Morgunblaðið - 10.04.2002, Page 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Lagastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu þar sem fjallað verður um þýðingu
hugtakanna þjóðareign og þjóðlendur út frá sjónarmiðum stjórnskipunar, eignarréttar
og hagfræði.
Dr. Páll Sigurðsson, prófessor og deildarforseti lagadeildar setur ráðstefnuna.
Fundarstjóri verður Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild.
Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
Tillaga auðlindanefndar um eignarrétt þjóðarinnar að náttúruauðlindum
og landsréttindum
Ragnar Árnason, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands
Þjóðlendur – eignarlendur: Hagfræðileg sjónarmið
Þorgeir Örlygsson, ráðuneytisstjóri iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins
Hugtakið þjóðlenda
Fyrirspurnir – Kaffihlé
Ólafur Sigurgeirsson, hæstaréttarlögmaður
Lögfræðilegur grundvöllur krafna ríkisins
Ólafur Björnsson, hæstaréttarlögmaður
Lögfræðilegur grundvöllur krafna landeigenda
Almennar umræður og fyrirspurnir
Ráðstefnan verður haldin föstudaginn 12. apríl 2002, kl. 14.00 –17.30,
í A-sal Hótel Sögu (gengið inn Þjóðarbókhlöðumegin).
Hægt er að nálgast úrskurði óbyggðanefndar á www.obyggd.stjr.is
RÁÐSTEFNA
Þjóðlendur og úrskurðir óbyggðanefndar
Lagastofnun
Háskóla Íslands
Lagastofnun Háskóla Íslands
Lögbergi
Sími 525 4386
www.hi.is/stofn/lagast
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I
Y
D
D
A
•
s
ia
.is
NÝ stjórn var kjörin á aðalfundi
Fjárfestingarfélagsins Straums í
gær. Jón Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs, Kristín Guðmundsdótt-
ir, fjármálastjóri Granda, og Ólafur
B. Thors, fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Sjóvár-Almennra, voru kjörin í
stjórn í stað þeirra Ara Edwald,
framkvæmdastjóra Samtaka at-
vinnulífsins, Bjarna Ármannssonar,
forstjóra Íslandsbanka, og Jóns
Halldórssonar lögmanns.
Stjórnarformaður verður Ólafur
B. Thors. Varastjórnarmaður var
kjörinn Einar Örn Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Saxhóls, félags í eigu
Nóatúnsfjölskyldunnar. Fjórir buðu
sig fram til setu í stjórn en Magnús
Kristinsson, útgerðarmaður og frá-
farandi varastjórnarmaður í
Straumi, náði ekki kjöri.
Í samtali við Morgunblaðið segir
nýkjörinn stjórnarformaður
Straums, Ólafur B. Thors, að hlut-
verk stjórnarinnar verði að gæta
hagsmuna hluthafa félagsins og
vinna að þeim í hvívetna. „Nú koma
að nýir menn og ég vona sannarlega
að ný stjórn beri gæfu til að standa
saman um þessi meginmarkmið,“
sagði Ólafur.
Ari Edwald, fráfarandi stjórnar-
formaður, flutti skýrslu stjórnar og
gerði grein fyrir því að aðalstjórn-
armenn gæfu ekki kost á sér til
áframhaldandi setu. „Það fer ekki
illa á því að afloknu þessu mótunar-
skeiði í starfseminni að nýir menn
komi að því að leiða félagið, auk þess
sem ég tel að það geti orðið erfitt til
lengdar að samræma formennsku í
Straumi mínu aðalstarfi sem fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins,“ sagði Ari m.a.
Hann fór yfir síðasta starfsár og
gat þess að hlutafjárútboð upp á einn
milljarð króna að nafnvirði sem fram
fór í júní á síðasta ári, hefði ekki farið
hátt en hefði verið næststærsta
hlutafjárútboð hérlendis á síðasta
ári, á eftir útboði Bakkavarar hf.
„Ég verð að játa að fyrir okkur
stjórnarmennina hefur það ekki bara
kosti í för með sér að Straumur eflist
og nái að gegna virku hlutverki í
ýmsum fjárfestingarverkefnum. Það
er eðli slíkra verkefna að starfað er
með mismunandi aðilum að ein-
stökum málum eftir efnum og ástæð-
um. Stundum eru aðrir fjárfestar og
fyrirtækjastjórnendur ánægðir með
Straum og stundum ekki. Þannig
verður það áfram ef Straumur nær
að gegna hlutverki sínu, sem ég hef
fulla trú á að hann geri,“ sagði Ari
einnig.
Aukið sjálfstæði og fjarlægð
frá Íslandsbanka
Magnús Kristinsson kvaddi sér
hljóðs á fundinum og þakkaði fyrri
stjórn samstarfið. Hann sagðist telja
sig fullfæran um að halda áfram
stjórnarsetu. „Ég verð að segja þá
sögu eins og hún er best sögð: Ráða-
menn Íslandsbanka töldu það ekki
vera. Þeir vildu fá annað blóð þarna
inn og vildu endurnýja alla stjórnina
eins og hún lagði sig. Ég tek því
bara,“ sagði Magnús m.a.
Í samtali við Morgunblaðið vildi
Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís-
landsbanka og fyrrverandi stjórnar-
maður í Straumi, ekki tjá sig sér-
staklega um ummæli Magnúsar.
„Þetta er réttkjörin stjórn félagsins,
á að gæta hagsmuna allra hluthafa,
og ég óska henni velfarnaðar í störf-
um sínum,“ sagði Bjarni.
Hvað varðar ástæður þess að
Bjarni gaf ekki kost á sér til áfram-
haldandi stjórnarsetu sagði hann
það mat sitt og annarra forráða-
manna Íslandsbanka að rétt væri að
auka sjálfstæði Straums og færa fé-
lagið fjær Íslandsbanka.
Skipt var um stjórnarmenn á aðalfundi Fjárfestingarfélagsins Straums í gær
Nýir menn að af-
loknu mótunarskeiði
!
"#
$
% &'
( ) $%"
"
!"
&
'"
!
""!
####!
$
(
)
*
+
,
-
.
/
$%
*+,-!
./*-!
!,/-0
!.1-1
!2/-2
!22-2
!22-2
1+-2
3+-!
3.-2
&
'0
$1,(%0%
$1$.*0,
(1.%*0,
2'"
"1
$
SJÁVARBYGGÐIR á Vestfjörðum
fá um 1.424 þorskígildistonn af þeim
1.700 tonnum sem sjávarútvegsráð-
herra hefur úthlutað til krók-
aflamarksbáta í byggðum sem urðu
fyrir verulegum skerðingum vegna
kvótasetningar aukategunda hjá
krókaaflamarksbátum á yfirstand-
andi fiskveiðiári. Alls fá 11 byggð-
arlög úthlutað kvóta til krókaafla-
marksbáta samkvæmt tilsettum
skilyrðum, þar af 6 á Vestfjörðum.
Við upphaf þessa fiskveiðiárs,
sem hófst 1. september 2001, komu
til framkvæmda ákvæði laga um
nýja skipan veiða krókabáta. Við
það féll niður heimild þorskaflahá-
marksbáta til frjálsra veiða á ýsu,
ufsa og steinbít. Ljóst var að þetta
gerði þeim sjávarbyggðum erfitt
fyrir sem háðastar eru veiðum smá-
báta. Til að koma til móts við þessar
byggðir voru samþykkt á Alþingi
20. desember síðastliðinn lög er
heimila sjávarútvegsráðherra að út-
hluta allt að 1.000 lestum af ýsu,
1.000 lestum af steinbít og 300 lest-
um af ufsa til krókaflamarksbáta
sem gerðir eru út frá sjávarbyggð-
um sem að verulegu leyti eru háðar
veiðum slíkra báta.
Við ákvörðun á því hvaða staðir
koma til greina eru tvær forsendur
lagðar til grundvallar og þurfa
byggðarlögin að uppfylla þær báð-
ar. Í fyrsta lagi er reiknað hversu
hátt hlutfall úthlutað aflamark
krókaaflamarksbáta á fiskveiðiárinu
2001/2002 er af heildarúthlutun
allra skipa á viðkomandi stað í
þorskígildum talið. Þeir staðir þar
sem hlutfallið er 15% eða hærra
koma til greina við úthlutunina. Í
öðru lagi er reiknað hversu hátt
hlutfall afli krókaaflamarksbáta á
fiskveiðiárinu 2000/2001 er af heild-
arfiskafla allra skipa sem skráðir
voru á viðkomandi stað. Þeir staðir
þar sem hlutfallið er 15% eða hærra
koma til greina við úthlutunina. Þá
var ákveðið að úthlutað magn til
einstakra byggðarlaga skuli miðast
við að ekkert byggðarlag hefði út-
hlutað aflamark í ýsu, steinbít og
ufsa, að viðbættum þorskafla á síð-
asta fiskveiðiári, sem næmi lægra
hlutfalli en 89,4% af heildarafla síð-
asta fiskveiðiárs. Þó með þeim tak-
mörkunum að ekkert byggðarlag
fær hærri úthlutun en 400 þorsk-
ígildistonn. Þannig fá bæði Tálkna-
fjörður og Bolungarvík úthlutað 400
tonnum en ætla má að hlutdeild
þessara byggða hefði orðið mun
meiri ef ekki hefði verið sett þak á
úthlutunina.
Sömu aðferð var síðan beitt þeg-
ar úthlutað var á einstaka báta inn-
an hvers byggðarlags, að hámarki
50 þorskígildistonn á bát. Ætla má
að í kringum 60 bátar fái úthlutað
viðbótarkvóta með þessum hætti.
Viðbótarkvótinn verður
framseljanlegur
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra, leggur á það áherslu að
með þessu sé ekki verið að bæta
umræddum byggðarlögum upp
samdrátt í þorskafla, heldur sé ver-
ið að koma til móts við þær byggðir
sem orðið hafi fyrir hvað mestri
skerðingu við kvótasetningu auka-
tegunda og telur að úthlutunin end-
urspegli mjög vel mikilvægi auka-
tegunda í afla í byggðunum. Hann
bendir á að viðbótarúthlutunin hafi
það í för með sér að umrædd
byggðarlög fái heimild til að veiða
svipaðan afla í ýsu, steinbít og ufsa
og fiskveiðiárið 1999/2000. Byggð-
irnar 11 sem um ræðir fá á yf-
irstandandi fiskveiðiári úthlutað
6.585 þorskígildistonna kvóta í
aukategundum en heildarafla báta
frá byggðunum í tegundunum á síð-
asta fiskveiðiári var 8.951 tonn. Árni
segir erfitt að miða við afla á síðasta
fiskveiðiári, enda hafi trillukarlar þá
keppst við að afla sér veiðireynslu
vegna fyrirhugaðrar kvótasetning-
ar. Heildarafli krókabáta frá byggð-
arlögunum 11 á fiskveiðiárinu 1999/
2000 í aukategundum var alls 6.782
tonn. Aflinn var 5.192 tonn fisk-
veiðiárið 1998/1999 og 3.585 tonn
fiskveiðiárið 1997/1998.
Ráðherra hefur heimild til að
setja skilyrði um að viðbótarúthlut-
unin verði ekki framseljanleg. Hann
hefur hinsvegar ákveðið að beita
ekki þessu skilyrði, þar sem flókið
yrði að greina á milli þessarar út-
hlutunar og annarrar úthlutunar.
Eins hafi úthlutunin dregist langt
fram á fiskveiðiárið, enda hafi frum-
varpið verið lengi í þingnefnd. Verði
hinsvegar brögð að því að menn
framselji þennan viðbótarkvóta frá
byggðunum verði á því tekið við
næstu úthlutun.
Um 84% kvótans
fara til Vestfjarða
3" "2
4
"4"5
#0"
"
"
2
6 #
72 3
8
9
: 3
3
3
3
*%%
*%%
)//
$-)
$%*
$%(
+%
),
$/
$)
,
11 sjávarbyggðir fá úthlutað kvóta
vegna kvótasetningar aukategunda