Morgunblaðið - 10.04.2002, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 10.04.2002, Qupperneq 52
DAGBÓK 52 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss kemur og fer í dag. Dornum kemur í dag. Víðir og Goðafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss fer í dag. Barði, Vasily Zaytsev, Dornum og Sæviking koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa s. 551 4349, opin alla miðvikud. kl. 14–17, flóamarkaður, fataút- hlutun og fatamóttaka, sími 552 5277 eru opin annan og fjórða hvern miðvikud. kl. 14–17. Mannamót Norðurbrún 1 og Furu gerði 1. Á morgun 11. apríl verður farin vetr- arferð að Gullfossi og Geysi. Lagt af stað kl. 9 frá Norðurbrún 2 og síðan teknir farþegar í Furugerði 1. Leið- sögumaður Anna Þrúð- ur Þorkelsdóttir. Skráning í Norðurbrún 1 í s. 568 6990 og í Furugerði 1 í s. 553 6040. Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa og postulínsmálning. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar uppl. í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladag- ur. Harmónikkuball verður fimmtud. 11. apríl kl. 16. Ragnar Leví spilar á nikkuna. Kaffi og meðlæti. Skáning í síma 568 5052. Allir vel- komnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið í Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga föstudaga kl. 11. Kóræfingar hjá Vor- boðum, kór eldri borg- ara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- og handa- vinnustofur opnar, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.30 banki. Félag eldri borgara í Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Bingó í Gull- smára 13 föstudaginn 12. apríl kl 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Vorfagnaður verður í Kirkjuhvoli 11. apríl kl. 19.30 á vegum Oddfellow í Garðabæ. Í dag kl. 11.15 og 12.15 leikfimi, kl. 13.05 róleg stólaleikfimi, kl. 13.30 handavinnuhornið, kl. 16 trésmíði. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Línu- dans kl. 11, myndlist og glerskurður kl. 13, pílukast kl 13.30. Leik- húsferð í dag kl. 14 að sjá leikritin „Í lífsins ólgusjó“ og „Fugl í búri“. Rútan fer frá Hraunseli kl. 13.15. Á morgun fimmtudag verður kvöldvaka í boði Lions kl. 20. Skemmti- atriði, kaffihlaðborð og dans. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Miðvikud: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Ásgarði kl. 10. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Línu- danskennsla kl. 19.15. Söngvaka fellur niður. Fimmtud: Brids kl. 13. Brids fyrir byrjendur kl. 19.30. Leikfélagið Snúður og Snælda sýn- ir í Ásgarði Söng og gamanleikinn „Í lífsins ólgusjó“ og „Fugl í búri“ Næstu sýningar: Miðvikud 10. apríl kl. 14 næst síðasta sýning og föstud 12. apríl allra síðasta sýning. Miða- pantanir í s: 588 2111 og 568 9082, miðar seldir við innganginn. Söguslóðir á Snæfells- nesi og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, 3 daga ferð 6.–8. maí. Uppl. í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 fótaaðgerðir, opin vinnustofa, postulín, mósaik og gifsaf- steypur, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 9–16 böð- un. Opið alla sunnudaga frá kl. 14– 16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá hádegi spilasalur op- inn, veitingar í veit- ingabúð. Fimmtudag- inn 18. apríl kl. 13.15, félagvist í samstarfi við Hólabrekkuskóla, allir velkomnir. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 11 hæg leikfimi, kl. 13 fé- lagsvist FEBK og gler- list, kl. 15–16 viðtals- tími FEBK, kl. 16 hringdansar, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 róleg stólaleikfimi, kl. 13 keramikmálun. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, handa- vinna, bútasaumur, kl. 9–12 útskurður, kl. 9– 17 hárgreiðsla og fóta- aðgerðir, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, föndur – klippimyndir, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 14 dans, kl. 15 frjáls dans, kl. 15 teiknun og málun. Fótaaðgerðir, hár- snyrting. Þjónusta fé- lagsþjónustunnar er öllum opin án tillits til aldurs eða búsetu í Reykjavík. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun fimmtudag 11. apríl kl. 10 í keilu í Mjódd. Spil- uð verður keila, spjall- að og heitt á könnunni. Allir velkomnir. Upp- lýsingar veitir Þráinn í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–16 fótaaðgerðir, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10 sögustund, kl. 13 banki, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Fé- lagsstarfið er opið öll- um aldurshópum, allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9–16 fótaað- gerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 postulíns- málun og myndmennt, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tré- skurður. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerðir, morg- unstund, bókband og bútasaumur, kl. 12.30 verslunarferð, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13.30 bókband, kl. 15.30 kóræfing. Blóðgjafafélags Ís- lands. Aðalfundurinn verður haldinn í kvöld kl. 20 í anddyri K- byggingar Landspít- alans. Dagskrá: Venju- leg aðalfundarstörf. Blóðgjöfum veittar við- urkenningar. Önnur mál. Fræðsluerindi. Veitingar. Allir vel- komnir. Bústaðakirkja, starf aldraðra. Spilað, föndr- að, helgistund og gáta. Gamanmál. Þið sem viljið láta sækja ykkur látið skrá ykkur hjá kirkjuverði í síma 553 8500 eða Sigrúnu í síma 864 1448. Bókmenntaklúbbur Hana-nú. Fundur verð- ur í Bókmenntaklúbbi Hana-nú á Lesstofu Bókasafns Kópavogs og hefst hann kl. 20. Verið er að undirbúa dagskrá úr verkum Halldórs Kiljan Lax- ness. Tilkynna þarf þátttöku í kvöld. Soffía Jakobsdóttir leikkona kemur á fundinn. Hallgrímskirkja, eldri borgarar. Opið hús í dag kl. 14. Gestir: Sig- ríður Norðkvist harm- ónikkuleikari og Vita- torgskórinn. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson flytur hugvekju. Bílferð fyrir þá sem þess óska. Upplýsingar í s. 510 1034. Allir vel- komnir. Í dag er miðvikudagur 10. apríl, 100. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Vona á Drottin, ver öruggur og hug- rakkur, já, vona á Drottin. (Sálm. 27, 14.) LÁRÉTT: 1 dúnalogn, 8 lítil tunna, 9 seinka, 10 sjávardýr, 11 kind, 13 hitt, 15 beinpípu, 18 málms, 21 bókstafur, 22 hljómaði, 23 manns- nafns, 24 farangur. LÓÐRÉTT: 2 hljóðfæri, 3 bolflík, 4 smáa, 5 spakan, 6 risti, 7 aula, 12 háttur, 14 veið- arfæri, 15 ófögur, 16 týna, 17 seinfæru, 18 borðað, 19 púkans, 20 sæti. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 vilpa, 4 þvarg, 7 gaufa, 8 ræðin, 9 rás, 11 rönd, 13 unna, 14 íbúar, 15 þjöl, 17 tagl, 20 eir, 22 koddi, 23 jaðar, 24 iðnað, 25 lamin. Lóðrétt: 1 Vigur, 2 lausn, 3 afar, 4 þurs, 5 arðan, 6 gunga, 10 álúti, 12 díl, 13 urt, 15 þokki, 16 öldin, 18 auð- um, 19 líran, 20 eirð, 21 rjól. K r o s s g á t a Ég alein sit og allt er hljótt VEGNA fyrirspurnar um kvæði í þætti Velvakanda 26 mars sl. Ég tel að þetta sé úr leikriti sem heitir að mig minnir „Ása kryppling- ur“. Þegar ég var í barna- skóla í Flóanum var þetta leikrit æft og sýnt, ég lék Ásu, og þegar allt fólkið á bænum var farið til kirkju á nýársnótt sat Ása ein heima og þá syngur hún eftirfarandi vísur. (Lag: Þú sæla heimsins svalalind) Ég alein sit og allt er hljótt ég óskastundar bíð en úti ríkir niðdimm nótt og nöpur kuldatíð. Já einstæðinginn allir smá hann er sem visið blóm sem freðin grein, sem fölnað strá sem fánýtt moldar hjóm. Ég heyri í fjarska klukkna- klið þú kemur nýja ár ó gef mér kærleik gef mér frið og græddu öll mín sár. Þegar Ása hefir sungið þetta koma álfar með kóng og drottningu í fararbroddi og þeir syngja og dansa og með töfrum losa þeir Ásu við herðakistilinn og tötrar hennar breytast í skraut- klæði. Ennþá man ég vel hvernig það var útfært í sýningunni. Kveðja, kona á Selfossi. Talsetning KONA hafði samband við Velvakanda og vildi koma eftirfarandi á framfæri. Á ekki að setja íslenskt tal á kvikmyndina ET? Krakkar, sem ekki kunna að lesa, hafa ekki gaman af myndinni ef þeir skilja ekki það, sem fram fer á tjald- inu. Gréta. Frá James Addison HINN 21. febrúar síðast- liðinn birtist bréf frá James Addison í Morgunblaðinu, en hann bað blaðið að að- stoða sig við leit að konu sem hann kynntist þegar hann var á Íslandi á vegum breska hersins á árunum 1940 til 1942. Kona þessi vann í verslun Baldvins Ryel við Hafnarstræti á Akureyri. Eftir að bréf hans birtist í blaðinu hafði kona nokkur samband við hann og hafði ýmsar upp- lýsingar. James Addison hefur á ný haft samband við Morgunblaðið því hann langar að heyra aftur í þessari konu, en láðist að taka niður nauðsynlegar upplýsingar. Hann biður því umrædda konu um að hafa samband við sig aftur. James Addison 72 Newboundmill Lane Pleasley Mansfield Notts: NG197PT England. Sími: 0044-1623811711. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... MIKIÐ hefur verið fjallað umbyggðamál á ýmsum vettvangi að undanförnu og ætlar Víkverji að hætta sér örlítið inn á þá braut í dag. Fyrir nokkru var kynnt áætlun um byggðamál þar sem einkum var fjallað um Norðurland. Í framhaldi af því settu sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum saman eigin byggða- áætlun. Fannst þeim sem fjórðungur þeirra hefði gleymst og vildu ekki una við slíkt. Í áætlun sinni taka Vestfirðingar til umfjöllunar hvaðeina er snertir sóknarfæri í atvinnulífi, eflingu sveitarfélaga, búsetuskilyrði, eflingu byggðakjarna og samgöngumál. Við snöggan lestur þessarar áætlunar virðist sem með henni séu Vestfirð- ingar nánast að berjast fyrir tilveru- rétti sínum. Allt miðar að því að efla hvers kyns starfsemi heima fyrir þannig að menn þurfi ekki að sækja menntun, sérfræðiþekkingu, atvinnu og annað út fyrir fjórðunginn. Vest- firðingar vilja líka koma vegamálum í það horf að þeir geti ekið um fjórð- unginn nokkuð hindrunarlaust allt árið. Allt kostar þetta eitthvað og í sumum tilvikum er sett fram kostn- aðaráætlun en í öðrum ekki. Oftar en ekki er sett fram tillaga um að yf- irvöld beri ábyrgð á verkefnunum en í mörgum tilvikum koma sveitar- félögin einnig við sögu. Má einnig lesa út úr áætluninni að stjórnvöld leggi að miklu leyti fram nauðsyn- legt fjármagn. Byggðaáætlun sem þessi er ef- laust nauðsynleg, þó ekki væri nema til að minna á tilveru landsbyggðar- innar. Og kannski ekki síður tilveru- rétt. x x x LANDLÆKNIR minnti um síð-ustu helgi á herferð Alþjóða- heilbrigðisdagsins um gildi þess að hreyfa sig og njóta lífsins. Það virðist sem sagt eitthvert samhengi þar á milli sem hann er að benda okkur letihaugunum á. Á heimasíðu sinni nefnir hann nauðsyn þess að allir hreyfi sig í það minnsta hálftíma á dag. Ekki er nóg að hreyfa sig eitthvað heldur verður það að vera með hæfilegri áreynslu. Hann nefnir dæmi: Rösk ganga, hjólreiðar, sund, margvíslegir leikir, dans, hreinsa til í garðinum eða bara gera hreint heima. Hvað meinar maðurinn? Er þá engin afsökun lengur fyrir því að hreyfa sig ekki? Við sem nennum ekki að hjóla, ganga, hlaupa eða synda komumst ekki hjá því að taka þátt í heilsurækt fyrst að jafnvel hreingerningarnar heima eru heilsubót. Því jafnvel löt- ustu menn taka nefnilega stundum til hendinni heima fyrir. Meira að segja Víkverji á það til stöku sinnum. En eru hreingerningar hæfileg áreynsla? Fer það nú ekki eitthvað eftir því hversu mikil óhreinindin eru eða hversu vistarveran er stór? Ein- hvern veginn finnst Víkverja þetta allt vera létt verk og löðurmannlegt. Að standa með ryksuguna, kústinn, tuskuna smástund og dusta burt óhreinindin – það getur nú varla ver- ið mikið mál. Ekki það að Víkverji hafi mikla reynslu eða þekkingu á þessum málum. Hann þykist þó full- komlega liðtækur á þessu sviði. Með réttu græjunum er þetta leikur einn. Menn þurfa ekki einu sinni að beygja sig lengur. Sérhannaðar fægiskóflur, ræstivagnar og alls konar léttitæki sjá til þess og létta undir. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 ÉG er ein af þeim sem allt- af gera krossgátuna í Mogganum og í framhaldi af því les ég stundum skrif Víkverja þar fyrir neðan. Í pistli hans miðvikudaginn 3. apríl sl. um örlög Keikós kom fram viðhorf til gælu- dýrahalds, þ.e. hunda- halds, sem ég finn mig knúna til að svara enda þótt mótsagnirnar í þess- um pistli dæmi sig að vísu sjálfar. Orðrétt segir Vík- verji: „Víkverji er hins- vegar lítið fyrir dýragarða eða heimilishundahald. Finnst eðlilegra að skepn- urnar fái að lifa sem eðli- legustu lífi en ekki í búr- um eða taumi,“ og seinna: „Víkverji telur sig í flokki dýravina en er það dýra- vinátta að veiða þau til að halda þeim föngnum um áraraðir?“ Veiðum við ekki einstök dýr til matar? Eða ölum þau til matar eða vegna annarra af- urða? Það má kannski segja að ég sé búin að halda tíkinni minni sem fanga í nærri 12 ár. En þessi fjölskyldu- meðlimur hefur verið okk- ur ómetanlegur félagi og vinur, skokkað með okkur um fjöll og fjörur og aldrei hefur mér dottið í hug að hún líti á sig sem fanga, jafnvel ekki í taumi. Þeim gleymist oft, sem agnúast út í hundahald, að hundurinn hefur fylgt manninum frá fyrstu tíð og mannleg samskipti eru þeim mikilvægari en flest annað. Þetta vita allir sem hafa átt hund. Hundar eiga ekki endilega heima í sveit, þeir eiga heima hjá okkur mannfólkinu hvort sem við búum í sveit eða þéttbýli. Og mannleg sam- skipti, ferskt loft og næg hreyfing er jafn heilsu- samlegt fyrir þá og fyrir okkur. Bergljót Magnadóttir, dýrafræðingur. Gæludýrahald

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.