Morgunblaðið - 10.04.2002, Side 21

Morgunblaðið - 10.04.2002, Side 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 21 RÓLEGT er um að litast í Tetovo í Makedóníu þessa dagana en borgin var mjög í fréttunum fyrir nákvæm- lega ári þegar átök blossuðu upp milli albanskra skæruliða og maked- ónska stjórnarhersins. Lífið gengur nú sinn vanagang að nýju, verslunar- miðstöðvar eru fullar af fólki og á kaffihúsunum sötra menn sitt tyrk- neska kaffi sem aldrei fyrr. Undir yfirborðinu kraumar hins vegar spenna og virðist það staðfesta að þó að vesturveldunum hafi tekist að grípa inn í þau átök, sem sett hafa svip sinn á sögu Balkanskagans und- anfarin ellefu ár, og stilla til friðar, þýðir það ekki að þau séu þess megn- ug að útrýma því hatri sem einkennir sambúð þjóðarbrotanna á svæðinu. Átökin í Makedóníu á síðasta ári ollu því að sambúð slavneska meiri- hlutans og Albana, sem telja líklega um þrjátíu prósent íbúa, er enn brot- hættari en hún var áður. Í Tetovo, sem er í vesturhluta Makedóníu, en þar eru Albanar hlutfallslega fleiri en Makedónar, er afar grunnt á því góða með þjóðunum tveimur og þyk- ir staðan þar endurspeglar ágætlega þá erfiðleika sem til staðar eru í land- inu. Í þeim bæjarhlutum, þar sem Alb- anar eru í meirihluta, blakta rauðir fánar Albaníu og minna þeir á að um þriðjungur íbúa landsins býr yfir eig- in sjálfsmynd og samsamar sig eng- an veginn þeirri þjóð sem meirihlut- inn hefur. Og makedónsk ungmenni, sem áður sátu við hlið hinna albönsku í skólum borgarinnar, ganga nú í aðra skóla; aðskilnaður þjóðanna er staðreynd í Tetovo. „Hvernig getum við búið við hlið Albananna hér? Við hötum hverjir aðra,“ segir Irina Nestoroska, sem er átján ára Makedóni. „Þeir stóðu fyrir átökunum í fyrra, við báðum ekki um þetta.“ Albanar líta þveröfugt á málin. Þeir kenna meirihlutanum um hvernig fór, og nefna sérstaklega misrétti sem þeir hafi í gegnum tíð- ina verið beittir af makedónsku lög- reglunni, sem fyrst og fremst hefur verið skipuð Slövum. „Við berum ekkert traust til Makedónanna og það mun langur tími líða áður en við getum farið að treysta þeim,“ segir Veli Pajaziti, fertugur Albani í Tet- ovo. Slapp vel í upphafi átakanna á Balkanskaga Um tvær milljónir manna búa í Makedóníu og er landið það minnsta af lýðveldunum sem áður mynduðu Júgóslavíu, ef frá er skilið Svart- fjallaland sem enn tilheyrir Júgó- slavíu. Ólíkt því sem gerðist í Slóven- íu, Króatíu og Bosníu snemma á síðasta áratug tókst aðskilnaður frá Júgóslavíu friðsamlega og raunar bar ekkert á þeim þjóðernisátökum sem einkennt hafa fyrrum Júgóslav- íu undanfarin misseri fyrr en á síð- asta ári. Bosnía-Hersegóvína fór langverst út úr þeim hildarleik sem geisaði á Balkanskaga enda landið sannkölluð blanda ólíkra þjóðarbrota. Nú er Bosníu skipt í tvö svæði, Króata og múslíma annars vegar og Bosníu- Serba hins vegar, sem saman mynda lýðveldið Bosníu. En klofningurinn rennur enn dýpra því þó að Króatar og múslímar eigi að heita banda- menn er staðreyndin sú að í flestum bæjum og borgum búa Króatar í ein- um bæjarhluta, og múslímar í öðrum. Sama er uppi á teningnum í Kos- ovo, þar sem Albanar og Serbar hafa lengi eldað grátt silfur saman og þar sem blossaði upp stríð vorið 1999. Þar er nánast alger aðskilnaður Alb- ana, sem eru um 90% íbúa héraðsins, og Serba staðreynd. Aðskilnaður óhjákvæmilegur? Margir telja líklegt að sambæri- legur aðskilnaður muni eiga sér stað í Makedóníu. Er það mat Kim Mehmeti, áhrifamikils albansks rit- höfundar, að það sem geri mönnum erfiðar fyrir að stuðla að sáttum milli Albana og Makedóna sé sú stað- reynd að íbúar landsins vantreysti í æ ríkari mæli stjórnvöldum. Stafar það af því að sí og æ berast fréttir sem benda til að stjórnmálamenn í Makedóníu, jafnt albanskir sem makedónskir, séu afar spilltir. Enn meira áhyggjuefni fyrir hinn vestræna heim er sú staðreynd að vopnasmygl og flutningur á ólögleg- um innflytjendum er landlægt vandamál á Balkanskaganum, ríkin þar eru orðin eins konar dreifistöð til hinna Evrópuríkjanna. Afrek í sjálfu sér að afstýra borgarastríði Auðvitað skyldi ekki gera lítið úr því afreki einu og sér, að vesturveld- unum tókst í fyrra að afstýra alls- herjar borgarastríði í Makedóníu. Óljóst er hins vegar hvort sá árangur kemur í veg fyrir þá þróun að ríkin á Balkanskaga splundrist upp í enn fleiri og minni ríki þar sem einungis byggi fólk af sama sauðarhúsi. Eru þó flestir sérfræðingar sam- mála um að slíkt sé engan veginn æskilegt út frá stjórnmálalegum og efnahagslegum forsendum. „Ég reyni að vera bjartsýnn; smám saman mjakast þetta allt í rétt átt. En staðan er enn mjög brothætt, og það er enn mikið af vopnum í um- ferð,“ segir Alain Le Roy, sérstakur sendimaður Evrópusambandsins í Makedóníu, en ESB hefur eftirlit með að deilendur virði það friðar- samkomulag sem gert var í fyrra. „Við þurfum á frekari viðræðum að halda milli fulltrúa Makedóna og Albana,“ bætir hann við. Spurningin er hins vegar hvort slíkar viðræður – sem fulltrúar vest- urveldanna geta reyndar krafist og hótað því að ella verði dregið mjög úr alþjóðlegri efnahagsaðstoð – hafi áhrif meðal venjulegs fólks sem nú þegar virðist hafa mótað sér fastar skoðanir um hvert annað. Þá má einnig efast um gildi sam- komulags til lengri tíma litið sem deilendur voru beinlínis skikkaðir af fulltrúum vesturveldanna til að skrifa undir. Og jafnvel þó að það haldi er eitthvað yfirmáta dapurlegt við að menn skuli ekki geta leyst deilumál sín í friði og spekt, heldur þurfi að snúa upp á handlegginn á þeim til að fá þá til að setjast niður og byrja að ræða málin. Hatrið kraumar undir niðri Eitt ár er liðið frá því að átök brutust út milli slavneska meirihlutans og albanska minnihlutans í Makedóníu AP Enn er mikil spenna í Makedóníu þó að vesturveldunum hafi í fyrra tekist að afstýra borgarastríði. Tetovo. The Los Angeles Times. SERBNESKA þingið sam- þykkti í gær nýtt fyrirkomulag á sambandi Serbíu og Svart- fjallalands. Nýtt heiti á því mun bera nafn beggja ríkjanna, en gamla heitið, Júgóslavía, verður lagt niður. 146 þingmenn studdu breytinguna en 79 voru henni andvígir. Þetta mál er enn til umræðu á svartfellska þinginu en verði það samþykkt, mun það fara fyrir sam- bandsþingið til lokaafgreiðslu. Hættuleg umferð KÍNVERSK stjórnvöld skor- uðu í fyrra á þegna sína að bæta umferðarmenninguna og gera vegina hættuminni, en virðist ljóst, að lítið var á það hlustað. 106.367 manns létust í umferð- arslysum í Kína á síðasta ári og var það 13,3% aukning frá árinu áður. Svo virðist sem flest sé í skötulíki í kínverskum umferð- armálum. Umferðarljós og önn- ur umferðarmerki eru fá og al- gengt er, að ökumenn virði ekki rauðu ljósin, þröngvi sér í gegn- um hóp gangandi fólks og leggi bílunum á gangstéttum. Gang- andi fólk er engu betra því það virðir fáar reglur og gengur jafnvel á akreinum fjölfarinna gatna. Úti á landsbyggðinni líð- ur varla sú vika, að ekki sé sagt frá mannskæðu rútuslysi. Í fréttum um umferðarslys kem- ur ósjaldan fram, að bílstjórarn- ir hafi ekki haft fyrir því að verða sér úti um ökuskírteini. Hunda- eigendum gerðir tveir kostir FRAKKLAND er mesta ferða- mannaland í heimi og þangað munu milljónir manna leggja leið sína á komanda sumri. Hugsanlegt er, að París verði þó ekki alveg sama borgin og þeir sáu síðast, það er að segja, að hundaskítinn á götum og gang- stéttum vanti. Yfirvöld í borg- inni hafa ákveðið að skera upp herör gegn sóðaskapnum og hér eftir verður hver, sem ekki þríf- ur upp eftir hundinn sinn, sekt- aður um allt að 40.000 ísl. kr. Áður höfðu borgaryfirvöld kom- ið upp sérstökum stöðum þar sem hundarnir máttu gera þarf- ir sínar en flestir hundaeigend- ur virtu það að vettugi. Þá var ákveðið, að nú skyldi engin mis- kunn hjá Magnúsi og verður sérstakri vélhjólasveit falið að fylgjast með framferði hund- anna og eigenda þeirra. Lýsinu sungið lof LÝSI getur minnkað næstum um helming líkurnar á, að hjartasjúklingar deyi skyndi- lega. Er það niðurstaða rann- sókna, sem ítalskir vísindamenn hafa unnið að og eru raunar samhljóða öðrum rannsóknum á hollustu lýsisins. Þeir, sem tóku þátt í rannsókninni, borðuðu all- ir hollan mat, mikið af ávöxtum og grænmeti, en þeir, sem fengu að auki lýsi eða feitan fisk, komu langbest út. Vakti það athygli, að ekki þurfti nema eitt gramm á dag til að gera gæfumuninn. STUTT Samþykkja nýtt sam- bandsríki SVO virðist sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hafi talið að ná mætti árangri í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs með því að hunsa Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, og stuðla í staðinn að sam- komulagi milli Ísraela og hófsamari þjóðarleiðtoga í arabaheiminum; samkomulagi sem hinir síðarnefndu myndu síðan þvinga upp á Palest- ínumenn. Æ betur er hins vegar að koma í ljós að þessir leiðtogar, sem Bush hugðist setja traust sitt á, hafa aðra sýn á málin en forsetinn. Ráða má af atburðarás síðustu daga að ýmsir gamlir bandamenn Bandaríkjanna í arabaheiminum deila ekki þeirri sýn sem Bush hef- ur, eða geta í öllu falli ekki fallist á hana vegna aðstæðna heima hjá sér sjálfum. Þá hafa þeir ekki dregið dul á þá skoðun sína að Bush verði að leggja sig mun meira fram en hann hefur gert fram að þessu við að hafa hemil á Ísraelum. Menn eins og Abdullah Jórdaníu- konungur, Mohammed Marokkó- konungur og Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, hafa allir talist bandamenn Bandaríkjanna en verða hins vegar að vara sig á því að vera í takt við þjóð sína. Og stað- reyndin er sú að víða í arabaheim- inum hafa fjölmenn mótmæli gegn Ísrael og Bandaríkjunum verið nánast daglegt brauð undanfarna daga. Þarf ekki að koma á óvart að eftir því sem hatur í garð Ísraela og Bandaríkjamanna vex eykst óánægja með stjórnvöld sem veik eru fyrir ásökunum þess efnis að þau gangi erinda Bandaríkjanna. Fékk kuldalegar móttökur Sú gjá sem er á milli þess sem Bandaríkin vilja að bandamenn þeirra í arabaheiminum geri og þess sem bandamennirnir vilja að Bandaríkin geri kom berlega í ljós þegar Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kom til Mar- okkó í fyrradag á leið sinni til Mið- austurlanda. Þá sneri Mohammed Marokkókonungur sér að Powell einmitt þegar fréttaljósmyndarar voru að mynda þá saman og spurði hreint út: „Fannst þér ekki liggja meira á að fara fyrst til Jerúsal- em?“ Mohammed kom þar á framfæri þeirri skoðun að í stað þess að koma við í fjölmörgum arabaríkjum til að ræða við þjóðarleiðtoga þar hefði Powell átt að fara beint til Ísraels til að reyna í staðinn að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda þar. Abdullah sagði á mánudag að stöðugleika í heimshlutanum væri ógnað vegna aðgerða Ísraela. Sagði hann þær gera friðelskandi þjóð- arleiðtogum í arabaheiminum mjög erfitt fyrir að njóta þess trausts sem þeir þyrftu til að geta stuðlað að lausn mála. Segja fréttaskýrendur að það sé pólitísk staðreynd að eftir því sem blóðbaðið á svæðum Palestínu- manna dregst á langinn minnki lík- urnar á því að hófsamir foringjar eins og Abdullah, Mohammed og Mubarak geti lýst yfir stuðningi við hver þau friðarúrræði sem Banda- ríkjamenn hugsanlega leggja fram. Vík milli vina Er gjá milli Bandaríkjanna og banda- manna þeirra í arabaheiminum? Washington. AP. Bush

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.