Morgunblaðið - 10.04.2002, Side 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isÓlafur Kristjánsson ráðinn
aðstoðarþjálfari AGF / B1
Barcelona og Leverkusen
áfram í Meistaradeildinni / B3
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Þetta er annað alvarlega slysið
sem verður í Kömbunum á árinu, en
1. janúar varð banaslys við árekstur
metra meðfram henni. Tildrög slyss-
ins sæta nú rannsókn hjá lögregl-
unni á Selfossi.
24 ÁRA gamall karlmaður hrygg-
brotnaði í alvarlegu bílslysi neðst í
Kömbunum í gær, þegar fólksbifreið
hans fór út af veginum og féll niður
70–80 metra áður en hún staðnæmd-
ist ofan við svokallaðar Hrauntung-
ur. Hinn slasaði var fluttur á Land-
spítalann í Fossvogi og lagður inn á
gjörgæsludeild þar sem hann liggur
alvarlega slasaður.
Slysið var tilkynnt klukkan 14:30
til lögreglunnar á Selfossi sem kom
að hinum slasaða um 15–20 metrum
ofan við bifreiðina. Hann var einn í
bifreiðinni og virðist sem hann hafi
ekki verið í bílbelti og því kastast út
úr bifreiðinni. Maðurinn var á leið
niður Kambana og var kominn í
næstneðstu beygjuna við enda veg-
riðs, þegar hann fór yfir á öfugan
vegarhelming og því næst út af veg-
brúninni eftir að hafa ekið um 30
þriggja bifreiða ofarlega í Kömbun-
um. Var það fyrsta banaslysið í
Kömbunum í um 20 ár.
Morgunblaðið/Sverrir
Bifreiðin er mikið skemmd ef ekki ónýt eftir hátt fallið niður af vegbrúninni.
Alvarlega
slasaður
eftir slys í
Kömbunum
ASÍ mun taka að sér aukið hlutverk
á sviði efnahagsmála í tengslum við
þær breytingar sem verða þegar
Þjóðhagsstofnun verður lögð niður
og verkefni hennar flutt m.a. til
Seðlabanka, fjármálaráðuneytis og
Hagstofunnar. Skv. upplýsingum
Gylfa Arnbjörnssonar, fram-
kvæmdastjóra ASÍ, komu samtökin
áhyggjum sínum á framfæri við
stjórnvöld þegar umræða stóð yfir
um að leggja ætti Þjóðhagsstofnun
niður. Samtök launafólks hefðu talið
mikilvægt í gegnum tíðina að geta
haft aðgang að sjálfstæðri efna-
hagsráðgjöf Þjóðhagsstofnunar.
Sl. föstudag höfðu stjórnvöld
samband við forystumenn ASÍ og
báru undir þá hvort samtökin gætu
unað við að Seðlabankinn tæki að
sér aukið hlutverk við efnahagsráð-
gjöf í stað Þjóðhagsstofnunar. Gylfi
sagði við Morgunblaðið að ASÍ
hefði lýst skilningi á að slíkt gæti
hentað t.d. Alþingi og stjórnmála-
flokkunum en bent á að samtökin
ættu hins vegar mjög erfitt með að
fallast á þá leið. Ástæðan væri sú að
Seðlabankinn tæki ákvarðanir um
framkvæmd peningamálastefnunn-
ar, ASÍ ætti oft á tíðum í hagfræði-
legri umræðu við bankann og það
fengi ekki samrýmst ef bankinn
væri á sama tíma ráðgjafi ASÍ um
ákveðin mál. Slíkt myndi leiða til
árekstra.
,,Við töldum að gæta yrði þess að
við hefðum áfram sjálfstæða að-
komu, annaðhvort í gegnum sjálf-
stæða stofnun eða að okkur yrði
gert kleift að gera þetta sjálf,“ sagði
Gylfi.
Í samskiptum við Halldór
Ásgrímsson yfir helgina
Forystumenn ASÍ voru yfir alla
helgina í samskiptum við Halldór
Ásgrímsson, starfandi forsætisráð-
herra, vegna málsins og að sögn
Gylfa telur ASÍ sig hafa fengið fyr-
irheit stjórnvalda, sem geri ASÍ
kleift að sinna þessum verkefnum
sjálft og efla starfsemi hagdeildar
samtakanna.
Aðspurður hvað felist í þessu fyr-
irheiti og hvort um verði að ræða
t.d. föst framlög til ASÍ á fjárlögum
ríkisins, sagði Gylfi að ekki væri bú-
ið að útfæra hvernig þetta yrði gert.
,,En það er ljóst að við þurfum að
efla okkar þekkingu í hagdeildinni á
því sem viðkemur þeim þáttum sem
við höfum hingað til haft aðgengi að
í Þjóðhagsstofnun við gerð þjóð-
hagsáætlana,“ sagði hann.
,,Við teljum það fagnaðarefni og
mikilvægt að fá það viðurkennt í
frumvarpinu að það skipti máli að
verkalýðshreyfingin og hennar
sjónarmið komi að umræðu um
efnahagsmál og mótun efnahags-
stefnunnar,“ sagði Gylfi.
ASÍ fær aukið hlutverk í efnahagsmálum við niðurlagningu Þjóðhagsstofnunar
Telja sig hafa fengið
fyrirheit stjórnvalda
BORGARRÁÐ samþykkti í gær með
fjórum atkvæðum meirihlutans að
taka tilboðum verktaka í sjö lóðir
undir fjölbýlishús í Grafarholti. Að
undangengnu forvali fengu tíu verk-
takar að taka þátt í lokuðu útboði á
sölu byggingarréttar fyrir allt að 198
íbúðir. Borgarráð samþykkti að taka
tilboðum fimm verktaka fyrir alls
tæplega 213 milljónir króna.
Í útboðinu voru lóðir fyrir 168
blokkaríbúðir samkvæmt sam-
þykktu skipulagi en samkvæmt til-
lögu um fjölgun gætu íbúðirnar orðið
198 á þessum sjö lóðum.
KS-verktakar fá byggingarrétt á
24–28 íbúðum við Katrínarlind fyrir
33,8 milljónir, Byggingarfélag Gylfa
og Gunnars er með jafnmargar íbúð-
ir við sömu götu fyrir 29 milljónir,
Járnbending kaupir byggingarrétt á
26–32 íbúðum við Þorláksgeisla fyrir
38,4 milljónir og við Þórðarsveig fá
Íslenskir aðalverktakar fjölbýlis-
húsalóðir undir 50–58 íbúðir á 56
milljónir og Byggingarfélagið Breki
með 44–52 íbúðir á 55,6 milljónir
króna. Verktakarnir þurfa að greiða
fyrir lóðirnar innan mánaðar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
minnihluta borgarráðs sátu hjá við
afgreiðslu málsins og lögðu fram
bókun. Þar segir að enn á ný valdi
lóðarskortur í borginni því að bygg-
ingarfyrirtæki bjóði í lóðirnar langt
umfram hefðbundin gatnagerðar-
gjöld. Hæstu tilboðin séu 100%
hærri. „Þetta þýðir að gatnagerðar-
gjöld fyrir meðalstóra íbúð í fjölbýli
er u.þ.b. 1,5 m.kr. Þessi uppboðs-
stefna hækkar byggingarverð, sölu-
verð íbúða, fasteignaskatta og hol-
ræsagjöld, sem eigendur íbúða og
atvinnuhúsnæðis í Reykjavík
greiða,“ segir í bókun sjálfstæðis-
manna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri lagði fram bókun á móti
þar sem hún segir að enginn skortur
sé á lóðum í Reykjavík. Það sjáist
best á því að stefnt sé að því að út-
hluta lóðum fyrir um 500 íbúðir í
Grafarholti á þessu ári, auk lóða víð-
ar í borginni. „Staðreyndin er ein-
faldlega sú, að þau fyrirtæki sem
taka þátt í útboðinu eru að framleiða
íbúðir fyrir markað og hljóta því í til-
boðum sínum að taka mið af mark-
aðsaðstæðum hverju sinni. Þau vita
hvaða markaðsverð er á íbúðum á
höfuðborgarsvæðinu og hvað eðli-
legt er að bjóða í byggingarréttinn,“
segir að endingu í bókun borgar-
stjóra.
Lokað útboð á sjö lóðum undir fjölbýlishús í Grafarholti fyrir allt að 198 íbúðir
Byggingarréttur seld-
ur á 213 milljónir
ALLT tiltækt lið slökkviliðsins
á Akranesi var kallað út að fjöl-
býlishúsi við Höfðabraut sídeg-
is í gær. Eldur kom upp í íbúð á
fyrstu hæð eftir að húsráðandi
hafði gleymt potti með hamsa-
tólg á eldavélinni. Lögreglan
var fyrst á vettvang og tókst að
koma húsráðanda út. Var hann
fluttur á sjúkrahúsið á Akra-
nesi með snert af reykeitrun.
Aðrir íbúar urðu að yfirgefa
fjölbýlishúsið.
Slökkviliðinu tókst fljótt að
ráða niðurlögum eldsins og
stigagangurinn var einnig
reykræstur. Talsverðar reyk-
og vatnsskemmdir urðu í íbúð-
inni.
Eldsvoði á Akranesi
Kviknaði
í út frá
hamsatólg
AFTAKAVEÐUR var á fjall-
vegum á Holtavörðuheiði og
sunnanverðum Vestfjörðum í
gær og fram á kvöld. Lentu
nokkrir ökumenn í vandræðum í
hvassri suðvestanátt og misstu
bíla sína út af veginum. Þannig
var lögreglan í Hólmavík í tví-
gang kölluð út vegna bíla sem
fuku út af á Steingrímsfjarðar-
heiði og Ennishálsi. Slys urðu
ekki á fólki.
Mjög blint var á fjallvegunum
og hálka á köflum. Í verstu hvið-
unum fór vindhraði upp undir 40
metra á sekúndu á Steingríms-
fjarðarheiði og um 30 metra á
Holtavörðuheiði.
Upp úr hádegi í gær voru
snjóruðningstæki frá Vegagerð-
inni send upp á Holtavörðuheiði
til að draga bíla upp á veginn og
moka snjó. Í gærkvöldi voru
ökumenn varaðir við því að fara
um þessa fjallvegi.
Bílar
fuku útaf
í aftaka-
veðri