Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 30
UMRÆÐAN
30 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÉG HEF heyrt því
haldið fram að borgar-
stjórnarkosningarnar
snúist ekki um málefni
heldur fyrst og fremst
um borgarstjóraefni R-
og D-lista.
Auðvitað skiptir máli
hver er borgarstjóri í
Reykjavík en það er á
hinn bóginn bæði rangt
og mjög mikil einföldun
að leggja málið með
þeim hætti fyrir kjós-
endur. Stjórnkerfi og
stjórnsýsla borgarinnar
byggjast á starfsemi
fjölmargra mikilvægra
nefnda og ráða sem
leggja grunn að ákvörðunum er
varða hagsmuni og málefni íbúa
borgarinnar miklu. Formenn í þess-
um nefndum eru borgarfulltrúar
eða varaborgarfulltrúar. Sá listi
sem sigrar kýs úr sínum hópi for-
menn allra þessara nefnda og ráða
og hefur meirihluta í þeim öllum.
Í borgarstjórnarkosningunum er
einnig tekist á um málefni þar sem
skýr munur er á milli R- og D-lista.
Sjálfstæðismenn hafa lagt fram sína
stefnuskrá og þar eru málefni sem
R-listinn er algjörlega andsnúinn
eða áhugalaus um.
Stórlækkun fasteignagjalda
Sjálfstæðismenn vilja stórlækka
fasteignaskatta og holræsagjöld á
íbúðir Reykvíkinga 67 ára og eldri
og örorkulífeyrisþega, sem þeir eiga
og búa í.
100% lækkun
Einstaklingur með tekjur allt að
kr. 1.735.000 (er 1.155.000)
Hjón með tekjur allt að kr.
2.425.000 (er 1.615.000)
80% lækkun
Einstaklingur með tekjur kr.
1.735.000–2.000.000 (er 1.330.000)
Hjón með tekjur kr. 2.425.000–
2.800.000 (er 1.860.000)
50% lækkun
Einstaklingur með tekjur kr.
2.000.000–2.300.000 (er 1.530.000)
Hjón með tekjur kr. 2.800.000–
3.200.000 (er 2.140.000)
Íbúðabyggð á Geldinganesi
Sjálfstæðismenn vilja byggja
íbúðabyggð á Geldinganesi fyrir 8–
10.000 manns en hafna stefnu R-
listans um að stærstur hluti nessins
fari undir atvinnu-, iðnaðar- og
hafnarsvæði. Geldinganesið er
stærsta og glæsilegasta byggingar-
svæði undir íbúðabyggð meðfram
ströndinni og eitt örfárra strand-
svæða sem enn eru óbyggð. Allir
sem unna nánasta umhverfi Við-
eyjar, Eiðsvíkur og Grafarvogs
ættu að láta sig þetta mál miklu
varða.
Sjálfstæðismenn vilja hraða
byggingu Sundabrautar eins og
kostur er en R-listinn leggur til að
fyrst árið 2014 verði Sundabraut
lögð úr Grafarvogi yfir í Geldinga-
nes.
Sjálfstæðismenn vilja eyða lóða-
skorti í Reykjavík og tryggja nægt
lóðaframboð eins og gert var þegar
Grafarvogshverfin voru skipulögð
1982. Mikill lóðaskortur var undir
stjórn vinstri meirihlutans í Reykja-
vík 1978–1982. Sjálfstæðismenn lof-
uðu að tryggja nægt lóðaframboð
og stóðu 100% við það. R-listinn
hefur ekki viljað auka lóðaframboð.
Lóðauppboðum hætt
Sjálfstæðismenn ætla að hætta
lóðauppboðum sem valdið hafa
verulegum hækkunum á lóðaverði,
byggingarkostnaði og söluverði
íbúða. Þess í stað ætlum við að inn-
heimta gatnagerðargjöld sem mæta
kostnaði við hefðbundna gatnagerð
í nýjum hverfum. R-listinn ætlar að
halda áfram lóðauppboðum.
Sjálfstæðismenn ætla að beita sér
fyrir verulegu átaki í
byggingu hjúkrunar-
heimila með 250
millj.kr. framlagi
næstu fjögur árin. R-
listinn hefur ekki
staðið við kosninga-
loforð sín í þessum
málaflokki.
Sjálfstæðismenn
ætla að stöðva fjár-
austur úr sjóðum
Orkuveitunnar í Lín-
u.net og selja fyrir-
tækið. Við ætlum
ekki að byggja 500
fermetra líkams-
ræktarstöð í nýju
húsi Orkuveitunnar í samkeppni við
aðrar líkamsræktarstöðvar í borg-
inni.
Þitt atkvæði skiptir máli
Ég læt hér staðar numið en ýmis
fleiri málefni mætti nefna sem sýna
að atkvæði kjósenda í Reykjavík
skipta máli. Kjósendur gera meira
en að velja borgarstjóra. Þeir
ákveða einnig hverjir muni stjórna
með næsta borgarstjóra, hvernig
verði stjórnað, hvaða hagsmunir
verði hafðir að leiðarljósi og á hvern
hátt borgin muni þróast á næstu ár-
um og áratugum.
Skiptir atkvæði
þitt máli?
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Reykjavík
Í borgarstjórnar-
kosningunum, segir
Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, er tekist
á um málefni.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Í GREIN í Mbl 13.
apríl telur Andrés El-
ísson, bæjarfulltrúi í
Fjarðabyggð, mig hafa
misnotað aðstöðu mína
sem fréttamaður og
spyr hvort ekki sé
kominn tími til að reka
mig úr starfi. Yfir-
skrift greinarinnar er
„Heilagt stríð“ og um
fréttaflutning minn
notar hann orðin „heil-
agt stríð gegn Aust-
firðingum“. Sök mín er
ekki lítil því „heilagt
stríð“ var heróp
hryðjuverkamannanna
11. september. En
hvað kallar á svo sterka samlík-
ingu? Jú, það er frétt mín af því að í
ráði sé að reisa stálröraverksmiðju,
sem skapi 250 störf, í Helguvík. Í
henni kom fram, samkvæmt upp-
lýsingum þeirra sem aðstoðuðu út-
lenda fjárfesta, að í staðarvalinu
hefðu Helguvík, Eyjafjörður og
Reyðarfjörður komið til greina, en
Helguvík hefði ein fullnægt skilyrð-
um um nægilegt hafnardýpi og til-
búna verksmiðjulóð. Andrés spyr
hvers vegna ég hafi „bætt þessu
við“ fréttina. Nú er það svo að ég
var ekki einn um að greina frá því
hvaða staðir hefðu komið til álita.
Aðrir fréttamenn töldu það líka
eðlilegan hluta fréttarinnar. Andrés
telur „misnotkun“ mína felast í því
að ég skyldi segja, hvers vegna
Helguvík varð fyrir valinu. Hrædd-
ur er ég um að lærifaðir minn,
fyrsti fréttastjóri Sjónvarpsins,
undraðist þessa kröfu, væri hann á
lífi. Hann kenndi mér að í hverju
máli væri nauðsynlegt að spyrja
fimm spurninga: Hver? Hvar? Hve-
nær? Hvernig? Hvers vegna? En
Andrés virðist telja að ekki megi
spyrja allra þessara spurninga.
Hann bendir á að fyrirhuguð stór-
iðjuhöfn við Reyðarfjörð standist
ítrustu kröfur. Það er rétt, en sú
höfn er ekki tilbúin og heldur ekki
verksmiðjulóðin. Eig-
endur stálröraverk-
smiðjunnar ætla sér
að reisa hana strax en
ekki bíða eftir því
hvort af stóriðju verði
við Reyðarfjörð. Andr-
és telur að ég hafi ekki
átt að greina frá því í
frétt minni hver orku-
eyðsla stálröraverk-
smiðjunnar yrði og
bera hana saman við
orkueyðslu álverk-
smiðju. Aftur erum við
komnir að spurning-
unni: „hvers vegna?“,
sem Andrés vill ekki
að ég spyrji en minn
gamli austfirski lærifaðir krafðist
að ég spyrði í hverri frétt. Hvers
vegna er hægt að reisa stálröra-
verksmiðjuna strax? Þess kröfðust
erlendu fjárfestarnir, annars ætl-
uðu þeir með hana til annars lands.
Svarið var það að ekki þurfti að
reisa orkuver, ekki þurfti mat á
umhverfisáhrifum og mjög litla
fjárfestingu þurfti miðað við fram-
leiðslugetu og starfsmannafjölda.
Þetta er það sem mátti ekki láta
koma fram í fréttinni að mati Andr-
ésar. Og sennilega má heldur ekki
velta þeirri spurningu upp hvort
Austfirðingar geti hugsanlega brú-
að bilið þangað til álverið kemur
með því að nýta sér þá möguleika,
sem góð hafnaraðstaða, tilbúin
verksmiðjulóð, staðsetning Íslands
og breytt rekstrarumhverfi gætu
gefið. Það má ekki spyrja hvort
unnt sé að útbúa slíka aðstöðu
eystra til að grípa fleiri möguleika,
sem breytt rekstrarumhverfi á Ís-
landi hefur skapað fyrir fjárfest-
ingar erlendra aðila. Andrés gefur
sér það að fréttaflutningur um nýja
möguleika á atvinnuuppbyggingu
sé sjálfkrafa áróður gegn stóriðju.
Samkvæmt því ætti að forðast að
fjalla um nýju ferjuna, betri nýt-
ingu á Egilsstaðaflugvelli, fiskeldi í
fjörðunum o.s.frv. Andrés spyr í
grein sinni: „Er neikvætt að selja
umhverfisvæna raforku og skapa
þannig útflutningstekjur?“ Ekkert
slíkt kemur fram í frétt minni. Hún
varpaði upp spurningu um hugs-
anlega viðbót við atvinnuuppbygg-
ingu. Dæmi um slíkt er aðstaðan á
Grundartanga. Hliðstæðar fréttir
hef ég oft flutt og haldið að það
væri bæði jákvætt og nauðsynlegt.
En Andrés notar orð, sem tengjast
hryðjuverkastarfsemi, um slíkt.
Hann er ósáttur við að ég skuli nota
samanburð í fréttaflutningi. Þetta
er eins og í textanum forðum: „Það
er meðal annars það sem ekki má.“
Það hef ég þó oft gert áður, t.d. í
umfjöllun um stærsta foss landsins,
sem myndast mun tímabundið flest
haust við Kárahnjúkastíflu. Í frétt-
inni bar ég hann saman við Detti-
foss til að sýna fram á hversu miklu
stærri hann yrði. Var ég með því
kominn í „heilagt stríð“ við Norð-
lendinga með því að gera lítið úr
Dettifossi sem ferðamannastað? Ég
hef hér að framan leitast við að út-
skýra fréttaflutning minn af þessu
máli. Það er síðan annarra að meta,
hvort ég hafi gert það sem ekki má
og að reka eigi mig úr starfi fyrir
vikið.
Það sem ekki má
Ómar Þ.
Ragnarsson
Fréttir
Lærifaðir minn kenndi
mér að í hverju máli
væri nauðsynlegt að
spyrja fimm spurninga,
segir Ómar Þ. Ragn-
arsson: Hver? Hvar?
Hvenær? Hvernig?
Hvers vegna?
Höfundur er fréttamaður á
RÚV-sjónvarpi.
ALLT er breyting-
um háð og hvergi er
það greinilegra en hjá
ungu fólki. Viðfangs-
efnin breytast í takt
við tíðarandann og
mikilvægt er að unga
fólkið fái tækifæri til
þess að sinna þeim.
Þetta er meðal meg-
inhlutverka félagsmið-
stöðva víða um landið,
þ.e. að endurspegla
áhuga unglinga hverju
sinni með lýðræðisleg-
um hætti. Stöðug
fjölgun í starfi þeirra
hefur m.a. sést með
áþreifanlegum hætti í
starfi á vettvangi landssamtaka fé-
lagsmiðstöðva (Samfés) hér á
landi. Þessi þróun hefur valdið
vaxtarverkjum sem birtast í þyngri
rekstri og stórauknum kröfum á
landssamtökin. Ljóst er að Samfés
þarf auknar tekjur til að standa
undir breyttum aðstæðum og verð-
ur hér reynt í stuttu máli að varpa
einhverju ljósi á þetta og hver
lausnin getur verið. Vonandi gerir
þetta stutta innlegg einnig grein
fyrir þeirri þróun sem á sér stað í
æskulýðsstarfi um þessar mundir.
Samtök félagsmiðstöðva á Ís-
landi voru stofnuð fyrir 15 árum
sem samtök nokkurra félagsmið-
stöðva á höfuðborgarsvæðinu. Var
um að ræða viðbrögð við breyttum
aðstæðum í uppeldismálum og til-
komu félagsmiðstöðva á borð við
Fellahelli sem stofnaður var 1974.
Samtökin hafa síðan stækkað í
gegnum árin og í dag tengjast flest
stærri sveitarfélög hér á landi sam-
tökunum með aðild 75 félagsmið-
stöðva af öllu landinu. Þjónusta
Samfés beinist til barna og ungs
fólks á Íslandi og er
meginmarkhópurinn á
aldrinum 13–16 ára,
þó að starfsemi fé-
lagsmiðstöðva aukist
og nái orðið til
breiðara aldursbils,
eða 6–24 ára. Rann-
sóknir sýna að yfir
helmingur unglinga á
aldrinum 13–16 ára
hér á landi sækir starf
félagsmiðstöðva
reglulega. Þessar
rannsóknarniðurstöð-
ur gera starf á vett-
vangi félagsmiðstöðva
samanburðarhæft við
starf og áhrif íþrótta-
starfs. Ef horft er á hlutverk fé-
lagsmiðstöðva í samhengi við þró-
un uppeldismála þá er ljóst að
starfsemi félagsmiðstöðva gegnir
sífellt mikilvægara hlutverki í sí-
breytilegu samfélagi. Félagsmið-
stöðvar mæta tíðarandanum með
vönduðu uppeldisstarfi þar sem
áhersla er lögð á að mæta þörfum
með t.d. þarfagreiningu, nánu sam-
starfi við grunnskólann, tilraunum
með vottun á óformlegt nám, öfl-
ugu forvarnastarfi sem er m.a.
hlekkur í öryggisneti barnavernd-
ar. Með vaxandi starfi félagsmið-
stöðva á Íslandi hefur þörfin fyrir
aukna þjónustu miðlægs aðila á
borð við Samfés aukist að sama
skapi. Er fullyrt að hlutverk Sam-
fés í forvörnum hér á landi er mik-
ilvægt og fer mjög vaxandi. Þetta
vaxandi hlutverk hefur þó það í för
með sér að kostnaður og umfang
samtakanna eykst og ljóst er að
tekjustofnar hafa ekki aukist í
sama mæli. Landssamtökin eru
takmörkuð við tekjustofna sem
helgast af félagsgjöldum er renna
til reksturs og stuðningi sveitarfé-
laga og fyrirtækja á einstaka við-
burði. Sveitarfélög bera að öðru
leyti hitann og þungann af starfi
félagsmiðstöðva. Ríkisvaldið legg-
ur ekkert til reksturs samtakanna.
Þetta hefur þýtt að samtökin
byggjast á takmarkaðri launaðri
vinnu og ólaunuðu vinnuframlagi
til starfs á landsvísu.
Í dag standa samtökin á kross-
götum. Annaðhvort verða samtökin
að vaxa í takt við aukna þörf eða að
draga verulega úr þjónustu. Ef
draga þyrfti úr þjónustunni þá
væri það mjög miður og til að rýra
mikilvægt uppeldisstarf. Í raun
væri verið að gefa eftir slík uppeld-
istækifæri til fyrirtækja markaðar-
ins sem eins og við vitum að hafa
minni áhuga á uppeldi, en þeim
mun meiri áhuga á að mæta arð-
semiskröfum eigenda sinna. Í leit
að lausnum hafa samtökin m.a.
bent menntamálaráðherra á með
formlegum hætti, að yfirvöldum
beri að mæta þeim unglingum sem
starfa á vettvangi félagsmiðstöðva
jafnt sem á öðrum vettvangi s.s.
íþróttum. Rétt eins og íþrótta- og
ungmennahreyfingin er studd til
starfs á landsvísu, er nauðsynlegt
að yfirvöld æskulýðsmála fari að
horfa á alla þætti í stefnumótun
sinni gagnvart æskulýðsstarfi.
Mikilvægt er að starf á íþróttagólf-
um og dansgólfum sé lagt að jöfnu
og að allt ungt fólk fái sömu tæki-
færi til að efla einstaklings- og fé-
lagsþroska sinn. Í þessu felast
sterkustu forvarnirnar. Til að þróa
megi áfram mikilvægt starf fé-
lagsmiðstöðva á landsvísu og í al-
þjóðlegu samhengi, þá er þörf á að
leggja Samfés lið og tryggja sam-
tökunum öruggari rekstur. Með
fjárframlagi frá ríkisvaldinu yrði
hægt að bæta þjónustuna s.s með
virkara samstarfi við menntamála-
ráðuneytið, koma á fót gagnvirkri
heimasíðu, sækja fram í tölvuheim-
um og stórefla þar með upplýs-
ingaflæði og uppeldisstarfi á Net-
inu. Samtökunum yrði gert kleift
að starfa í anda unglingalýðræðis á
lands- og alþjóðavísu og síðast en
ekki síst fengju unglingar er starfa
í félagsstarfi sömu tækifæri á
landsvísu og þeir unglingar er
velja sér íþróttir eða aðra æsku-
lýðsstarfsemi.
Samfés hefur slitið barnsskónum
og er í dag að taka út sín unglings-
ár með tilheyrandi vaxtarverkjum.
Fullorðinsárin blasa við og því til-
hlýðilegt að yfirvöld hér á landi
stigi inn á þessum viðkvæma tíma-
punkti og aðstoði við það mikil-
væga hlutverk sem felst í að koma
því unga fólki, sem starfar á vett-
vangi félagsmiðstöðva, til manns.
Hér er að finna sóknarfæri í upp-
eldisstarfi hér á landi og skorað er
á yfirvöld að nýta þau. Í samfélagi
hraðra breytinga dugar ekki að
horfa eingöngu á hismið heldur
verður að horfa á kjarnann, á sjálft
unga fólkið og svara þörfum þess.
Vaxtarverkir í æskulýðsstarfi
Óskar Dýrmundur
Ólafsson
Samfés
Ljóst er að Samfés
þarf auknar tekjur,
segir Óskar Dýrmund-
ur Ólafsson, til að
standa undir breyttum
aðstæðum.
Höfundur er formaður Samfés.