Morgunblaðið - 10.04.2002, Side 29
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 29
sumarlitirnir
OPEN
MIND
eru komnir
Við tökum á móti sumri
með opnum hug og
látum hugmyndarflugið
njóta sín með fallegum
pastellitum fyrir augu,
kinnar, varir og neglur.
Miðvikud. 10 apríl
Snyrtivörud. Hagkaup.
Skeifunni.
Fimmtud. 11. apríl
Zitas Hafnarfirði.
Plús Apótek
Vestmannaeyjum.
Föstud. 12. apríl
Nana Hólagarði.
Plús Apótek
Vestmannaeyjum.
Laugard. 13. apríl
Snyrtivörud. Hagkaup.
Kringlunni.
Sérfræðingar frá MARBERT
veita faglega ráðgjöf um
liti og notkun þeirra.
Kaupauki
FRÁ árinu 1990 –
febrúar 2002 hefur þró-
un ellilífeyris (grunnlíf-
eyrir, tekjutrygging
ásamt eingreiðslum) í
samanburði við launa-
vísitölu og lágmarks-
laun Eflingar verið eins
og fram kemur í töflu.
Fram til 1994 fylgdi
ellilífeyrir lágmarks-
launum verkafólks en
frá og með desember
1995 hefur ellilífeyrir
fylgt vísitölu verðlags.
Svo að í samanburði við
launavísitölu hafa elli-
lífeyrisþegar verið
sviptir 7.059 kr. á mánuði og 17.176
kr. ef miðað er við lágmarkslaun. Fá-
ir eru þó á þeim launataxta.
Miðað við lágmarkstaxta hefur því
ellilífeyrir rýrnað um 206.112 kr. á
ári miðað við febrúar 2002.
Ellilífeyrisþegar eru ekki ofaldir
því að samkvæmt sérúttekt Ríkis-
skattstjóra árið 2000 reyndust tæp
40% þeirra hafa 75.000 kr. eða lægri
laun á mán. í heildartekjur árið 1999,
um 40% hafa 70.000 eða minna eftir
skatt og tæp 60% minna en 80.000
kr. Rétt er að hafa hugfast að raun-
veruleg lágmarkslaun
verkafólks með ein-
greiðslu á höfuðborg-
arsvæðinu samkv.
samningi voru í febrúar
2002 kr. 94.692. Ellilíf-
eyrir var 77,1% af lág-
markslaunum verka-
fólks árið 1990 en er nú
58,9% (febr. 2002).
Þessir útreikningar
eru unnir af hagfræð-
ingi FEB, Einari Árna-
syni, en hann hefur
stuðst við upplýsingar
frá TR, kjararannsókn-
arnefnd og Hagstofu
Íslands. Þess ber þó að
geta að í jan. og feb. 2002 fengu elli-
lífeyrisþegar um 500 kr. viðbót á
mánuði þannig að munurinn minnk-
aði úr 17.611 kr. á mánuði í 17.176 kr.
ef miðað er við lágmarkslaun. Þetta
gerist á sama tíma og öll þjónustu-
gjöld, þ.á m lyfjakostnaður, hafa
aukist gífurlega. Athyglisvert er að
mesta rýrnun á ellilífeyri, þ.e. rúmar
8.000 kr. á mánuði, varð árið 2000 í
kjölfar árs aldraðra, þrátt fyrir lof-
orðaræðuna, lúðraþytinn og söng-
inn. Fundahöldin reyndust því öldr-
uðum dýr.
Ólafur Ólafsson
Ellilífeyrir
Fundahöldin, segir
Ólafur Ólafsson, reynd-
ust því öldruðum dýr.
Höfundur er formaður FEB og fyrr-
verandi landlæknir.
Ellilífeyrir lækk-
aði um rúmar
7.000 á mánuði
Elli-
lífeyrir
Ef fylgt
væri
launavísit.
Ef fylgt
væri lág-
mark-
slaunum
verkaf.
1990 32.461 32.461 32.461
1995 38.436 38.836 39.611
2000 49.112 54.269 58.515
2001 51.423 59.078 69.034
2002 feb. 55.794 62.853 72.970
Á FUNDI sjálfstæð-
ismanna með verslunar-
eigendum við Lauga-
veginn fyrir skömmu
kom fram mikil óánægja
með stefnu R-listans í
miðborginni. Háværar
voru þær raddir að það
væri engu líkara en að
borgaryfirvöld væru á
móti einkabílnum og
vildu að borgarbúar
kæmu annaðhvort
gangandi, hjólandi eða
með strætó í bæinn. Af-
leiðingin er einfaldlega
sú að fólk er hætt að
koma í bæinn til að
versla. Ýmsir höfðu einnig á orði að
óþrifalegt væri um að litast í miðborg-
inni og fólk óttaðist þar um öryggi
sitt. Allir voru sammála um að til að
bjarga miðborginni þyrfti veruleg
stefnubreyting að eiga sér stað hjá
borgaryfirvöldum.
Sú rómantíska hugmynd borgaryf-
irvalda um að allir komi gangandi,
hjólandi eða með strætó í bæinn kann
að eiga vel við í hinni konunglegu
borg reiðhjólanna, Kaupmannahöfn,
og í hlýjum borgum, t.d. í S-Evrópu.
Á Íslandi gengur hugmyndin hins
vegar ekki upp sökum veðráttu, ófull-
komins almenningssamgöngukerfis
og líklegast tímaskorts og sporleti
landans sem stjórnmálamenn geta
engu um breytt. Afleiðing þessarar
rómantísku stefnu er augljós, mið-
borgin er í dauðateygjunum sem mið-
stöð verslunar og hefur meira að
segja borgarstjórinn sjálfur viður-
kennt þá staðreynd opinberlega og
talar nú um hana sem upplifunarsam-
félag (hvað svo sem það nú er) í stað
lifandi verslunarkjarna og hjarta
borgarinnar eins og miðborgin hefur
verið alla tíð.
Aðgerða er þörf
Síðan R-listinn komst til valda hef-
ur ekki einu einasta bílastæði verið
bætt við á Laugaveginum. Stöðu-
mælagjöld eru einnig orðin svo há að
fólk hugsar sig tvisvar um áður en það
treystir sér niður í bæ. Fyrir fáeinum
dögum átti ég erindi í miðbæinn og
var ég þar í tæpa þrjá tíma. Fyrir það
borgaði ég litlar 600 krónur og var
bara heppin að þurfa ekki líka að
borga 1.500 króna sekt
þar sem tíminn minn
var nýbúinn þegar er-
indi mínu var lokið.
Stöðumælagjöld og
-sektir eru orðin að
mikilvægri tekjulind
borgarinnar og svo
virðist sem borgaryfir-
völd láti sér í léttu rúmi
liggja hvaða áhrif þetta
hefur á verslun í mið-
borginni.
Sjálfstæðisflokkur-
inn ætlar að taka upp
skífukerfi svo hægt
verði að leggja ókeypis í
miðborginni í ákveðinn
tíma. Einnig ætlar flokkurinn að
lækka stöðumælasektir og fjölga bíla-
stæðum í miðborginni enda hefur
reynsla síðustu 8 ára sýnt að ef ekki
eru næg bílastæði fer fólk einfaldlega
eitthvert annað.
Við viljum einnig hreinsa rækilega
til en sóðaskapurinn í miðborginni er
orðinn höfuðborginni okkar til
skammar. Og síðast en ekki síst viljum
við að miðborgin sé örugg fyrir alla
fjölskylduna. Við ætlum því að setja á
laggirnar miðborgardeild í samvinnu
við lögregluyfirvöld, félagasamtök og
hagsmunaaðila og vinna að því í sam-
vinnu við rekstraraðila að flytja nekt-
ardansstaði út fyrir miðborgarmörkin.
Miðborgin á að vera miðstöð verslun-
ar, viðskipta og menningar en ekki
kjörland súludansstaða.
Í mínum huga er alls ekki skrýtið
að miðborgin sé að leggja upp laup-
ana og ef ekkert verður að gert mun
dómur borgarstjóra um miðborgina
efalítið rætast. Sjálfstæðisflokkurinn
ætlar ekki að horfa aðgerðarlaus á
hjarta borgarinnar veslast upp.
Margrét
Einarsdóttir
Reykjavík
Við viljum, segir Mar-
grét Einarsdóttir, að
miðborgin sé örugg fyr-
ir alla fjölskylduna.
Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins til borgarstjórn-
arkosninga.
Sinnuleysi R-listans
og miðborgin
FJÖLSKYLDAN
og samfélagið sem
hún lifir í tengjast á
ótal vegu og ákvarð-
anir sem teknar eru af
sveitarstjórnum
snerta á einn eða ann-
an hátt fjölskyldurnar
í sveitarfélaginu.
Ákvarðanir um fast-
eignagjöld, gatnagerð,
skólamál og fé-
lagsþjónustu svo fátt
eitt sé nefnt hafa fjöl-
þætt áhrif á íbúana. Í
raun eru flest mál
sveitarfélagsins fjöl-
skyldumál.
Áherslan á
fjölskylduna
Samfylkingin í Árborg leggur
áherslu á samræmda fjölskyldu-
stefnu í sveitarfélaginu. Samræmd
og framsýn fjölskyldustefna felur í
sér áætlanir og aðgerðir til að
bæta hag íbúanna í sveitarfélaginu.
Hún felur í sér að við hverja
ákvörðun í sveitarfélaginu verði
horft til þess hvernig áhrif fram-
kvæmdin komi til með að hafa á
aðstæður íbúanna. Mikilvægt er að
samræma ýmsa þjónustuþætti sem
fjölskyldur þurfa að nota eins og
t.d. þjónustu leikskóla og skóla
varðandi frídaga, starfsdaga og
próf. Gæslu- og vistunartilboð fyrir
börn þurfa að vera sveigjanleg í
samræmi við þarfir
fjölskyldna. Stilla þarf
saman kröfur atvinnu-
lífs og fjölskyldulífs,
t.d. með sveigjanleg-
um vinnutíma. Sam-
ræmd fjölskyldustefna
tekur tillit þeirra sem
standa höllum fæti í
sveitarfélaginu og fel-
ur í sér sérstaka áætl-
anagerð sem t.d. get-
ur falið í sér ráðgjöf
eða tímabundna með-
ferð.
Samræmd
þjónusta
Í Árborg þarf að
skapa skilyrði þar sem allar fjöl-
skyldur geta uppfyllt umönnunar-
og uppeldisskyldur sínar. Fjöl-
skyldur eiga að geta sótt þá þjón-
ustu sem þær hafa þörf fyrir á
hverjum tíma í sínu sveitarfélagi
og upplýsingar um þá þjónustu
þurfa að vera aðgengilegar. Veita
þarf íbúum aðgang að ýmiskonar
ráðgjöf og fræðslu t.d. foreldra- og
fjölskyldulífsfræðslu fyrir ungar
fjölskyldur, stuðning vegna skiln-
aða, dauðsfalla og atvinnumissis
svo fátt eitt sé nefnt. Vinna þarf
skipulega að forvörnum á sviði
áfengis- og vímuefna, eineltis, of-
beldis, misréttis, félagslegra
vandamála og slysavarna. Sam-
ræma þarf aðkomu hinna ýmsu að-
ila sem sinna þessum verkefnum
eins og t.d. skóla, leikskóla, fé-
lagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu,
foreldrafélaga og íþróttafélaga.
Haga þarf skipulags- og umhverf-
ismálum þannig að þjóni hagsmun-
um og stuðli að velferð og heil-
brigði íbúanna. Nærtækt er að
nefna gerð göngustíga, hjólreiða-
stíga og útivistarsvæða, aðstöðu til
iðkunar almenningsíþrótta og sam-
göngur á milli byggðakjarna, en
staðan í þeim málum er óviðun-
andi.
Átak í þjónustumálum
aldraðra
Á undanförnum árum hefur eldri
borgurum fjölgað mikið í Árborg
og mikilvægt er að nýta þekkingu
og reynslu sem hjá þeim býr og
stuðla að auknum tengslum milli
kynslóða. Gera þarf átak í þjón-
ustumálum við aldraða sem þurfa
mikla umönnun. Mikill skortur er á
félagslegu leiguhúsnæði í Árborg
og ekki má fresta lengur uppbygg-
ingu slíks húsnæðis. Kanna þarf
með reglubundnum hætti vilja og
þarfir íbúa í einstökum málum svo
hægt sé að veita viðeigandi þjón-
ustu á hverjum tíma.
Fjölskyldumál eru eins og önnur
málefni sveitarfélaga háð fjár-
magni og það er hagur íbúa að
sveitarfélagið sé vel rekið. Það er
hins vegar fyrst og fremst spurn-
ing um forgangsröðun og áherslur
að skapa fjölskylduvænt samfélag.
Samfylkingin í Árborg ætlar að
forgangsraða með velferð íbúanna
að leiðarljósi. Samfylkingin í Ár-
borg er nýtt afl sem boðar nýja
forgangsröðun, opnari stjórnsýslu
og virkara lýðræði í sveitarfé-
laginu. Samfylkingin er fyrir fólkið
í Árborg.
Fjölskyldu-
stefna Samfylk-
ingarinnar
Ragnheiður
Hergeirsdóttir
Höfundur skipar þriðja sæti á lista
Samfylkingarinnar í Árborg.
Árborg
Samfylkingin í Árborg,
segir Ragnheiður
Hergeirsdóttir, leggur
áherslu á samræmda
fjölskyldustefnu
í sveitarfélaginu.