Morgunblaðið - 10.04.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 10.04.2002, Síða 43
tént komin á slóðir þar sem um vor- nótt voru rifnir íslenskir þorskhaus- ar á meðan þrúgna gullnu tárin glóðu. Í raun varð þetta dæmalausa ferðalag ekki lengra og upphaflegt markmið náðist aldrei en við gátum þó snúið til baka í þeirri fullvissu að við vorum orðin Íslendingar á ný. Blessuð sé minning Stínu Ben. Eiríkur Jónsson. Ég man svo vel eftir okkar fyrstu kynnum, þegar þú æddir með hóp Ís- lendinga inn á herbergið mitt í Kung- älv. Þú hlóst og spurðir hvort ég ætti meira vín … sem ég átti. Þetta var upphaf varanlegrar vináttu sem var full af hlátri, dansi, alvöru og fjölda samtala. Ég þarfnast þín til að ég sé heil… Milli leikhúsdraumanna, handapats- ins og látbragðsins þráðirðu mann, börn, hús og flottan bíl og því hlógum við oft að. Í fyllingu tímans eignað- istu yndisleg börn sem þú gast verið stolt af. Ég minnist fallegra haustdaga í skóginum þegar við reyndum að læra hvaða sveppir væru ætir. Krakkarnir okkar voru með og hlupu um með greinar og byggðu kofa. Ef þau blotnuðu, sem kom fyrir, þá skamm- aðistu smástund á þinn sérstaka máta. Á næsta augnabliki varstu orð- in þessi góða mamma sem bauð upp á snúð og saft. Ávallt reiðubúin með vasaklút eða tusku til þess að þurka kámuga munna eða skítuga eldhús- bekki. Mörg og löng samtöl áttum við um samskipti hjóna og annað sem skipti máli. Svo að við tölum nú ekki um þegar við námum kvennasögu og ræddum kynjamun þar til við vissum hvorki upp né niður. Þegar við eign- uðumst samtímis börn í annað skiptið vorum við oft í garðinum þínum á sumrin, börnin léku sér og við töl- uðum og töluðum, grilluðum pylsur og drukkum vín. Manstu öll skiptin þegar við ætl- uðum bara að hittast smástund og það endaði með að við dönsuðum og hlógum fram undir morgun? Ég minnist hláturs þíns, lífsgleð- innar og allrar orkunnar. Þú varst sú systir sem ég aldrei átti. Anette Hedman-Åberg, Halmstad. Við kynntumst Stínu Ben. í MK. Hún var nýflutt í Kópavoginn en við höfðum allar búið þar lengi. Hún varð strax mjög virk í félagslífi skól- ans og hún eignaðist fljótt stóran vinahóp. Það var aldrei lognmolla í kringum hana. Alltaf líf og fjör. Hún hafði svo gaman af því að syngja, tjútta og vera til. Við fórum saman í ferðalög og það var Stína sem var aðalspraut- an, enda oft farið á slóðir sem hún þekkti vel, s.s. í Borgarfjörðinn, til Akureyrar og Þingvalla að ógleymdri útskriftarferðinni til Grikklands. Við bundumst vinabönd- um sem hafa haldið síðan. Eftir stúd- entsprófið fóru vinkonurnar Stína og Beta saman á lýðháskóla í Svíþjóð og þar festu þær rætur og stofnuðu fjöl- skyldur. Áfram var þó gott samband á milli okkar. Stína kom reglulega heim og þá var jafnan slegið upp góðu mennta- skólapartíi. Svo gerðist það sem engan óraði fyrir. Stína greindist með krabba- mein sem dró hana til dauða á tæpu ári. Við dáðumst að því hversu sterk hún var í veikindum sínum. Hún var ákveðin í að sigrast á þeim og ætlaði ekki að láta undan því hún átti svo margt ógert. Við minnumst Stínu vinkonu okk- ar sem kraftmikillar og lífsglaðrar manneskju. Við gleymum aldrei smitandi hlátri hennar og við sjáum hana fyrir okkur syngjandi ABBA-lagið sem var svo vinsælt í okkar hópi og á svo vel við hana, Thank you for the mus- ic. Við sendum Hugo, Liv, Sigríði, Sigrúnu og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ása, Dóra, Ebba, Erla, Hjör- dís, Kristín og Þorbjörg. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 43 ✝ Guðjón Örn Jó-hannesson fædd- ist í Reykjavík 4. janúar 1941. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 20. mars 2002. Foreldrar Guð- jóns voru Þórunn Sigurlásdóttir, f. 21. október 1922, d. 5. janúar 1995, og Jó- hannes Jóhannes- son, f. 18. desember 1918, d. 24. desem- ber 1997. Hálfbróðir Guðjóns, sammæðra, er Þór Ost- ensen, f. 10. september 1955. Guðjón var ókvæntur alla tíð. Hann á tvö börn: Erling Guðlaug Arnarson, f. 6. janúar 1966, og Stellu Björk Guðjónsdóttur, f. 26. mars 1969. Guðjón Örn starf- aði við sjómennsku fyrri hluta ævinnar en varð að hætta sjómennsku vegna bakmeiðsla sem hann hlaut við vinnu sína, og var hann skráður ör- yrki vegna þessa. Guðjón Örn starf- aði í nokkurn tíma við gæslustörf og næturvörslu á hót- eli, sem öryggis- vörður. Síðustu árin var Guðjón Örn búsettur hjá Ör- yrkjabandalaginu í Hátúni 10b í Reykjavík. Útför Guðjóns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Kæri stóri bróðir. Nú ertu allur, eftir frekar snörp veikindi sem lögðu þig að velli. Minningar mínar tengdar þér í gegnum árin eru margar, en sterk- astar og ljúfastar eru þær minn- ingar sem tengjast æsku minni og uppvexti. Til dæmis þegar stóri bróðir var að koma af sjónum og fór þá að kenna litla bróður að hjóla. Óþreyt- andi varstu, þrátt fyrir klaufaskap minn, og alltaf hjálpaðirðu mér að halda áfram þar til þetta tókst á endanum og auðvitað með tilheyr- andi byltum. Alla tíð leit ég á ákveðinn hátt upp til þín og naut þess gjarnan að vera í návist þinni, þó svo að við höfum gengið hvor sinn veg, og eins þótt þú hafir ekki alltaf fundið auðveldasta farveginn í lífsins ólgu- sjó. Mér er minnisstætt nú fyrir fáum árum, er þú bjóst á heimili mínu um hríð, og þakka ég þann tíma, því hann var mér dýrmætur. Bestu vinkonu þinni, Ernu Katr- ínu, dóttur þinni Stellu, syni þínum Erlingi og afabörnum þínum votta ég innilega samúð. Einnig þakka ég öllum þeim sem hlúðu að þér og studdu í veikindum þínum, bæði heima og heiman. Farðu í friði, kæri bróðir, Þór Ostensen. Minn kæri æskuvinur og vinur alla tíð. Ég ætla að senda örfá orð í þakk- lætisskyni fyrir að hafa fengið að þekkja þig og farið í gegnum súrt og sætt í gegnum tíðina með þér, þó oftast á gleðistundum, og þakka ég þér fyrir að lofa mér að annast þig hér heima og á líknardeildinni í þínum miklu veikindum. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem.) Þessar síðustu vikur verða mér alltaf ógleymanlegar. Við gátum nýtt tímann vel, glaðst og hlegið yf- ir hinum ýmsu uppátækjum og gjörðum á okkar æskuárum og átt líka góðar kyrrðarstundir, lesið ritningarvers og kafla úr Biblíunni og einnig notið ljúfrar tónlistar. Ég er haldin þeirri trú, að þegar þessu lífi er lokið taki annað við og þessvegna óska ég þér góðrar brottferðar á nýjar slóðir, og að við munum hittast um síðir. Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, hvern hjartað kallar á, heyrirðu storminn kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað.) Kær kveðja, þín Erna Katrín Óladóttir. GUÐJÓN ÖRN JÓHANNESSON Stöðugt fækkar í þeim hópi fólks sem fæddist á fyrsta ára- tug 20. aldar og var ætlað það hlutskipti að erfa landið. Guðrún Pálsdóttir frænka mín fæddist 28. október 1909 og lést 23. mars síðastliðinn á 93 aldurs- ári, ógift og barnlaus. Hún fór eins og hún vildi fara, ekkert umstang eða vesen, sátt við Guð og menn. Guðrún og Helga, tvíburasystir hennar, eru yngstar þeirra systk- ina sem kennd hafa verið við Höfða í Jökulfjörðum. Helga sem nú býr á Eskifirði er sú eina þeirra systkina sem enn er á lífi. Þetta fólk fæddist inn í harðbýlt bændasamfélag við Ísafjarðardjúp þar sem lífið gekk út á það að vinna og vinna mikið. Konurnar og börnin sáu um búskapinn að mestu leyti á meðan karlarnir reru til fiskjar á opnum árabátum. Þeir dvöldu langdvölum í burtu, í verinu, á meðan eiginkonurnar og barnahópurinn gerðu það sem þurfti að gera á heimilinu. Oft var vinnan mikil og erfið, lítið um nú- tímaþægindi og tæki til að létta sér verkin. Það var þetta fólk sem kom þjóðinni nánast í einu stökki úr moldarkofum í steinsteyptar hallir á rúmlega hálfum manns- aldri. Alla sína tíð vann Gunna mikið, fyrst við búið á Höfða með for- GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR ✝ Guðrún Pálsdótt-ir frá Höfða í Grunnavíkurhreppi fæddist í Bæjum á Snæfjallaströnd 28. október 1909. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Grund 23. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 2. apríl. eldrum sínum þar til faðir hennar lést, þá bjó hún áfram með móður sinni og tveim- ur bræðrum á Höfða allt til ársins 1945 er hún flutti í burtu til Reykjavíkur. Þar stundaði hún hefðbundin störf verkakvenna, lengst af í Matborg en fór nokkur sumur í síld á Siglufirði. Um og eftir 1970 varð Gunna að minnka við sig vinnu utan heimilis vegna veikinda sem hrjáðu hana lengi. Ekki hætti hún að vinna þó að veikindin plöguðu hana heldur tók að sér saumavinnu fyrir ýmsa að- ila úti í bæ og var þá oft ansi „svaðalegt“ um að litast í stofunni á Blómvallagötunni eins og hún orðaði það sjálf. Gunna var einstakur persónu- leiki. Hjartahlý, bóngóð, lítillát, vinnusöm, léttlynd, glaðvær og létt á fæti. Það var gott að vera nálægt henni, jafnvel til að þegja saman eins og við göntuðumst með. Sér- stakur hlátur hennar og fagnaðar- óp hljóma áfram í eyrum okkar þótt hún sé farin. Hún fylgdist vel með öllu í kringum sig og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Aldrei kom maður að tómum kof- unum hjá Gunnu, hún var fróð um margt og vissi oft meira en hún lét. Hún gat verið föst fyrir eins og hún átti kyn til, var stríðin, oft hæðin en hafði sérstakan húmor. Gott þótti henni þegar við frænd- fólkið litum inn hjá henni á Blóm- vallagötunni og þáðum kaffisopa, þvörguðum aðeins við hana um þjóðmálin og sögðum henni brand- ara. Oft gerði hún góðlátlegt grín að okkur unga fólkinu, við þyrftum allt til alls en notuðum það svo aldrei. Að eigin sögn vantaði hana aldrei neitt og allra síst eftir að hún varð gömul. Oft sagði hún að það hefði verið gott að eiga þessa peninga sem hún fékk í ellilaun þegar hún var yngri. Þá hafi oft verið hart á dalnum. Hún kom á óvart er hún gaf stóra fjárhæð í þyrlukaupasjóð Landhelgisgæslunnar fyrir nokkr- um árum. Þegar þyrlan kom til landsins buðu Gæslumenn henni í flugferð yfir höfuðborgina og ná- grenni. Oft talaði hún um þessa skemmtilegu flugferð en um gjöf- ina og umstangið í kringum hana vildi hún ekki tala, sagði að þetta tæki vantaði og sig vantaði ekki peninga. Hún lifði spart, fór vel með sitt og ef eitthvað var ódýrara annars staðar í Reykjavík en í vesturbænum þá sótti hún það þangað, oftast gangandi. Oft sá maður hana á gangi girta veskinu sínu á leið eitthvað út í bæ og ekki leyndi göngulagið því að þar fór einhver af Höfðafólkinu. Þá tók maður stundum auka hring á bíln- um til að athuga hvort ekki væri í lagi með þá gömlu. Mörg sumur fór hún vestur og vitjaði æskustöðvanna í Jökul- fjörðum. Dvaldi hjá bróðurdóttur sinni, Steinunni í sumarbústað í Grunnavíkinni eða kom við á Flæðareyrarhátíð og gekk þá allt- af á Höfðann eða önnur fjöll í ná- grenninu. Oft sat hún þögul á þúfu og horfði yfir gamlar slóðir og rifjaði upp harða lífsbaráttu og daglegt brauðstrit. Fyrir mörgum árum sigldi Fagranesið Jökulfirði í spegilslétt- um sjó og sólskini að lokinni Flæð- areyrarhátíð. Þá voru þær Gunna og María systir hennar spurðar hvernig þeim væri innanbrjósts er þær litu yfir gömlu sveitina sína á svona degi. María sagði frá ynd- islegum æskudögum sem barn leikandi sér í kringum bæinn og alltaf hafi verið gaman og nóg að borða. Gunna sagðist ekki eiga neinar minningar frá þessum slóðum nema eilíft strit og þrældóm. Þarna hafi hún eytt bestu árum ævi sinnar og hún hafi ekkert þangað að sækja lengur nema það að hitta allt þetta yndislega fólk sem hún á að, fólkið sitt. Oft síðar ræddi ég við hana þetta svar henn- ar og hlutskipti. Alltaf kom hún að því sama í þessum þönkum okkar, að fólkið átti ekki annarra kosta völ. Þetta var lífsbaráttan, það var ekkert hægt að fara, ekki einu sinni á mölina. Ef eitthvað kom upp á, harðindi eða erfiðleikar þá lenti fólkið á vergangi, jafnvel á sveitinni. Allir sem þekktu Gunnu sögðu að hún væri „gott“ gamalmenni. Á níræðisafmæli þeirra systra fóru þær á kostum og þakkaði Gunna langlífið léttri lund og að hafa skemmtilegt fólk í kringum sig. Eina sem hún óskaði sér var það að hafa góða heilsu í ellinni og hún fengi að ráða ferðinni sjálf. Bróð- urdóttir Gunnu, Steinunn og mað- ur hennar Kristbjörn litu til með henni og þáði hún oft bílferð hjá þeim til að „taka kost“ eins og við grínuðumst með. Hún vissi að þau voru til taks ef á þyrfti að halda og sagði oft að allt væri í himnalagi, Steina sæi um sig ef eitthvað kæmi uppá. Ég vil þakka Gunnu frænku fyr- ir allt það smáa og stóra sem hún gaf af sér. Það, að hún sé ekki lengur hér á meðal okkar, gerir jörðina fátæk- ari en nálægð hennar við fólkið sitt þessi ár, hefur gert margar sálir að betri mönnum. Jóhannes Bekk. ()   "  !  $   - %   %     -         .;/ /  0,, "(=)  6%# 7)# = * %G %)   +  6 5 $ 3  '%   %% $& 6 5  %% )  /5 6 5 $ ) 0= 6 5 $ ,$5 %"  %%  06 5  %% *  * $ *  *  * + <   "       $  - $   %   %     -  0   3  ,91 .6 ,9  "8 &6%# 7)# ?%* == F@+ 7%=  +

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.