Vísir - 10.05.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 10.05.1980, Blaðsíða 9
9 ÍIM Laugardagur 10. maí 1980 ÞEIR LEMJA HÖFÐ- INU VIÐ STEININN Það er sömuleiðis fróðlegt að fylgjast meö þvi, hvort sjálf- stæðismenniríiir I rikisstjórn- inni greiði atkvæði með lög- þvinguðum verðbréfakaupum, þvl alla tið hefur Sjálfstæðis- hokkurinn veriö mjög ákveðinn gegn skerðingu eignarréttar af þessu tagi. Einhvernveginn hefur færst deyföog drungi yfir stjórnmála- umræöurnar að undanförnu. Nú mætti ætla aö lif færöist i tuskurnar þegar dregur að þingslitum. Undir þeim kringumstæðum eru oftast mörg heit mál á dagskrá og átök milli stjórnar og stjórnarand- stöðu. Þessu er ekki þannig far- iö nú. Þrátt fyrir afgreiöslu skattstigafrumvarps og út- varpsumræðu um þaö frum- varp, lánsfjáráætlun og mikinn fjölda mála, sem rikisstjórnin hyggst fá afgreidd fyrir þinglok, er aö mestu tiðindalaust á þingi. Stjórnarandstaöan hefur engan veginn náð sér á flug, og stjórnarliðið og aögerðir þess vekja hvorki áhuga né fögnuö. Höfðinu lamið við steininn Auðvitað hafa sviptingar fyrr I vetur dregið kraft tfr mönnum og valdið þreytu meöal almenn- ings, en meginskýringin á þeirri deyfð, sem hér er gerð að um- talsefni, er það vonleysi, sem grlpur fólk, þegar spilaborgirn- ar hrynja og enn ein rlkisstjórn lyppast niður I slagnum við verðbólguna. Forsendur fjárlaga og niður- talningaráform rikisstjórnar- . innar byggðu á þeim spám að verðhækkanir yrðu 30% á árinu, og á tlmabillnu ágúst/nóvember áttu verðhækkanir að nema 5%. Samkvæmt nýjustu spám Þjóðhagsstofnunar veröur siðastnefnda timabilið ekki undir 10%, og verðbreytingar á árinu fóru nálægt 50%, og er þar varlega spáð eins og jafnan áður hjá stofnun sem vill hafa vaðið fyrir neöan sig. Lánsfjár- áætlun getur varla talist mark- tæk, þegar svo miklu skakkar i þeim forsendum sem hún er byggð á. Nú er I sjálfu sér hægt að skilja, aö erfitt hefur verið aö gjörbreyta og stokka upp þær tillögur sem fyrir lágu um láns- fjáröflun og fjárfestingar. En það væri óllkt karlmannlegra og ærlegra að viðurkenna þá hættu sem felst I mismunandi forsend- um, og vara við þeim verð- bólguáhrifum, sem skekkjan kann að hafa. 1 staðinn streitast ráðherrarnir við aö telja sjálf- um sér og öðrum trú um, að veröbólgan sé á niðurleið, — að lánsfjáráætlunin skapi aöhald og niöurtalningarleiðin sé enn I fullu gildi. Til hvers er veriö a ' lemja höfðinu við steininn7 Þjónar það einhverjum tilgangi að reikna út fallegar tölur I mai, sem engan veginn munu standast I haust. Hitaveita er lika orkusparandi Nú dynja yfir okkur margvis- legar hækkanir á gjaldskrám opinberra fyrirtækja, áburðar- verð hækkar sem hefur mikil áhrif á búvöruverð, sem aftur vegur þungt I vlsitölunni og svo koll af kolli. Þá er enn óminnst á kjaramálin og þau hækkunar- áhrif, sem nýir samningar kunna að hafa I för með sér. Vinnuveitendasambandiö reiknar út, að ef gengiö verður að sameiginlegum kröfum ASl, og kröfum sérsambanda um óskertar kaup- og ákvæðisvinn- uálögur þá muni verðbólgan mælast 77% 1. nóv. og 94% 1. mal næsta ár. Það er gott og blessað að setja sér það markmið, að verðbólg- an veröi komin niöur 10-15% 1982, en þá verður llka að stiga þau skref strax nú, sem skila okkur I áttina aö þessu marki. Lánsfjáraætlun felur I sér skrá yfir þær framkvæmdir og fjárfestingar, sem rlkis- Nýtt húsnæðismála- frumvarp Eitt þeirra mála, sem rfkis- stjórnin hefur hug á að afgreiöa fyrir vorið, er húsnæðismála- frumvarp, sem félagsmálaráð- herra er nú að láta sem ja upp úr fyrra frumvarpi Magnúsar Magnússonar. Þegar frumvarp Magnúsar var lagt fram á sín- um tíma, snerust sjálfstæðis- menn gegn þvl, svo og talsmenn Framsóknar og Alþýðubanda- lags, þeir Alexander Stefánsson og ólafur Ragnar Grimsson, Gagnrýnin var efnislega ekki sú sama, en átti það þó sameigin- legt aö mæla gegn samþykkt frumvarpsins I óbreyttri mynd. Nú hefur Svavar Gestsson lát- ið hendur standa fram úr erm- um, og nýtt frumvarp er á næsta leyti. Það verður mikið galdra- verk, ef honum tekst að búa það svo út, að það falli aö þeim sjónarmiðum sem talsmenn annarra flokka hafa sett fram, en aöalatriöið er þó að sjá, hvernig ráðherra hyggst fjár- magna þær stórhuga áætlanir sem menn hafa sett fram I hús- næðismálum. Ef rikisstjórnin gerir alvöru úr þeirri fyrirætlan sinni að fá afgreidda nýja lög- gjöf um húsnæðismál og Bygg- ingasjóð, þá mundi það teljast til meiri háttar lagasetningar. Ba^ði vegna þess, hversu miklum breytingum þaö veldur I byggingariðnaði og fyrir húsbyggjendur, og einnig af hinu, að fjármögnun nýs kerfis, verður ekki undir nokkrum tug- um milljarða, ef farið verður eftir þeim leiöum, sem vinstri flokkarnir hafa mælt með. Upphlaup Alþýðu- bandalagsins Viðræðunum um Jan Mayen máliö er enn ekki lokiö I ósló. Islendingar höföu ekki ástæðu til aö vera bjartsýnir fyrirfundinn. Norðmenn viröast vera miklu mun ákveönari og harðari I afstöðu sinni, en I upphafi var búist viö, og óeining og ótlmabærar yfirlýsingar Alþýðubandalagsins hafa spillt fyrir hinum islenska málstað. Það er nánast dæmalaust hversu sumir menn eru ákafir og glrugir I þvl kapphlaupi að yfirbjóða stMiugt aöra flokka. Nú er þaö sárasaklaust I pólitísku karpi um einstaka málaflokka, en þegar um sam- eiginlegt stórmál er að ræða, eins og útfærslu lögsögunnar og mikilvæg fiskveiðiréttindi, þá mætti ætla að menn gætu haldiö aftur af metnaöi sinum og löng- un sinni til að klekkja á öðrum flokkum. Eftir hiö óvænta upphlaup Alþýðubandalagsins er auðvitað þýðingarlaust aö halda þvl fram, að islenska sendinefndin komi fram sameinuð og sam- stillt. Vonandi verður árangur I Osló og gengið frá samningi, en ef slikt tekst ekki má allt eins búast við, að snarpar deilur hefjist, ekki aðeins við Norö- menn, heldur llka milli ein- stakra flokka, sem saka ^hver. annan um undanslátt eða óbilgirni. Þaö yröi gæfulegur endir, eða hitt þó heldur, á máli, og málatilbúnaði, sem Islendingar hefðu útgjaldalaust getað sam- einast um. valdið hefur á prjón- unum á yfirstandandi ári. Þaö er rétt stefna sem fram kemur I frumvarpinu, að leggja beri megináherslu á orku- sparandi aðgeröir, þótt það að vlsu skjóti skökku við þá af- stöðu, sem tekin hefur veriö til gjaldskrárhækkunar hjá Hita- veitu Reykjavfkur. Þar er fjár- öflun og gjaldskrá haldið svo niðri að hitaveitustjóri hefur lýst yfir þvl, að ekki reynist mögulegt að leggja I neitt nýtt hverfi iár. Hefur þó Hitaveitan I Reykjavlk þótt sæmilega orku- sparandi fyrirtæki fram að þessu. Ljóster af lánsfjáráætluninni, að næg atvinna veröur hér á landi I ár. Aukning I fjár- festingum og framkvæmdum nemur rúmlega 20%. Þetta þýð- ir aö áframhald verður á þenslu á vinnumarkaðnum. Mikilvægt er að koma I veg fyrir atvinnu- leysi, en öllum er á hinn bóginn ljóst, að ekki dregur úr verö- bólgu, meðan eftirspurn eftir vinnuaflier meiri en framboðið. Þenslan heldur áfram á þessu sviði sem öðrum, ef lánsfjár- áætlunin nær fram aö ganga óbreytt. Eignaréttur lifeyrissjóða Ein sú leið, sem lagt er til að farin veröi til fjáröflunar fyrir rlkissjóð, er að auka veröbréfa- kaup lífeyrissjóðanna og ná því ritstjórnar pistill • • Ellert B. Schram ritstióri skrifar fé með góðu eöa illu, þ.e.a.s. að lögbinda þá til að verja 40% af fjármagni sinu til rikissjóös I þessu skyni Enda þótt það sé rétt sem Guðmundur H. 'Garðarsson fullyrðir I blaöagrein nú I vik- unni, að þetta sé dæmigerð sóslalisk aðferö til að sölsa frjálsar eignir og fjármuni einstaklinga og samtaka þeirra undir rikissjóö, þá hefur allt tlö risið mjög sterk andstaða gegn slikum áformum frá þeim sem að lifeyrissjóðunum standa, hvort sem þeir eru til hægri eöa vinstri I pólitlk. Ýmsar rlkis- stjórnir hafa beint löngunar- augum til þessarar fjáröflunar- leiðarog haft sitt fram. Það hef- ur alla jafna verið gert með samkomulagi við llfeyrissjóð- ina, en I þeirri lánsfjáráætlun sem nú liggur fyrir, er gengið lengra og harkarlegar inn á þessa braut en nokkru sinni fyrr. óvist er hvernig llfeyris- sjóðirnir bregðast við hvaö þá ýmsir þeir alþingismenn, sem hafa starfað I stjórnum sjóð- anna, og eru umbjóöendur þeirra starfshópa sem sjóðina eiga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.