Vísir - 10.05.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 10.05.1980, Blaðsíða 3
VISIR Laugardagur 10. mal 1980 3 Rónarnir höfdu sig mest í frammi — vid landgöngu Breta að morgni 10. I I ai 1940 Glasgow. Segir ekki meir af Ger- lach þessum... Um þetta leyti höföu þeir sem á fótum voru fengið i hendur dreifi- rit frá breska hernámsliðinu, var þvi varpað niöur úr flugvélum og útbýtt af hermönnum — textinn of kostulegur til að hægt sé að sleppa birtingu þess 1 heild. ,, Vonum pað endsst sem fyrst...” ..Brezkur herliðsafli er kominn snemma i dag á herskipum og er nuna i borginni. Pessar rádstaf- anir hafa verið gerðar bara til pess að taka sem fyrst nokkrar stödur og að verða á undan Pjóö- verjum. Við Englendingar aetl- um að gera ekkert á móti Islensku landsstjórninni og Islenzka fólkinu, en við viljum verja Islandi örlög sem Danmörk og Norvegur urðu fyrir. Pess vegna biöjum við yður að fá okk- ur vinsamlegar viðtökur og að hjálpa okkur. A meðan við erum að fást við Pjóðverja, sem eru I Reykjavik eða annarsstaðar á tslandi, verður um stundar sakir bannað. (1) að útvarpa, að senda sim- skeyti, að fá simtöl (2) að koma inn I borgina eða fara út úr henni fyr nokkra klukkantima. Okkur pykir leiðinlegt að gera petta ónaeði: við biðjum afsök- unar á pvi og vonum að pað endist sem fyrst. R.G.Sturges, yfirforingi.” Eitt af fyrstu verkum innrásar- liösins, auk þess að handsama Gerlach, var að ná á sitt vald Landsimahúsinu við Austurvöll þar sem Rikisútvarpiö var og til húsa. Er hermennina bar að var allt lokað og læst, fáir mættir til vinnu en auk hús- varðar og næturvarðar var þar þá Jón Eyþórsson veður- fræöingur og sat við skriftir. Kom hann þar að þar sem soldátar Englands höfðu brotið upp úti- huröina og varð ekki nema vel við, spurði hinn kumpánlegasti hvort ekki væri þægilegra að nota lykla en striösaxir til að komast leiðar sinnar og jú, þeir féllust á það. Jafnframt þessu tóku Bret- arnir Loftskeytastöðina á Melun- um og kom hún þeim siðar að miklu gagni við striðsreksturinn á Atlantshafi. Sigurður Gislason, hótelstjóri á Borginni var þjónn á Hótel islandi 10. mai: „Allir vildu kikja á bresku hermennina...” ,,Aldrei jafnmikið að gera” bað kom fljótt i ljós að Bret- arnir höfðu haft nokkrar spurnir af húsaskipan i bænum áöur en þeir lentu, þeir stormuðu undir- eins á mikilvæga staði og lögðu undir sig ýmsar byggingar og settu vörð við bensinstöðvar. Siðan ruddust þeir inn á Hótel Heklu og Herkastalann en á þeim stöðum bjuggu flestir þeir bjóð- verjar sem hér voru búsettir — voru þeir allmargir, og sömuleið- is nokkrir giftir heimilisfeöur úti bæ. Var þeim öllum smalað saman og fluttir úti herskip. Jórunn Ingvarsdóttir, starfstúlka á Hótel Borg fyrir 40 árum og enn i dag: ,,Mér sýndist að bresku hermennirnir væru hálfruglaöir sjálfir.” bjóðverjar myndu fara að ráðast á landið og ég held að það hafi verið þess vegna sem Amerikan- arnir komu. En mér sýndist nú að bresku hermennirnir væru hálf- ruglaðir sjálfir og þaö var enginn hofmóður i þeim.” Auk þeirra bygginga sem þegar eru nefndar tóku Bretar i fyrstu atrennu ýmsa skóla og iþróttahús og settu upp bækistöðvar, þeir vöktuðu vegi til og frá bænum og stóðu i þvi lengi dags að flytja i land farangur frá herskipunum og varð af þvi mikið fjall á hafnarbakkanum. Tölum ber ekki saman um það hversu mikið lið hafi verið sett hér á land fyrsta daginn, einhvers staðar á bilinu 700-2000 mun það hafa verið. Hermennirnir vöktu mikla athygii þegar þeir komu sér fyrir á götum bæjarins með vopn sín og tól. Þessi mynd vartekin hernámsdaginn. Ljósm: Svavar Hjaltested. Tvö gistihús voru stærst i Reykjavik um þær mundir, Hótel Borg og Hótel Island, þar sem Hallærisplanið er nú. Siguröur Gislason sem nú er hótelstjóri á Borginni var þá þjónn á Hótel tslandi. Hann var á leiö til vinnu sinnar um áttaleytið hernáms- morguninn: ,,baö var á mótum Ingóifs- strætis og Bankastrætis að ég heyrði i flugvél og sá hana sveima yfir bænum. Siöan þegar ég leit niður I bæinn sá ég dátagreyin þar á götunum. betta var það fyrsta sem ég frétti af hernám- inu. begar ég kom svo niöur að Hótel islandi var búið að hengja þar út lak með Rauða kross merki þvi þar höfðu Bretarnir sett upp sjúkrahús. beir lögðu undir sig danssalinn og tjölduðu af hluta matsalarins. Liklega hafa þeir viljað vera við öllu búnir, búist við átökum i miðbænum eða ein- hverju sliku! Nú, ég tók bara til við mina vinnu og gat ekki merkt annað en aö fólk væri mjög rólegt yfir þessu. Ég held að menn hafi aðallega orðið hissa, þaö bjóst enginn við þessu, en þökkuðu samt fyrir að þetta voru ekki bjóðverjar. Bretarnir settu engar hömlur á okkar starfsemi á Hótel tslandi við að sinna gestum og ég held að ég hafi aldrei haft jafn- mikið að gera, þvi menn voru svo forvitnir og vildu allir kikja á her- mennina. Síðar um daginn tóku þeir svo sitt hafurtask og fóru enda hafði auðvitað ekkert gerst....” ,,Með potta á höfðsnu...” A Hótel Borg starfaði þá Jórunn Ingvarsdóttir viö kaffisölu og hafði gert siðan 1933 eða þar um bil. Hún vinnur enn á sama stað, 40 árum seinna, og svaraöi spurningum Visis um atburði þennan dag. ,,Ég bjó þá austur i bæ i stóru húsi með mörgum ibúum. Um morguninn vakti maður okkur upp og hrópaöi að bjóðverjarnir væru komnir! Hann var hins vegar við skál svo enginn tók mikið mark á honum en ég fór aö grennslast fyrir um þetta og hringdi m.a. niður á Hótel Borg. Sjálf átti ég ekki að fara I vinnu fyrr en klukkan tvö þvi ég var á kvöldvakt og þegar ég kom var nú eiginlega það mesta um garð gengiö. bað voru samt hermenn þarna á ferli, þcir stilltu sér upp með byssurnar og potta hangandi á höfðinu, I járnuðum skóm o.s.frv. Bretarnir sömdu við Jó- hannes hótelstjóra og seinna bjuggu þarna bara yfirmenn.” — Hvernig tók fólk þessu öllu saman? ,,Menn áttuðu sig nú ekki á þessu til aö byrja meðen svo tóku menn þessu einsog öðru, við höf- um aldrei verið stór þjóð og gát- um ekki ráðið neinu um þetta. Sumir voru hræddir við að Eysteinn Jónsson, viðskipta- málaráðhera 1940: „Okkur létti stórlega vegna þess að það var breski flotinn sem kom en ekki drekar Hitlcrs.” ,,Biðum þess sem verða vsíds” Eins og kom fram I máli Einars Arnalds hér að framan var von á breskum sendiherra til landsins en áöur höfðu þeir aðeins haft hér ræðismann. Og vist kom sendi- herrann^þó með nokkrum öðrum hætti en búist hafði verið við. Hann hét Howard Smith, tiginn maður og virðulegur og að sögn háttsettur I bresku utanrikisþjón- ustunni. Aður en Smith kom hingað til lands haföi hann verið sendiherra lands sins i Danmörku en hrökklast þaðan undan innrás bjóðverja. Hann boðaöi komu sina á fund rikisstjórnar tslands um leið og hann steig á land og segir nú nokkuð frá þvi. Við völd sat rikisstjórn Fram- sóknarflokks, Sjálfstæöisflokks og Alþýðuflokks og var, sem áður gat, Hermann Jónasson forsætis- ráöherra. Aðrir ráðherrar voru Eysteinn Jónsson viöskiptamála- ráðherra, ólafur Thors atvinnu- málaráðhera, Jakob Möller fjár- málaráðherra og Stefán Jóhann Stefánsson félagsmála- og utan- rikisráöherra. Eysteinn er nú einn á lifi þessarra manna og rifjaði hann upp atburðina að beiðni Visis. „Maður óttaðist það alltaf, að bærist striðið til Norðuriandanna, drægist tsland inn i átökin. bað kom Hka i Ijós að sama dag og bjóðverjar réðust inn I Dan- mörku og Noreg barst okkur orö- sending frá Bretum þar sem mælst var til samvinnu við okkur, þvi koma yrði i veg fyrir aö bjóö- verjar næðu fótfestu á íslandi, hvað sem þaö kostaði. Rikis- stjórnin svaraöi strax að tsland héldi fast við sina hlutleysislinu og mótmælt var fyrirfram öllum hernaðarlegum afskiptum. bannig má segja að viss áhætta hafi verið tekin með þvl að hafa engin áhrif hvorir næöu hingað á undan, Bretar eða bjóðverjar. bað rikti mikil eftirvænting næstu vikurnar og menn bjuggust við miklum tíðindum, ekki sfst eftir að það kom I Ijós að bjóöverjar gátu náö Norður-Noregi þrátt fyrirtilvist breska flotans og svo þegar mikilvægi flughernaðar kom greinilega I ljós. Við biöum þvi þess sem verða vildi.” ,fFrestaði maga- sárslegunni...” — En hvernig fréttir þú sjálfur af þvi að Bretinn væri kominn? „baö hefur liklega veriö um fjögurleytið um morguninn að Guöbrandur Magnússon nábúi okkar og forstjóri Afengisversl- unarinnar kom og sagðist hafa frétt að herskip væru komin inn á höfnina og hernám að hefjast. Hann hafði lika frétt að þau væru bresk, að mig minnir eftir Jó- hannesi Jósefssyni hótelstjóra á Hótel Borg sem einhvern veginn hafði komist að þvi. Nú, ég lá i magasári heima og haföist ekki að I fyrstu og beið á- tekta, en Hermann Jónasson mun hafa hringt fremur snemma. begar leið á morguninn kom boö um fund I rikisstjórninni og þá dreif ég mig upp úr legunni og fór að sjálfsögðu á fundinn. begar við vorum þar samankomnir og farn- ir að bera saman bækur okkar var upplýst að breski sendiherr- ann hefði komið með herskipun- um og kæmi á fund okkar klukkan 11. A fundinum gerði svo sendi- herrann grein fyrir hernáminu, það heföi verið gert til að verða á undan bjóðverjum og koma I veg fyrir að taka þyrfti landiö úr þeirra höndum og á það bent að úr þessu yrði væntanlega ekki barist um tsland. Forsætisráð- herra mótmælti á þann hátt sem við höfðum komið okkur saman um en annars gerðist þarna litið annaö en að menn skiptust á yfir- lýsingum. En það var auðvitað spenna I loftinu og við fundum það vel að sögulegir atburðir voru að gerast og að margt myndi nú breytast. begar þcir voru farnir 0

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.