Morgunblaðið - 10.04.2002, Page 42
MINNINGAR
42 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Það er erfitt að kveðja góðan vin,
vin sem á aðeins skilið það besta, fal-
leg og hlý orð, en því miður kann
maður ekki að koma þeim frá sér svo
vel fari. Hún Kristín, eða Stína Ben.
eins og allir þekktu hana, var gleði-
gjafi af lífi og sál. Ef einhver þrjú orð
ættu að vera lýsandi fyrir hana þá
koma strax upp í hugann bros – söng-
ur – dans, þannig bara var hún,
heillandi og skemmtileg. Það er hægt
að rifja margt upp og hafa mörg orð
um hverja stund en milli þín og mín
þá held ég að ég geti stiklað á stóru
og sagt: þú, ég og Svava, Sigtún, rokk
og tjútt, hvítur Moskvíts, Borgar-
fjörður og Þingvellir. Allt ógleyman-
legt og sem stuðlaði að varanlegri
vináttu. Þá var alltaf gott að koma í
Lyngbrekkuna, Benedikt heitinn og
Sigríður tóku mér vel, maður var
orðinn eins og heimalningur og voru
oft líflegar samræður í eldhúskrókn-
um.
Ég vil þakka Kristínu fyrir trygga
vináttu og allar þær stundir sem við
áttum saman. Ég vil senda Liv,
Hugo, Sigríði, Ingu Sigrúnu og öllum
aðstandendum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hannes Hauksson.
Með þakklæti og söknuð í huga
minnist ég æskuvinkonu minnar,
Kristínar Benediktsdóttur, sem lést í
Svíþjóð hinn 14. mars sl., aðeins 44
ára að aldri. Fáir vinir hafa verið mér
jafnkærir og Kristín Ben. Með henni
deildi ég gleði, áhyggjum, hugmynd-
um, draumum og framtíðaráformum.
Það eru ómetanleg verðmæti og ein-
stök reynsla að eiga slíkan vin.
Kristín var glæsileg, gáfuð og vel
gerð. Hún var tíguleg í fasi, hávaxin,
bein í baki, ljós yfirlitum, langleit og
svipsterk. Framkoman var hlýleg og
smitandi hláturinn var aldrei langt
undan, hann einkenndist af afmörk-
uðum síhækkandi tónum þeirrar sem
þekkir sönginn. Andlitið var kraft-
mikið og lifandi og augu hennar föng-
uðu mann.
Á æskuárum man ég eftir ljósa
hárinu og tveimur symmetrískum
fléttum þar sem hún sat á fremsta
bekk í skóla og drakk í sig fróðleik,
hún var fljót að læra, skaraði fram
úr, bráðþroska og leitandi. Við und-
um okkur við endalausa leiki þar sem
ímyndunaraflið fékk lausan tauminn,
KRISTÍN
BENEDIKTSDÓTTIR
✝ Kristín Bene-diktsdóttir fædd-
ist í Keflavík 17. júlí
1957. Hún lést á
sjúkrahúsi í Halm-
stad í Svíþjóð 14.
mars síðastliðinn.
Útför Kristínar
var gerð frá St. Nik-
olai-kirkjunni 26.
mars síðastliðinn og
var hún jarðsett í
Halmstad. Minning-
arathöfn fór fram
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík þriðju-
daginn 9. apríl.
við vorum óperusöng-
konur, leikkonur, kenn-
arar, já, alltaf kennar-
ar.
Kristín ólst upp í fjöl-
skyldu sem á margan
hátt var sérstök. Faðir
hennar, Benedikt Þór-
arinsson, var svo ynd-
islegur við okkur og
Sigríður Guðmunds-
dóttir, mamma hennar,
þreyttist aldei á að
segja okkur til og temja
okkur aga sem ég er
henni þakklát fyrir. Í
æskuminningunni man
ég eftir Sigríði glæsilegri eins og
drottningu þar sem hún æfði söng,
tónstigana afturábak og áfram.
Kristín átti fimm systkini, fjögur
voru eldri en ein systir yngri. Þor-
valdur og Rúnar eru synir föður
hennar og Margrét og Guðmundur
börn móður hennar. Yngri alsystir
Kristínar er Inga Sigrún. Heimilið
var ástríkt og skemmtilegt. Húsið
var fallegt og lengi vel var gömul
alvörubaðstofa í torfhúsi í bakgarð-
inum. Þar voru ógrynni af gömlum
munum og bókum og öllu haganlega
fyrir komið.
Eftir stúdentspróf lá leið Kristínar
til Svíþjóðar, hún settist að í Halms-
tad og bjó þar og starfaði til æviloka.
Í fyrstu stundaði hún nám og sér-
hæfði sig í uppeldis- og kennslufræði.
Eftir að námi lauk starfaði hún sem
háskólakennari. Hún hafði brenn-
andi áhuga á menningar- og mennta-
málum, listum og sköpun. Hún starf-
aði mikið í tengslum við leikhús, setti
upp og stjórnaði leikverkum og sinnti
ýmsum öðrum verkefnum. Hún hafði
líka gaman af sönglist og stjórnaði á
síðari árum fjölmennum kirkjukór í
St. Nikulásarkirkjunni í Halmstad.
Lífsgleði og atorka einkenndu störf
hennar, það var alltaf eitthvað að
gerast í kringum Kristínu.
Kristín hitti Ulf Anderson, fyrr-
verandi mann sinn, í Svíþjóð og eign-
aðist með honum tvö börn, Liv og
Hugo. Kristín var stolt af börnum
sínum, Liv er sjálfstæð ung stúlka
sem nemur kvikmyndagerð og Hugo
er enn í grunnskóla. Það er sorglegt
að þau skuli þurfa að kveðja móður
sína svo ung en huggun í miklum
harmi að þau eiga góðan föður og
fjölskyldu í Svíþjóð, ásamt fjölskyldu
Kristínar hér heima.
Sem háskólakennari fór Kristín
ekki troðnar slóðir, meðal viðfangs-
efna sem stúdentar hennar í kennslu-
fræði þurftu að kljást við var að end-
urhanna grunnskólakerfið í Svíþjóð.
Stúdentum var gert að afla gagna,
greina viðfangsefnið í þaula og temja
sér víðsýni. Þau þurftu að búa til
raunverulega, nýstárlega nálgun á
uppbyggingu grunnskólakerfis frá
sjónarhorni samfélagsins, ráðuneytis
menntamála, skólastjórnenda, for-
eldra og nemenda. Úr þessum æfing-
um komu margar frumlegar út-
færslur og sumar hverjar afar
athyglisverðar. Reyndar var hug-
myndaauðgi stúdentanna slík að
fæstum kennslufræðingum hefðu
dottið í hug þeir möguleikar sem
stúdentarnir lögðu til. Meðal þeirra
drauma sem Kristín skildi eftir var
að skrá og halda til haga þessum til-
lögum. Kristín hafði einnig hug á að
stofna síðar eigin skóla og hrinda þá í
framkvæmd ýmsum þessara hug-
mynda.
Kristín var allt fram á síðasta dag
full af draumum og þrám þeirrar sem
svo margt á eftir ógert. En hún skildi
eftir sig svo margt annað en drauma,
fyrst og fremst börnin sín tvö sem
áttu hug hennar allan. Undir það síð-
asta voru allir draumar hennar, vonir
og þrár bundnar þeim. Liv og Hugo,
ég votta ykkur og öllum ástvinum
Kristínar samúð mína. Kristín Ben
mun lifa með okkur öllum svo lengi
sem við lifum. Hún var einstök kona,
megi líf hennar og afrek vera okkur
til hvatningar í framtíðinni.
Eftirminnileg minningarathöfn og
jarðarför Kristínar fór fram í St.
Nikulásarkirkjunni í Halmstad hinn
26. mars, kórinn hennar söng og mik-
ill fjöldi vina kvaddi hana. Kristín
hafði búið rúmlega helming ævinnar
í Svíþjóð, þar eru börnin hennar og
þar er það samfélag sem hún hafði
áhrif á með starfi sínu og verkefnum.
Kristín var mikill Íslendingur og því
var erfitt fyrir hana að velja sér leg-
stað, helst vildi hún fá að hvíla í báð-
um löndunum. Þeir sem dvelja í lang-
an tíma í burtu frá landinu skilja þá
kvöl og þá blessun að eiga tvö lönd,
tvo menningarheima. Í erfidrykkju
sem haldin var Kristínu til heiðurs
voru samankomnir margir vinir
hennar og einnig nánustu ættingjar
að heiman. Ulf fyrrverandi maður
Kristínar tilkynnti að stofnaður hefði
verið sjóður til minningar um Krist-
ínu. Úr þessum sjóði verður árlega
veittur styrkur til ungra og efnilegra
listamanna í Halmstad og verða Liv
og Hugo í stjórn sjóðsins. Það var svo
sárt en líka svo gott að fá að fylgja
vinkonu minni síðasta spölinn. Hún
kenndi mér svo margt og ótímabær
dauði hennar sýnir hve verðmætt og
ómissandi er að eiga góða vini og
rækta vinskap við þá.
Kristín Ben og ég áttum sameig-
inlega langömmu, Sesselju Jónatans-
dóttur sem bjó á Breiðabóli á Sval-
barðsströnd. Fyrir 100 árum orti hún
meðfylgjandi bænavers sem ég vil
deila með Liv og Hugo:
Góði himneski Guð minn faðir
gefðu mér kærleik von og trú
svo að ég geti stöðug staðið
í stríðinu lífs er býður þú.
Gef þú mér blessun, björg og frið
og börnunum mínum sendu lið.
Hvíl þú í friði, mín kæra vinkona.
Guðfinna S. Bjarnadóttir.
Það er erfitt og um leið óraunveru-
legt að ég skuli sitja og skrifa eft-
irmæli um Kristínu vinkonu mína.
Hún sem var svo full af lífsgleði og
þrótti. Hún sem átti svo margt ógert.
Ég hélt alltaf að við vinkonurnar yrð-
um gamlar saman hér í Svíþjóð, að
við myndum sitja saman í ellinni og
spjalla saman um unglingsár okkar á
Íslandi, börnin okkar, ástina, vinátt-
una og margt fleira. Stundum er erf-
itt að skilja vilja guðs. Af hverju hún,
þessi lífsglaða kona? Lífið getur ver-
ið grimmt. Kristín varð fyrir barðinu
á erfiðum sjúkdómi, sem þrátt fyrir
mikla baráttu hennar og læknavís-
indanna dró hana til dauða.
Við Kristín þekktumst lengi og
áttum saman margar gleðistundir.
Að vísu einnig erfiðar stundir og þá
sérstaklega síðustu vikurnar, þegar
hún var sem veikust. Ég dáðist að
henni í veikindunum – þvílíkur styrk-
ur og kraftur til að njóta til hins ýtr-
asta sérhvers augnabliks sem hún
átti eftir ólifað. Á þessum tíma fékk
ég líka að upplifa hvað margir létu
sér annt um hana. Allur sá fjöldi sem
heimsótti hana á sjúkrahúsið. Það
var stundum svo að manni fannst um
of. En Kristín vildi alltaf vera hress
og kát svo eftir heimsóknirnar var
hún oft mjög þreytt. Samt vildi hún
alls ekki sleppa þeim. Hún naut þess
að hafa margt fólk í kringum sig – líf
og fjör. Þetta vissu vinir hennar og
voru því duglegir að koma henni á
óvart með alls konar uppákomum og
veislum á sjúkrahúsinu. Minnisstæð-
ast er mér þó þegar gospelkórinn,
sem Kristín bæði söng með í fleiri ár
og stjórnaði síðustu árin, kom og hélt
tónleika fyrir hana í bænahúsi
sjúkrahússins. Þarna sat hún í
sjúkrarúminu og gat sig ekki hreyft
nema hendurnar sem fóru í allar áttir
eins og venjulega og hláturinn var til
staðar þegar hún stjórnaði kórnum
af mikilli innlifun. Þessari stundu
mun ég aldrei gleyma. Um leið sagði
þetta svo mikið um hana – þessi lífs-
gleði, kæti og sterki vilji. Söngur og
tónlist var líka alltaf stór og mikil-
vægur hluti af lífi hennar.
Ég kynntist Kristínu á fyrsta ári í
Menntaskólanum í Kópavogi. Í minn-
ingunni fyllir hún upp anddyrið í
gamla Menntaskólanum með allri
sinni persónu. Hláturinn var til stað-
ar og hún tók smásveiflu og baðaði
höndunum út í allar áttir, fólk tók um
leið eftir henni. Hún var fljót að
kynnast fólki og tók strax virkan þátt
í félagslífi skólans. Vinátta okkar
þróaðist og næstu árin vorum við
saman flestum stundum. Eftir stúd-
entspróf lá leið okkar saman til Sví-
þjóðar, á lýðháskólann í Kungälv, þar
sem við vorum einn vetur. Kristín fór
þar á leiklistarbraut, og var það upp-
hafið á þeirri braut, sem hún hélt síð-
an alla tíð fast við. Á þessu ári kynnt-
ist hún verðandi sambýlismanni og
barnsföður sínum Ulf Andersson,
leikstjóra frá Halmstad. Hún fluttist
með honum til Halmstad þar sem
hún bjó alla tíð síðan en sambúð
þeirra lauk fyrir um 6 árum. Hún
vann að uppsetningu fjölda leiksýn-
inga í Halland í gegnum árin, bæði í
aðalhlutverki, sem aðstoðarmaður
leikstjóra og förðunarkona, svo
dæmi séu nefnd.
Kristín menntaði sig sem leiklist-
arkennari og útskrifaðist sama vor
og Liv, fyrsta barn þeirra Ulfs, fædd-
ist. Í nokkur ár vann hún sem leiklist-
arkennari í Hallandsléni. Starfið fól í
sér að hún valdi leikrit til sýninga í
barna- og unglingadeildum skólanna.
Hún vann síðan úr efni sýninganna
bæði fyrir og eftir með nemendun-
um. Við þetta starfaði hún þar til vor-
ið 1989 þegar sonurinn Hugo fædd-
ist. Eftir það fór hún að starfa meira
sjálfstætt sem kennari í leiklist í
menntaskóla og einnig með einka-
námskeið. Síðustu árin starfaði hún
sem kennari í uppeldisfræði við Há-
skólann í Halmstad og stundaði sjálf
jafnframt nám.
Kristín var stór persónuleiki og
það var tekið eftir henni hvar sem
hún fór. Fólk laðaðist að henni. Síð-
astliðið haust heimsótti ég hana í
Halmstad ásamt Kristjáni syni mín-
um. Þegar við höfðum verið þar í
nokkra daga segir hann: „Mamma,
það þekkja allir Kristínu.“ Það voru
orð að sönnu. Hvar sem við komum
stoppaði fólk og talaði við Kristínu.
Hún smitaði fólk með krafti sínum.
Hún var hláturmild og vildi helst líta
á björtu hliðarnar í lífinu og sjá það
góða í öllum. Hún kom til dyranna
eins og hún var klædd og var alltaf
hrein og bein í samskiptum sínum við
fólk.
Ég er innilega þakklát fyrir vin-
áttu okkar og sakna hennar sárt. Ég
reyni að hugga mig við það, að þótt
Kristín yrði ekki langlíf, þá lifði hún
lífinu lifandi og nýtti tíma sinn hér á
jörðu betur en margir sem verða
mun eldri en hún. Það eru ótal minn-
ingar sem hún gaf okkur samferða-
fólki sínu og fyrir það er ég þakklát.
Takk, elsku Stína, fyrir allt sem þú
hefur gefið mér. Með þessum línum
mínum vil ég á þessari erfiðu stundu
senda samúðarkveðjur til ættingja
og vina Kristínar á Íslandi. Sérstak-
ar kveðjur sendi ég til Ingu, systur
Kristínar, sem kom hingað út og stóð
sem klettur við hlið systur sinnar síð-
ustu vikur hennar. Elsku Inga Sig-
rún, missir þinn er mikill, þú ert ekki
aðeins að kveðja systur þína heldur
voruð þið bestu vinkonur. Hugur
minn er hjá þér og ykkur öllum.
Þau sem þó eiga erfiðast nú eru
Liv og Hugo, elskuleg börn Kristín-
ar. Þau voru stolt hennar og hún gat
svo sannarlega verið stolt af þeim.
Helst af öllu hefði hún viljað fylgja
þeim lengra út í lífið Það er gott að
vita til þess að þau eiga góða að í
Halmstad, bæði frábæran pabba,
sem nú gerir allt til að létta þeim
sorgina og svo er gott að vita af öllu
frændfólki þeirra bæði í Svíþjóð og á
Íslandi, sem ég veit að mun styðja
þau með ráðum og dáð.
Að lokum vil ég segja: Ég sakna
þín, Kristín, hvíldu í friði.
Þín vinkona,
Elísabet Vernharðsdóttir,
Karlstad, Svíþjóð.
Þegar Kristín kynnti mig fyrir ein-
hverjum af öllum sínum vinum eða
kunningjum kallaði hún mig „fyrr-
verandi verðandi mágkonu sína“. Við
þekktumst í meira en 20 ár og Kristín
var stór og sjálfsagður hluti af fjöl-
skyldu okkar þrátt fyrir samvistaslit
hennar og bróður míns. Hún kallaði
fjölskylduna okkar „Den svenska de-
ligationen“.
Skopskyn Kristínar og lífsgleði
hefur kennt mér mikið. „Carpe
diem“, að njóta dagsins, er orðtak
sem hefur fengið nýja merkingu fyrir
mig. Ég hef aldrei hitt neinn sem hef-
ur getað notið líðandi stundar og
fólks í kringum sig á sama hátt og
hún. Þegar hún var orðin veik var
það oftast hún sem hélt í vonina og
huggaði okkur þegar við misstum
kjarkinn. Að geta notið lífsins og
bera umhyggju fyrir sínum nánustu
þrátt fyrir sársauka og kvöl lýsir
stórmennsku hennar.
Kristín vildi gjarnan hafa stjórn á
hlutum í kringum sig. Þegar ég hafði
verið með henni hjá lækninum í jan-
úar og kom heim til hennar daginn
eftir sagði hún við mig að sér þætti
gott að vita að nú ætti hún að deyja.
„Þá get ég undirbúið mig,“ sagði hún.
Það gerði hún líka, og kom vilja sín-
um á framfæri í flestu sem viðkom
fráfallinu. Hún gerði það ekki bara
sjálfrar sín vegna heldur líka vegna
umhyggju og ástar á börnum sínum
og ættingjum sem nú finna huggun í
að vita hvað hún vildi.
Í hjarta mínu minnist ég sterkrar,
innilegrar, hlýlegrar og hreinskilinn-
ar vinkonu. Með tímanum tengdumst
við sterkum böndum, einkum þó síð-
asta árið þegar við skildum hve mik-
ils virði við vorum hvor annarri.
Ég minnist lífsgleði hennar og
sakna hennar sárt.
Carpe diem.
Bodil Johansson.
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt.
Muna hvort öðru að segja frá.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!
(J. Hallgr.)
Frá Svíþjóð berast sorgarfréttir af
andláti Kristínar Benediktsdóttur. Í
huganum vakna minningar um hlát-
urmilda skólasystur úr Menntaskól-
anum í Kópavogi. Stína varð með eðl-
islægum persónutöfrum miðpunktur
þeirrar samkenndar sem skapast á
æviskeiði þegar efnið vaknar til vit-
undar um sjálft sig. Hún var listræn
með lifandi nærveru og í henni greru
öll hin fegurstu blóm.
Eftirminnilegar voru ferðir, á veg-
um Stínu, í sumarbústað við austan-
vert Þingvallavatn. Þar voru meðal
annars í eitt skiptið rifnir hertir
þorskhausar sem undirritaður fékk á
Stokkseyri og verkaði á bæ niðri við
Þjórsárósa.
Eftir stúdentspróf skildust leiðir
en lágu óvænt aftur saman í rútu frá
BSÍ á 50 ára afmæli lýðveldisins. Ég
hafði með ákafa talað fjölskyldu mína
inn á að „treysta vor heit“ eftir lang-
dvöl erlendis. Kristín var þá komin
frá Svíþóð ásamt fjölskyldu sinni í
sömu erindum. Hún var í hátíðar-
skapi og íklædd íslenskum þjóðbún-
ingi.
Ferðalagið sem hófst með svo
miklum væntingum árla á sólríkum
degi varð síðla dags orðið að margra
tíma umferðaröngþveiti sem virtist
engan enda ætla að taka. Að lokum
var numið staðar við austanvert
Þingvallavatn og út reikaði prúðbúið
fólk í örvinglan og dreifðist um svart
hraunið. Um útvarp rútunnar hljóm-
aði ávarp sænska konungsins til há-
tíðargesta.
Af þessu furðulega ferðalagi hló
Stína innilega en tók bakföll þegar
henni var bent á að nú væri hún þó al-
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn,
um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks
hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að-
eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.
Formáli minningargreina
/0(89
",> *
* %
,)
)- -
9!
/
:
7% 0 )
* *+'4
% +