i bænum og fyrsti hópurinn, undir stjórn S.G. Cutlers majórs, og ræöismanns- ins þrammaöi sem leiö lá upp á Túngötu 18, þar sem þýski ræöis- maöurinn bjó, kunnur nasisti aö' nafni dr. Werner Gerlach. Dr. Geríach handtekinn Gerlach þessi haföi lengi veriö þyrnir I augum islenskra yfir- valda sem höföu rökstuddan grun um aö hann starfrækti sendistöö I ræöismannsskrifstofunni og kæmi þaöan boöum til Þýska- lands um ýmislegt þaö sem markvert þótti, bæri skilaboö milli njósnara o.þ.h. en ekki haföi tekist aö fá grun þennan staöfest- an. Sjálfur var Gerlach talinn allháttsettur i nasistaflokknum og mikill áróöursmaöur þó ekki hafi honum oröiö jafnágengt hér og hann heföi viljaö. Nokkru áöur en herinn steig á land höföu nábúar þýska ræöis- mannsins veitt athygli ýmsum grunsamlegum atburöum i bú- staö hans og þóttust menn merkja eldsloga I baöherbergi e r ljóst var aö breski flotinn væri á leiöinni til lands. Þegar bresku hermenninrir komu og böröu aö dyrum mótmælti Gerlach en fékk ekki aö gert, inn fóru Bretarnir. 1 baöinu logaöi þá glaöur eldur og næröist á leyniskjölum sem kona Gerlachs og dóttir fleygöu á hann en Bretum tókst fljótlega aö slökkva báliö og munu hafa náö þar verömætum gögnum. Til nokkurra stimpinga kom v.iö þennan atgang og reyndi Gerlach aö draga upp skammbyssu en náöi ekki til hennar og var afvopnaöur. Allt starfsliö ræöis- mannsskrifstofunnar var þar meö handtekiö og ekiö meö þaö niöur aö höfn og þaöan út i .... Bresku drekarnir liggja á ytri höfninni að morgni 10. maí. Berwick er til vinstri og Glasgow til hægri. Ljósm: Þorsteinn Jósepsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.