Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ „STÖÐVUM blóðbaðið – alþjóðlega vernd strax – frið í Palestínu“ voru kjörorð fjölmenns útifundar sem Al- þýðusamband Íslands, Öryrkja- bandalag Íslands, BSRB og félagið Ísland-Palestína stóðu fyrir í sam- einingu á Austurvelli í gær. Fund- armenn létu hryssingslegt veður, rok og kulda, ekki aftra sér frá því að mæta og sóttu milli 1.000 og 1.300 manns fundinn, að mati lög- reglu. Hugurinn hjá friðelskandi fólki í löndum Ísraels og Palestínu Hr. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði fréttir af skefjalausu ofbeldi og ægilegu blóðbaði berast frá landinu helga. Biskup sagðist unna bæði Ísraelum og Palest- ínumönnum og bera virðingu fyrir báðum þjóðum. „Það er djúpt harmsefni að fyrirheitin um ríki fyr- ir landlausa og ofsótta Gyðinga snú- ist upp í áratuga hernám á landi Palestínumanna, áratuga fjötra milljóna réttlauss fólks í flótta- mannabúðum og nú kerfisbundið niðurbrot innviða samfélags heima- stjórnarsvæðis þeirra. Hugur okkar er hjá öllu friðelskandi fólki í lönd- um Ísraels og Palestínu og öllum sem harma og þjást. Við biðjum þess að stjórnvöld Ísraels snúi við af þessari óheillabraut,“ sagði biskup. Hann sagði sjálfsmorðsárásir ól- íðandi og að vonin ein geti slegið þetta skelfilega vopn úr höndum of- stækisaflanna. „Veik er sú von. Von- in um frið og friðsamlega sambúð Ísraelsmanna og Palestínumanna í tveimur ríkjum sem virða landa- mæri og samninga sýnast víðsfjarri. Og þó. Ef allir leggjast á eitt – ef heimsbyggðin segir hingað og ekki lengra, þarf ekki að liggja lengi yfir samningum,“ sagði biskup. Sveinn Rúnar Halldórsson, for- maður félagsins Ísland-Palestína, flutti ávarp Garðars Sverrissonar, formanns Öryrkjabandalags Ís- lands. Tæpitungulausum mótmælum verði komið á framfæri Garðar taldi siðferðisábyrgð Ís- lendinga meiri gagnvart örlögum þess „varnarlausa fólks sem nú er pyntað, limlest og myrt í landinu helga“ þar sem Íslendingar áttu þátt í stofnun Ísraelsríkis í landi pal- estínskrar þjóðar fyrir hálfri öld. „Við biðjum um það eitt að kjörnir ráðamenn þjóðarinnar dragi það ekki lengur að koma tæpitungulaus- um mótmælum á framfæri við of- beldisöflin í Ísrael. Sómi Íslands er í húfi,“ sagði í ræðu Garðars. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, rifjaði upp umsátur Ísr- aelsmanna um Beirút fyrir tuttugu árum og árásir vopnaðra sveita sem Ariel Sharon, núverandi forsætis- ráðherra Ísraels, stýrði á flótta- mannabúðirnar í Shattila og Sabra þar sem landflótta Palestínumenn höfðust við. „Farið var hús úr húsi, og þeir myrtir, á kaldrifjaðan hátt – teknir af lífi – allir sem grunur lék á að ættu í brjósti sínu drauminn um frjálsa þjóð Palestínumanna,“ sagði hann. „Stöðvum blóðbaðið“ Ögmundur sagði að þegar sið- ferði og mannúð væru annars vegar skipti stærð þjóðar engu máli, stærð þjóðar væri mæld í siðferðisstyrk hennar. „Látum frá okkur heyra, hvernig sem viðrar og þannig að eftir því verði tekið. Stöðvum blóð- baðið bæði í Palestínu og Ísrael.“ Sveinn Rúnar flutti kveðju Vig- dísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, sem sendi fundinum kveðju sína og samhug. Einnig sagði Sveinn frá peningasöfnun sem fram fór á fundinum á vegum félagsins Ísland-Palestína til stuðnings lækn- ishjálp í Palestínu. Síðar í dag fer Sveinn Rúnar ásamt Viðari Þorsteinssyni ritara félagsins til Jerúsalem og er ætlunin að fara þaðan til Palestínu. Þar munu þeir skoða hvernig hjálp- arstarfið gengur og hvernig Íslend- ingar gætu komið að liði. Einnig hyggjast þeir heimsækja íslenska hjálparstarfsmenn sem starfa á veg- um Hjálparstarfs kirkjunnar á svæðinu, auk þess sem þeir vonast til að hitta friðelskandi Ísraela og Palestínumenn að máli. Stofna þarf ríki Palestínu Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að deil- urnar fyrir botni Miðjarðarhafs verði að leysa á friðsamlegan hátt. „Núverandi ástand er óþolandi og ógnar heimsfriði. Arabaríkin verða að viðurkenna Ísraelsríki og stofna þarf ríki Palestínu og viðurkenna það af heimsbyggðinni. Katrín sagði Íslendinga friðelsk- andi þjóð og því hljóti þjóðin að styðja við friðarumleitanir á svæð- inu. „Við tökum því heilshugar und- ir ályktun Öryggisráðsins og þá sýn að þessi tvö ríki megi þrífast hlið við hlið innan öruggra og viðurkenndra landamæra,“ sagði Katrín. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði tilefnin til að mótmæla fram- göngu Ísraelsmanna í Palestínu oft hafa verið ærin, en aldrei sem nú. „Í þessari viku fara forsvarsmenn frá Evrópusambandi verkalýðsfélaga og Alþjóðasambandi frjálsra verka- lýðsfélaga til Ísraels og Palestínu til að ræða málin við Alþýðusamböndin í þessum löndum. Það eru því ekki einungis íslensk samtök launafólks sem láta sér annt um ástandið. Um það er alþjóðleg samstaða.“ Grétar sagði mikilvægt að al- þjóðasamfélagið grípi í taumana sem allra fyrst og þrýst verði á valdamenn í heiminum til að hafa áhrif á Ísraelsmenn. Með samstilltu átaki eigi að vera hægt að stöðva grimmdarverkin. „Þeir þurfa að tryggja alþjóðlega vernd strax. Þeir geta tryggt frið í Palestínu og þeim ber skylda til þess.“ Palestínu- mönnum sýnd samstaða Rúmlega 1.000 manns sóttu útifund á Austurvelli í köldu veðri í gær Morgunblaðið/Kristinn Nokkrir fundarmanna báru kröfuspjöld þar sem Ísraelar voru hvattir til að láta af hern- aði í Palestínu. Palestínumenn búsettir á Íslandi báru einnig fána Palestínu sem blöktu í hvössum vindinum. SAMKEPPNISSTOFNUN er ekki skylt að eyða öllum afritum skjala á rafrænu formi sem hald var lagt á við leit hjá olíufélögunum Skelj- ungi og Olíuverslun Íslands 18. desember sl. og vistuð eru á tölvum stofnunarinnar. Komst Héraðsdóm- ur Reykjavíkur að þessari niður- stöðu í gær og hafnaði þar með kröfu olíufélaganna tveggja. Lögmenn félaganna tóku sér frest til að ákveða hvort úrskurð- inum yrði hafnað. Olíufélögin höfðuðu mál sitt í hvoru lagi en niðurstaða úrskurð- anna er samhljóða. Þar segir Allan V. Magnússon héraðsdómari að Skeljungi og Olís hafi ekki tekist að sýna fram á að lagaskilyrði væru fyrir hendi til þess að verða við kröfu fyrirtækjanna um að eyða gögnunum. Aðalkrafa olíufélaganna var að Samkeppnisstofnun yrði skylduð til að eyða öllum afritum skjala á rafrænu (tölvutæku) formi sem hald var lagt á við leit er hús- leit var gerð samtímis hjá olíufélög- unum þremur til að kanna meint ólögmætt samráð þeirra um verð- lagningu á olíuvörum. Olíufélag Ís- lands dró til baka beiðni sína um úrskurð í málinu. Til vara kröfðust olíufélögin tvö þess að stofnuninni yrði gert skylt að eyða öllum afritum tölvupósts sem hald var lagt á við húsleitina. Til þrautarvara að stofnuninni væri óheimilt að opna skjöl á rafrænu formi sem haldlögð voru við leitina. Þessum kröfum var einnig hafnað af dómnum. Í niðurstöðum úrskurðsins segir að Samkeppnisstofnun hafi fengið heimild til húsleitar hjá olíufélög- unum með dómsúrskurði. Því hafi stofnunin haft heimild til þeirra að- gerða sem hún greip til. Sam- kvæmt því hafi Samkeppnisstofnun verið heimilt að afrita gögn á tölvu- tæku formi og „með þá heimild í hendi“ hafi stofnunin augljóslega átt rétt til að kanna þessi gögn, þar á meðal persónuleg gögn starfs- manna eftir því sem nauðsyn kref- ur. Um framkvæmd leitar og hald- lagningar segir að að hér hafi verið um að ræða rannsókn Samkeppn- isstofnunnar en ekki lögreglu. Ákvæði 2. mgr. 40. greinar sam- keppnislaga yrði að túlka þannig að við þær að aðstæður sé það hlut- verk lögreglumanna að veita aðstoð við rannsókn sem eðli máls sam- kvæmt lúti stjórn og ábyrgð þess stjórnvalds sem hana framkvæmir. Þarf ekki að eyða tölvugögnum Samkeppnisstofnun BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins lögðu fram fyrirspurn í gær vegna byggingar nýrra höfuð- stöðva Orkuveitunnar við Réttarháls: „Komið hefur í ljós að Orkuveitan hyggst leigja út 500 fermetra salar- kynni í húsinu undir starfsemi lík- amsræktarstöðvar. Um síðustu helgi var auglýst í Morgunblaðinu eftir að- ilum til að reka slíka starfsemi sem yrði í samkeppni við aðrar líkams- ræktarstöðvar. Óskað er upplýsinga um hve stór hluti af nýjum höfuð- stöðvum Orkuveitunnar verður leigð- ur út fyrir samkeppnisrekstur og hve hár stofnkostnaður þess hluta verð- ur.“ Vihjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar- fulltrúi og einn stjórnarmanna Orku- veitunnar, segir að þetta hafi verið gert án vitundar stjórnar Orkuveit- unnar. „Samkvæmt upphaflegum teikningum átti að vera þarna líkams- ræktaraðstaða fyrir starfsmenn. Það er mjög sérkennilegt að Orkuveitan, undir forystu Alfreðs Þorsteinssonar, sem vildi selja Perluna skuli nú standa fyrir því að Orkuveitan opni 500 fermetra líkamsræktarstöð í beinni samkeppni við aðrar stöðvar.“ Líkamsræktarstöð á vegum Orkuveitunnar OR í rekst- ur á sam- keppnis- markaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.