Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.04.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 37 ✝ Gunnar Haf-steinn Erlends- son fæddist í Hafnar- firði 2. janúar 1932. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi á skírdag, 28. mars 2002. Foreldrar hans voru Erlendur Hall- dórsson, f. 30.7. 1900, d. 10.5. 1980, yfirumsjónarmaður Brunavarna ríkisins, og kona hans, Guð- ríður Sveinsdóttir, f. 27.3. 1898, d. 25.5. 1988. Systkini Gunnars á lífi eru: Anna Ragn- heiður, f. 3.9. 1926, gift Nielsi Þórarinssyni, fyrrum verkstjóra; Halldóra Elsa, f. 24.9. 1933, gift Sigurði Gunnarssyni, fyrrum stýrimanni; og Aðalheiður Þór- laug, f. 10.8. 1939, gift Magnúsi Á. Bjarnasyni framkvæmdastjóra. Látin eru Sólveig Sveinbjörg, f. 9.3. 1930, d. 3.1. 1982, Þórður Sveinn, f. 1919, d. 1924, og Þór- veig Jakobína, f. 1924, d. 1924. Gunnar átti ungur soninn Sig- urð, f. 17.7. 1955. Móðir hans er Sól- veig Axelsdóttir, f. 23.12. 1933, fyrrum hjúkrunarkona. Eftirlifandi eigin- kona Gunnars er Elsa Karlsdóttir, f. 26.8. 1937. Gunnar lauk landsprófi frá Flens- borgarskólanum í Hafnarfirði og stundaði vélvirkj- anám í Vélsmiðju Hafnarfjarðar. Hann lauk tækni- fræðinámi frá Tækniháskólanum í Óðinsvéum í Danmörku haustið 1958. Vorið 1959 kom hann heim til Íslands og vann við ýmis tækni- störf þar til árið 1962 að hann hóf störf hjá verkfræðistofu Fjarhit- unar hf. þar sem hann starfaði í yfir 30 ár eða þar til hann varð að láta af störfum vegna heilsu- brests. Útför Gunnars Erlendssonar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Við fráfall Gunnars Erlendsson- ar tæknifræðings, móðurbróður míns og vinar, hrannast upp ævi- minningabrot, verðmæt myndskeið í óklipptri kvikmynd lífsins, þar sem leiðir okkar Gunna frænda og Elsu konu hans Karlsdóttur lágu saman og um langt árabil oftar og innihaldsríkar en gengur og gerist í samskiptum fólks. Sjaldnast bar nafn annars þeirra hjóna á góma án þess að hitt kæmi upp í hugann. Gunni og Elsa! Fyrir mér voru þau og eru ímynd hinna samrýmdu og samlyndu hjóna. Og nú dvelur hljómur nafna þeirra beggja í huga mér þessa upprisuhátíð við hetju- stríðið sem þau háðu sameiginlega í fjöldamörg ár, sjúklingurinn og hjúkrunarkonan hans, við hinn ill- víga margsamsetta sjúkdóm, sem neyddi frænda minn til að leggja ævistarfið á hilluna löngu fyrir tím- ann og lagði hann að velli um síðir. Í baráttu sinni fyrir að lifa af með þessum óvægna sjúkdómi full- komnuðu þau samstöðumynd tveggja einstaklinga sem standast hina hinstu raun hvort með sínum hætti þannig að nálgast hreina fyr- irmynd. Og nú þegar ég lít lengra aftur og renni nokkrum eldri myndskeiðum í gegnum hugann af fjölbreyttum sameiginlegum mál- tíðum okkar áður fyrr finnst mér það guðsþakkarvert að vinur okkar skuli hafa kvatt okkur daginn sem við minnumst máltíðar allra mál- tíða, á degi sjálfrar kvöldmáltíð- arinnar. Ef þau voru til fyrirmyndar í lokin þá voru þau það ekki síður í upphafinu þegar samskipti okkar hófust og urðu hvað nánust. Þá var ég í hópi óharðnaðra unglinga á leið inn í tíma mikilla breytinga og lífsmótunar. Það skiptir unglinginn meira máli en oft er gert að um- talsefni að finna sig vera tekinn inn í heim hinna fullorðnu fortakslaust sem jafningi og gild stærð í sam- skiptum. Gunna og Elsu var þetta eiginleg framkoma og með öllu fyr- irhafnarlaus að því er virtist og geta fleiri borið vitni um það. Það sem skiptir mig og fleiri máli nú er að þau voru í okkar huga fyrsta fullorðna fólkið sem tók manni eins og jafningja og á þeirra forsendum. Samskiptunum við Gunna og Elsu fylgdi jafnan mikil gleði og ég segi og skrifa lífsfylling. Þetta voru tímar sunnudagsheimsókna og var oft gestkvæmt hjá þeim hjónum í Skildinganesinu. Ég minnist sér- staklega Heiðu og Magga og Björns vinar míns Sigurbjörnsson- ar, en þarna kynntumst við. Maður var ævinlega velkominn, móttökun- um fylgdi bros, sannur áhugi á vel- ferð manns og gengi, hlýr fölskva- laus góður hugur, uppörvun. Og við hlustuðum á tónlist. Gunni kom mér væsklinum til að fara að stunda líkamsrækt löngu fyrir daga líkamsræktartískunnar og hann kom því inn hjá mér að til að ná árangri í stærðfræði þyrfti maður að æfa sig í að reikna. Já, æfa sig. Á líkamsræktarsviðinu var þetta mikil ástundunarraun en við héldum hvor öðrum við efnið. Gunni var hin mikla fyrirmynd sem æft hafði Atlaskerfið á unglings- árum sínum og sagðist búa að því enn en tók nú líka til við Jowett. Gunni útskrifaðist úr Tæknihá- skólanum í Óðinsvéum í Dan- mörku, með aðra hæstu einkunn yfir skólann haustið 1958. Ég hafði heyrt hann segja frá því hverju hann þakkaði þann árangur. „Þú átt að ganga að stærðfræðidæm- unum eins og hverjum öðrum arm- beygjum í Jowett-kerfinu,“ sagði hann. „Æfa þig í að reikna, ég æfði mig fram á rauðar nætur.“ Ég minnist þess nú að hafa látið til skarar skríða við þessa ráðgjöf sumar eitt þegar ég tók að mér að passa hundinn þeirra, hann Vaps- en, í nokkrar vikur til að þau gætu komist í sumarfrí til Danmerkur. Gunni var búinn að setja mér fyrir stærðfræðidæmi upp úr sínum bókum úr Odenseskólanum. Ég skyldi æfa mig á þeim sérhvern dag þetta sumar, sem ég gætti bús og hunds í Skildinganesinu. Ég fann að þetta var rétta leiðin en er samt ekki viss um að ég hafi staðist þetta próf í sjálfsögun. En þó svo ég yrði aldrei góður í stærðfræði, þá hefur virðing mín fyrir greininni haldist óskert síðan, svo er Gunna fyrir að þakka, og ég reynt að miðla henni áfram til næstu kyn- slóðar. Aftur á móti varð búskapur minn með Vapsen í Skildinganes- inu þetta sólarsumar mér ákveðin manndómsvígsla. Þarna bjuggum við voffi tveir búi okkar, elduðum mat, fengum gesti í heimsókn, lögðum á borð fyrir þá í stofu eins og Elsa var vön að gera, spiluðum djassmúsík á hin nýju og full- komnu hljómflutningstæki hússins, lifðum sjálfstæðu lífi fjarri for- eldrahúsum suður í Hafnarfirði. Svo var suðað í foreldrunum að þeir keyptu Telefúnken Stereo hljómflutningstæki eins og Gunni og Elsa áttu gegn því að ég keypti Dúal grammófón. Yfir þessum tækjanöfnum hvíldi ákveðinn ljómi og gerir enn. Svo þegar Gunni var búinn að sýna fram á ótvírætt notagildi segulbandstækis og hafði hljóðritað hljómleika Louis Arm- strong í Háskólabíói upp úr út- varpinu og tekið upp gjörvalla fer- tugsafmælisveislu föður míns þurfti ekki frekari vitnanna við. Ég varð að eignast steríósegulband eins og frændi. Fyrr en varði var Gunni farinn að kvikmynda með super 8mm Canon-kvikmyndatökuvél. Ég var að vísu kominn með áhuga á kvik- myndagerð á þeim tíma en átti ekkert sem til þeirra hluta þurfti og lét því ekki segja mér það tvisv- ar að aðstoða frænda við kvik- myndun fjölskyldumyndar hans, sem lagðist á drjúgan part úr sumri með alls kyns tilfæringum. Og ásetningur minn um að leggja þessa iðju fyrir mig styrktist. Í þessari kvikmynd komu fjölskyld- ur allra systkina Gunna við sögu, þeirra Önnu og Níelsar, Sólveigar og Sveins, foreldra minna, Elsu og Sigga Gunn, Heiðu og Magga auk þess sem Gunni og Elsa sjálf komu lítils háttar við sögu. Þessa kvik- mynd klipptum við frændurnir mörgum árum síðar, þegar ég var kominn til starfa hjá sjónvarpinu. Hún geymir samt ekki þau mynd- skeið sem nú renna í gegnum í hugann við tilhugsunina um að bróðirinn sé farinn til fundar við systur sína, hana Sólveigu móður mína, sem fyrst varð burtkölluð úr barnahópnum þeirra Guðríðar Sveinsdóttur og Erlends Halldórs- sonar, sem á legg komst. Þetta eru minningarnar um sam- eiginleg aðfangadagskvöld heima hjá okkur í Köldukinn og jólaboð daginn eftir hjá ykkur í Skildinga- nesinu. Þetta voru góðir tímar og hátíðlegir með göngutúrum upp fyrir kirkjugarð á jólanótt undir „drottnanna hásal í rafurloga“ og daginn eftir í praktuglegum dönsk- um frúkosti sem varði allan jóla- daginn að réttum sið og bar með sér blæ utan úr heimi og tengdi okkur við Danmörku, ættlandið þitt, Elsa, þar sem við sjálf höfðum búið á árunum 1956–57. Ég minnist þess að þegar vetur voru harðir vissi Gunni enga flík betri en íslensku gæruskinnsúlp- una, sem hann notaði í störfum sín- um fyrir Fjarhitun sem hann helg- aði krafta sína mestan part starfsævinnar og klæddist líka á jólum. Alls þessa er gott að minn- ast núna og verðmætt fyrir okkur sem eftir lifum. En undarlegast af öllu er samt að hugsa til þess að Gunnar Erlendsson, þessi mikli at- gervismaður til líkama og sálar, sem hafði lagt sig eftir líkamsrækt og notið ávaxta hennar og andlegr- ar ögunar í námi og starfi skyldi sleginn svo gjörsamlega út líkam- lega og andlega þegar ævikvöldið nálgaðist að í hrópandi andstæðu er við öll lögmál lífsins. Það er kannski ekki rétt að tala um fyr- irmynd í því sambandi en myndin sú, hvað svo sem við köllum hana, færir okkur heim sanninn um það að líklega er það rétt sem oft hefur verið haldið fram að lífsgæðin eru ekki á okkar valdi mannanna held- ur komin undir náð, náð og mis- kunn þess sem öllu ræður. Af þessu, mín sál, þú sér, sannlega hversu er valt allt í heimi hér, haf slíkt í minni þér. (Hallgr. Pét. Úr 47. passíusálmi.) Erlendur Sveinsson. GUNNAR HAFSTEINN ERLENDSSON ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minningargreina ✝ Haraldur Gísla-son var fæddur á Hofsósi 27. febrúar 1923. Hann lést á Hrafnistu hinn 29.3. síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Gísli Magnús Gíslason, sjómaður, f. 8.6. 1888 á Þöngla- bakka á Höfða- strönd, d. 16.6. 1941, og kona hans Björg Guðmundsdóttir, húsfreyja, f. 21.6. 1891 að Marbæli í Óslandshlíð, d. 1981. Bræður Haraldar: Hálfbróðir sammæðra, Hilmar Sæberg Björnsson, f. 21.2.1916, d. 15.3. 1996, skipstjóri; Gísli M.Gíslason, f. 27.3. 1924, skipstjóri; Jónmund- ur Gíslason, f. 4.12.1925, málara- meistari. Hinn 26.9. 1947 eignast Harald- Bjarni Ingimarsson, f. 8.5. 1950, bifvélavirkjameistari. 3) Haraldur Árni, f. 18.7. 1959, skólastjóri, maki Geirþrúður Fanney Boga- dóttir, tónlistarkennari, f. 23.1. 1961. Barn Kristínar af fyrra hjónabandi og fóstursonur Har- aldar er Erling Andersen, f. 11.8. 1936, sölumaður, maki Erla Gunn- arsdóttir, f. 5.5. 1938, skólaliði. Barnabörnin eru 16 og barna- barnabörn 23. Haraldur tók skipstjórnarpróf, hið meira fiskimannapróf, frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík vorið 1947. Eftir það var hann stýrimaður og skipstjóri á hinum ýmsu bátum, lengst af skipstjóri með Svaninn frá Keflavík, Ásbjörn frá Akranesi og Álftanes frá Hafn- arfirði. Frá árinu 1966 til 1976 gerði Haraldur út Tindastól GK 8. Eftir þann tíma starfaði Haraldur hjá Aðalskipasölunni í Reykjavík og síðan frá 1985 hjá Hraunhamri í Hafnafirði sem sölumaður skipa og framkvæmdastjóri til 1998 er hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Haralds fer fram frá Víði- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ur Þóru með barns- móður sinni Lilju Rannveigu Bjarna- dóttur frá Hólakoti í Viðvíkursveit, f. 13.5. 1915, d. 12.6. 1987. Maki Þóru er Kaj Lar- sen, f. 28.2. 1946. Hinn 17.6. 1948 kvæntist Haraldur, Kristínu Markúsdótt- ur, f.10.12. 1912 á Sæ- bóli í Aðalvík, d. 31.3. 1997. Foreldrar henn- ar voru Markús Finn- björnsson, f. 3.3. 1885, d. 11.3. 1972, útvegs- bóndi og kona hans Herborg Árnadóttir f. 30.4. 1885, d. 1934 húsfreyja. Börn Haraldar og Kristínar eru: 1) Gísli, f. 27.1. 1948, ráðgjafi, maki Fanney Eva Vilbergsdóttir, f. 18.7. 1949, skrif- stofumaður. 2) Herborg, f. 20.1. 1953, skrifstofumaður, maki Nú er tengdapabbi farinn héðan. Þrátt fyrir það að við vissum hvert stefndi , þá er erfitt að sætta sig við það að hann sé ekki hér lengur með kerskni sína, háð og glettni, sem einkenndi hann alla tíð. Hann ólst upp á Hofsósi og fór ungur, aðeins 14 ára gamall, að stunda sjó sem formaður á báti móður sinnar er faðir hans veiktist. Hefur það haft áhrif á hans lífsviðhorf alla tíð. Ég kynnist tengdapabba er ég var 15 ára og var ég eilítið hrædd við hann, því ég hafði aldrei kynnst manni eins og honum, þar sem maður vissi aldei hvort hann var að stríða eða hvort það sem hann sagði var hans meining. En ég lærði það fljótt og urðum við bestu mátar. Okkar samskipti ein- kenndust alltaf af þessari kerskni, á báða bóga, sem var þó aðeins á yfirborðinu, því við virtum hvort annað alla tíð. Á hans bæ var lífið ætíð tekið föstum tökum í leik og starfi. Hálfvelgja og kák var ekki til í hans orðabók. Tengdapabbi var mér og dætr- um okkar Gísla alltaf góður og minnist ég þess oft hvernig hann söng og dansaði með þær á tánum þegar þær voru litlar. Eftir að hann lét af störfum sem skipstjóri á Tindastóli, var hann með skrif- stofu sína heima. Þá sáu dætur okkar oft að hann var að láta menn hafa ávísun, sem þær köll- uðu víxil, og var það ósjaldan að þær komu hróðugar upp til mín og sögðu: Afi gaf okkur víxil. Víxillinn hljóðaði alltaf upp á Prins Póló og malt með ákveðnum gjalddaga. Og leysti hann þá alltaf út sem skyldi. Þannig gerði hann alltaf hlutina, að þeir urðu að vera réttir. Seinna er við Gísli seldum íbúðina á Mosabarðinu og fluttum, þá var hann nánast daglegur gestur. Eft- ir að hann fór að vinna sem skipa- sölumaður og við eignuðumst yngstu dóttur okkar, kom hann alltaf eftir að vinnu lauk til að ganga með yngsta barnabarnið um gólf. Þannig hvíldi hann mig og naut stundanna með sonardætrum sínum. Tengdapabbi hafði yndi af dansi og eins og með allt annað sem hann tók sér fyrir hendur þá dugði ekkert hálfkák þegar að dansinum kom. Hann varð að læra allt til fullnustu. Komu þar fram orð föð- ur hans frá æsku, sem sagði: Fyrst að læra handtökin – svo kemur hraðinn. Þannig var hann tengda- pabbi alla tíð og kom það ekki síst fram við börn hans og barnabörn. Ég kveð þig, kæri vinur, með þökk fyrir langa vináttu og þá vissu að tengdamamma sótti þig til sín á föstudaginn langa, til að fara með þig á betri stað. Friður sé með þér. Þín tengdadóttir, Fanney Eva. Í dag kveðjum við Harald Gísla- son skipstjóra, fyrrverandi starfs- mann Hraunhamars. Ég kynntist Haraldi fyrst vorið 1986 er ég hóf störf hjá Hraunhamri en þá hafði Haraldur starfað þar í eitt ár. Haraldur starfaði lengst af sem sölumaður skipa, en einnig sem framkvæmdastjóri, gjaldkeri og bókari allt til ársins 1998 er hann hætti sökum aldurs, þá 75 ára gamall og enn í fullu fjöri. Er óhætt að fullyrða að aldrei bar skugga á samskipti okkar og hygg ég svo vera um aðra starfsmenn fyrirtækisins. Haraldur hafði áður starfað sem sjómaður og skipstjóri til margra ára og er óhætt að halda því fram að hann hafi áfram stjórnað af sömu festu og ákveðni, sem skip- stjóra sæmir, eftir að hann hóf störf sem sölumaður skipa og ekki fór á milli mála að hann naut virð- ingar sjómanna og annarra er hann hafði samskipti við. Haraldur var glöggur á menn og málefni, sem kom sér oft vel í starfi hans hjá Hraunhamri. Haraldur nýtti vel frítíma sinn til útiveru og ferðalaga um landið, sem hann hafði unun af. Ennfrem- ur hafði hann mjög gaman af dans- listinni sem hann iðkaði af ótrúleg- um krafti. Þakka ég fyrir góð kynni og votta fjölskyldu hans samúð mína. Magnús Emilsson. HARALDUR GÍSLASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.