Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RAÐHÚSÍBÚÐ við Kristnesspít-
ala í Eyjafjarðarsveit eyðilagðist í
eldsvoða um hádegisbil í gær. Eld-
urinn kom upp í potti á eldavél,
barst þaðan í viftu og breiddist út
um eldhúsið. Heimilismanni tókst
að taka pottinn af eldavélinni og
slökkva í honum í vaskinum en þá
hafði eldurinn læst sig í viftuna og
því ekki við neitt ráðið. Heimilis-
fólkið kom sér því út og varð eng-
um meint af, að sögn Viðars Þor-
leifssonar varðstjóra hjá Slökkvi-
liði Akureyrar.
Tveir bílar frá Slökkviliði Akur-
eyrar fóru á vettvang en þá var
eldurinn að mestu dottinn niður
vegna súrefnisskorts en vart mátti
tæpara standa að reyksprenging
yrði. Hitinn í íbúðinni var svo mik-
ill að allt innanstokks bráðnaði nið-
ur undir gólf. Vel gekk að reyk-
ræsta íbúðina að sögn Viðars en
sem fyrr sagði er hún talin ónýt.
Reykur barst einnig inn í næstu
íbúð í raðhúsinu og þar urðu ein-
hverjar skemmdir af völdum hans.
Íbúð eyðilagð-
ist í eldsvoða
INGI Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri Lyfju, segir að svigrúm apó-
tekanna til að veita sjúklingum af-
slátt hafi minnkað, m.a. vegna þess
að álagningarreglur lyfjaverð-
snefndar hafi ekkert breyst í 4–5
ár þrátt fyrir að verðlag hafi hækk-
að umtalsvert. Þetta þýddi að
álagning apótekanna hefði lækkað
um 9–11% á þessu tímabili.
Í Morgunblaðinu í gær sagði
Ingolf Petersen, skrifstofustjóri í
heilbrigðisráðuneytinu: „Lyfsalar
segjast ekki hafa lækkað sína af-
slætti til sjúklinga. En ef þeir
reikna sína afslætti í krónum, sem
þeir gera, þá lækkar prósentutalan
sem fólk fær í afslátt þegar sama
krónutala er veitt í afslátt pró-
sentureiknað af hærri tölu. Þetta
er því svolítill leikur að orðum.“
Ingi Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri Lyfju, sagðist geta tekið
undir með Ingolf að það væri auð-
velt að leika sér að orðum.
Verðlagning á lyfjum væri mjög
flókin og ekki auðvelt fyrir almenn-
ing að átta sig á henni eða þeim
breytingum sem hefðu átt sér stað.
„Ég átta mig ekki alveg á hvað
Ingolf er að tala um. Við veitum
ekki afslátt í krónum heldur er
hann reiknaður í prósentum.“
Ingolf sagði í Morgunblaðinu að
viðmiðunarupphæðir vegna endur-
greiðslu Tryggingastofnunar hefðu
verið hækkaðar til samræmis við
verðlag.
Það má benda á það á móti að
álagningarreglur, sem eru ákvarð-
aðar af lyfjaverðsnefnd, hafa ekk-
ert verið endurskoðaðar til sam-
ræmis við verðlag síðustu 4–5 ár,
sem hefur þýtt 9–11% rýrnun á
álagningu apóteka. Það þýðir að
svigrúm, sem apótek hafa til að
veita afslátt, minnkar jafnt og þétt
vegna þess að þessar föstu tölur
hafa ekkert verið uppfærðar miðað
við verðlag,“ sagði Ingi, en þess má
geta að álagning er ákveðin miðað
við tiltekna verðflokka. Þessir
verðflokkar miðast við fasta krónu-
tölu sem ekki hefur breyst síðustu
ár.
Ingi sagði að til viðbótar hefði
verið tekin ákvörðun um það 1.
apríl sl. að lækka álagningu á dýr-
ari lyfjum. Þetta hefði áhrif á það
svigrúm sem apótekin hefðu til að
veita afslátt.
Heilbrigðisráðuneytið
skoðar verðþróunina
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra sagðist aðspurður ekki vilja
kveða upp úr um það hvort þá
hækkun, sem orðið hefði á verði
lyfja á undanförnum misserum,
mætti rekja til ákvarðana stjórn-
valda eða til þess að apótekin hefðu
verið að auka sinn hlut.
Hann sagðist telja ástæðu til að
fylgjast með þessari þróun og hefði
óskað eftir upplýsingum um þetta
frá embættismönnum.
Framkvæmdastjóri Lyfju um þróun lyfjaverðs
Minna svigrúm
til að veita afslátt
hraða. Hann sinnti ekki stöðv-
unarmerkjum lögreglunnar og
upphófst þá eftirför á ofsahraða.
Þegar hraðinn var kominn í 160
km jók pilturinn enn hraðann og
stakk lögregluna af. Gerðu þá lög-
reglumennirnir starfsbræðrum sín-
um á Sauðárkróki viðvart og drógu
FIMMTÁN ára gamall þýskur pilt-
ur á stolnum bíl stakk lögregluna á
Blönduósi af í gær þegar eftirför í
Langadal stóð sem hæst. Lögreglan
var þá komin á 160 km hraða á eftir
piltinum, en þá gaf hann í og hvarf
lögreglunni sjónum. Þá drógu lög-
reglumennirnir sig í hlé, þar sem
ekki þótti ráðlegt að halda uppi
slíkum ofsahraða til lengdar.
Tildrög málsins voru þau að pilt-
urinn, sem býr á heimili fyrir þýska
unglinga á bæ í Skagafirði, stal
heimilisbílnum, Subaru Legacy, og
keyrði í suðurátt. Lögreglan á
Blönduósi svaraði aðstoðarbeiðni
lögreglunnar á Sauðárkróki og leit-
aði piltsins í umdæmi sínu og mætti
honum í Langadal þar sem hann
var þá á leiðinni til baka á 140 km
sig í hlé en keyrðu á eftir piltinum.
Skömmu seinna ók hann í gegnum
Varmahlíð á 140–150 km hraða og
endaði för sína með því að aka á
ljósastaur sem brotnaði í tvennt.
Bíllinn kastaðist tæpar tvær mann-
hæðir upp í loft og endaði langt ut-
an vegar, gjörónýtur. Braust þá
pilturinn út úr flakinu og lagði á
flótta á hlaupum. Hann var hand-
samaður skömmu síðar fyrir ofan
Varmahlíð og færður í handjárnum
á lögreglustöðina á Sauðárkróki
Lögreglan á Blönduósi segir
mikla mildi að pilturinn skyldi ekki
hafa valdið stórslysi með háttsem-
inni enda virtist tilviljun ráða því að
ekki urðu vegfarendur á vegi hans
þegar hann kom í loftköstum niður
að Varmahlíð.
Á yfir 160
km hraða á
flótta und-
an lögreglu
SEX íslenskir ökukennarar hafa
undanfarna daga setið námskeið
hjá tveimur finnskum starfs-
bræðrum til að læra svonefndan
vistakstur eða eco-driving. Vist-
akstur snýst um að gera aksturinn
hagkvæmari, draga úr mengun og
auka aga og öryggi. Ökukenn-
arafélag Íslands stendur fyrir nám-
skeiðinu og hyggst innleiða þetta
ökulag við ökukennslu í framtíð-
inni.
Finninn Eso Mikkola kynnti vist-
aksturinn fyrir ýmsum aðilum sem
starfa að umferðarmálum og fjöl-
miðlum. Hann sagði vistakstur snú-
ast um að draga úr eldsneytis-
notkun og þar með útblæstri
mengandi efna. Því þyrftu bíleig-
endur líka að gera sér grein fyrir
hversu miklu eldsneyti bíll þeirra
eyddi og ákveða jafnvel bílakaup út
frá því. Hann sagði rannsóknir sýna
að þeir sem tileinkuðu sér vistakst-
ur gætu minnkað eldsneytisnotkun
um 10–15%. Jafnframt væri unnt að
draga úr viðhaldskostnaði, t.d.
vegna hemla, en meðal atriða í vist-
akstri er að nota fremur niðurgírun
en hemla til að draga úr hraða. Þá
segir hann öryggi aukast samfara
slíkum meðvituðum akstri og aukn-
um aga og streita virtist einnig
minnka hjá ökumönnum. Nefndi
hann sem dæmi að tryggingafélag í
Finnlandi byði þeim bíleigendum
sem sótt hefðu námskeið í vistakstri
10% afslátt af iðgjöldum.
Námskeið í vistakstri hefst með
því að ökumenn eru látnir aka 11–
12 km og skráir kennarinn ýmis at-
riði í aksturslagi hans. Tölva í bíln-
um mælir eldsneytiseyðsluna. Hann
bendir í framhaldi af því á ýmis at-
riði sem hafa áhrif á eyðslu og setur
fram aðrar ráðleggingar. Síðan er
sama vegalengd ekin á ný og mælt
hvernig eldsneytisnotkun hefur
breyst. Verklegi hluti námskeiðsins
tekur um hálfan annan tíma og bók-
legur hluti er tvær stundir. Þar er
farið í ýmis atriði varðandi um-
hirðu bílsins, hvaða not megi hafa
af aksturstölvu í bílum og fleira.
Kennsla í vistakstri var tekin upp
í Finnlandi 1997, í Svíþjóð árið eftir
og árið 2000 í Noregi. Hann segir
um 80% ökuskóla í Finnlandi hafa
vistakstur á námskrá sinni.
Guðbrandur Bogason, formaður
Ökukennarafélagsins, segir að
fyrsti hópurinn, sem lærir þessa
tækni hjá Finnunum, muni bjóða
öðrum félagsmönnum að sitja nám-
skeið og í framhaldi af því muni al-
menningi verða gefinn kostur á að
læra þessa tækni. Einnig mætti
hugsa sér að bílstjórum fyrirtækja
sem reka marga bíla, t.d. flutninga-
fyrirtækjum, verði boðin þessi nám-
skeið enda hafi rannsóknir sýnt að
með því að tileinka sér vistakstur
geti bílstjórar lækkað rekstrar-
kostnað bíla sinna. Þá segir hann
einnig hafa komið í ljós sem komi
mönnum á óvart að í vistakstri geti
menn einatt sparað tíma.
Sólveig Pétursdóttir dóms-
málaráðherra segir mikilvægt að
Ökukennarafélagið hafi forgöngu
um að kenna þessa tækni ekki síst
ef hún leiddi einnig til meira örygg-
is og meiri aga í umferðinni auk
hagkvæmninnar. Sagði ráðherra
einnig skipta máli að skapa ný við-
horf í umferðinni og að hver og
einn ökumaður taki meiri ábyrgð á
sér og umhverfinu.
Óli H. Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Umferðarráðs, þakk-
aði Ökukennarafélaginu framtakið
og sagði það í þágu hnattrænnar
hugsunar að draga úr eldsneyt-
isnotkun.
Finnar kenna íslenskum ökukennurum vistakstur
Morgunblaðið/Kristinn
Finnski ökukennarinn Esa Mikkola kynnti helstu atriði vistaksturs.
Minna
eldsneyti
og meira
öryggi
KJARADEILU sjúkrahúslækna og
ríkisins hefur verið vísað til ríkis-
sáttasemjara. Haldnir voru sátta-
fundir í gær og fyrradag og að sögn
Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara
er stefnt að þéttum fundahöldum
næstu daga.
Sjúkrahúslæknar og sérfræðingar
sem starfa á sjúkahúsum hafa verið
með lausa launasamninga í um tvo
mánuði og hafa viðræður þeirra við
ríkið að undanförnu ekki skilað ár-
angri. Var því ákveðið að vísa launa-
deilunni til ríkissáttasemjara. Aðal-
samningur sjúrkahúslækna við ríkið
rann út sl. vor en gerður var skamm-
tímasamningur sl. haust. Hann rann
út í febrúar og var komin ákveðin
pattstaða í viðræðurnar þegar
ákveðið var að vísa deilunni til sátta-
meðferðar.
Skv. upplýsingum Þóris Einars-
sonar eru mjög mörg mál uppi á
borðinu og ekki hægt á þessu stigi að
taka nein einstök mál út úr sem tek-
ist sé á um.
Launadeila sjúkra-
húslækna og ríkisins
Reiknað með
miklum
fundahöldum
næstu daga
♦ ♦ ♦
TIL að styrkja byggð á Norðurlandi
vestra þarf orka frá Blönduvirkjun og
fyrirhuguðum virkjunum í landshlut-
anum að verða nýtt til atvinnuupp-
byggingar á svæðinu og erlendum
fjárfestum boðin þar aðstaða. Ljúka
þarf við áætlanir um kalkþörunga-
verksmiðju í Húnaþingi vestra og
kanna áhuga fjárfesta á byggingu
hennar. Jarðgöng undir Tröllaskaga
eru nauðsynleg samgöngubót til að
styrkja Akureyri eins og stefnt er að í
byggðastefnu 2002-2005 og alla
byggð á Norðurlandi. Gera þarf hag-
kvæmniáætlun á sameiningu allra
sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í sameiginlegri skýrslu um
áhersluatriði í byggðamálum sveitar-
félaganna Skagafjarðar, Húnaþings
vestra, Blönduóss og Skagastrandar.
Þar segir ennfremur að nauðsynlegt
sé að atvinnulífið sjái sér hag í því að
stofna og reka fyrirtæki sem víðast
um landið og brýnt er að ríkisvaldið
móti sértækar aðgerðir í skattamál-
um til að ná þessu markmiði.
„Byggðastefna felst í að hlutast svo
til um að upp byggist arðbært at-
vinnulíf á landsbyggðinni, slíkt hlýtur
að vera þjóðhagslega hagkvæmt,“
segir í skýrslunni. Þá segir að leggja
eigi áherslu á markaðssetningu
landsins erlendis og erlendum fjár-
festum beint á landsbyggðina. Sam-
hliða þessu verður að hvetja sveitar-
félög til að markaðssetja sig sem
vænlegan kost fyrir innlenda sem er-
lenda fjárfesta og tryggja þarf nauð-
synlegt fjármagn frá ríkinu til að
standa straum af rannsóknum og
grunnframkvæmdum í samvinnu við
sveitarfélögin.
Auk kalkþörungaverksmiðju á
Norðurlandi vestra er í skýrslunni
lagt til að ráðist verði í uppbyggingu
fræðslu- og menningarstofnunar í
tengslum við sögu Grettis Ásmund-
arsonar, að ríkið beini auknum verk-
efnum til fjarvinnslufyrirtækja á
svæðinu og að settur verði upp
skemmtigarður í „kántrí“-stíl á
Skagaströnd. Þá segir að hlúa þurfi
betur að því frumkvöðlastarfi sem
unnið er í Hólaskóla með föstum fjár-
veitingum, ljúka byggingu rannsókn-
arhúss í fiskeldi og efla aðrar brautir
skólans.
Skýrsla um áhersluatriði í byggða-
málum fyrir Norðurland vestra
Vilja kalkþör-
ungaverksmiðju
og jarðgöng
EITT tilboð barst í víkinga-
skipið Íslending á uppboði á
netmarkaðinum ebay.com, sem
rann út á mánudagskvöld. Að
sögn Gunnars Marels Eggerts-
sonar, skipstjóra og eiganda
skipsins, var tilboðið frá Kan-
adamanni og hljóðar upp á 60
milljónir króna. Gunnar segir
að nú verði farið í að ræða við
þann sem átti tilboðið og hvort
hann geti staðið við það.
Gunnar segist vera mjög
skuldsettur vegna siglingar-
innar á skipinu til New York
og hún ein og sér hafi kostað
hann 12 milljónir króna og þar
að auki eru enn skuldir frá
smíðinni sjálfri. „Ég hef ekki
önnur ráð en reyna að selja
skipið. Það hefur verið reynt
að leita verkefna fyrir skipið
en það hefur ekki tekist,“ sagði
hann.
Eitt tilboð
barst í
Íslending
♦ ♦ ♦