Vísir - 10.05.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 10.05.1980, Blaðsíða 16
vism Laugardagur 10. mal 1980 mr *n. i.augaraag IV. mai 150V Sú var tíðin að Eyrar- bakki var með stærstu verslunarstöðum á landinu. Danskir kaup- mangarar ráku þar um- fangsmikla verslun og seldu þar bæði krydderi og kandís. Nú er hins vegar fátt sem minnir á þessa blómlegu verslun á Eyr- arbakka/ en litlu húsin sem ennþá standa frá gamalli tið veita þorpinu gamalt og gróið yfirbragö. Við aðalgötu þorpsins stendur lítið og berangurs- legt hús þar sem ennþá er höndlað meö vörur. Innan dyra sem varöar eru með timburhlerum og stórra glugga sem greinilega hafa eitt sinn verið lítil kýraugu/ má þar stundum sjá gamlan mann, hvitan fyrir hærum en léttan í spori. Þetta er Guðlaugur Pálsson kaupmaður á Bakkanum. Kunnugir kalla hann venjulega Lauga i Laugabúð. Guölaugur hóf a& versla þegar hermenn Þýskalands keisara ösluöu drulluna i skot- gröfum Frakklands og áfengis- bann var á dönsku nýlendunni Islandi. Þetta var áriö 1917. Guö- laugur sem nú er 85 ára hefur meö öörum oröum verslaö i 63 ár. Geri aörir betur. Þegar komiö er inn i Laugabúö veröum viö fljótt varir viö aö þar hefur veriö höndlaö lengi meö vörur. Þar inni eru nýjar vörur og gamlar I hillum, vefnaöarvörur vinstra megin, matvörur i miöju en leikföng hægra megin og svo hefur veriö um langa tlö. Innan búöarborösins stendur Guölaugur eins og hann hefur gert I 63 ár, lágvaxinn og kvikur i hreyfingum. Viö köstum á hann kveöju og segjum erindiö. Hann tekur þvl vel aö ræöa viö okkur og fyrsta sem viö spyrjum hann um eru fyrstu viöskiptin: „Þaö fyrsta sem ég seldi var vasabók á 28 aura.Hana keypti sér GIsli Skúlason en hann var fyrsti maöurinn sem kom inn i verslunina til min.” Guölaugur kemur meö gamla reikningsbók og þar stendur þaö svart á hvftu aö vasabók var þaö og á 28 aura. ,,Já ég er búinn aö standa lengi i þessu og þaö eru til menn sem hafa verslaö viö mig siöan 1917 ég man strax eftir tveimur.” //Þá var óvenjumikill konkúrans" Voru ekki Danir enn meö versl- anir hér þegar þú byrjaöir? „Jú en þeir voru nú orönir fáir og þeir hurfu aö mestu eftir 1922. Þá var hér verslun J.R.B. Lefoll en kaupfélagiö Hekla keypti verslun þeirra aö Einarshöfn og þar meö var hún úr sögunni.” 99Ég hef aldreilokad siöan i spönsku veikinni 99 Guðlaugur er með konunglegt verslunarbréf upp á vas- ann sem gefið var út fyrir 63 árum: „Ég held að ég vildi ekki eiga eftir að versla í 63 ár..." Guðlaugur með elsta hlutinn sem enn er til sölu í verslun- inni/ en það er pottaleppur frá 1917 og kostar hann 45 aura. Guðlaugur heldur upp á ýmsa gamla muni f rá því er hann var að hef ja verslunar- störf. Hér má sjá gamla enska ávísun frá árinu 1928. —Attiröu aldrei I brösum yiö dönsku kaupmennina? „Jú þegar ég var aö byrja ætlu&u þeir aö stö&va mig. Ég hafði fariö á Selfoss til sýslu- mannsins til aö kaupa leyfisbréfiö og þegar ég bar upp erindi mitt þá spuröi hann mmig „Hvað ertu gamall?” Ég svaraöi þvi eftir bestu samvisku og þá sagöi hann „Ég veiti y&ur ekki leyfiö Guö- laugur —þaö vantar 7 máúuöi upp á aldur yöar.” Ég var þá þegar byrjaöur aö versla og þegar dönsku kaup- mennirnir komust aö þessu ætluöu þeir a& kæra mig, svo ég varö aö fá annan til a& kaupa . leyfiö þessa mánu&i sem á vantaöi.” Guölaugur rær I gráöiö meöan hann rifjar upp þessa gömlu sögu. Hann er snöggur I hreyfingum þrátt fyrir árin 85 og hann ber hendurnar ótt a& þegar hann talar. „Þá var nú óvenju mikill konkúrans. Ég held aö þær hafi veriö 11 verslanirnar hérna þegar ég byrjaði. Nú eru þær þrjár. Þeir hættu eöa dóu kaupmennirnir.” Tók söluskattinn frá á hverju kvöldi. Einhvers staöar höföum viö heyrt aö Guölaugur hef&i haft sinn sérstaka hátt á meö sölu- skattinn líklega þyrftu tollayfir- völd ekki aö barma áer ef allir söluskattskyldir hef&u þennan háttinn á. Þegar viö spyrjum hann um þetta þá tistir I honum: „Ég hélt þessu leyndu I mörg ár hvernig ég fór aö. I mörg ár tók ég söluskattinn frá þvl sem komiö haföi inn um daginn. Ég geymdi hann I umslagi e&a kassa og svo sendi ég sýslumanninum þaö sem safnast haf&i saman um hver mána&amót. Ég tók aldrei af söluskattinum til eigin nota þrátt fyrir aö þetta væri oft oröin töluverö upphæö, en stundum var ég nú samt nærri þvl þegar verslunin gekk illa.” Viö sjáum I anda kaupmenn gera þetta nú á dögum... „Dýrtíðin nú ekkert í samanburði við þá!" —Hvaö finnst þér um dýrtlöina nú mi&aö viö þaö sem áöur var? „Dýrtiöin á íslandi nú er ekkert á viö þaö sem hún var á árunum 1917-22. Þá var tlmakaupiö I kringum ein króna en fariö til Reykjavíkur kostaöi fjórar krónur. Nú er tímakaupiö I kringum 3000 krónur en fariö kostar 1000 krónur.” —Hvenær fannst þér erfiöast aö versla? „Þetta hefur alltaf veriö jafn- erfitt en þó voru árin 1917-26 ansi slæm. Ég heföi viljaö vera hættur þessu fyrir löngu, en þetta var eina vinnan. Oft var komið aö þvl aö allt væri tekiö af manni.” —Uppgangstimar? „Þaö brá&i strax af þegar herinn kom hingaö á heimstyrjaldarárunum síöari. Þá var straumur af hermönnum frá herstööinni sem var a& Kaldaöar- nesi. Þeir keyptu mest tóbak og sælgæti.” Síðast var búðin lokuð í spönsku veikinni. Skraf okkar við Guölaug er nú þar komiö aö viö erum sestir baka til I búöinni, þar sem skenkir hann okkur ameriskan bjór Colt-45 innan um fimmtugar samlagningarvélar: „Tvö fyrstu árin sem ég verslaöi fór ég I póstferöir til Sel- foss til aö hafa upp i húsaleiguna. Þá lagði ég af staö I býtiö á morgnanna til aö ná I veg fyrir Hans póst. A milli fór ég alltaf á lystikerru. Eitt sinn kom ég á Selfoss meö póstinn og lágu þá allir sem áttu aö taka á móti honum I rúminu— það var spánska veikin. Svo lagðist ég llka og búðin var lokuð I hálfan mánuö.” —Hefur oft veriö lokaö hjá þér eftir þaö? „Ég hef aldrei lokað siöan i spönsku veikinni —ekki einn einasta dag! Það hefur aldrei veriö lokaö fyrr en nú aö ég stytti timann.” Meiri bjór... „Nei, það var ekki veriö að loka I þá daga” bætir Guölaugur viö og hlær sinum snögga hlátri: „Þá var búöartíminn frá 8 til 8”. Þvl má skjóta hér inn I aö verslunartlminn hjá Guðlaugi er harla óvenjulegur. Hann hefur opiö frá kl. 9.30 til 13.30 og svo aftur á kvöldin frá kl. 20 til 21.30 og ennfremur nokkra tlma um helgar. Konjak báðar leiðir. Sumarfrl mun vera tiltölulega nýuppfundiö fyrirbrigöi á Islandi og viö spyrjum Guölaug hvenær hann hafi fyrst fariö I sumarfrl: „Ætli þaö hafi ekki veriö 52. Þaö sumar fór ég utan meö gömlu Heklu. Þaö þekktist ekki áöur aö menn tækju sér sumarfrl, nema hvaö venjulega var lokaö á verslunarmannafrldaginn. Gu&laugur lætur truflast af blossunum frá myndavél Gunnars ljósmyndara: „Þaö er naumast aö maöurinn ætlar aö taka af myndum — já ég er svo aldeilis hissa!” En áfram meö sumarfrlin... „Ég hef nú fariö alloft út slöari árin. 1 fyrstu sigldi ég alltaf, en slöar tók ég upp á þvl aö fljúga. Ég ætlaöi nú aldrei aö fljúga, en svo fékk tengdasonur minn mig til aö fljúga eftir þrjá sjússa af konjaki. SÍöan fæ ég mér alltaf konjak - meira aö segja báöar leiöir!” segir Gunnlaugur og hlær. — segir Gudlaugur Pálsson kaupmaður á Eyrarbakka i Helgarspjalli en hann hefur verslað stanslaust i 63 ár „...hann er búinn að vera til sölu síðan 1917". Gunnlaugur lumar á mörgum dýrgripum I verslun sinni og I búöinni baka til má sjá reikni- vélar frá þvi I árdaga, eöa næstum þvi. Þær eru svartar meö alls konar takka og tannhjól: „Meö þessari legg ég saman og meö þessari margfalda ég —annars nota ég vélarnar lltiö.” Og það kemur I ljós aö mest allan sinn reikning párar hann á blað frammi á bú&arboröi. —Elsti hluturinn sem þú verslar enná meö? Guölaugur fer meö okkur fram I búö og dregur þar fram hvlt- mála&a tréskúffu: „Þessi pottaleppur er elsti hluturinn. Hann er búinn aö vera til sölu sl&an 1917. Hann kostar 45 aura!” Ekki vill hann nú samt selja leppinn. Fleiri gamlar vörur rekumst viö á hjá Guölaugi. Niöri I kjallara þar sem lager verslunar- innar er rekumst viö á gamlar hestaklórur. Þær eru búnar aö helgarviðtalið Texti: Halldór Reynisson Myndir: Gunnar Andrésson vera til sölu siöan 1968 og kosta 245 krónur. Guölaugur er nefni- lega ekkert aö flýta sér aö hækka vörurnar... Sundmagar og kvenkjólar. — Hefuröu stundað vöruskipta- verslun? „Já já, ég hef tekiö kartöflur, gærur, ull og sundmaga I skiptum fyrir vörur úr versluninni. Þetta var nú hérna áöur fyrr en er löngu aflagt nú. — Svo selur&u allt frá vefnaöar- vörum til leikfanga... „Maöur seldi ákaflega mikiö af vefnaöarvörum I kvenkjóla hér áður fyrr — en nú er þaö eiginlega allt búiö. Ég er mest meö léreft og damask núna, en þaö þý&ir ekkert aö vera meö efni I kjóla. Þær kaupa allt tilbúið I Reykjavik nú oröiö.” — Hvaö finnst þér skemmtilegast aö versla meö? „Ég byrjaöi meö ritföng og hef ávallt gaman af aö höndla með þau — já þaö held ég nú.” „Vildi ekki eiga eftir að versla í 63 ár." — Ef þú værir oröinn ungur aftur myndir&u þá leggja fyrir þig verslunarstörf á nýjan leik? „Ég held aö ég vildi ekki eiga eftir aö versla I 63 ár ef ég væri oröinn ungur aftur. En mér leiöist þetta þó ekkert og ég hef engar áhyggjur af þessu. Þaö hefur reyndar ekkert annaö komist aö hjá mér, verslunin hefur bæöi veriö llfsstarf og áhugamál. Fyrst ég er nú aö tala um áhugamál þá er þaö eiginlega bara tafliö fyrir utan kaup- mennskuna. Ég byrjaði aö tefla áöur en ég byrjaöi aö versla og geröi nokkuö af þvl um tlma.” Guölaugur nær I meira af Colt- 45 og viö neitum ekki. „Ég læt engan bilbug á mér finna I þessu starfi — ma&ur veröur vist eitthvaö aö gera.” Þaö er ekki aö heyra aö þarna tali 85 ára gamall ma&ur sem verslaö hefur I 63 ár. Þrátt fyrir snjóhvítt háriö og fjölmargar hrukkur I andliti, er þessi lág- vaxni maöur ern, ræöinn og léttur I spori. Hann þekkir, hvern krók o'g hvern kima I litlu versluninni og ósjálfrátt dettur manni I hug að hann muni eftir hverjum þeim kandi'smola sem hann hefur selt á óvenju löngum verslunarferli sinum. Hér er Guðlaugur viðgamla búðarpúltið sem hefur þjónað honum I 60 ár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.