Morgunblaðið - 17.04.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.04.2002, Qupperneq 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 23 Til hvers að borga meira??! Í Punktinum geturðu verið með: Heimilissíma GSM ADSL og fengið 15% afslátt af öllum viðskiptum heimilisins. Hafðu allt í einum Punkti og borgaðu minna. Afslátturinn nær til allrar notkunar nema hringinga í 900 númer. -15% ...af öllum viðskiptum heimilisins islandssimi.is Skráðu þig í Punktinn í síma 800 1111 eða í verslun Íslandssíma í Kringlunni. -15% ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS S 17 11 6 0 4/ 20 02 EVRAN hefur á skömmum tíma rutt sér til rúms sem einn helsti gjaldmið- ill heimsins en á þó enn langt í land með að taka við af dollaranum sem helsti viðmiðunargjaldmiðillinn. Kom þetta fram á fundi efnahags- og fjár- málaráðherra Evrópusambandsins, ESB, á Spáni um helgina. Í pallborðsumræðum, sem efnt var til að loknum fundinum kom fram, að evran væri nú þegar orðinn hluti af gjaldeyrisvarasjóði margra ríkja en mestar umræður voru þó um hvort hún gæti ögrað yfirburðum dollarans. Venesúelamaðurinn Javad Yarjani, sem tók þátt í umræðunum í stað landa síns, Ali Rodriguez, fram- kvæmdastjóra OPEC, Samtaka olíu- útflutningsríkja, sagði, að evran stæði vel að vígi gagnvart dollaranum þeg- ar litið væri fram á veginn. „Evrusvæðið er með stærra skerf af heimsviðskiptunum en Bandaríkin og í evruríkjunum er greiðslujöfnuð- urinn yfirleitt í jafnvægi. Í Bandaríkj- unum er hann aftur á móti mjög óhag- stæður,“ sagði Yarjani og bætti við, að evrusvæðið flytti inn meiri olíu en Bandaríkin. Þau væru hins vegar ekki aðeins mikill innflytjandi á olíu, heldur líka mikill framleiðandi. Olíu- viðskipti væru öll upp á dollara og ekki líklegt, að það breyttist í náinni framtíð. Peter Middleton, forstjóri Barclays Bank, sagði, að ekki hefðu enn orðið miklar breytingar á smásölumarkaði með tilkomu evrunnar en þeim mun meiri á heildsölumarkaði. Þróunin á verðbréfamarkaði væri hins vegar „stórkostleg“. Frá 1999, þegar banka- kerfið og fyrirtæki hófu viðskipti í evrum, hefðu umsvif á verðbréfa- markaði verið fjórföld á við það, sem þau hefðu verið fimm árin á undan. Mestur hefði fjörkippurinn verið í skuldabréfum. 13% á móti 60% Wim Duisenberg, yfirmaður Evr- ópska seðlabankans, sagði, að í gjald- eyrisvarasjóðum erlendra ríkja væri evran nú í öðru sæti með 13% en doll- arinn með rúm 60%. Í þriðja sæti kæmi japanska jenið með 5%. Sagði hann, að það ætti allnokkurn þátt í þessum yfirburðum dollarans, að evruríkin sjálf ættu miklar dollara- birgðir. Duisenberg sagði, að ýmis ríki, til dæmis Kína og Pakistan, hefðu áhuga á að auka vægi evrunnar í varasjóðum sínum en hann lagði áherslu á, að ekk- ert yrði gert til að ýta undir vægi evr- unnar erlendis. Sagan sýndi, að aukin áhrif einhvers eins gjaldmiðils væri langtímaþróun. Xiao Gang, fulltrúi kínverska seðla- bankans, sagði, að Kínverjar nýttu sér evruna til að greiða fyrir viðskipt- um við evrusvæðið en þau hefðu auk- ist um 13% á síðasta ári. „Tilkoma evrunnar hefur komið sér mjög vel fyrir okkur enda hafa þau einfaldað greiðslur og viðskipti við evrusvæð- ið,“ sagði Xiao. Áhrif evrunnar aukast jafnt og þétt Oviedo. AFP. ingjar í Venes- úela látið banda- ríska sendiráðs- fulltrúa í land- inu vita, að þeir hygðu á bylt- ingu. Herforingjun- um var þá tjáð að „þetta væri óviðunandi, að bylting væri HERFORINGJARNIR í Venes- úela, sem mistókst að steypa Hugo Chavez forseta af stóli í vik- unni sem leið, höfðu haft samband við bandaríska sendiráðið í Carac- as fyrir tæpum tveimur mánuð- um, að því er greint er frá í nýj- asta hefti bandaríska fréttatíma- ritsins Newsweek. Hafði tímaritið eftir heimildar- mönnum í Hvíta húsinu að síðla í febrúar hefðu óánægðir herfor- ekki rétta leiðin“, hafði tímaritið eftir ónafngreindum heimildar- manni. En tímaritið segir enn- fremur, að í Washington hafi margir litið á Chavez sem óvin, og óáreiðanleg stjórnarstefna hans hafi ógnað olíuhagsmunum Bandaríkjamanna, en Venesúela er þriðji stærsti erlendi olíubirgir þeirra. Bandaríkjastjórn gekkst við því í gær, að andstæðingar Chavez hefðu rætt við bandaríska emb- ættismenn, en ekki hefði komið til greina að Bandaríkjamenn veittu byltingarmönnum stuðning. Byltingartilraunin hófst síðdeg- is sl. fimmtudag og tókst herfor- ingjunum að halda Chavez frá völdum í tvo daga. En tilraunin fór út um þúfur þegar fallhlífar- deildir hersins lýstu stuðningi við forsetann og hann tók aftur völdin snemma á sunnudagsmorgun. Washington. AP, AFP. Hugo Chavez Herforingjar í Venesúela létu Bandaríkjamenn vita um byltingaráformin Höfðu samband við sendiráðið VÉLAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Gorma I N N B I N D I Vefsíða: www.oba.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.