Morgunblaðið - 10.04.2002, Page 40

Morgunblaðið - 10.04.2002, Page 40
MINNINGAR 40 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðmundur Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 15. apríl 1941. Hann lést á Selfossi 27. mars síðastliðinn. Hann var sonur Guðmundar Bene- diktssonar, f. 24.6. 1918, kvæntur Auð- björgu Björnsdóttur, f. 5.4. 1923, og Ingu Bjarnadóttur, f. 5.6. 1923, gift Kjartani Ögmundssyni, f. 10.5. 1919, d. 30. 10. 1999. Systkini Guðmundar eru Bjarni Guðmundsson, f. 15.5. 1942, kvæntur Ingu K. Guð- mundsdóttur, f. 17.8. 1943, þeirra börn eru Heimir, Dagný og Haf- dís; Anna Guðmundsdóttir, f. 30.1. 1950 gift Ragnari Kristjánssyni, f. 12.3. 1944, þeirra börn eru Bene- dikt sem er látinn, Fjóla og Erla; Elís Kjartansson, f. 24.11. 1963, kvæntur Ragnheiði K. Björnsdótt- ur, f. 4. 8. 1964, þeirra börn eru Kjartan Björn, Kristín Inga og Dag- ur Snær. Fóstursyst- ir Guðmundar er Bára Guðnadóttir, f. 8.9. 1947, hennar börn eru Ingvar, Steinar og Erla. Guðmundur kvæntist 19.5. 1962 Þórdísi Skarphéð- insdóttur, f. 20.11. 1942. Börn þeirra eru þrjú: 1) Svein- björn, f. 22.2. 1962, í sambúð með Krist- björgu Pálsdóttur, f. 7.12. 1964, fósturdóttir hans er Rakel Sif, dóttir hennar er Elena Margrét; 2) Guðrún, f. 6.7. 1964, gift Jóhanni Degi Egilssyni, f. 26.7. 1957, þeirra börn eru Dagur og Guðmundur Þór; 3) óskírður sonur, f. 20.2. 1972, d. 20.2. 1972. Útför Guðmundar fór fram í kyrrþey frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju, föstudaginn 5. apríl síðast- liðinn. Guðmundur Guðmundsson ólst upp í Miðengi í Grímsnesi fram til tíu ára aldurs. Honum leið vel í Miðengi, þar bjuggu einnig afi hans Benedikt og amma Halldóra, ásamt föðursystur hans og hennar fjöl- skyldu. Hann sótti mikið í afa sinn og ömmu og þótti mikið til þeirra koma. Þeir áttu skap saman, afinn og sonarsonurinn, og sátu löngum og ræddu heimsins mál. Guðmund- ur flutti síðan til Selfoss þar sem hann bjó fram á fullorðinsár. Á unglingsárunum greip hann til vinnu þar sem hún gafst. Hann hafði m.a. farið á vertíð í Eyjum, unnið með föður sínum við smíðar og fleira. Upp úr tvítugu fór hann suður og fór að vinna hjá varnarlið- inu. Hann kynntist Þórdísi og hóf búskap með henni á Vatnsnesvegi 19 í Keflavík. Guðmundur og Þórdís taka til við að byggja einbýlishús á Borg- arvegi 36 í upphafi sambúðar. Húsið er traust og vandlega byggt, sér í lagi ef tekið er tillit til að oft var lítið um peninga. Guð- mundur var maður vandvirkur og laghentur. Hann var rétt rúmlega tvítugur og varð, eins og margir aðrir á þessum tíma, að vinna nán- ast allt í húsinu sjálfur vegna fjár- skorts. Hann lærði þ.a.l. það sem þurfti til að byggja hús. Þegar kom að því að múra lærði hann það og gerði eins vel, ef ekki bet- ur, og lærðir múrarameistarar. Ef þurfti að flísaleggja lærði hann það o.s.frv. Hann lagði sig mjög fram við að gera allt eins fullkomið og hægt var. Áður en hann hófst handa við tiltekið verk eyddi hann drjúgum tíma í að hugsa hvernig best væri að hafast að. Þegar hann keypti Hi-lúxinn sinn og breytti honum var hugsað fyrir hverju smáatriði. Bíllinn skyldi vera veiðibíll, sem hægt væri að gista í. Hann lagði mikla áherslu á vand- virkni og skipulag, hver hlutur átti sinn stað. Það var t.d. sérstakur bólstraður kassi fyrir veiðistangir sem verndaði þær fyrir hnjaski. Allur bíllinn er hannaður að innan frá hinu minnsta til hins stærsta. Guðmundur vann flest sín full- orðinsár hjá varnarliðinu við akst- ur. Maður með hans hæfni hefði auðveldlega getað fengið sér starf sem var meira krefjandi. En hon- um líkaði vinnan því hún gaf honum frelsi til að sinna áhugamáli sínu sem var veiði. Hann var mikill veiðimaður. Á sínum yngri árum stundaði hann bæði skotveiði og fiskveiði, en seinni árin hallaðist hann meira að silungs- og laxveiði. Guðmundur kynntist veiði snemma á lífsleiðinni, faðir hans er mikill veiðimaður og tók hann með sér í veiðina. Mikill ævintýrabragur var á veiðiskap þeirra. Gæsir voru skotnar þegar færi gafst, jafnvel út um bílglugga ef svo bar undir, og krækt í lax undir Sogsbrú þegar farið var að rökkva. Reyndar lagð- ist þetta af með breyttum tímum. Sveinbjörn sonur hans var síðar með í þessum ferðum. Þær eru margar góðar minningarnar sem hann á frá þessum ferðum með föð- ur sínum og afa. Á barnsárum sín- um var Guðmundur í sveit á Kald- árhöfða, þar var vatn og veiðin hluti af því að draga björg í bú. Hann talaði alltaf hlýlega til Pöllu og Óskars í Kaldárhöfða. Jón Kaldi, bróðir Óskars, var sá veiði- maður sem hann bar mesta virð- ingu fyrir. Á fertugsaldri kynntist Guð- mundur fluguveiði og er ekki ofsög- um sagt að hann hafi haft flugu í höfðinu síðan. Hann heillaðist af fluguveiði og leit á allt annað sem villimannlegt eftir það. Hann var alltaf fiskinn og kunni að lesa vötn- in og náttúruna. Guðmundur deildi þessari veiðigleði með börnum sín- um og kenndi þeim báðum, Svein- birni og Guðrúnu, að veiða með flugu. Margar af bestu minningum systkinanna um hann eru tengdar veiði. Þeir voru fleiri sem hann leiddi af stíg „villimanna“ og kenndi að meta kosti fluguveiðinn- ar. Líf Guðmundar var ekki dans á rósum frekar en líf annarra. Hann átti við tvo ólæknandi sjúkdóma að stríða. Annar var alkóhólismi, sem herjaði á hann frá unglingsárum. Þegar Guðmundur var 36 ára var hann að því kominn að tapa barátt- unni við Bakkus. En vegna elju sinnar og ákveðni tókst honum að losa sig við Bakkus og rétta úr kútnum. Guðmundur var maður sem tók allt með trompi. Þegar hann hafði tekist á við Bakkus og sigrað var ekkert sem gat stöðvað hann í baráttunni við nikótínguð- inn. Fyrir fertugt var hann búinn að losa sig við þessa tvo vágesti. En ekki leið á löngu áður en þriðja vágestinn bar að garði, geð- hvarfasýki. Þriðji vágesturinn var lúmskur og kom sér fyrir án þess að Guðmundur eða fjölskylda hans tæki eftir því fyrr en of seint. Þessi gestur var ekki utanaðkomandi og skar sig ekki úr fyrr en síðustu ár- in. Hann bjó innra með Guðmundi og kom sér þar fyrir og óx og dafn- aði eins og krabbamein. Seinustu árin var þriðji vágesturinn farinn að hafa mikla stjórn. Bæði Guð- mundur sjálfur og fjölskyldan hans tóku eftir því, að ekki var allt með felldu. Nú tók við mikil barátta hjá Guðmundi og hann reyndi að losna við þennan vágest. Hann lagði mik- ið á sig og barðist hetjulega, en allt kom fyrir ekki. Þegar hann fann vanmátt sinn gagnvart þessum gesti tók Guðmundur þá afdrifa- ríku ákvörðun að binda enda á líf sitt. Hann gat ekki hugsað sér að lúta stjórn þessa gests og leið fyrir vanmátt sinn gagnvart honum. Þessi ákvörðun hefur ekki verið auðveld því enginn veit hvað tekur við hinum megin. En þegar vanlíð- anin er slík er óvissan betri en það sem framundan sýnist. Stökurnar tvær hér fyrir neðan eru ortar af afa hans, en lýsa vel tilfinningum þeim sem Guðmundur bar í brjósti hin síðustu ár. Fyrr ósmeykur flaugst ég á, flestur leikur unninn, nú er ég veikur, nú er ég strá, nú er ég kveikur brunninn. Farinn ertu að forðast mig friðarsvefninn blíði; og þó vildi ég eiga við þig einna síst í stríði. (Benedikt Einarsson frá Miðengi.) Fyrir okkur hin sem eftir stönd- um er ekki annað að gera en að minnast kjarkmikils manns sem barðist allt sitt líf og hafði kjark til að taka afdrifaríkar ákvarðanir. Minning um föður sem deildi með börnum sínum veiðigleðinni og með konu sinni ánægjunni af ferðalögum. Vegna þess hve vænt honum þótti um afa sinn í Miðengi er við- eigandi að kveðja með orðum hans. Grátum, ó! hörmum góða vininn dáinn, genginn í blóma lífs á heljar vega. Héðan af ströndum horfum yfir sjáinn, hjörtu þó bindist þungum ekka og trega hetjuna sjáum heima á föðurlandi horfandi til vor veifa geislabandi. Far þú vel sonur, faðir, maki, bróðir, fylgi þér Drottinn, styrk oss hinum veiti. Ó! hvað hér drúpa allir hnípnir, hljóðir, ei fæst þitt sæti fyllt að neinu leyti. Sárt er að kveðja svona ást og dyggðir, en sælt er að muna drengskap þinn og tryggðir. (Benedikt Einarsson frá Miðengi.) Guðrún Guðmundsdóttir og fjölskylda hins látna. Kæri bróðir. Nú ertu farinn, dáinn og eftir sitjum við hin sem næst þér stóðum með spurningar á vör en þó ekki án allra svara því þú varst búinn að gera grein fyrir hversu alvarlega þú varst leikinn af sjúkdómi þeim sem nú hefur lagt þig að velli. Ég fékk því miður, Gummi minn, ekki að njóta mikilla návista við þig fyrr en nú síðustu árin en þau kynni voru lituð af raunum þínum vegna sjúkdómsins illvíga. Það hefur samt gefið mér færi á að kynnast þér og eru stundirnar sem við áttum geymdar í minningunni. Í gegnum líf mitt varstu minn stóri bróðir sem bæði fjarlægð og dulúð hvíldi yfir og á ég þá ekki endilega eingöngu við fjarlægðir á landi, þú í Njarðvík – ég á Selfossi, heldur voru á milli okkar þau ár sem liðu á milli þess að við komum í heim þennan og reynsla þín af líf- inu sem var á margan hátt ólík þeirri sýn sem ég hef haft af tilver- unni hingað til. Þó fann ég að leiðir okkar í hugleiðingum um heima og geima lágu oft saman og eigum við margt ósagt og ógert þegar þú hverfur nú á braut. Ég bar virðingu fyrir þér, kæri bróðir, og geri enn, þú varst góðum gáfum gæddur og hafðir þann eig- inleika að vera þú sjálfur í orði og verki, sem oft vill verða undir í kapphlaupi okkar í lífsbaráttunni og þeim hraða og tímaleysi sem einkennir líf okkar flestra. Margt af því sem þú sagðir mér og ég hef lært af kynnum við þig mun verða mér gott veganesti til framtíðar. Ég er ykkur Dísu þakklátur fyrir þann tíma og umhyggju sem þið sýnduð pabba og mömmu er þau komu til ykkar í heimsókn til Kan- aríeyja og var árleg heimsókn þeirra til ykkar þeim mikill og stór þáttur í lífi þeirra. Munu þær stundir vera með þeim bestu sem gömlu hjónin hafa átt og var mjög ánægjulegt að taka á móti þeim er þau komu úr ferðum þessum, end- urnýjuð af lífsorku og frásagnar- gleði um ný ævintýri og góða daga. Einnig voru mér og fjölskyldu minni mikils virði þær móttökur og stundir sem við áttum með þér og Dísu á Kanarí jólin 1998 og mun sá tími verða varðveittur á góðum stað í huga okkar. Ég vona, kæri bróðir, að þú meg- ir nú eiga betra líf á nýjum stað, laus við þrautir þær sem buguðu þig, að lokum, hér í þessu lífi og máttu vita það að trú mín er sú að við hittumst aftur og munum við þá skilja til hlítar tilgang okkar með jarðvist þeirri sem að baki er. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Ég og fjölskylda mín munum minnast þín með virðingu og hlýju. Elís. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON ✝ ÞórarinnÞorbjarnar- son fæddist á Borgarhóli í Öngulsstaða- hreppi í Eyja- firði 1. febrúar 1923. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 12. mars síðastlið- inn. Helga Sig- ríður Þorbjarn- ardóttir fæddist á Borgarhóli 21. ágúst 1924. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 11. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar þeirra voru Þor- björn Jónsson, f. 2.5. 1891, d. 26.4. 1980, og Unnur Jónsdóttir, f. 9.8. 1893, d. 14.8. 1972. Systir Helgu og Þórarins var Jóna Borghildur, f. 1. apríl 1934, d. 24. júní 1983. Útför Helgu fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 21. febrúar og út- för Þórarins fór fram 21. mars. Þegar ég var barn var ég send í sveit á Öngulsstaði, þar sem Unnur frænka mín bjó ásamt manni sínum Þorbirni, og dætrum sínum tveim, þeim Helgu og Borghildi. Ég var mjög ung er ég kom þar fyrst aðeins 5 ára. Ég mun alltaf muna hvað tekið var vel á móti mér þegar ég kom á sumrin. Mér leið eins og prinsessu. Þótt tárin væru í augunum og heimþráin léti oft á sér kræla tók hún Helga mín stelpuna og setti hana fyr- ir ofan sig í rúmið sitt og svaf ég þar næstu sjö sumur. Þótt ung væri að ár- um gat ég gætt frænku minnar henn- ar Boggu, en hún var þroskaheft frá fæðingu og kunni ég fljótt á henni lag- ið og urðum við mestu mátar. Um þetta leyti var einkasonurinn Þórar- inn vinnumaður í Klauf hjá þeim góðu hjónum Guðmundi og Ingibjörgu. Oft kom hann í heimsókn um helgar og var þá kátt í höllinni. Hann Tóti frændi minn kenndi mér fullt af vís- um og þegar hann kom varð ég að kyrja allt saman fyrir hann og láta sjá að ég myndi vísunar. Elsku Helga mín og Tóti, nú eruð þið bæði farin inn í annan heim, með aðeins mánaðar millibili. Ég á eftir að sakna ykkar og fasti punkturinn í til- verunni ekki lengur til staðar í Þór- unnarstrætinu, en ég kom aldrei til Akureyrar nema heimsækja ykkur og var þá tekið á móti mér og mínum eins og í gamla daga. Með ást og um- hyggju. Það sem er mér efst í huga núna er þakklæti til ykkar og foreldra ykkar. Þakklæti hvað ég átti góða daga í þá daga. Verið þið sæl, elsku frændsystkin Helga og Tóti. Ásta Aðalheiður Garðarsdóttir. Hún Helga mín er farin, sú glað- væra kona og allur hennar sagnafróð- leikur um fyrri búskaparhætti, hon- um miðlaði hún mér og á þakkir skildar. Ég kynntist Helgu fyrir ári í veik- indum hennar og gekk með henni síð- ustu sporin. Hún var kona sem var hreinskilin í orðum og listakona í hannyrðum, svo margt sýndi hún mér sem hún hafði unnið, allt var svo fíngert og nákvæmt og það listavel gert að fáa gæti ég séð það eftir gjöra. Þegar við lékum okkur með hatt- ana sem hún hafði prjónað varð mér á orði að ef ungar stúlkur sæju slíka frábæra hönnun myndu þær vilja eignast slíkt, það var enginn eins en allir hannaðir frá hennar skemmti- lega hugviti og færni. Hún vann að natni við gróður jarð- ar, blómin hennar voru kröftug og sankti pálurnar blómstruðu blaðmikl- ar fram að jólum, en þá sagði hún nú þurfa þær hvíld. Helga fylgdist vel með nútímanum þótt öldruð væri orðin, það var margt sem hafði farið fram hjá mér í fréttum sem hún upplýsti mig um, mér er þó minnisstæðast bókaflóðið fyrir jólin hún hafði sínar skoðanir á bókum, sem hún las tölvert af. Hún greindi mér frá því að henni fannst sum orð ekki nægilega vel þýdd í bókinni Eyð- urmerkublómið sem hún náði að lesa fram á bls. 78 áður en hún lést. Þór- arinn bróðir hennar, sem nú er einnig látinn, hafði gefið henni bókina í jóla- gjöf. Matseld vann hún af að natni því aldrei fór ég úr húsi hennar án þess að bragða á nýbökuðu bakkelsi, hún sagði mér frá sínum tilraunum í þeim efnum sem voru margar og mjög at- hyglisverðar, hún kunni svo sannar- lega að prófa ýmislegt í matargerð bæði frá fyrri tíð og nútímanum. Frásagnir hennar úr sveitinni gáfu mér mikið, þó einkum frá Munka- þverá þeim sögustað en uppvaxtar- staður hennar var þar í nálægðinni, hún lýsti svo vel í sínum glaðværa tón jarðar- og dýralífi sem og bernsku- brekum á þeim slóðum að það gleym- ist mér aldrei. Mér er þökk í huga að hafa átt sam- leið með þér, Helga mín. Ég kveð spor okkar í samvistum hér á þessari jörð með hjartans þakk- læti. Ég þakka svo vinur öll vináttuhót, þú veittir að gleði kærleikans rót. Margs er frá liðnu að minnast. Nú starfar ei lengur þín hjálpandi hönd, hér eru slitin þau jarðnesku bönd. En göfgandi er góðum að kynnast. Björg Guðjónsdóttir. HELGA SIGRÍÐUR ÞORBJARN- ARDÓTTIR OG ÞÓRARINN ÞORBJARNARSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.