Morgunblaðið - 10.04.2002, Page 28

Morgunblaðið - 10.04.2002, Page 28
UMRÆÐAN 28 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÓVANALEG stór- yrði og mikil harka ein- kenndu umræður um virkjunarmálin á Al- þingi á dögunum. Þing- menn vinstri grænna fóru þar fremstir í flokki og báru ráð- herra Framsóknar- flokksins ótrúlega þungum sökum. For- maður Framsóknar- flokksins var þannig ekki í vafa þegar hann hafði hlýtt á málflutn- ing þingflokksfor- manns vinstri grænna: „En að koma hingað og bera á borð að hann sé sjálfskipaður fulltrúi sannleikans en við hin öll fulltrúar lyginnar, eins og hann segir hér, er honum ekki til sóma og bæri að sjálfsögðu að víta þingmanninn í eitt skipti enn fyrir slík ummæli.“ 20 ára tugthúsvist Athyglisvert var einnig að í ályktun þingflokks VG frá 3. apríl sl. var vikið að því að „setja beri ákvæði í lög sem taka af skarið um að það sé saknæmt og refsivert að leyna Alþingi og þingnefndir upplýsingum eða greina þeim rangt frá“. – Hér fer ekkert á milli mála. Þessi tilvitnuðu orð koma fram í kjölfar mikillar umræðu af hálfu þing- manna flokksins um að iðnaðarráð- herra hafi leynt þingið upplýsingum – staðhæfing sem fulltrúar allra annarra flokka í iðnaðarnefnd Al- þingis báru til baka. Og hverjir eiga að hafa gerst sekir um blekkingar- iðjuna. Því svarar þingflokksfor- maður VG: „… það (eru) Íslending- ar, íslensk stjórnvöld og fulltrúar Íslendinga í þessum viðræðum, sem hafa haft í frammi blekkingar við þjóðina á Alþingi.“ Formaður vinstri grænna hnykkti á þessu sjónarmiði þingflokks síns og sagði skömmu síðar í ræðu á Al- þingi: „Ég fullyrði að í öllum nálæg- um þjóðþingum, rótgrónum þing- ræðisríkjum, væri svona atburður litinn mjög alvarlegum augum og víða er það þannig að það er sak- næmt og refsivert svo nemur jafnvel allt að tuttugu ára fangelsi að greina þingnefndum rangt frá eða villa fyr- ir þeim með röngum upplýsingum.“ Búa sig í nýtt skart Þetta er afskaplega athyglisverð- ur málflutningur, einkum þegar hann er skoðaður í samhengi um- ræðunnar og með hliðsjón af öðrum pólitískum viðburðum í þjóðfélaginu. Einmitt á sömu stundu og þessi orð eru látin falla í sölum Alþingis stritast fulltrúar VG við að búa sig í nýtt skart. Þeir eru nú í óða önn við að undirbúa sveitarstjórnarkosning- ar, innvígðir í sameiginleg framboð með Framsóknarflokknum og öðr- um vinstriflokkum. Hæst ber vita- skuld R-listasamstarfið í Reykjavík, en sama eða svipað er upp á ten- ingnum í fleiri sveitarfélögum úti um landið. Það er því ekki að undra þótt margir efist um heilindin, þegar það er reynt að telja fólki trú um ágæti slíks samstarfs. Menn sem á einum vettvangi úthrópa fólk með hrakyrðum verða ekki ýkja trúverð- ugir þegar þeir mæra samstarf við það sama fólk á öðrum vettvangi. Á góðri og gildri íslensku heitir svo- leiðis háttalag hræsni, tvískinnungs- háttur eða skinhelgi. Í gegnum svona blekkingarvefi er auðvelt að sjá. Það er einfaldlega ekki nóg að breiða yfir nafn og núm- er. Eða finnst mönnum líklegt að slíkt samstarf endist? Einar K. Guðfinnsson Stjórnmál Í gegnum svona blekk- ingarvefi, segir Einar K. Guðfinnsson, er auðvelt að sjá. Höfundur er alþingismaður. Samstarf að loknum lyga- brigslum? FYRIR Alþingi ligg- ur nú frumvarp um breytingu á lögum um vatnsveitur sveitarfé- laga. Breytingarnar eru aðeins tvær máls- greinar: Sveitarfélög- um er veitt fullt vald til að ákveða rekstrar- form vatnsveitnanna, þ.e. að breyta vatns- veitum sínum í hluta- félög kjósi þau svo, og hins vegar verður sveitarfélögum heimilt að áskilja sér árlega allt að 7% arð af eigin fé vatnsveitunnar. Með lögunum eru opnaðar í hálfa gátt dyrnar fyrir sölu vatns- veitnanna til einkaaðila. Auk þess má álykta að þessu „litla“ frumvarpi sé ætlað að auðvelda framgang stærri frumvarpa sem koma í kjöl- farið, svo sem um hlutafélagavæð- ingu RARIK og nýrra raforkulaga. Í athugasemdum við frumvarpið er vísað í að breytingarnar séu til að tryggja samræmi við væntanleg ný raforkulög. Leikfléttan er augljós; frumvarpið um vatnsveiturnar þarf að samþykkja til að þau séu til sam- ræmis við raforkulögin væntanlegu; raforkulögin þarf síðan að sam- þykkja af því að nýbúið er að sam- þykkja vatnsveitulögin. Annar rökstuðningur er sá að með breytingum á raforkulögum megi ætla að sveitarfélög muni taka þátt í samkeppnisrekstri á sviði raforku- framleiðslu og að þá verði þeim skylt að halda þeim rekstrarþætti aðskild- um frá þeim þáttum sem þau hafa einokun á, þ.e. vatnsveitum og hita- veitum. Þar af leiðandi sé nauðsyn- legt að leyfa sveitarfélögum að hlutafélagavæða vatnsveiturnar (og væntanlega hitaveitur líka) þar sem með því sé þeim gert kleift að reka allar sínar veitur saman í einu fyr- irtæki! Þessi röksemdafærsla geng- ur ekki upp. Staðreyndin er sú, að reglur ESB (en þaðan berst forskriftin að ís- lensku lagasmíðinni í þessum mála- flokki) fara aðeins fram á bókhalds- legan aðskilnað milli þessara rekstrarþátta. Er því vandséð að nauðsyn beri til af þessu tilefni að hluta- félagavæða þessar sömu veitur. Verður því að álykta að áhug- inn á að hlutafélaga- væða vatnsveiturnar sé af öðrum rótum runn- inn. Einkavæðingar- klisjur eiga ekki við Í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum (Mbl. 23.4. 98) var rætt við hóp Breta, sem allir hafa haft lifibrauð sitt af einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja þar í landi og voru fulltrúar ráðgjafafyrirtækja, banka og ráðuneyta. „Við höfum tví- mælalaust haft góða reynslu af einkavæðingu ríkisfyrirtækja,“ sagði einn úr hópnum og hefur ef- laust ratast þar satt orð á munn. Síð- an bætti hann við: „Ríkisrekstur hef- ur einfaldlega ekki skilað nógu góðum árangri og þjónustan ekki náð því gæðastigi sem viðunandi er.“ Þar er komin klisjan sem yfirleitt er látin duga sem röksemd fyrir einka- væðingu, að ógleymdri klisjunni um aukna samkeppni. Ef tekið er dæmi af Orkuveitu Reykjavíkur þá er þar fyrirtæki sem hefur alltaf skilað góðum arði, staðið sig vel í öllum verklegum fram- kvæmdum sem og gæðamálum. Vatnið úr Gvendarbrunnum stenst t.d. gæðastaðalinn sem gildir í mat- vælaframleiðslu. Ef trúa ætti einka- væðingarsinnum þá ættu t.d. veit- umál Reykvíkinga að hafa verið í tómri óreiðu, eingöngu af því að Orkuveitan og fyrirrennarar hennar eru og hafa verið reknir af sveitarfé- lagi! Hvað samkeppnina varðar, þá á hún ekki við í þessu tilfelli. Vatns- veitur eru og verða staðbundnar. Ekki get ég sem Reykvíkingur ákveðið að kaupa mitt vatn frá Ak- ureyri á meðan nágranni minn fengi sitt vatn frá Reyðarfirði? Gulrót í dag – gúrka á morgun Kostirnir sem ætla má að sveit- arfélögin sjái við breytingarnar eru annars vegar lögformleg heimild til að auka arðgreiðslur til sín frá vatns- veitunum og hins vegar sá framtíð- armöguleiki að geta selt hlutabréf til einkaaðila og þar með bætt fjárhags- stöðu sína. Hins vegar er ekki víst að allar sveitarstjórnirnar hafi komið auga á þann möguleika, sem væntanlega hefur ekki farið fram hjá ríkisvald- inu, að ríkið geti síðar neytt sveit- arstjórnirnar til að selja þessi gull- egg, vatnsveiturnar, til grynnkunar á skuldum. Rétt eins og gerðist með Orkubú Vestfjarða. Hverjar eru afleiðingar einkavæðingar? Hlutafélagavæðing opinberra fyr- irtækja er eins og dæmin sanna fyrsta skrefið í sölu þeirra til einka- aðila. Hagsmunir hluthafa í einka- fyrirtæki eru fyrst og fremst að fá arð af hlutabréfaeign sinni. Reynsl- an af einkavæddum vatnsveitum í Bretlandi er sú að arður eigenda hef- ur verið aukinn með hækkun þjón- ustugjalda og minni fjárfestingu í nauðsynlegum öryggis- og þjónustu- þáttum. Niðurstaðan er lakari og dýrari þjónusta. Auk þess má ímynda sér að þessi samfélagsfyrirtæki hér á landi, sem hingað til hafa verið skattfrjáls, verði sem hlutafélög skattlögð í framtíðinni. Fyrir þetta þurfa neyt- endur auðvitað að greiða líka. Ef ekki, má alltaf skrúfa fyrir vatnið. Þuríður Einarsdóttir Raforkulög Reynslan af einkavædd- um vatnsveitum í Bret- landi er sú, segir Þur- íður Einarsdóttir, að arður eigenda hefur verið aukinn með hækk- un þjónustugjalda og minni fjárfestingu í nauðsynlegum öryggis- og þjónustuþáttum. Höfundur á sæti í alþjóðahópi BSRB. Hvað kemur með kalda vatninu? ENGINN er spá- maður í sínu föður- landi, allra síst ef hann er kona! Þetta fékk Björg C. Þorláksson að reyna á sinni lífs- leið, eins og Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir lýsir vel í ævisögu Bjargar. Þegar ég hafði fyrst spurnir af rannsóknum Sigríðar Dúnu heyrði ég því fleygt að ekki væri mikill fengur í því að fást við fræðistörf Bjargar þar sem hún birti lítið sem ekkert á Íslandi, auk þess sem hún hafði fengist við hálf vafasamar rannsóknir, en hún blandaði saman líffræði, heimspeki og sálfræði. Í dag yrði slík fræðiblanda fáum fræðimönnum til framdráttar, en annað var upp á teningnum þegar Björg kláraði doktorsritgerð sína (1926). Á þeim tíma voru mörkin milli líffræði og heimspeki mun óljósari en þau eru í dag. Í rann- sóknum mínum á innreið tilrauna- líffræði í Englandi á árunum 1919– 1930 er ég einmitt að fjalla um hóp manna sem reyndu meðvitað að skerpa þennan mun og lögðu þann- ig grunninn að þeirri smættar- hyggju sem nú ræður ríkjum í líf- fræði. Einn þessara manna var Julian Huxley. Hann var einn af áhrifameiri líffræðingum 20. aldar, en auk þess að fást við tilrauna- líffræði reyndi hann, eins og Björg, að samþætta heimspeki, sálarfræði og líffræði, félögum sínum til mik- illar armæðu. Björg og Huxley að- hylltust heildarhyggju (holism), sem hafði hljómgrunn hjá mörgum líffræðingum á þessum árum (fyrir þá sem hafa áhuga er ítarleg um- fjöllun um deilur heildar- og vél- hyggjusinna að finna í grein minni um Þorvald Thoroddsen jarðfræð- ing, sem birtist í síðasta hausthefti Skírnis og er hún einnig væntanleg í The Journal of the History of Bio- logy í nokkuð breyttu formi). Björg og Huxley áttu fleira sam- eiginlegt, því í þriðja hefti, annars árgangs, Quaterly Review of Bio- logy (1927), var lagt mat á tilraunir þeirra beggja til að samþætta heim- speki og líffræði, eins og þær birt- ust í ritgerðarsafni Huxleys og doktorsritgerð Bjargar. Bók Huxl- eys fékk heldur dræmar undirtekt- ir og var því slegið föstu að líffræðingar myndu á stundum „fá áfall“ við lestur sumra ritgerðanna. Annað var upp á teningnum í umfjölluninni um rit- gerð Bjargar. Þar seg- ir að hún sé „áhuga- verð heimspekiritgerð eftir íslenskan höfund, sem leitist við að draga upp skynsama (rational) mynd af líf- fræðilegum grundvelli hvata (instinct),“ og að heimsmynd Bjargar grundvallist á heildar- hyggju, eins og Smuts skilgreindi hana. (Jan C. Smuts var einn helsti boðberi heildarhyggj- unnar í Englandi og náðu áhrif hans langt út fyrir landamæri þess. Árið 1931 var hann forseti bresku vísindaeflingarsamtakanna og í fyr- irlestri sem hann hélt af því tilefni, á ráðstefnu samtakanna, færði hann rök fyrir því að heildarhyggj- an væri ráðandi hugmyndafræði innan vísindanna.) Eftir stutta lýs- ingu á kenningu Bjargar var henni hrósað fyrir vel uppbyggða rök- semdafærslu sem „byggist á breiðri þekkingu á almennri líffræði og líf- eðlisfræði“. Sem vísindasagnfræðingi finnst mér ritdómurinn í Quaterly Review of Biology sérstaklega merkilegur, aðallega í ljósi þess að tímaritið sem hann birtist í var mjög víðlesið og má leiða líkur að því að stór hóp- ur erlendra líffræðinga hafði lesið um doktorsritgerð Bjargar. Fram kemur í ævisögu Bjargar að hópur íslenskra fræðikvenna sé að rann- saka verk hennar nánar. Hvet ég þær til að gera ítarlega könnun á því hvort þessi „auglýsing“ stuðlaði að því að erlendir fræðimenn stydd- ust við doktorsritgerð Bjargar í skrifum sínum, enda virðist lítill fótur fyrir ummælum Sigurðar Nordals þess efnis að meira hafi verið spunnið í „dugnað hennar og sálarþrek en gáfur og lærdóm“ (Björg, bls 329). Gagnrýni líffræði- tímaritsins og mínar eigin rann- sóknir á sögu líffræðinnar á Íslandi, Englandi, Þýskalandi og víðar í Evrópu á fyrstu áratugum tuttug- ustu aldar hafa opnað augu mín fyr- ir því að fræði Bjargar voru í takt við margt af því helsta sem var að gerast á landmærum líffræði og heimspeki á þessum tíma. Þeir sem gert hafa lítið úr fræðistarfi Bjarg- ar, jafnt samtímamenn hennar sem okkar, eru því að bera á torg eigin fávisku um strauma og stefnur í vísindum og heimspeki á þessum tíma. En ef til vill hafa kynbræður mínir einnig gert sig seka um kven- fyrirlitningu, því hvernig gat barn- laus og fráskilin kona lagt eitthvað af mörkum til fræðaheimsins, sam- anber ummæli Nietzsches: „Þegar kona hneigist til vísinda er venju- lega eitthvað bogið við kynferði hennar.“ Björg C. Þor- láksson náði eyrum erlendra líffræðinga Steindór J. Erlingsson Höfundur er vísindasagnfræðingur á ReykjavíkurAkademíunni. Sagnfræði Þeir sem gert hafa lítið úr fræðistarfi Bjargar, segir Steindór J. Erlingsson, eru því að bera á torg eigin fávisku um strauma og stefnur í vísindum og heimspeki á þessum tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.