Vísir - 10.05.1980, Blaðsíða 8
vísm
Laugardagur 10. mai 1980
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Ellas Snæland Jónsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Blaöamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes
Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Auglýsingar og skrifstofur:
Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, slmi 86611.
Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ritstjórn: Siðumúla 14, slmi 86611 7 llnur.
Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson.
Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús ölafsson.
Askrift er kr. 4.800 á mánuöi.
innan-
Verð i lausasölu
240 kr. eintakið.
Prentun Blaðaprent h/f.
Fiskiskipaskripaleikur
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davíö Guðmundsson
Ritstjórar: ölafur Ragnarsson
Ellert B. Schram
Umræður undanfarinna daga
og vikna um takmörkun þorsk-
veiða hér við land til þess að
tryggja viðgang hrygningar-
stofns þorsksins hafa vonandi
orðið til þess að menn séu betur
farnir að átta sig á því, hve
gífurlega afkastamikill togara-
flotinn er og hve stuttan tíma
hann er að færa á land það, sem
taka má úr sjónum af þorski.
Jafnf ramt þessu ættu menn að
vera búnir að átta sig á, að því
fleiri skip, sem eru um þetta
ákveðna magn af þorski, þeim
mun minna kemur í hlut hvers og
eins af þeim kvóta, sem ákveðið
er að leyfa veiði á.
Þrátt fyrir þetta er það látið
viðgangast að menn kaupi sífellt
f leiri fiskiskiptil landsins og ým-
ist séu engin skip seld úr landi i
þeirra stað eða miklu minni og
eldriskip, sem jafnvel hefur ver-
ið hætt að nota til veiða hér við
land vegna þess, hve úrelt þau
hafa verið.
Þau rök, sem Steingrímur Her-
mannsson, sjávarútvegsráð-
herra og fleiri nota í sambandi
viðendurnýjun fiskiskipaf lotans,
það er að önnur skip fari úr landi
í stað þeirra, sem keypt eru hafa
reynst veigalítil meðal annars af
þeim ástæðum sem hér voru
nefndar.
Þegar útgerðarmenn geta ekki
lengur möndlað með þessa hluti
Sýndarmennska sú, sem vi&gengist hefur varöandi möndl meö sölu milii hafna á skip-
um, sem eiga aö fara úr landi samkvæmt reglum f staö nýrra fiskiskipa viröist oröin
takmarkaiaus og nú á aö láta alþingi taka þátt f þessum skrfpaleik.
og selt skip milli hafna að vild
undir því yfirskini að ýmist sé
verið að selja þau úr landi eða
f lytja þau inn í landið hleypur svo
ríkisstjórnin, sem segist vilja
koma í veg fyrir stækkun fiski-
skipaflotans, til og lætur sig ekki
muna um að flytja sérstök laga-
frumvörp á alþingi til þess að
auðvelda þennan skrípaleik.
Eitt dæmi um það er nú til
meðferðar í þingsölum, frum-
varp til laga um heimild fyrir
ríkisstjórnina til þess að leyfa á-
kveðnu útgerðarfélagi f Sand-
gerði að flytja inn I landið á
pappírunum skip, sem annar að-
ili hafði á pappírunum selt úr
landi. Skipið er aftur á móti í‘
Keflavíkurhöfn og bíður af-
greiðslu alþingis, svo að hægt sé
að sigla því til nýju eigendanna í
Sandgerði.
Þegar búið er svo að ganga f rá
þessu máli á að selja endanlega
úr landinu löngu úreltan gamlan
trébát, sem sennilega hefði verið
rif inn ef hann yrði miklu lengur í
íslenskri höfn.
En gamli fiskibáturinn, sem
mun vera um 70 lestir að stærð,
er í raun seldur úr landi í stað nýs
skuttogara, sem hingað var
keyptur og er um 500 tonn að
stærð. Frá því að hann kom til
landsins hafa menn skákað einu
skipinu í stað annars og þessi
verður niðurstaðan.
Félag dráttarbrauta og skipa-
smiðja sendi í vikunni frá sér
ályktun um lagaf rumvarpið, sem
hér var getið um, þar sem sagði,
að þetta mál væri hluti af þeim
grátlega harmleik, sem um ára-
bil hafi verið leikinn og varði
þverbrotnar reglur um sölu eldri
fiskiskips úr landi fyrir nýtt skip
erlendis frá. Málið væri þó öllu
alvarlegra nú en oftast áður þar
sem ætlunin væri að þvinga málið
í gegn með atbeina hins virðulega
alþingis, auk þess sem svo sé
mælt fyrir í lögum, að ekki sé
heimill innflutningur skipa, sem
séu eldri en 12 ára. Hér er um að
ræða 17 ára skip.
Það virðast því ekki vera nein
takmörk fyrir því hvað menn
leggja á sig í pólitfskum fimleik-
um við að fara f kringum sínar
eigin reglur og stefnuyfirlýsing-
ar.
_ Þá eru blessaöir fuglarnir
| komnir um langan farinn veg.
I Magnús Asmundsson og Stefán
| Þorláksson sáu nokkra stelka
I úti I Skjaldarvik i fyrradag.
Mig minnir aö sumir telji
■ fuglslagiö fullkomnun eöa
hápunkt sköpunarverksins.
I Fuglar geta ýmist hrærst á láöi,
legi eöa i lofti og jafnvel allt
H þetta: gengiö, synt og flogiö, og
_ geri aörir betur. Og nú man ég
| allt i einu hvaö vaföist fyrir
B mér. Halldór Laxness segir i
| Skáldatima aö hann hafi alltaf
H veriö sannfæröur um aö fugl-
■ arnir væru miklu æöri verur en
| bæöi menn og hundar. Ekkert
■ þykirhonum sjálfsagöara þegar
■ mennviljabúasértilæöriverur
■ i list og guöfræöi en þeir ljái þvi-
■ likum verum vængi i likingu
■ fugla. Aftur á méti skilur hann
■ ekki hvers vegna englar skuli
I ekki vera haföir meö fuglsnef,
| þvi fátt hafi veriö skapaö svo
' fullkomiö sem nef fuglsins sem
I hefur mikinn söng en öngvan
hráka. „Hráki fulgsins var tek-
I inn I annaö — segir i Eddu”. Og
. skáldiöbætirviö:,, Ef eihglarnir
| heföu fuglsnef mundi þaö gera
« jafnleiöinlegt hljóöfæri og hörpu
1 meö öllu þarflausa.”
Þannig eru skáldin, og mér er
" ekki örgrannt um aö sum þeirra
■ eigi sinn fugl eöa sina fugla, þótt
! lengi megi vist um þaö deila.
I Mér finnst örninn vera fugl sr.
. Matthlasar, Jónas Hallgrims-
| son á grátittlinginn, rjúpuna og
■ lóuna, þrösturinn og sólskrikjan
I eru einkafuglar Þorsteins
_ Erlingssonar, og drjúgan hluta
| á hann af svaninum meö Stein-
_ grfmi og Einari Ben. Hrafninn
| var fugl Davfös Stefánssonar og
m helsingjarnir veröa ekki teknir
| frá Stefáni frá Hvitadal. Eitt-
m hvaö ætti Jakobina aö hafa ort
■ um starra.
■ Ætli viö gefum ekki Ingi-
Af fuglum
björgu Þorbergs einkarétt á
Bra, bra. Og þó. Egill heitinn
Skallagrfmsson minntist á önd
og gagl, og Böövar Guömunds-
son orti andakvæöi, sem raunar
endar þannig aö erfitt er aö
gleyma þeim sem heyrt hefur:
En vænst f skóg
er vínönd þó,
vita menn fátt knálegra.
á förnu
vegi
l l
GIsli Jónsson skrifar
Hún býr til egg
fyrir utan stegg
óminnis meöur hegra.
Höfundur Hávamála þekkti
hegra, og hann hefur svo smogiö
inn hjá Grimi Thomsen og
Böövari.
En hver hefur ort um fuglinn
minn? Vorboöinn minn var
stelkurinn. Allt I einu stóö hann
á státnum rauöum fótum á
bakka bæjarlækjarins fyrir utan
og neöan fjóshorniö, einhvers
staöar á mörkum mýrar og tún-
vallar, aldrei of nærgöngull,
alltaf mátulega nálægur, og gall
glaölega, þvi aö stelkur hvorki
syngur, kvakar, vellur hvaö þá
jarmar, eins og Skaöi Þjassa-
dóttir sagöi um mávinn i frægri
vfsu, meö þvilikri fyrirlitningu
sem aldrei veröur viö jafnast.
Ekki spillti þaö fyrir, aö ein-
hvern veginn komst ég aö þvi aö
stelkurinn var i Bændaflokkn-
um eins og viö pabbi. Ég haföi
hins vegar lúmskan grun um aö
spóinn væri f Sjálfstæöisflokkn-
um, og hrossagaukurinn var
áreiöanlega Framsóknarmaö-
ur. Lóan heföi getaö boöiö sig
fram á ópólitfskum kvennalista.
Jafnaöarmenn og hvaö blóö-
rauöa Bolsa skynjaöi ég ekki i
fuglariki æsku minnar.
Mér hlotnaöist sú sæmd um
hriö aö vera hænsnahiröir. Þaö
starf þótti mér gott, þó ég kæm-
ist ekki hjá þvi aö álykta sem
svo aö þessi tégund fiöurfjár
væri i ógreindara lagi. En egg
þessarar skepnu voru i háveg-
um höfö. Hins vegar þótti lltill
mannfagnaöur i kjöti þeirra,
slst af öllu veislumatur, enda
þeir fuglar jafnan heldur hold-
grannir sem ég haföi I eldi.
En sjái nú alifuglar um sig. A
morgun ætla ég út f Skjaldarvfk.
25.4.’80
G.J. ■