Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 25

Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 25 Glæsibæ • Simi 545 1500 Örn Hjálmarsson Svara a› me›altali 264 spurningum um vei›i á dag Útilíf hefur á a› skipa sérfræ›ingum í hverri deild og í vei›ideildinni svarar Örn Hjálmarsson öllum spurningum vi›skiptavina um allt milli himins og jar›ar sem l‡tur a› stangvei›i. Hva›a línu er best a› nota í straumvatni, hva›a ger› flugu á ma›ur a› nota í Langá í 2. viku í ágúst, hva› hentar best a› nota í vei›ifer› fjölskyldunnar? Komdu og spjalla›u vi› Örn um allt sem vi› kemur stangvei›i. „Vöruúrval á vei›ivörum er nokku› gott á Íslandi. Ég hef leita› til Útilífs vegna fless a› flar finn ég flær vörur sem hafa reynst mér best. fiar fæ ég persónulega og faglega fljónustu.“ Haraldur Haraldsson, lei›söguma›ur í Grímsá. Get ég a›sto›a›? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 74 78 04 /2 00 2 KOSNINGARNAR í Kólumbíu í næsta mánuði, þegar nýr forseti verður kjörinn, gætu markað þáttaskil í sögu landsins, þar sem skæruhernaður færist í aukana, og atvinnuleysi er 18 prósent. En frambjóðendurnir fara ekki mikið út á meðal kjósenda, í ljós þess hverjar hættur þeim eru búnar í kosningabaráttunni. Hafa kólumb- ísk stjórnvöld lagt til, að í staðinn fari kosningabaráttan að mestu fram í sjónvarpi. Alvaro Uribe, sem nýtur mests fylgis frambjóðenda, slapp ómeidd- ur þegar bílsprengja sprakk skammt frá bílalest hans á sunnu- daginn. Þrír létust og 15 særðust, að sögn embættismanna. Uribe er harðlínumaður sem heitið hefur hörðum aðgerðum gegn vinstri- sinnuðum skæruliðum. Kosning- arnar í Kólumbíu fara fram 26. maí. Uribe var á ferð í bílalest í borg- inni Barranquilla þegar sprengja sprakk í fólksflutningabíl sem var lagt við götu er leið Uribes lá um. Að sögn lögreglu var sprengjan sprengd með fjarstýringu. Ekki væri unnt að svo komnu máli að segja til um hver bæri ábyrgðina. Uribe kom fram í fjölmiðlum eftir tilræðið og sagði að sprengjan hefði verið gífurlega öflug, hann hefði verið í vandlega brynvörðum bíl, sem hefði eyðilagst gersamlega. Þeir sem létust stóðu skammt frá bílnum sem sprakk. Kosningabaráttan í Kólumbíu Frambjóðend- ur í lífshættu Alvaro Uribe Bogota. AP, AFP. FLUGSTJÓRI kínversku farþega- þotunnar sem fórst í Suður-Kóreu með 166 manns um borð tjáði flug- málafulltrúum í gær að engin vél- arbilun hefði orðið í vélinni áður en hún skall til jarðar. Tala þeirra sem létust í slysinu var í gær kom- in í 124, en 38 lifðu af. Flugstjór- inn, Wu Xing Lu, er á sjúkrahúsi, mikið marinn og hlaut smávægi- lega heilablæðingu. Þotan var af gerðinni Boeing 767-200 og var í áætlunarflugi frá Peking til Kimhae-flugvallar skammt frá borginni Busan, syðst á Kóreuskaganum. Vont veður var í Kimhae er vélin kom inn til lend- ingar, rigning og þoka. Í annarri tilraun til lendingar fórst vélin í fjallshlíð skammt frá flugvellinum. Flugumferðarstjórar höfðu veitt lendingarheimild en beðið áhöfn- ina að fljúga umhverfis flugvöllinn og gera aðflug úr gagnstæðri átt í annarri lendingartilrauninni, sök- um mikils vinds. Þegar s-kóreskir flugmála- fulltrúar ræddu við flugstjórann í gær, í fyrsta sinn eftir slysið, sagði hann að vélin hefði virkað eðlilega áður en hún rakst í fjallið. Full- trúarnir segja að vélin hafi farið nokkrum kílómetrum lengra en áætlað hafi verið til þess að breyta um aðflugsátt, og rakst þá í fjalls- hlíðina. Slysstaðurinn er í um 4,6 km fjarlægð frá flugbrautinni. Þetta var í fimmta sinn sem flugstjórinn flaug til Kimhae, en í fyrsta sinn sem hann var beðinn um að fljúga umhverfis flugvöllinn til að lenda úr gagnstæðri átt. Ekki var ljóst hvort flugstjórinn hafði fengið upplýsingar um veð- urskilyrði og staðhætti við Kimhae-flugvöll áður en lagt var upp frá Kína. Mistök flugmanna líklegasta orsökin Flugmálayfirvöld í S-Kóreu hafa þegar sagt að líklegasta orsök slyssins séu mistök flugmanna. Í gær fannst hljóðritinn úr stjórn- klefa vélarinnar, og kann hann að veita vísbendingar, en flugriti vél- arinnar, er geymir tækniupplýs- ingar um flugið, fannst á mánu- daginn. Þetta er í fyrsta sinn sem vél á vegum Air China ferst, en félagið var stofnað 1988. Kóreumenn í ráðhúsi borgar- innar Kimhae leita að myndum af ættingjum sínum er fórust í flugslysinu í Suður-Kóreu. Segir enga bil- un hafa orðið Kimhae í S-Kóreu. AP. Flugstjórinn lifði af er þotan fórst í S-Kóreu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.