Morgunblaðið - 10.04.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.04.2002, Qupperneq 31
Morgunblaðið/Jim Smart Frá opnunarhátíðinni sem haldin var hinn 16. febrúar sl. í hinum nýju aðalstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. fum. ,,Við sama til lyfjaþró- m ekki að með öðrum éfum. Það jármagna á þessum það öðru- oð frá því r hann. era mjög kisstjórn- tta frum- u að hann um að un betri ndi heldur num og fá a fólk sem áætluð róna pbygging sem ÍE rfestingar m kr. Kári háar fjár- egi hafa í ag við að að gerð er ar til lyfið nn vera á andaríkja- –75 millj- þetta ekki þetta er g á þeim regðum á il þess að róa lyf og njóta þess st, þá þarf rð og ekk- okum. ríkisábyrgð vegna lyfjaþróunardeildar fsemin verði aukist mikið gð Stef- Ís- sson nna. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 31 Leggst ekki gegn málinu Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar ÖSSUR Skarp- héðinsson, for- maður Samfylk- ingarinnar, segist telja upp- byggingu lyfjaþróunarfyr- irtækis á Íslandi afar áhugaverða og segist styðja að deCODE fái ríkisábyrgð þó að vissulega fylgi því ákveðin áhætta. Málið hafi hins vegar ekki enn verið rætt í þingflokki Samfylkingarinnar en hann kveðst telja útilokað að Samfylkingin leggist í víking gegn frumvarpinu. „Mér persónulega finnst þetta vera áhugaverður kostur til að byggja upp hátækniiðnað á Íslandi. Ég er klár á því að þetta er töluverð áhætta. Við höfum hins vegar í land- inu góðan grunn að lyfjaiðnaði sem hefur verið í mikilli útrás. Ég er sannfærður um að deCODE er gott fyrirtæki sem á mikla framtíð fyrir sér. Það hefur auðgað mjög íslenskt atvinnulíf og ég tel að þessi nýja að- koma þess að lyfjaframleiðslu sem byggist á erfðatæknilegum aðferð- um styrki mjög undirstöðu lyfjaiðn- aðarins. Hér er því verið að leggja grunn að framtíðaratvinnugrein.“ Össur sagðist einnig líta á þetta mál sem þingmaður Reykvíkinga. Reykjavík þyrfti að geta staðist samkeppni við aðrar alþjóðlegar borgir. Það yrði að vera hægt að bjóða ungu fólki upp á fjölbreytt at- vinnulíf sem borgaði há laun og byði vel menntuðu fólki trygga atvinnu. „Þegar verið er að brjóta jarðveg fyrir nýjar greinar þarf stundum að taka áhættu og sem stjórnmálamaður er ég persónulega reiðubúinn til þess.“ Össur sagði athyglisvert að ef þetta lyfjafyrirtæki yrði í Bandaríkj- unum væri ekkert vandamál að fjár- magna það. Þá væru lánastofnanir til- búnar að fjármagna það. Landfræðileg staða landsins virtist hins vegar valda því lánastofnanir væru síður tilbúnar að styðja upp- byggingu þess hér á landi. stöðvar af þeirri inn er vel þótt á milli, nálægt að ræða Ísland sér já- skilað tekjum m í sæk- áður er farandi ska rík- E: Stað- megin- sé að á landi eð þeim rkefnið að eðli- mstarfi Með því undvelli d skipar íkjum á ða verk- ekking- m er til tni í at- vinnulífi, efla menntun og þekking- arstig og gera landið eftirsóknar- verðara fyrir hátækni- og háþekkingarfyrirtæki. Með því að greiða fyrir nýrri starfsemi ÍE og uppbyggingu há- tæknisamfélags á Íslandi sem hefur mikla þjóðhagslega þýðingu, styrk- ist efnahagur þjóðarinnar þegar til lengri tíma er litið. Áhersla hefur verið lögð á uppbyggingu þessa iðn- aðar í Evrópu og hefur Evrópusam- bandið hvatt til þess að opinberir aðilar leggi sitt af mörkum. Samkvæmt 61. gr. EES-samn- ingsins, og leiðbeiningarreglum eft- irlitsstofnunar EFTA (ESA) um ríkisaðstoð, er stjórnvöldum heimilt að veita aðstoð á sviði rannsókna- og þróunarverkefna (research & development) og getur sú ríkisað- stoð ýmist verið í formi beinna fjár- styrkja, skattaívilnana eða ríkis- ábyrgða svo dæmi séu nefnd. Um sérstakar ríkisábyrgðir til rann- sókna- og þróunarverkefna gilda al- mennt minni kröfur um greiðslu markaðsverðs (iðgjalds) og trygg- ingar fyrir ábyrgðina en ef um al- menna ríkisábyrgð er að ræða. Álit- ið er að ríkisábyrgð sú sem veitt er með frumvarpi þessu uppfylli skil- yrði ríkisaðstoðar til rannsókna- og þróunarverkefnis, eins og þau eru tilgreind í leiðbeiningarreglum ESA um ríkisaðstoð. Tilkynna þarf um ríkisaðstoð af þessum toga til eftirlitsstofnunar EFTA og verður það gert samhliða frumvarpi þessu. Ríkisábyrgðin, sem frumvarpið kveður á um, getur jafnframt upp- fyllt skilyrði sem sett eru fyrir veit- ingu almennra ríkisábyrgða í leið- beiningarreglum ESA um ríkisaðstoð. Eru þau almennu skil- yrði sambærileg þeim sem kveðið er á um í lögum nr. 121/1997 um ríkisábyrgðir. Ákvörðun um gjaldtöku fyrir ríkis- ábyrgðina mun m.a. ráðast af því hvers eðlis ríkisaðstoðin sem í frum- varpinu felst verður talin vera.... Ef skuldabréfunum er breytt í hlutafé teljast þau uppgreidd og ríkisábyrgðin þar með niðurfallin. Þar sem um einfalda ábyrgð ríkis- sjóðs verður að ræða mun deCODE bera fulla ábyrgð á greiðslu skulda- bréfanna og verður skuldareigandi að fullreyna innheimtu hjá fyrir- tækinu áður en ábyrgð ríkissjóðs verður virk. Andvirði skuldabréf- anna mun renna til nýrrar starf- semi ÍE á Íslandi og mun verða gerður samningur milli móður- félags og dótturfélags vegna fjár- mögnunarinnar. ÍE mun jafnframt að fullu ábyrgjast greiðslu skulda- bréfanna.“ yður deCODE Ekki í takt við tímann SVERRIR Her- mannsson, for- maður Frjáls- lynda flokksins, segir að sér lítist mjög illa á að de- CODE Genetics, móðurfélagi Ís- lenskrar erfða- greiningar, verði veitt ríkisábyrgð. „Þetta fyrirtæki hefur verið að tapa miklu fé og hríðfallið á markaði. Það birtist hér á sínum tíma sem eitthvert stórfyrirtæki og platað var inn á menn stórum upphæðum í hlutafé, sem menn hafa tapað gríð- arlegum fjárhæðum á. Ég tek slíku og þvílíku sem þessu með miklum fyrirvara, svo ekki sé meira sagt. Megum við fá að vita um alla stöðu deCODE? Þessi framfærsla á þessu fyrirtæki er náttúrlega ekki í takt við tímann,“ sagði Sverrir. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins Áhugavert fyrir heil- brigðisþjón- ustuna JÓN Krist- jánsson heil- brigðisráðherra sagði að upp- bygging lyfjaþróunarfyr- irtækis á Íslandi væri mjög áhugaverð út frá heilbrigð- ispólitísku sjónarmiði. Mikill ávinn- ingur væri að þessu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu. Í því ljósi væri réttlætanlegt að veita deCode rík- isábyrgð. „Vafalaust er þarna um áhættu- fyrirtæki að ræða. Verið er að ræða um að setja á fót lyfjaþróunarfyr- irtæki sem byggist á lyfjarann- sóknum. Ef árangur næst er þarna um gífurlega mikilvægt mál að ræða, bæði varðandi hátækni og þróun rannsókna. Það er því til mikils að vinna. Í ljósi þess hafa menn viljað fara út í þessa ábyrgð- arveitingu. Valið stendur um að byggja upp þessa starfsemi í Bandaríkjunum eða hér á landi. Við erum að sækjast eftir að fá þessa starfsemi til okkar og taka þannig risaskref fram á við í þróun lyfja. Það eru mjög miklir fjármunir í þeirri atvinnugrein ef vel tekst til.“ Jón sagði að það væri að sjálf- sögðu forsenda þessarar ábyrgðar að lyfjaþróunarfyrirtækið yrði á Ís- landi. Málið væri á allan hátt sér- stakt og ekki væri um neina stefnu- breytingu að ræða hvað varðar ríkisábyrgðir. Jón sagði að vegna stærðar málsins væri mikilvægt að um það skapaðist góð pólitísk sam- staða. Hann sagðist þess vegna gera sér vonir um að allir flokkar á þingi greiddu því götu. Heilbrigðisráð- herra segir málið hafa sérstöðu Stórt og snúið álitamál STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, vill lítið tjá sig á þessu stigi um fyrirhugaða rík- isábyrgð á útgáfu skuldabréfa vegna lyfjaþróunardeildar deCODE Genetics, þar sem frumvarp rík- isstjórnarinnar var ekki komið fram á Alþingi í gær. „Málið er ekki komið til okkar formlega þannig að við höfum ekki mikla aðstöðu til að úttala okkur um það. Hitt er alveg ljóst að menn hafa staldrað við af minna tilefni en 20 milljarða ríkisábyrgð, ef rétt er að um það sé að ræða, og gagnvart starf- semi sem hlýtur að teljast býsna áhættusöm,“ segir Steingrímur. „Menn geta svo út af fyrir sig sagt á móti að gulrótin sem veifað er sé freistandi um þá uppbyggingu sem á að verða hér,“ sagði Steingrímur. „Við munum auðvitað skoða þetta þegar málið kemur til okkar og eigum eftir að ræða þetta í þingflokknum,“ sagði hann ennfremur. Spurður hvort hann myndi styðja frumvarpið eða leggjast gegn því sagði Steingrímur að óskynsamlegt væri að kveða upp úr um það áður en frumvarpið værikomið fram, „allra síst þegar um mjög stórt og væntanlega mjög snúið álitamál er að ræða“, segir hann. Steingrímur sagði aðspurður að ekki hefði verið leitað með form- legum hætti til þingmanna Vinstri- hreyfingarinnar við undirbúning málsins, „en ég get staðfest að það var komið til okkar óformlegri við- vörun um að eitthvað af þessu tagi gæti verið í vændum“, sagði hann. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segist telja mjög vel réttlætanlegt að veita deCODE ríkisábyrgð vegna láns til uppbygg- ingar á lyfjaþró- unarfyrirtæki hér á landi. Þessi að- stoð sé veitt til að stuðla að því að þetta fyrirtæki og þau störf sem því fylgja verði hér á landi en ekki í Bandaríkjunum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði að það hefði verið stefna rík- isstjórnarinnar að hverfa frá rík- isábyrgðum. Þær væru orðnar mjög sjaldgæfar en þar með væri ekki sagt að það mætti aldrei beita þeim. „Þrátt fyrir að ríkisábyrgðir séu orðnar sjaldgæfar erum við eigi að síður með lög um ríkisábyrgðir í landinu og það er gert ráð fyrir þeim sem möguleika í samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Til þeirra má því koma ef ákveðnum skilyrðum er fullnægt. Í þessu máli teljum við að svo sé. Þetta mál hefur mikla sér- stöðu. Verkefnið er það stórt að það þarf tiltekinn opinberan atbeina í þessu máli. Þarna er um það að tefla að fá þetta fyrirtæki til landsins með aðstoð í þessu formi eða horfa á eftir þessum störfum til Bandaríkjanna þar sem eflaust er sitthvað í boði fyrir fyrirtæki af þessu tagi án þess að ég viti það nákvæmlega. Við teljum að þegar maður vegur og metur kosti og galla, ávinning og áhættu og þá gríðarlegu atvinnu- sköpun og þau tækifæri sem því fylgja í þessu vísindasamfélagi þá sé þetta ekki bara réttlætanlegt að gera þetta heldur mjög skyn- samlegt.Geir sagði að eftir að Al- þingi hefði lokið umfjöllun um málið yrði það lagt fyrir Eftirlitsstofnun EFTA til að ganga úr skugga um að málið stæðist kröfur sem gerð- ar væru í EES-samningnum. Hann tók fram að stjórnvöld væru sannfærð um að þessi ábyrgð upp- fyllti kröfur um leyfilega ríkisað- stoð í tengslum við rannsóknir og þróun. Evrópusambandið hefði raunar hvatt til þess að hlúð væri að slíku. „Við teljum að þetta sé mjög já- kvætt innlegg til atvinnuuppbygg- ingar í nýjum greinum. Þetta sýnir líka að ríkisstjórnin vill ekki bara byggja upp í stóriðjufram- kvæmdum og virkjunum. Þarna er um að ræða starfsemi sem byggist fyrst og fremst á vísindaþekkingu og mannauði. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem kemur til með að þróa lyf frá grunni, en ekki eft- irlíkingar eða samheitalyf. Þó að sú starfsemi sé kostnaðarsöm og áhættusöm þá eru góðar líkur á að það forskot sem Íslensk erfða- greining hefur útvegað sér í gegn um sínar rannsóknir muni verða því verulegur akkur í þessu máli. Af hálfu ríkisstjórnarinnar er litið á þetta sem lið í atvinnuþróun- arstefnu hennar. Við lítum á þetta sem gríðarlegt tækifæri. Það verð- ur að hafa það í huga að þarna er um að ræða fyrirtæki sem á örfá- um árum hefur skapað 600 störf og er núna að tala um að fara yfir á nýtt svið og bæta þar við 300 manns á örfáum árum. Ég tel að það sé réttlætanlegt að stíga þetta skref.“ Geir sagði að þarna væri um að ræða svokallaða einfalda ábyrgð en ekki sjálfskuldarábyrgð, en það þýddi að það þyrfti að ganga fyrst að fyrirtækinu áður en hægt væri að ganga að ríkinu. Hluti af atvinnu- stefnu stjórnvalda Fjármálaráðherra segir ábyrgðar- veitinguna réttlætanlega

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.