Morgunblaðið - 10.04.2002, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 10.04.2002, Qupperneq 51
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 51 meistar inn. is GULL ER GJÖFIN K l e t t a g a r ð a r 8 - 1 0 • H j ó l b a r ð a d e i l d 5 9 0 5 0 6 0 • H e i m a s í ð a w w w. h e k l a . i s • N e t f a n g h e k l a @ h e k l a . i s GOODYEAR HJÓLBARÐAR Okkar hönnun - þín upplifun Umboðsmenn um land allt HEKLA hefur opnað nýtt og glæsilegt hjólbarðaverkstæði að Klettagörðum 8-10 Láttu ekki sumarið koma þér á óvart Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 3 nætur. M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel, 18. apríl, 3 nætur, flug, gisting, skattar. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg og bjóða einstakt tilboð á síðustu sætunum þann 18. apríl. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Það er engin tilviljun að þeir sem einu sinni fara til Prag, kjósa að fara þangað aftur og aftur, enda er borgin ógleymanleg þeim sem henni kynnast og engin borg Evrópu kemur ferðamanninum eins á óvart með fegurð sinni og einstöku andrúmlofti. Helgarferð til Prag 18. apríl frá kr. 39.950 Bústaðakirkja: Starf aldraðra kl. 13– 16.30. Föndur, spil og helgistund. Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520-9700. Grensáskirkja: Foreldramorgunn kl. 10– 12. Samverustund aldraðra kl. 14. Bibl- íulestur, bænastund, kaffiveitingar og samræður. Hallgrímskirkja: Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Starf fyrir 9–10 ára börn kl. 16. Starf fyrir 11–12 ára börn kl. 17.30. Háteigskirkja: Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Yngri deild barnakórsins æfir kl. 16.30 undir stjórn Birnu Björns- dóttur. Kórinn er ætlaður börnum úr 1.–3. bekk. Eldri deild barnakórsins æf- ir kl. 17.30 undir stjórn Birnu Björns- dóttir. Kórinn er ætlaður börnum úr 4.–6. bekk. Kvöldbænir kl. 18. Laugarneskirkja: Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Kirkjuprakkarafundur kl. 14.10 fyrir 1.–4. bekk. Langholtskirkja: Heilsuhópurinn hittist kl. 11–12 í Litla sal. Kaffispjall, heilsupistill, létt hreyf- ing og slökun. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í kirkjunni kl. 12–12.30. Bæna- efnum má koma til sóknarprests og djákna í síma 520 1300. Kærleiksmáltíð kl. 12.30. Súpa, brauð og álegg 500 kr. Samvera eldri borgara kl. 13–16. Kaffi og smákökur, söng- stund með Jóni Stefánssyni, tekið í spil, málað á dúka og keramik í stóra sal. Upplestur sr. Tómasar Guðmunds- sonar og Jóhönnu G. Erlingsson (kl. 13.30–15.15) í Guðbrandsstofu í and- dyri kirkjunnar. Boðið er upp á akstur heiman og heim fyrir þá sem komast ekki að öðrum kosti til kirkju. Verið öll hjartanlega velkomin. Neskirkja: 7 ára starf kl. 14. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Biblíulestur kl. 17. Fræðsla um Davíðssálma. Umsjón sr. Frank M. Halldórsson. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Árbæjarkirkja: Kyrrðarstund kl. 12. Org- elspil, söngur, fyrirbænir og heilög kvöldmáltíð. Súpa og brauð í safnaðar- heimilinu á eftir gegn vægu verði. Opið hús fyrir aldraða frá kl. 13–16. Kirkju- prakkarar kl. 17–18. Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyr- ir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja: Fjölskyldumorgnar kl. 10. Unglingastarf KFUM&K Digranes- kirkju kl. 20. Grafarvogskirkja: Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomn- ir. KFUM fyrir drengi 9–12 ára, kl. 16.30–17.30. Kirkjukrakkar í Rima- skóla fyrir börn 7–9 ára, kl. 17.30– 18.30. KFUK. Unglingadeild kl. 19.30– 21. Æskulýðsfélag í Engjaskóla fyrir 8.–9. bekk kl. 20–22. Hjallakirkja: Fjölskyldumorgnar kl. 10. Opið hús kl. 12. TTT-starf fyirr 10–12 ára kl. 17. Litlir lærisveinar í Lindaskóla kl. 17. Kópavogskirkja: Starf með 8–9 ára börnum í dag kl. 16.45–17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf með 10– 12 ára börnum TTT, á sama stað kl. 17.45–18.45. Seljakirkja: Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyr- irbænaefnun í kirkjunni í síma 567 0110. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna, kl. 10–12. Heitt á könn- unni. Fjölmennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður og Erlendur sjá um akst- ur á undan og eftir. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10–12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Helgistund, spil og kaffiveitingar Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lágafellsskóla á miðvikudögum frá kl. 13.15–14.30. Foreldramorgnar í safn- aðarheimili frá kl. 10–12. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25 – súpa, salat og brauð á vægu verði - allir aldurshópar. Umsjón: Ásta Sigurðardótt- ir. Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá 19.30– 22.30. Stjórnandi: Hákon Leifsson. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 17– 20 sjálfstyrkingarnámskeið kvenna, skráning hjá Báru í s. 488-1502 eða 891-9628. Miðvikudagur 10. apríl kl. 20. Opið hús í KFUM&K-húsinu fyrir unglinga. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn- ar í dag kl. 10–12. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og Orð Guðs rætt. Allt ungt fólk velkomið. Fíladelfía. Létt máltíð á vægu verði kl. 18. Kl. 19 er kennsla og þá er skipt nið- ur í deildir. Það er krakkaklúbbur fyrir krakka 3–12 ára, unglingafræðsla fyrir 13–15 ára, fræðsla fyrir ungt fólk á aldrinum 16–20 ára. Síðan er kennsla á ensku. Einnig eru til skiptis biblíulestr- ar, bænastundir og vitnisburðarstundir. Það eru allir hjartanlega velkomnir. Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Orgelleikur, altarissakramenti og fyrir- bæn. Léttur hádegisverður á vægu verði. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 17.30 mannakorn fyrir 10 til 12 ára. Morgunblaðið/Arnaldur Bústaðakirkja Safnaðarstarf SUNNUDAGASKÓLINN fer í óvissuferð með rútu sunnudaginn 14. apríl kl. 11. Við ætlum að njóta íslenskrar veðráttu með börnunum okkar. Grillaðar verða pylsur, boð- ið upp á ávaxtasafa og sitthvað fleira. Skráning í síma 587 2405 fyrir föstudaginn 12. apríl kl. 12. Gott væri að hafa með sér hlífð- arfatnað og stígvél/góða skó. Áætl- uð heimkoma er kl. 15.30. Sunnudaga- skólaferðalag Árbæjar- kirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.