Morgunblaðið - 10.04.2002, Síða 60

Morgunblaðið - 10.04.2002, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra ætlar að beina því til Seðlabanka Íslands að vextir verð- tryggðra innstæðna og lána verði fastir á lánstímanum en ekki breyti- legir eins og verið hefur. Viðskipta- ráðherra upplýsti þetta á Alþingi í gær í umræðum utan dagskrár um aukin vanskil og fjölgun fjárnáma. Valgerður sagðist eiga erfitt með að sjá rök fyrir því fyrirkomulagi að verðtryggð lán skyldu yfirleitt hafa breytilega vexti en ekki fasta. „Með þessu eru lánveitendur bæði með belti og axlabönd; þeir hafa varið sig gegn verðbólgu en geta engu að síð- ur breytt vöxtum eftir því sem vind- ar blása,“ sagði Valgerður. Beinir tilmælum til Seðlabankans  Ráðherra vill/10 Viðskiptaráðherra vill að vextir verðtryggðra lána verði fastir MIKILL jakaburður og vöxtur var í Blöndu í gær. Hvassviðri og helli- rigning losuðu um stíflu í jökulánni til móts við bæinn Fagranes í Langadal. Heimamenn telja þetta aðeins til marks um að vorið sé á leið sinni norður og sumarið með öllum sínum væntingum innan seil- ingar. Lóan er komin að minnsta kosti 10 dögum fyrr en menn eiga að venjast og hettumávurinn kom, lyginni líkast, 1. apríl sl. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Mikill vöxt- ur í Blöndu Blönduósi. Morgunblaðið. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga sem heimilar fjármálaráðherra að ábyrgjast útgáfu skuldabréfa vegna fjármögnunar Íslenskrar erfðagreiningar ehf. á lyfjaþróunar- fyrirtæki sem stefnt er að því að staðsett verði á Íslandi. Í frumvarp- inu er lagt til að fjármálaráðherra verði heimilað að veita einfalda rík- isábyrgð á skuldabréfum að fjárhæð allt að um 20 milljörðum króna. Áætlað er að uppbygging Ís- lenskrar erfðagreiningar krefjist fjárfestingar sem nemur um 35 millj- örðum króna. Gert er ráð fyrir að 250–300 ný störf geti skapast hér á landi innan tveggja til þriggja ára ef fyrirætlanir fyrirtækisins ganga eftir. „Þetta nýja fyrirtæki getur því haft víðtæk áhrif á atvinnuþróun hérlendis, ekki síst í hátækni og vís- indagreinum, en ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni að stuðla mark- visst að uppbyggingu slíkra tæki- færa á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna þessa máls. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, segir full- víst sé að ráðist verði í uppbyggingu hinnar nýju lyfjaþróunardeildar þegar á þessu ári, og að ákvörðun ríkisstjórnarinnar geri að verkum að líkurnar á að hún verði reist hér á landi hafi aukist geysilega mikið. Talið uppfylla skilyrði EES- samnings fyrir ríkisábyrgðum Samkvæmt ákvæðum EES-samn- ingsins er stjórnvöldum heimilt að veita aðstoð á sviði rannsókna- og þróunarverkefna. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði að það væri mat stjórnvalda að frumvarpið uppfyllti þær kröfur sem gerðar væru í samningnum um skil- yrði fyrir ríkisábyrgðum. Málið yrði sent Eftirlitsstofnun EFTA sem mundi fjalla um það efnislega. Frumvarpið gerir ráð fyrir að skuldabréfin verði gefin út með um- breytingarskilmálum sem fela í sér að ef gengi hlutabréfa í deCODE nær ákveðnum viðmiðunarmörkum breytast skuldabréfin í hlutabréf í félaginu. Ef skuldabréfunum er breytt í hlutafé teljast þau upp- greidd og ríkisábyrgðin þar með nið- urfallin. Um er að ræða einfalda ábyrgð ríkissjóðs sem þýðir að de- CODE ber fulla ábyrgð á greiðslu skuldabréfanna og verður skuldar- eigandi að fullreyna innheimtu hjá fyrirtækinu áður en ábyrgð ríkis- sjóðs verður virk. „Verkefnið er það stórt að það þarf tiltekinn opinberan atbeina í þessu máli. Þarna er um það að tefla að fá þetta fyrirtæki til landsins með aðstoð í þessu formi eða horfa á eftir þessum störfum til Bandaríkjanna þar sem eflaust er sitthvað í boði fyr- ir fyrirtæki af þessu tagi án þess að ég viti það nákvæmlega. Við teljum að þegar maður vegur og metur kosti og galla, ávinning og áhættu og þá gríðarlegu atvinnu- sköpun og þau tækifæri sem því fylgja í þessu vísindasamfélagi þá sé ekki bara réttlætanlegt að gera þetta heldur mjög skynsamlegt,“ sagði Geir. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði að mikill ávinningur væri af uppbyggingu lyfjafyrirtækisins hér á landi, ekki síst ef litið væri á málið út frá heilbrigðispólitísku sjón- armiði. Í Hálffimmfréttum Búnaðar- bankans í gær segir að fyrirtæki í nýsköpun séu almennt talin mjög áhættusöm. Þegar ríkisábyrgð komi til líti fjárfestar fram hjá þessari áhættu og langtímafjármögnun með lánsfé verði möguleg. Óhætt sé að gera ráð fyrir að ríkisábyrgðin tryggi deCODE lánskjör sem séu a.m.k. 3–4% hagstæðari en ella. Á ársgrundvelli sé því um að ræða vaxtasparnað sem nemur a.m.k. 600–800 milljónum króna. Ríkisstjórnin vill styðja uppbyggingu lyfjaþróunarfyrirtækis á Íslandi Ríkisábyrgð á 20 milljarða króna láni  Líkur / 30  Yfirlýsing / 30 RÚMLEGA eitt þúsund manns sótti útifund á Austurvelli í gær til að mótmæla hernaðaraðgerðum Ísr- aelsmanna í garð Palestínumanna. Kjörorð fundarins voru: „Stöðv- um blóðbaðið – alþjóðlega vernd strax – frið í Palestínu.“ Alþýðu- samband Íslands, BSRB, Ör- yrkjabandalag Íslands og félagið Ísland-Palestína stóðu fyrir fund- inum. Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, sagðist í ræðu sinni virða rétt Ísraelsmanna jafnt og Palest- ínumanna til lands. „En ég tel að hvorugur aðili geti byggt kröfu sína á guðlegum rétti í krafti þjóðernis síns eða trúar- bragða,“ sagði biskup. Hann sagði sjálfsmorðsárásir Palestínumanna spretta úr jarðvegi örvæntingar, vonleysis, niðurlæg- ingar, kúgunar og ofstækis og að kúgunaraðferðir Ísraelsmanna sköpuðu tvo hryðjuverkamenn fyr- ir hvern einn sem drepinn væri eða niðurlægður. Morgunblaðið/Kristinn Útifundur til stuðn- ings friði í Palestínu  Palestínumönnum/6 ARI Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að sér sé ekki kunnugt um hvernig Alþýðusambandi Ís- lands sé ætlað aukið hlutverk verði Þjóðhagsstofnun lögð nið- ur. Ríkisstjórnin lagði fram frumvarp þess efnis á mánudag og sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og starfandi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar, í Morgun- blaðinu í gær að gott samstarf hefði náðst við ASÍ þannig að sambandið gæti tekið að sér aukin verkefni á sviði efnahags- mála við þessar breytingar. Við okkur hefur ekkert verið rætt „Við okkur hefur ekkert ver- ið rætt um þetta mál þannig að ég átta mig ekki á því hvað í því felst en ég geng út frá því að stjórnvöld ætli ekki að mis- muna aðilum vinnumarkaðar- ins að þessu leyti. Ég teldi það í hæsta máta óeðlilegt að hagræn starfsemi á vegum Alþýðusambandsins nyti opinberra fjárframlaga en samsvarandi starfsemi okkar gerði það ekki. En það má alltaf spyrja sig hvort ríkið eigi yfir höfuð að styðja starfsemi slíkra samtaka eða ekki, en geri ríkið það er sjálfsögð krafa að jafn- ræðis sé gætt,“ segir Ari. Hann segist treysta því að stjórnvöld sjái til þess að sam- starf og þjónusta á sviði þjóð- hagsrannsókna versni ekki verði Þjóðhagsstofnun lögð nið- ur. Aðilum verði ekki mis- munað Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri SA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.