Morgunblaðið - 10.04.2002, Qupperneq 26
UMRÆÐAN
26 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐ SEM bjóðum
okkur fram til borgar-
stjórnar fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn heitum
því að efna til stór-
átaks í menntamálum
með því að tryggja
reykvískum börnum í
leik- og grunnskólum
bestu menntun sem
völ er á.
Nýtt skipulag
Skólinn er hjartað í
hverju hverfi borgar-
innar, miðstöð mennta
og menningar. Grunn-
skólinn var fluttur frá
ríki til sveitarfélaga
haustið 1996 að lokinni mikilli und-
irbúningsvinnu enda um viðkvæm-
an og mikilvægan málaflokk að
ræða sem er grunnmenntun þjóð-
arinnar. Björn Bjarnason þáver-
andi menntamálaráðherra lofaði
öllum hlutaðeigandi aðilum að
tryggja sátt um flutninginn, lagði
sig allan fram og stóð við gefið lof-
orð.
Með flutningi grunnskóla frá ríki
til sveitarfélaga var valdinu dreift
og skólarnir eiga að standa stjórn-
arfarslega nær borgurunum en áð-
ur. Eins og málum er háttað í
Reykjavík hefur þetta ekki gengið
eftir. Ein skólanefnd, fræðsluráð
Reykjavíkur, er fyrir alla grunn-
skóla Reykjavíkur og yfir 30 þús-
und foreldrar eiga einungis einn
áheyrnarfulltrúa í nefndinni.
Samvinna til framfara
Til þess að borgararnir geti haft
meiri áhrif á skipulag skólamála
þarf að skipta Reykjavík í skóla-
hverfi. Í hverju skólahverfi yrði
skólaráð sem sæi um málefni leik-
skóla og grunnskóla hverfisins m.a.
til að styrkja tengslin á milli skóla-
stiganna tveggja.
Að þessum skilyrðum gefnum er
loks hægt að tala um raunverulegt
samstarf skólastjórnenda, kennara,
foreldra og nemenda, en fulltrúar
þessara aðila munu skipa skólaráð-
in. Þetta er grundvallar breyting
frá núverandi skipulagi þar sem eru
einungis eitt fræðsluráð og eitt leik-
skólaráð fyrir alla grunn- og leik-
skóla borgarinnar.
Í beinu framhaldi yrði tryggt öfl-
ugt, sjálfstætt eftirlit með starfi
leik- og grunnskóla.
Rekstrarskrifstofur
skólastiganna verða
sameinaðar og fagleg
ráðgjöf tryggð, meðal
annars í samvinnu við
háskóla- og vísinda-
stofnanir og með
heimsóknum sérfræð-
inga.
Bilið brúað
Með þessari skipan
sem við boðum geta
allir skólar hverfisins
eflt samstarfið sín á
milli og brúað bilið á
milli leikskóla og
grunnskóla. Auk
skólastjóranna gegna leikskóla-
kennarar og grunnskólakennarar
gríðarlega miklu hlutverki í þessu
sambandi. Þeir geta laðað fram það
besta á hvoru skólastigi í þeim til-
gangi að styrkja hitt. Við viljum efla
innra starf leikskólanna með því að
bjóða þar valfög sem tengjast t.d.
listsköpun, hreyfingu, tjáningu og
með því hefja undirbúningskennslu
í grunnfögum á síðasta ári leikskól-
ans.
Þá leggjum við áherslu á að þróa
starfið enn frekar með því að heim-
ila 5 ára börnum að hefja nám í
grunnskólum. Eins og málum er nú
háttað eru það eingöngu Ísaksskóli
og Landakotsskóli sem bjóða 5 ára
börnum kennslu.
Engin vistarbönd
Við munum opna skólahverfin og
auka lýðræðið með því að bjóða for-
eldrum val um það í hvaða skóla þau
setja börnin sín. Ýmsar ástæður
geta valdið því að æskilegt sé að
nemendur sæki skóla óháð því hvar
þeir búa, sem dæmi má nefna skiln-
að foreldra, flutning á milli hverfa
borgarinnar og tímabundin búseta.
Við ætlum auk þess að jafna sam-
keppnisstöðu einkarekinna og
borgarrekinna grunnskóla.
Afburða nemendur
Alþjóðlegar rannsóknir sýna að
ekki hefur verið lögð nægilega mikil
rækt við duglega nemendur og vilj-
um við gera stórátak í því að koma
til móts við afburða nemendur. Allir
skólar eiga að tryggja nemendum
ögrandi viðfangsefni sem hvetja þá
til að nýta hæfileika sína og getu á
sem árangursríkastan hátt.
Börnin okkar í fyrsta sæti
Reykvíkingar hafa tækifæri 25.
maí til að velja á milli fólks og mál-
efna. Sjálfstæðisflokkurinn leggur
fram skýra og metnaðarfulla stefnu
í fjölskyldu- og menntamálum með
það yfirlýsta markmið að setja
reykvíska skóla í fyrsta sæti. Við
viljum að það sé eftirsóknarvert að
starfa og nema í skólum borgarinn-
ar og að foreldrar hafi raunveruleg
tækifæri til að leggja sitt af mörk-
um til að svo megi verða.
Sókn í skóla-
málum
Guðrún Ebba
Ólafsdóttir
Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins vegna borgarstjórn-
arkosninganna í vor.
Skólamál
Við viljum að það sé eft-
irsóknarvert að starfa
og nema í skólum borg-
arinnar, segir Guðrún
Ebba Ólafsdóttir, og að
foreldrar hafi raunveru-
leg tækifæri til að leggja
sitt af mörkum til að svo
megi verða.
FÓLKSFLÓTTI frá
hinum dreifðu byggð-
um landsins til suðvest-
urhornsins er gömul
saga og ný. Meðan flest
var til höfuðborgar-
svæðisins að sækja –
menntun, heilsugæzlu
og félagsþjónustu – var
ekki að undra þótt
straumurinn væri
stríður. Lengst af hafa
stjórnvöld á hverjum
tíma reynt að sporna
gegn þessari þróun,
með litlum árangri.
Nú eru hinsvegar
breyttir tímar að því
leyti að margt af því,
sem áður þurfti að sækja til Reykja-
víkur, er nú nærhendis í mörgum
byggðarlögum, svo sem heilbrigðis-
þjónusta og menntun að hæzta
skólastigi, og raunar einnig því á
stöku stað.
Atvinnuleysi hefir að jafnaði ekki
verið bundið við landsbyggðina sér-
staklega. Fyrri hluta síðustu aldar
átti það miklu fremur við um höf-
uðborgarsvæðið. Framfærslan var
þá víðast auðveldari annarsstaðar.
Nú er þetta gerbreytt. Straum-
hvörf hafa orðið í stefnu stjórnvalda í
málefnum höfuðat-
vinnuveganna, sem frá
öndverðu voru frum-
skilyrði búsetu í byggð-
unum. Að vísu eru
þrengingar landbúnað-
arins ekki ný bóla undir
einkastjórn Framsókn-
ar um langa hríð, en
þrælatökin á sjávarút-
vegi eru nýrri af nálinni
og þeim mun hraðvirk-
ari. Undir öfugmælum
fiskverndar og hag-
ræðingar eru byggðir
landsins sviptar frum-
burðarrétti sínum til að
sækja sinn eigin sjó.
Með svívirðilegustu
blekkingum og yfirgangi fer auð-
valdið sínu fram og sölsar undir sig
annarra eigur. Höfuðsmiður sjó-
ránskerfisins er formaður Fram-
sóknarflokksins. Þegar kerfið fór að
ná sér niður á Austurlandi og fólks-
flóttinn óx var honum ekki til set-
unnar boðið. Þeirri staðreynd þurfti
að drepa á dreif og skjóta skildi fyrir.
Og vængjabuslið í virkjana- og
stóriðjumálum hófst og stendur enn,
þrátt fyrir augljósar ófarir. Það blas-
ir nefnilega við hverjum þeim sem
eitthvað þekkir til að enginn – alls
enginn – kaupandi fæst að orku frá
Kárahnjúkavirkjun, nema stjórn-
völd láti þegna landsins greiða þá
orku niður með stjarnfræðilegum
tölum. Álverð í heiminum er ekki á
því stigi að álfurstar heimsins geti
greitt orkuverð sem virkjun okkar
þarfnast og langt í frá. Og aðrir iðju-
kostir ekki í sjónmáli nú, þótt sá
stórbrotni möguleiki að framleiða
vetni kunni að verða að veruleika
innan áratugar eða svo. Þá verður
gott að geta gripið til hins mikla afls
stórfljótanna. Allt tal stjórnvalda um
virkjunarkost nú er fjarstæða,
blekkingar og ósannindavaðall.
Raunar er grátbroslegt að heyra
höfuðpersónurnar greina frá síðustu
viðskiptum sínum við norsku höfð-
ingjana og vita ekki hverju þeir eigi
að skrökva næst. Og nú lá lífið á að fá
alþingi til að veita ráðleysingjunum í
ríkisstjórn umboð til að gefa Lands-
virkjun virkjanaleyfi!
Menn skulu innan tíðar minnast
þeirra orða sem hér standa: Á út-
mánuðum 2003, svona eins og tveim
mánuðum fyrir kosningar, mun
frambjóðandi í Norðausturkjördæmi
veita virkjanaleyfi. Og pólitísku
augnaþjónarnir í Landsvirkjun
munu hefja sýndarumsvif, sem sanni
kjósendum að skriður sé kominn á
virkjunar- og stóriðjumál!
Auðvitað skeður ekki neitt, en þeir
munu hljóta kosningu í stað hýðing-
ar, sem nú leyfa sér að segja að virkj-
unin sjálf sé vistvæn og arðgæf í
hæsta máta. Árið 2007 verða svo
flestir búnir að gleyma leiksýning-
unni og kjósa eins og framsóknar-
mönnum er tamt – með frosið fyrir
skilningarvitin, eins og Árni Pálsson,
prófessor, og fyrrum frambjóðandi í
Suður-Múlasýslu, komst að orði á
sinni tíð.
Kórvilla á Austfjörðum
Sverrir
Hermannsson
Virkjunarmálin
Auðvitað skeður ekki
neitt, segir Sverrir
Hermannsson, en þeir
munu hljóta kosningu í
stað hýðingar, sem nú
leyfa sér að segja að
virkjunin sjálf sé
vistvæn og arðgæf í
hæsta máta.
Höfundur er alþingismaður og for-
maður Frjálslynda flokksins.
ÞRJÚ þúsund ár-
angurslaus fjárnám
voru gerð hjá einstak-
lingum á síðasta ári,
sem er um 53% aukn-
ing frá árinu áður. Ef
lagafrumvarp þing-
manna Samfylkingar-
innar hefði náð fram
að ganga, sem flutt
hefur verið á a.m.k.
fimm þingum, hefði að
öllum líkindum verið
hægt að aðstoða þessa
einstaklinga út úr sín-
um fjárhagserfiðleik-
um og tryggja jafn-
framt að kröfuhafar
hefðu fengið einhvern
hluta skuldanna greiddan.
Til hagsbóta fyrir
skuldara og kröfuhafa
Hér er um að ræða nýtt úrræði
og er greiðsluaðlögun ætluð þeim
sem árangurslaust hafa reynt ráð-
gjöf og aðstoð við að leysa úr
greiðsluerfiðleikum sínum og ekk-
ert blasir við annað en viðvarandi
erfiðleikar eða gjaldþrot.
Hugsunin að baki þessu nýja úr-
ræði er sú að hér sé um að ræða
leið sem er ekki aðeins til hags-
bóta fyrir einstaklinga eða heimili
í miklum greiðsluerfiðleikum held-
ur einnig fyrir lánardrottna og
samfélagið í heild. Greiðsluaðlögun
gefur fólki möguleika á að vinna
sig út úr fjárhagserfiðleikum án
þess að missa eignir sínar í gjald-
þroti. Auk þess gefur þessi leið
möguleika á að takast á við fjár-
hagserfiðleika með nýrri og upp-
byggilegri sýn úr annars vonlausri
stöðu. Greiðsluaðlögun eykur líkur
á því að lánardrottnar fái skuldina
að öllu eða einhverju leyti greidda,
fremur en að tefla kröfunni í tví-
sýnu í gjaldþrotameðferð þar sem
skuldir gjaldanda eru langt um-
fram eignir. Auk þess dregur það
úr kostnaðarsömum innheimtuað-
gerðum lánardrottna, sem oft skila
litlum árangri. Greiðsluaðlögun
dregur líka úr kostnaði sem oft
fellur á samfélagið þegar fjölskyld-
ur komast í greiðsluþrot. Kostn-
aður við nauðungarsölu og gjald-
þrot fellur á hið opinbera,
upplausn fjölskyldna og félagsleg
vandamál fylgja í kjölfarið og eru
dýr bæði einstakling-
um, fjölskyldum
þeirra og samfélaginu
í heild. Hér er því
verið að skapa mögu-
leika sem skuldari,
lánardrottinn og sam-
félagið í heild geta
fremur haft ávinning
af en með þeim úr-
ræðum sem nú bjóð-
ast.
Útfærsla á
greiðsluaðlögun
Helstu efnisatriði
frumvarpsins eru eft-
irfarandi:
– Um er að ræða nýtt úrræði
fyrir einstaklinga utan atvinnu-
rekstrar sem komnir eru í algjört
og viðvarandi greiðsluþrot og ekk-
ert blasir við að óbreyttu annað en
gjaldþrot, sem skuldari, lánar-
drottnar og samfélagið í heild tapa
á.
– Greiðsluaðlögun felur í sér
gagngera endurskipulagningu á
fjármálum skuldara, en á greiðslu-
aðlögunartímabilinu, sem staðið
getur í átta ár, er gerð áætlun sem
honum er skylt að standa við
gagnvart lánardrottnum.
– Brýnasti framfærslukostnaður
skuldara er metinn og gert ráð
fyrir að á greiðsluaðlögunartíma-
bilinu haldi hann eftir því sem
sanngjarnt telst til nauðsynlegrar
framfærslu.
– Greiðsluaðlögun felur í sér að
greiðslu skulda eða hluta þeirra er
frestað og að kröfuhafar gefa eftir
vexti, kostnað eða hluta skuldar
annaðhvort strax eða að loknu
greiðsluaðlögunartímabili.
– Greiðsluaðlögun getur verið
tvenns konar. Annars vegar getur
hún verið frjáls greiðsluaðlögun
sem byggist á samkomulagi við
lánardrottna um frestun eða nið-
urfellingu skulda og kostnaðar en
héraðsdómari úrskurðar um slíkt
samkomulag, en hins vegar þving-
uð greiðsluaðlögun sem héraðs-
dómari getur úrskurðað um þótt
ekki náist samkomulag við lánar-
drottna.
– Skuldara er skylt að ráða sér
aðstoðarmann sem fer með málið
fyrir hönd skuldara; lánardrottnar
geta t.d. ekki krafist kyrrsetning-
ar, fjárnáms, gjaldþrotaskipta eða
annarra fullnustugerða á greiðslu-
aðlögunartímabilinu.
– Ekki er unnt að ganga að
ábyrgðarmönnum skuldara meðan
á greiðsluaðlögun stendur.
– Óheimilt er að veita skuldara
heimild til greiðsluaðlögunar nema
einu sinni.
– Ef um er að ræða ófyrirséða
atburði eins og slys eða sjúkdóma
sem leiða til tímabundinnar örorku
skuldara eða fjarveru frá vinnu
eftir að greiðsluaðlögunartímabil
hefst er unnt að framlengja það í
fjögur ár.
– Gert er ráð fyrir að þóknun
aðstoðarmanns skuldara verði
greidd úr ríkissjóði samkvæmt
reglugerð er ráðherra setur.
Mikill stuðningur við málið
Þrátt fyrir margítrekaðar til-
raunir okkar þingmanna Samfylk-
ingarinnar á síðustu árum hefur
málið ekki enn fengist afgreitt á
Alþingi, en umsagnir nær allra
umsagnaraðila, sem þingnefnd
leitaði álits hjá, eru jákvæðar.
Neytendasamtökin hafa m.a. lýst
miklum áhuga á framgangi máls-
ins og nýverið kom fram stuðn-
ingur við málið opinberlega hjá
framkvæmdastjóra Samtaka
banka og verðbréfafyrirtækja.
Einstaklingar og fjölskyldur sem
ekki sjá fram á annað en að missa
heimili sín í gjaldþrot vegna mjög
alvarlegra greiðsluerfiðleika eiga
allt komið undir skilningi löggjaf-
arþingsins á því að lögfesta þetta
frumvarp.
Fjárhags-
erfiðleikar
Jóhanna
Sigurðardóttir
Greiðsluaðlögun
Greiðsluaðlögun gefur
fólki möguleika á að
vinna sig út úr fjárhags-
erfiðleikum, segir Jó-
hanna Sigurðardóttir,
án þess að missa eignir
sínar í gjaldþroti.
Höfundur er alþingismaður.