Morgunblaðið - 10.04.2002, Side 4

Morgunblaðið - 10.04.2002, Side 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær mann af ákæru um að hafa í vörslu sinni amfetamín þar sem varsla þess hefði ekki verið bönnuð hér á landi þegar hann var handtekinn með tæplega 20 grömm af efninu í fórum sínum hinn 12. október sl. Í lögum um ávana- og fíkniefni er ekki getið um amfetamín en ráðherra veitt heimild til að banna með reglugerð vörslu og meðferð annarra efna sem hættuleg teljast. Þegar heilbrigðisráðuneytið breytti reglugerðinni hinn 14. júní í fyrra var í fylgi- skjali ekki merkt við að varsla amfetamíns væri óheimil hér á landi. Um handvömm var að ræða og voru mistökin leiðrétt fyrir um tveimur vikum. Í dómi héraðsdóms er vísað til þess að í stjórn- arskránni sé kveðið á um að lög skuli birta og að engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi framið brot sem hafi verið refsivert á þeim tíma sem það er framið. Sambærilegt ákvæði sé einnig að finna í Mannréttindasáttmála Evrópu. Bann við vörslu amfetamíns hafi fallið niður og ekki verið við lýði þegar maðurinn var handtekinn. Því yrði að sýkna hann af ákærunni. Ekki kæmi til álita hvort önnur meðferð efnisins en varsla hafi verið heimil. Maðurinn var þó dæmdur til að greiða 85.000 krón- ur í sekt þar sem hann var líka með lítilræði af kók- aíni og hassi á sér. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóm- inn. Sigurður Gísli Gíslason sótti málið fyrir hönd lögreglustjórans í Reykjavík en Karl Georg Sig- urbjörnsson hdl. var til varnar. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að Hér- aðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu um áfram- haldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að smygli á amfetamíni þar sem ekki var í gildi refsiheimild fyrir vörslu amfetamíns. Þennan úrskurð kvað Jón Finnbjörnsson héraðs- dómari upp en Karl Georg Sigurbjörnsson hdl., sem fyrr var nefndur, var til varnar. Tímafrek rannsókn og umfangsmikið mál Rannsókn fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík á málinu tók nokkrar vikur og komu all- margir rannsóknarlögreglumenn að málinu. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær er um að ræða eitt umfangsmesta amfetamínsmygl sem komist hefur upp hér á landi. Þó svo kílóin hafi að- eins verið fimm var styrkleiki efnanna slíkur (97– 99%) að hægt hefði verið að drýgja amfetamínið með öðrum efnum og selja 15–20 kíló á götunni. Gera hefði mátt ráð fyrir því að maðurinn sem leystur var úr haldi á laugardag hefði hlotið þungan dóm fyrir sinn hlut í málinu en lögreglu segir að hlutverk hans hafi verið að taka á móti amfetamín- inu frá Þýskalandi og koma því í verð hér á landi ásamt nokkru magni af kókaíni. Hefur hann játað að hafa áður tekið við fíkniefnasendingum, um 1 kílói af amfetamíni, 300 grömmum af kókaíni og ótilteknum fjölda e-taflna. Efnin hafi hann selt eða afhent öðrum. Morgunblaðið leitaði álits Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildarinnar, á þeim mistökum sem gerð voru þegar reglugerðinni var breytt. Hann sagðist ekki vilja tjá sig um málið. Staðfesti Hæstiréttur þann skilning héraðsdómaranna að refsiheimildir hafi skort er víst að tugir dómsátta og margir dómar séu í uppnámi. Egill Stephensen, saksóknari lögreglustjórans í Reykjavík, sagði að ekki lægju fyrir á þessari stundu hversu mörgum amfetamínmálum embættið hefði komið að frá því 14. júní í fyrra og þar til reglugerðinni var breytt á ný fyrir skemmstu. Sýknaður af ákæru um vörslu amfetamíns Á DÖGUNUM sást mjallhegri á Suð- austurlandi, en þetta er í annað skipti sem þessi stóri hvíti hegri sést hér á landi. Sá fyrsti fannst vorið 2000 á Snæfellsnesi. Mjallhegri er um 100 cm að lengd eða álíka stór og gráhegri sem er algengur vetr- argestur hér á landi. Aðalheimkynni mjallhegra eru Suðaustur-Evrópa og Asía en þó hefur fuglinum fjölg- að til vesturs og er hann nú byrjaður að verpa í Frakklandi og á Spáni. Þrjár aðrar tegundir hvítra hegra hafa sést hér á landi, bjarthegri sem kemur frá Evrópu, ljómahegri frá Ameríku og kúhegri sem getur komið bæði frá Evrópu og Ameríku. Mjallhegrar geta komið hingað til lands bæði frá Evrópu og Ameríku, þessi fugl er af evrópskum uppruna og er það meðal annars greint á fóta-og neflit. Þeir amerísku eru með svarta fætur. Mjallhegrinn hefur vakið mikla athygli meðal fuglaáhugamanna og hafa nú þegar nokkrir komið af suð- vesturhorni landsins til að skoða fuglinn. Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson Þessari mynd af mjallhegranum náði Brynjúlfur Brynjólfsson fuglaáhugamaður á Höfn á myndbandstökuvél með sjón- auka, á um 200 m færi. Mjallhegri sést í annað skipti á Íslandi VEITINGASTAÐURINN Bláa lón- ið við Svartsengi er í nýjasta tölu- blaði breska tímaritsins Restaur- ant sett á lista yfir 50 bestu veitingastaði í heimi. Er veitinga- staðurinn settur í 44. sæti listans. Greinarhöfundurinn, Geoffrey Moore, segir í umsögn sinni um veitingastaðinn að ekki sé hægt að hugsa sér betri leið til að slaka á eftir bað í Bláa lóninu en að gæða sér á þeim réttum sem boðið er upp á. Notað sé hráefni frá „fiskiþorpinu“ Grindavík til að búa til rétti á borð við fiskisúpu frá Miðjarðarhafinu og gufusoð- inn lax með sítrónusósu. Útsýnið yfir lónið sjálft og fallega innrétt- aður staðurinn fá ennfremur góða umsögn og segir höfundur að þessir samverkandi þættir geri staðinn að eftirlætisveitingastað bæði gesta og heimamanna. Veitingastaðurinn Bláa lónið meðal 50 bestu í heimi eftir því að losna undan kaupskyldu- ákvæðum um leið og frumvarpið verði að lögum. Vilhjálmur tekur um leið fram að réttarstöðu þeirra, sem vilja að sveitarfélagið leysi til sín kaupskylduíbúð, verði ekki raskað þannig að hagur eigenda félagslegra íbúða sé tryggður í frumvarpinu. Þá sé og verið að leysa margar fjöl- skyldur úr hálfgerðum átthagafjötr- um, einkum á höfuðborgarsvæðinu þar sem markaðsverð er miklu hærra en innlausnarverð, með af- námi kaupskyldu sveitarfélaganna. „Ég hef lengi verið þeirra skoðunar að eigendum félagslegra íbúða, sem það kjósa, verði heimilað að selja íbúðir sínar á frjálsum markaði og fagna því nú að málið sé að komast í höfn.“ Sjóðurinn hefði þurft meira fé Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, sem sæti átti nefndinni, segir að nefndin hafi átt að finna leið- ir til þess að létta undir með sveit- arfélögunum og skoða hvort ekki ALLS munu ríki og sveitarfélög leggja 1,1 milljarð króna í Varasjóð húsnæðismála ef frumvarp, sem fé- lagsmálaráðherra hefur lagt fram, verður að lögum en því er ætlað að taka á á vandamálum sveitarfélaga vegna félagslegra íbúða. Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, segist ánægður með þessa niðurstöðu og segir hana vera fyrsta raunhæfa skrefið til þess að draga úr vanda sveitarfélaga vegna félagslega íbúðarkerfisins. Hann bendir á að það hafi lengi verið baráttumál sitt og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að gera eigendum félagslegra íbúða með kaupskylduákvæði að selja þær á frjálsum markaði; borgarfulltrúar flokksins hafi lagt fram tillögu í borgarstjórn í febrúar þar sem lög- gjafinn hafi verið hvattur til að breyta lögum á þann veg að eigendur félagslegra íbúða gætu selt þær á frjálsum markaði. Tillagan hafi verið samþykkt samhljóða í borgarstjórn og því muni Reykjavíkurborg óska mætti finna leiðir til þess að mark- aðsvæða félagslega kerfið. „Niður- staðan varð sú að halda áfram að markaðsvæða og gefa mönnum kost á að afnema kaupskylduna þar sem markaðsverð er hærra en innlausn- arverðið eins og á höfuðborgarsvæð- inu. En í staðinn kemur inn fjármagn með öðrum hætti til þess að hægt sé að markaðsvæða á hinum svæðunum líka þar sem innlausnarverðið er hærra en markaðsverð. Ég lagði raunar til að lagðar yrðu fram hærri upphæðir og gerði fyrirvara um fjár- hæðirnar sem nú hafa verið kynntar. Þetta var hins vegar einfaldlega nið- urstaðan og menn verða að sætta sig við hana. Og við getum sagt sem svo,“ segir Halldór, „að þetta sé miklu betra en sú staða sem blasir við núna. Það er líka mikilvægt að ríkið kemur inn með rekstraframlag þar sem rekstrarkostnaður fé- lagslegra leiguíbúða er mikill og eins að Íbúðalánsjóður megi afskrifa lán á íbúðum eða húsum sem talin eru ónýt.“ Lagafrumvarp um breytingar á félagslega íbúðakerfinu Kaupskylda verður strax afnumin í Reykjavík JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir reglur um bílastyrki til fatlaðra til endurskoðunar í ráðu- neytinu. Segir hann eitt atriði sem til endurskoðunar komi vera hvort og hvernig hátta skuli tekjuteng- ingu styrkjanna eins og verið hefur að undanförnu. Fram kom í blaðinu á sunnudag gagnrýni Jóns H. Sigurðssonar, fyrrverandi kennara í Verslunar- skóla Íslands, á tekjutengingu á styrkjum til fatlaðra vegna bíla- kaupa sem hann sagði komið á árið 1999. Sagði hann styrkinn falla nið- ur væru tekjur yfir 2,3 milljónir króna. Hann hefði því sagt upp störfum til að geta fremur fengið styrk þar sem hann þyrfti á stórum bíl að halda þar sem hann gæti ekki fjármagnað slík kaup með atvinnu- tekjum sínum. Heilbrigðisráðherra kvaðst ekki vilja segja hvort tekjutenging yrði afnumin, það væri eitt margra at- riða sem til endurskoðunar kæmi varðandi þennan málaflokk. Sagði Jón Kristjánsson hafa verið unnið að málinu í ráðuneytinu að und- anförnu, sú vinna hefði verið byrjuð áður en ábending Jóns H. Sigurðs- sonar kom til, og vonaðist hann til að þeirri vinnu lyki bráðlega. Reglur um bílastyrki til endur- skoðunar SÝSLUMAÐURINN í Kópavogi hyggst fara fram á að framlengt verði gæsluvarðhald yfir manni og konu sem grunuð eru um að hafa ráð- ist á mann í íbúð í Hamraborg að kvöldi 9. mars sl. Fólkið hringdi eftir sjúkrabíl eftir miðnætti en maðurinn var þá látinn. Fólkinu var sleppt eftir yfirheyrslur en það handtekið á ný þar sem krufn- ing leiddi í ljós að maðurinn hafði lát- ist af völdum innvortis áverka. Friðrik Björgvinsson, yfirlög- regluþjónn í Kópavogi, segir að enn sé margt óljóst um atvik í íbúðinni umrætt kvöld. Fólkið beri við slæmu minni en þau voru talsvert ölvuð þeg- ar þau voru handtekin. Tæknideild lögreglu hefur ekki lokið rannsókn. Sýni voru send utan til DNA-rann- sóknar en vonast er til að niðurstöð- urnar varpi ljósi á atburðarásina. Óskað eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.