Morgunblaðið - 10.04.2002, Page 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 23
undirfataverslun
Síðumúla 3-5
Sími 553 7355
Opið mán.-fös. kl. 11-18,
laugard. kl. 11-15.
Nýjar línur í
undirfatnaði frá
ásamt þeirri gróðahyggju og sýnd-
armensku er jafnaðarlega fylgir, að
glata uppruna sínum og menning-
ararfleifð, málkenndinni um leið.
Þessi mikla uppbygging og fram-
kvæmdagleði hefur framborið ótal
störf fyrir safnfræðinga, listsögu-
fræðinga og sýningarstjóra, er um
leið grunnurinn að fjölþættari
stjórnsýslu. Fræðingunum fjölgað
ótæpilega á tímabilinu, hér má svo
ekki sjást yfir þau umskipti að við-
skipta, hagfræði- og fjármálafræð-
ingar hafa komið til sögunnar við
stjórnun safna og listamiðstöðva,
sem var nær óþekkt áður, virðast
er svo er komið ómissandi í rekstri
þeirra. Breytingarnar þannig mjög
víðtækar stjórnunarlega séð
Alveg má vera að hugmynda-
fræðilegt umrót sjöunda áratugar-
ins hafi beinst að því að grafa und-
an hvers konar stofnanavaldi víðast
hvar, niðurrif fyrri gilda sjaldan al-
tækara. Umskiptin þó ekki án
þyrna, því ekki verður betur séð en
að hún hafi víða snúist í andhverfu
sína Óvíða sýnilegri en á Norð-
urlöndum, þar sem einstrengni og
miðstýring hefur aldrei verið meiri,
stofnanavaldið blómstrar með safn-
stjóra listsögufræðinga og sýning-
arstjóra í forgrunni. Uppstokkunin
helst, að hin svonefnda 68-kynslóð
og afneitun á fyrri gildum og
menntunargrunni varð ráðandi. Og
nú er næsta kynslóð sem sótt hefur
visku sína í mal hennar komin á
vettvang með enn minni tengsl við
gildi fortíðar og til muna rýrari yf-
irsýn og grunnmenntun. Er þó fjöl-
þreif til fortíðar að hugmyndum,
hugmyndanna vegna, síður fyrir
bein tengsl né aðdáun á henni. Af-
neita þannig iðulega handverkinu í
tæknilegri útfærslu. Eiga sameig-
inlegt að halda utan um fengin völd
af meiri einsýni en áður eru dæmi
til og afgreiða eldri gildi af viðlíka
ofstæki og framúrstefnulistamenn
eftirstríðsáranna, er vildu leggja
eld að söfnum og setja jarðýtur á
fornar menjar. Munurinn liggur í
því að hinir síðastnefndu komust
aldrei til þeirra áhrifa sem spor-
göngumenn þeirra hafa í dag, einn-
ig aldrei lyft undir þá að sama
marki, þeir stóðu einir eða í smá-
hópum utangarðs, misskildir og
áttu erfitt uppdráttar.
Inntak nefndra skilgreininga má
að drjúgum hluta lesa í listtímarit-
um og á menningarsíðum stórblað-
anna, enda fellur hún að fyrr-
nefndri orðræðu.
Á síðari árum fylla þessir spor-
göngumenn opinbera sýningarsali
og ganga að flestum stórum styrkj-
um og starfslaunum, jafnframt
hafa þeir ýtt hinum eldri út af svið-
inu nema í einstaka tilviki og þá
helst fyrir hagstæða hentistefnu.
Gagnrýni á söfn og starfsemi
þeirra er af mun eldri toga en fram
kemur í Reykjavíkurbréfi og ein-
kenndist lengstum að pólitísku of-
stæki, ekki síst á tímum menning-
arbyltingarinnar í Kína. Söfnunum
hætti að vísu til að verða þung og
íhaldssöm, að hluta vegna takmark-
aðs fjárstreymis til endurnýjunar
sem gerði að verkum að sum grotn-
uðu niður. Fyrir hálfri öld var til að
mynda mestur hluti dýrgripa Rík-
islistasafnsins í Kaupmannahöfn af
myndverkum Edvards Munchs og
fleiri norrænna meistara í
geymslum þess (!), sem kom fyrir
þá afdrifaríku áráttu Norðurlanda-
búa að líta langt yfir skammt. Þá
þóttu söfnin tákn borgaralegra
gilda og borgarastéttin var á þeim
árum höfuðandstæðingur róttækra
afla, stjórnvitringar reyna alltaf að
beita listinni fyrir drögu sína. Rifja
má upp að það voru þrjár eig-
inkonur amerískra auðkýfinga sem
lögðu grunninn að fyrsta núlista-
safninu í sögunni MoMA í New
York, til að gera framsæknar hug-
myndir aðgengilegri almenningi.
Engin hámenningarstefna á ferð
sem helst höfðaði til heldra fólks
(!), sem er algeng tugga. Telst
þannig ekki nein bein aðferðafræði
að baki þeim breytingum sem lista-
söfn gengust undir, öllu frekar
bjarmaði af nýjum tímum og fersk-
um viðhorfum sem voru samfara
gríðarlegri hámenningarlegri upp-
byggingarstarfsemi vestan hafs og
austan, aðallega í Bandaríkjunum,
Frakklandi og Þýskalandi, sem
önnur lönd hafa svo dregið dám af.
Að baki voru þannig þótt skondið
sé borgaraleg öfl, í Bandaríkjunum
fyrirtæki og listhöfðingjar, en
Þýskalandi svipmikil og lífræn upp-
bygging úr rústum heimsstyrjald-
arinnar síðari.
Örtölvan
Sköpum skipti þó örtölvubylting-
in, en þeir sem að baki hennar
stóðu spáðu að hún myndi fljótlega
skapa mikla þörf fyrir blóðríkar
andlegar athafnir og upp myndu
rísa blómatímar lista. Reyndust
hér í meira lagi sannspáir.
Án þessara samverkandi þátta
hefði orðið lítið úr framförum og
ber síður að eigna fræðingum og
safnstjórum alfarið þróun undan-
genginna ára líkt og þý og tagl-
hnýtingar þeirra gera. Tilhneiging-
in til að eigna þeim alfarið
heiðurinn er því miður mjög rík,
vill gleymast, að án fjárstreymis og
nýrra safna engir nýir safnstjórar
né svipmiklar framkvæmdir. Að-
streymi fólks á söfn og listamið-
stöðvar margfaldaðist eins og ör-
tölvufræðingarnir spáðu og kom
safnstjórum, listsögufræðingum og
eigendum listhúsa fullkomlega í
opna skjöldu og við því þurftu þeir
að bregðast. Hefur stóraukið velt-
una þannig að jafnvel risasöfn eru
farin að skila hagnaði, sem þó var
aldrei reiknað með að þau myndu
gera!
Um alla þessa þróun er norræna
listtímaritið Nu (áður Siksi) vafa-
söm heimild vegna einsýni og ein-
strengni, þar eru fræðingar að
mæra,óskeikula, visku hvor annars
á kostnað starfandi myndlistar-
manna. Meðan það nefndist Siksi
komst eintakafjöldin aldrei upp yfir
2–3000. Við nafn- og útlitsbreyt-
inguna likist það undanrennu am-
erískra listtímarita nema að aug-
lýsingarnar eru ennþá fleiri en í
auðvaldsríkinu (!), ritið eftir öðru á
ensku.
Loks ber einnig að halda því á
lofti að söfn hafa frá upphafi talist
eins konar ratsjá á fortíðinna, nei-
kvæða tilvitnunin á geymslustaði
misvísandi, er algengur framsláttur
þeirra sem tekið hafa upp hug-
sjónir menningarbyltingarinnar í
Kína. Valta yfir óhagstæðar skoð-
anir og ryðja eldri gildum mis-
kunnarlaust út af borðinu.
Alveg er ég sammála, að gera
þyrfti íslenzka list sýnilegri og hef-
ur alltaf verið á megintilgangur
skrifa minna, hér skiptir víðtækt
og hlutlægt upplýsingastreymi höf-
uðmáli, myndlistarmenn hræðilega
einangraðir í þessu landi, nánast í
frystikistu. Hef oft vikið að þeim
málum, jafnframt hve ráðamenn
eru illa upplýstir um þróunina úti í
heimi, listin er fyrir þá skraut-
fjöður frekar en lífsnauðsyn. Eng-
inn menningarfulltrúi starfandi við
utanríkisráðuneytið og eina vinnu-
stofa listamanna í útlandinu (Par-
ís), raunar öllum heiminum, af-
rækt. Sýnu verst hve þjóðin er illa
upplýst af menntakerfinu um þessi
mál og ekki virðast mér listsögu-
fræðingar og safnstjórar hafa til-
takanlegan áhuga á að bæta hér úr
í víðu samhengi. Erum hér neyð-
arlegir eftibátar frænda vorra á
Norðurlöndum um hlutlægt upp-
lýsingastreymi, en hins vegar
framarlega í einsýni og hlutdrægni.
Yngri kynslóð myndlistarmanna
undarlega fáfróð um þróunina í
eigin landi á ýmis tímabil síðustu
aldar og einnig merkilega áhuga-
lítil um að bæta hér úr. Þá sækir
hún lítið söfn og stórsýningar ytra,
jafnvel ekki þótt viðkomandi lista-
spírur séu búsettar í sjálfum há-
borgum listanna.
Andvaraleysi
Því miður liggja ekki frammi
greinargóðar heimildir um fjöl-
marga mikilsháttar listviðburði
vegna andvaraleysis myndlistar-
mannanna sjálfra á árum áður.
Þannig var til að mynda óvinnandi
vegur að fá úrbætur samþykktar á
blómaskeiði Haustsýninganna
1968–76. Á hverju ári eru gefnir út
veglegir annálar um listviðburði í
Danmörku og Noregi, en við eigum
ekki einu sinni annál yfir helstu
listviðburði síðustu hálfa öldina og
því naumast við góðu að búast!
Væri lag að upplýsa þjóðina um
þróunina hér á landi frá lokum
heimsstyrjaldarinnar og til alda-
móta, eins og hugtakið samtímalist
var skilgreint úti í heimi allan
seinni hluta síðustu aldar. Ekki
gerlegt að gera það á einni sýn-
ingu, en byrja mætti á tímabilinu
1945–60 og taka síðan fyrir einn
áratug fyrir sig. Það myndi gera ís-
lenzka list sýnilega og skiptir máli
að skilvirkni sé höfð að leiðarljósi,
að allir þættir framsækinnar sam-
tímalistar séu dregnir fram í dags-
ljósið, skoðandans að vega og meta.
Þetta heitir að gera þróunina að-
gengilega, og svo mætti stefna að
viðamklum árlegum uppstokkunum
í anda Haustsýninganna, ennfrem-
ur sýna listamönnum tímabilsins
ræktarsemi eins og gerist í ná-
grannalöndunum, og tíðkaðist á
tíma Selmu Jónsdóttur í Listasafni
Íslands...
Kemur nú að þeirri tilhneigingu
að gera listina ósýnilega og hér eru
menn fjarri því saklausir, einkum
hvað víkur að hinni svo nefndu
millikynslóð, sem kom í kjölfar
Septembersýningarmanna. Þessi
kynslóð formaði og byggði meðal
annars upp alla listkennslu í skól-
um landsins sem enn er búið að, og
voru margir mjög virkir í fé-
lagsmálum og á sýningavettvangi.
Hver á fætur öðrum hafa þeir orðið
70, 75 og 80 ára á síðustu árum án
þess að söfn og listastofnanir hafi
rumskað, steinsofa hér á verðinum.
Þætti þetta víða meira en forkast-
anlegt í nágrannalöndunum einkum
í ljósi ákafa safnstjóranna við að
kynna á sama tíma einslitan vís-
dóm sóttan til útlanda, afmörkuð
núviðhorf og eigin samtíð.
Á tímabili millikynslóðarinnar
þ.e. frá Septembermönnum til
SÚM, kom enginn virkur listsögu-
fræðingur til starfa, eigum við að
segja frá Birni Th. til Aðalsteins
Ingólfssonar og Ólafs Kvaran, með
sérstakan áhuga á tímabilinu og
geldur hún þess. Heimildir því í
senn stopular og gloppóttar. En
síðustu áratugi hefur fræðingunum
stórfjölgað þannig að allt að 35
sækja um tilfallandi safnstjórastöð-
ur sem losna. Allir munu þeir skól-
aðir í samtímalist og hafa þar af
leiðandi mestan áhuga á eigin kyn-
slóð og halda henni stíft fram,
þekking á fyrri tíma íslenzkri list
iðulega mjög takmörkuð, helzt sótt
í listasögu Björns Th. sem nær til
Þorvaldar og Svavars, svo og gnótt
heimilda um SÚM hópinn og spor-
göngumanna hans. Hins vegar
meinlegur þekkingarskortur og
tóm þar á milli.
víða í gegn í þessu kraftmikla og
bráðfallega verki. Raunar gengur
stundum svo mikið á, bæði í til-
finningaþrunga og þéttriðnum rit-
hætti, að mætti halda að tríóið
væri forstúdía að sinfóníu. Gegnir
því nokkurri furðu að Dvorák
skuli, í stað píanókvartetts eða
-kvintetts, hafa einskorðað sig við
nauma áhöfn píanótríósins, því
þegar á seinni hluta 19. aldar fór
slagharpan að verða til vandræða
raddsterk í þessari uppáhaldsgrein
vínarklassisismans.
Þess gætti enda óhjákvæmilega
á köflum, þrátt fyrir meðvitaða
nærgætni Peters Máté. Eiginlega
hvarflaði að manni hvort fullkomið
jafnvægi næðist nokkurn tíma í
stykki sem þessu, nema þá helzt í
úrvals hljóðritun. Jafnvel þótt tón-
skáldið hafi augljóslega gert sér
grein fyrir vandanum og reynt af
mætti að skrifa þannig að mik-
ilvægustu strengjastaðir kæmust
þokkalega í gegn á forteköflum.
Leikið var af ósérhlífnum til-
finningahita í samræmi við skap-
mikið eðli verksins, og ósjaldan
greip hlustandinn andann á lofti
þegar melódísk þjóðleg töfrafeg-
urð og dillandi alþýðudanshrynur
lifnaði við úr prentuðu dái í innlif-
aðri túlkun TR. T.a.m. í óviðjafn-
anlega ferskum II. þættinum
(Allegretto grazioso) – þótt þokki
yfirskriftar hefði mátt vera aðeins
mýkri – og af sópandi orku í fúrí-
ant-dansi Fínalsins. Hæst reis þó
kannski Brahmsleg náttúruróman-
tík III. þáttar, enda safarík dýpt
hans og lokkandi lagferli, fjörguð
fjalltærum þríundaskyldum
hljómaskiptum, engu lík. Lauk
þessum ágætu tónleikum í minn-
ingu Hafsteins Guðmundssonar
bókaútgefanda því á myndarlegum
hápunkti, eins og mátti reyndar
greina af eldhressum undirtektum
þakklátra áheyrenda.
Morgunblaðið/Ásdís
Tríó Reykjavíkur: Peter Máté, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran.
Ríkarður Ö. Pálsson
Sögufélagshúsið í Fischersundi
Félag íslenskra fræða, rann-
sóknakvöld kl. 20.30. Fyrirlesari er
Annette Lassen og er umfjöllunar-
efnið Óðinn í norrænum mið-
aldatextum. Erindið nefnir hún:
„Nokkrar athugasemdir um við-
tökur norrænnar goðafræði á síð-
ustu öldum“. Annette segir að
goðafræði sem fræðigrein í nú-
tímaskilningi hafi orðið til á 18.öld
og hún ætlar að rekja í grófum
dráttum túlkunarsögu norrænnar
goðafræði og hugmyndafræðina að
baki. Megináhersla verður þó lögð
á hugmyndir 18. aldar manna um
Óðin.
Annette Lassen lauk cand.mag.-
prófi í dönsku og íslensku frá
Hafnarháskóla árið 1999. Nú vinn-
ur hún að doktorsritgerð á Árna-
stofnun í Kaupmannahöfn.
Söngskólinn Domus Vox, Skúla-
götu 30 Divukvöld nefnist söng-
skemmtun sem verður til styrktar
skólanum kl. 20. Söngkona kvölds-
ins er Bentýna Sigrún Tryggva-
dóttir nemandi á áttunda stigi í
Söngskóla Reykjavíkur undir leið-
sögn Dóru Reyndal. Undirleikarar
eru Kolbrún Sæmundsdóttir á pí-
anó og Monica Abendroth á hörpu.
Í minni sal skólans gefst fólki
tækifæri til að líta glerlistasýningu
eftir Selmu Hannesdóttur.
Goethe-Zentrum, Laugavegi 18
Þýska kvikmyndina Der junge
Törleß, frá árinu 1966, verður sýnd
kl. 20.30. Leikstjóri er Volker
Schlöndorff. Handrit: Volker
Schlöndorff eftir sögu Roberts
Musils. Tónlist er eftir Hans
Werner Henze.
15. apríl verða liðin 60 ár frá dauða
Roberts Musils. Sagan, sem mynd-
in er byggð á, kom út 1906 og var
fyrsta og eina verk Musils sem sló
í gegn. Törleß er nemandi í heima-
vistarskóla þar sem líf drengjanna
snýst mest um drottnun og kúgun.
Hann getur loks ekki lengur horft
upp á það hvernig skólafélagar
hans níðast á minnimáttar nem-
anda og tekur mikilvæga ákvörð-
un. Schlöndorff notar samtöl Mus-
ils næstum orðrétt en handbragð
leikstjórans er samt greinilegt og
veitir myndinni vissa fjarlægð.
Enskur texti.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is